Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1996, Blaðsíða 18
18
ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996
Þriðjudagur 2. APRÍL 1996
Iþróttir
Lizarazu Ul Arsenal
Arsenal skrifaði um helgina
undir samning við varnar- og
miðjumanninn Bizente Lizarazu
frá Bordeaux í Frakklandi og var
kaupverðið 150 milljónir. Frakk-
inn mun klára tímabilið með
Bordeaux en kemur svo í raðir
Arsenal í sumar.
Wright framlengir
Mark Wright, varnarmaður
Liverpool, hefur framlengt
samning sinn við félagið um tvö
ár en samingur hans átti að
renna út í sumar. „Það er gott að
þessu er lokið og nú er bara að
halda áfram baráttunni um
meistaratitilinn og bikarmeist-
aratitilinn og tveimur góðum
árum hjá Liverpool,” sagði
Wright þegar samningurinn var
í höfn.
Pallister og Bruce
Miklar likur eru á að Gary
Pallister geti ekki leikið meira
með Manchester United á þessu
tímabili. Kappinn hefur átt við
þrálát bakmeiðsli að stríða og
hefur verið meira og minna frá
undanfarna mánuði. Þá er Steve
Bruce fyrirliði meiddur í hásin
og verður að taka sér hvíld i ein-
hverja daga. Hann leikur líklega
ekki með United fyrr en 13. apr-
U.
Anderton að braggast
Darren Anderton hjá Totten-
ham er óðum að ná sér af meiðsl-
um sem hrjáð hafa hann í allan
vetur. Hann spUaði með varalið-
inu í síðustu viku og gekk aUt að
óskum. Hann bíður nú eftir að fá
tækifæri með aðaUiðinu.
Romario með fimm
BrasUíski knattspyrnumaður-
inn Romario gerði sér lítið fyrir
og skoraði 5 mörk fyrir Fla-
menco þegar liðið vann 6-2 sigur
á Olaria í Rio de Janeiro meist-
arakeppninni í Brasilíu um helg-
ina. Þetta eru bestu tilþrif Rom-
arios síðan hann var keyptur til
liðsins frá Barcelona í fyrra.
Árhus enn efst
Árhus er enn í efsta sæti
dönsku úrvalsdeildarinnar í
knattspymu. Um helgina gerði
liðið 1-1 jafntefli við Herföige,
Bröndby og Viborg gerðu einnig
jafntefli, 1-1, Vejle tapaði á
heimavelli fyrir Kaupmanna-
höfn, 1-1, og Ikast og Álaborg
skUdu jöfn, 1-1.
Árhus er efst með 46 stig,
Bröndby 43, Lyngby 34.
Köln rekur þjálfara
Þýska liðið Köln, sem er í bull-
andi fallhættu, rak þjálfara sinn
Stephen Engels eftir 2-0 tap gegn
Kaiserslautern um helgina. Nýi
þjálfarinn hjá Köln heitir Peter
Neuruer og er hann sá þriðji hjá
félaginu á tímabilinu en fyrr í
vetur þurfti Daninn Morten 01-
sen að taka pokann sinn. Fjöl-
miðlar í Þýskalandi spá því að
Christoph Daum taki við liðinu
á næsta tímabili en hann gerði
garðinn frægan með því fyrir
nokkrum árum.
1. apríl gabb
íþróttadeild DV brá á leik í
gær, 1. aprU. Hinn heimsfrægi
leikmaður Eric Cantona hjá
Manchester United var sagður á
leiðinni tU landsins á vegum
knattspyrnuskóla Bobbys
Charlton.
Fjöldi áhugasamra hringdi á
DV í gær tU að fá nánari upplýs-
ingar og margir fóru í Kringluna
til að hitta kappann. Við vonum
að lesendur hafi haft gaman af
þessu öllu saman.
Eiður fær lofsama
dóma fjölmiðla
- ungur og efnilegur og á heima í byrjunarliði PSV
DV, Hollandi:
Aðalfréttin á íþróttasíðum hol-
lensku dagblaðanna eftir helgina
var stórsigur PSV á Willem, 5-2, og
tap Ajax fyrir Roda, 2-0. Spennan er
mikil í hoUensku deildinni því mun-
urinn á PSV og Ajax er 5 stig og lið-
in eigast við í næstu viku.
Eiður Smári, sem skoraði sitt
annað mark með PSV, fékk mjög lof-
samleg ummæli í hollensku dag-
blöðunum fyrir frammistöðu sína
gegn Willem. Blaðið Volkskrant
sagði: „Hinn ungi og efnilegi Eiður
átti mjög sannfærandi leik með
PSV. Hann aðstoðaði Nilis sem
skoraði tvö mörk og skoraði sjálfur
eitt.” Telegraaf sem er langstærsta
dagblað Hollands: „Góður varamað-
ur fyrir Eijkelkamp, áberandi leik-
maður sem vegna mikiUa meiðsla
og leikbanns hefur fengið að spila
með, fljótur að læra og hefur sýnt
það að hann getur verið góður sem
fastur maður í liðinu þrátt fyrir
ungan aldur.”
-EE
Bell ekki áfram
á Skaganum
DV, Akranesi:
Stigahæsti leikmaður úrvals-
deildarinnar í körfuknattleik,
MUton Sylvester Bell, verður ekki
áfram á Skaganum á næstu leiktíð.
