Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1996, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 7 Fréttir íslendingar settu hæðarmet í fallhlífarstökki í Flórída: Stukku úr tuttugu og tveggja þúsunda feta hæð „Það eru einungis mjög hæfir fall- hlífarstökkvarar sem ráðast í að stökkva úr svona mikiili hæð. Strák- amir eru án efa meðal hæfustu fall- hlífarstökkvara á landinu í dag,“ seg- ir Ingi Þór Þorgrímsson, formaður Flugbjörgunarsveitar íslands. Fjórir fallhlífarstökkvarar, þrír úr Flug- björgunarsveitinni og einn úr Fallhlíf- arklúbbi Reykjavíkur, settu hæðar- met þegar þeir stukku úr King Air- flugvél úr tuttugu og tvö þúsund feta hæð í Flórída og létu sig falla í tvær mínútur. Það er skráð mesta hæð sem nokkrir íslenskir fallhlífarstökkvarar hafa stokkið. Fallhlífarstökkvaramir eru allir við æfmgar í Z-Hills í Flórída en þar er stórt stökksvæði. Fallhlífarstökkkapparnir heita Snorri Hrafnkelsson, Pétur Kristjáns- son, Konráð Skúlason og Matthías Gislason og em þeir allir staddir á nokkurra vikna námskeiði í fallhlífar- stökki i Flórída. í Z-Hills eru eins kon- ar æfmgabúðir fyrir fallhlífar- stökkvara. Hópur íslendinga lagði leið sína þangað og ætlar að dvelja þar í nokkrar vikur. „Strákarnir era í æfmgabúðunum á eigin vegum en eru að æfa sig vegna starfsins og eigin áhuga. Tveir strá- kanna eru með kennararéttindi i fall- hlífarstökki. Ég þakka þennan árang- ur miklum áhuga, góðri þjálfun og einbeitingu i því sem mennimir era að gera. -em Fjórir fallhlífarstökkvarar, þrír úr Flugbjörgunarsveitinni og einn úr Fallhlífarklúbbi Reykjavíkur, settu hæðarmet þeg- ar þeir stukku úr King Air-flugvél úr tuttugu og tvö þúsund feta hæð í Flórída og létu sig falla í tvær mínútur. Það er skráð mesta hæð sem nokkrir íslenskir fallhlífarstökkvarar hafa stokkið. -iyrir nákuæma ferðagarpa! ATC-1100 m./ áttavita, hæðarmæli, hitamæli o.fl. 16.900 ., ALT-6200 m./ hæ hitamæli o.fi. 11.900 Tilboð! Vandaður bakpoki fylgir hverju úri. Heimilistæki hf SÆTUNI 8 SIMI 569 1500 Flutningstíminn styttist og þjónustunetið þéttist þegar Landflutningar-Samskip verða hluti af heildarkerfi sem er einstakt á sínu sviði á íslandi. Einn staður fyrir allt... Með Landflutningum-Samskip geta viðskiptavinir á einfaldan og skjótan hátt sent vörur, físk, búslóðir og pakka milli allra þéttbýlisstaða á landinu. Við sjáum um flutningana, hvort sem viðskiptavinurinn þarf að senda vörur til Þingeyrar, sækja fisk frá Húsavík eða flytja búslóð til Reyðarfjarðar. Sumir gætu jafnvel þurft að gera allt þrennt í einu! Viðskiptavinurinn þarf bara að ákveða hvort hann vill láta flytja scndinguna með skipi eða bíl. Persónuleg þjónusta, scrþjálfaó starfsfólk Hlutverk okkar er að hjálpa viðskiptavininum og við gleymum því aldrei að það sem við flytjum er eign einhvers annars. Starfsfólk okkar er sérþjálfað og mikil áhersla er lögð á persónulega þjónustu og rétta meðferð vöru. Net þjónustumiðstöðva, sem hver hefur sitt eigið þjónustusvæði þýðir að viðskiptavinir njóta þjónustu starfsfólks scm þekkir aðstæður á hverjum stað. Frá sendanda til viðtakanda - alla leið Landflutningar-Samskip ciga samstarf við Sl aðila víðsvegar um landið — Flutningamiðstöðvar Norður- lands, Austurlands, Suðurlands og Vestmannaeyja og þjónustustöðvar á öllum stærstu þéttbýlisstöðum. Saman mynda þessar stöðvar heilsteypt flutningakcrfi innanlands sem aftur tcngist flutningakerfi Samskipa erlendis. Ekki bara frá einum slað á annan... Landflutningar-Samskip og Flutningamiðstöðvarnar bjóða yiðskiptavinum sínum ckki aðeins skjóta og einfalda þjónustu við flutninga og dreifingu. Við getum aðstoðað við allt sém við kemur flutningum: Tilboðsgerð vegna inn- og útflutnings, tollskýrslugerð, ráðgjöf varðandi flutninga, vörugeymslur, kæli- og frystigeymslur, löndunarþjónusta og skipaafgrciðsla — allt þctta gctur verið hluti af þjónustu okkar. Við sjáum svo líka um að sækja vörur eða pakka frá sendanda og aka þeim til viðtakanda, sé þess óskað. Landfjutningar JJ SÁMSKÍP Skútuvogi 8, Reykjavík. Sími: 568-5400, 569-8666. Fax: 568-5740.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.