Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1996, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996
9
vmnsju i tolvunm
Stereo-hátalari
Utlönd
Clint Eastwood ásamt nýju konunni
sinni, Díönu Ruiz.
Símamynd Reuter
Clint
Eastwoood
gifti sig á ný
Leikarinn og leikstjórinn Clint
Eastwood gekk aö eiga sjónvarps-
konuna Díönu Ruiz við leyniiega at-
höfn í Las Vegas á sunnudag.
Eastwood, sem er 65 ára, játaðist
sinni heittelskuðu, sem er 35 árum
yngri, á heimili spiltavítaeigandans
Steve Wynns. Einungis nánustu fjöl-
skyldumeðlimir voru viðstaddir,
þar á meðal somu- Clints, Kyle.
Eastwood brosti út að eyrum þeg-
ar parið kom að sækja giftingarvott-
orðið en hann hafði átt í ástarsam-
bandi við Díönu í eitt ár. Þetta er í
fyrsta skipti sem Díana giftir sig en
Clint Eastwood á eitt hjónaband að
baki og nokkur misheppnuð sam-
bönd. Díana er þekkt sjónvarpskona
frá sjónvarpsstöð í Salinas í Mið-
Kalifomíu, ekki langt frá bænum
Carmel þar sem Clint býr og var eitt
sinn borgarstjóri. Reuter
Alríkisdómari
breytti úr-
skurði sínum
eftir þrýsting
frá Clinton
og Dole
Alríkisdómari,
sem orðið hafði
fyrir gagnrýni frá
Bill Clinton
Bandaríkjafor-
seta og Bob Dole,
væntanlegu for-
setaefni repúblik-
ana, fyrir að
horfa fram hjá
pokum fullum af eiturlyfjum sem
mögulegum sönnunargögnum í
refsimáli hefur breytt fyrri ákvörð-
un sinni.
Um var að ræða 40 kíló af heróíni
og kókaini sem lögreglumenn höfðu
tekið úr farangursgeymslu bifreið-
ar. Höfðu þeir horft á nokkra menn
koma pokum með eiturlyfjunum
þar fyrir. Dómarinn, sem Clinton
skipaði 1994, úrskurðaði í janúar að
lögreglan hefði ekki haft lagalega
ástæðu til að stööva bílinn. Sagði
dómarinn að flótti undan lögregl-
unni væri vanaleg viðbrögð í hverfi
þar sem lögreglan væri þekkt fyrir
ofbeldi og spillingu.
Úrskurður dómarans var í fyrstu
harðlega gagnrýndur af borgar-
stjóra New York sem sagði dómar-
ann hugsa meira um rétt glæpa-
manna en öryggi borgaranna. Málið
barst til Washington þar sem
repúblikanar gerðu það að kosn-
ingamáli. Ggagnrýndu þeir Clinton
harðlega fyrir val hans á alríkis-
dómurum og kröfðust þess að hann
segði umræddum dómara upp störf-
um. Reuter
Walesa fer aftur í
rafvirkjagallann
Friðarverðlaunahafl Nóbels, Lech
Walesa, vakti mikla athygli víða um
heim í morgun þegar hann mætti til
fýrri vinnu sinnar sem rafvirki í
skipasmíðastöðinni í Gdansk. Ekki
eru nema rúmir 3 mánuðir síðan
hann lét af embætti sem forseti Pól-
lands eftir að hafa tapað fyrir Alex-
ander Kwasniewski í nóvember síð-
astliðnum í forsetakosningum lands-
ins.
Menn velta því mjög fyrir sér
hvort þessi ákvörðun sé herbragð
hjá Lech Walesa. Sjálfur lét hann
hafa eftir sér að hann yrði að mæta
þangað til vinnu til að hafa ofan í sig
og á því Kwasniewski hefði enn ekki
undirritað lög sem tryggja fráfarandi
forseta eftirlaun.
Walesa mun lækka mjög í launum
við þessa róttæku breytingu á starfs-
umhverfi en laun rafvirkja í skipa-
smíðastöðinni í Gdansk losa rétt
rúmar 16.000 íslenskar krónur á
mánuði. Walesa hefur lofað rekstra-
raðilum skipasmíðastöðvarinnar að
reyna að notá pólitísk sambönd sín
til að útvega stöðinni fjárhagsstuðn-
ing en reksturinn hefur staðið í járn-
um á undanfömum árum. Reuter
Lech Walesa er rafvirki á ný.
I Jmiyyy:
, I lilaiii ui) ii'jrfu ú
niyndijund í "JÍVuiinl. þú rujdúi
Úiiurdiii/ilúsiuíiJU/úú'iÍDlifiSi
hann hefur enginn áhiif á aðra
V>eS
Orgiorvi:
Tiftiðni:
Vinnsluminni
Skjáminni:
Harðdiskur:
Geistadrif:
Hátalarar:
Skjár:
PowerPC 603 RISC . ' i
75 megariö KUV\\ ’
8 Mb W'V
1 Mb DRAM yj
800 Mb C** »
Apple CD600Í (fjórhraöa)
Innbyggðirtvíóma hátalarar
Sambyggöur Apple
15" MultiScan
3,5" les Mac og Pc -diska
Apple Design Keyboard
System 7.5.1 sem að
sjálfsögöu erallt
á íslensku
► !2Sgp
Diskadrif:
Hnappaborö:
Stýrikerfi:
hnbvggt
°Sfrílnte
ríiet
teng
mg!
IJZuiStíUXi
Prentaria
16.000 kr!
ösjs
Fjarstynng
til að skipta um
sjónvarpsrásir og
StyleWriter
1200
log
geisladrifinu
.Apple-umboðio
Skipbolti 21 • Sími 5115111
Heimasíðan: bttp://u<ww. apple. is
Kostaði áður með þessum búnaði: 210.000 kr. stgr.