„Milton gaf ekki kost á því að tala
um nýjan samning og rauk af landi
brott án þess að kveðja kóng né
prest. Við munum því ekki óska eft-
ir því að hann verði hjá okkur á
næsta vetri, auk þess er hann of dýr
biti fyrir okkur,” sagði Sigurður
Sverrisson, ritari Körfuknattleiksfé-
lags Akraness, í samtali við DV.
Allir aðrir sem léku með Skaga-
mönnum í vetur hafa í hyggju að
leika áfram með liðinu á næsta
tímabili.
-DÓ
Breiðablik sigraði á
Drottningamótinu
Breiðablik sigraði á árlegu
Drottningamóti Hagsmunasamtaka
knattspyrnukvenna sem fram fór í
íþróttahúsin á Seltjarnarnesi á
laugardaginn.
Mótið er fyrir leikmenn, 25 ára og
eldri, sem hætt hcifa knattspyrnu-
iðkun og tóku lið Vals, KR og Vík-
ings þátt í mótinu auk Breiðabliks.
Er þetta í fjórða sinn sem mótið er
haldið og hafa Valsstúlkur verið
sigursælar á mótinu fram til þessa.
Breiðablik og Valur léku til úrslita
og sigraði Breiðablik 3-1.
Síðar um kvöldið fór fram Kara-
oke-keppni leikmanna 1. deildar
kvenna. Þar héldu Blikastúlkur
uppteknum hætti frá því fyrr um
daginn og sigruðu í öllum keppnis-
flokkum, þ.e. fyrir frumlegasta at-
riðið, bestu sviðsframkomuna og
besta sönginn.
Valur á mót til Spánar og
Breiðablik til Danmerkur
Blika- og Valsstúlkur verða á far-
aldsfæti um páskana. Valsstúlkur
eru að fara til Spánar í æfingabúð-
ir og jafnframt til að taka þátt í al-
þjóðlegu 3ja liða móti sem þar fer
fram.
Blikastúlkur fara til Hjörring í
Danmörku þar sem hið Opna Norð-
urlandamót meistaraliða kvenna fer
fram um páskana. Breiðabliks-
stúlkur eru að taka þátt í þessu
móti í annað sinn en þær fóru til
Noregs sl. sumar.
Lið frá Danmörku, Svíþjóð, Nor-
egi og Rússlandi taka þátt í mótinu
auk Blikanna.
Shaquille O’Neal fer hér létt með gamla brýnið Patrick Ewing hjá New York og skorar tvö af 32 stigum sínum í leiknum.
sigrinum tryggði Orlando sér sigur í Atlantshafsriðlinum, annað árið í röð.
NBA-körfuboltinn:
Orlando aftur meistari
- í Atlantshafsriðlinum eftir sigur á New York í fyrrinótt
Orlando tryggði sér í fyrrinótt
sigur í Atlantshafsriðli NBA-deild-
arinnar annað árið í röð með því
að leggja New York að velli.
Shaquille O’Neal skoraði 32 stig
fyrir Orlando, Horace Grant 23 og
Penny Hardaway 20 en hjá New
York var Patrick Ewing atkvæða-
mestur með 30 stig. Úrslitin í
fyrrinótt:
Orlando-New York........98-79
Boston-Atlanta...........92-93
Toronto-LA Lakers .... 106-111
Indiana-New Jersey . . . 118-100
Minnesota-LA Clippers . 107-110
Vancouver-Charlotte ... 88-121
SA Spurs-Phoenix ........97-83
Dallas-Portland .......100-115
Cleveland-Sacramento . 100-105
Lið SA Spurs er á mikilli sigl-
ingu þessa dagana og sigurinn í
fyrrinótt var sá 17. í röð hjá lið-
inu. David Robinson skoraði 22
stig fyrir Spurs og Avery Johnson
20. Hjá Phoenix var Kevin John-
son með 19 stig en Charles
Barkley náði aðeins að setja niður
8 stig.
Mookie Blaylock tryggði Atl-
anta sigur á Boston með þriggja
stiga körfu á lokasekúndunni.
Steve Smith var stigahæstur hjá
Atlanta með 17 stig og Blaylock 16
en hjá Boston var David Wesley
með 21 stig.
Vlade Divac átti stórleik með
LA Lakers. Hann skoraði 20 stig
og tók 19 fráköst. Magic Johnson
lék einnig vel en hann var meö 19
stig og Cedric Ceballos 16. Tracy
Murray var stigahæstur hjá
Toronto með 32 stig og Carlos
Rogers gerði 28 stig.
Antonio Davis skoraði 21 stig
fyrir Indiana og Reggie Miller 15
og hjá New Jersey var Chris ChUd
með 19 stig.
Rodney Rogers skoraði 25 stig
fyrir LA Clippers og Loy Vaught
16. Isah Rider var atkvæðamestur
í liöi Minnesota með 25 stig og
Gugliotta 24.
Ófarir Vancouver Grizzlies
halda áfram og nú eru tapleikirn-
ir í röð orðnir 22 hjá liðinu sem er
nýtt met í NBA. Matt Geiger var
stigahæstur hjá Charlotte með 20
stig og Larry Johnson 19.
Portland er komið upp að hlið
Phoenix í sjötta sæti vesturstrand-
arinnar eftir sigur á Dallas.
Arvydas Sabonis skoraði 21 stig
fyrir Portland, þar af 17 í fyrri
hálfleik, og Clifford Robinson
skoraði 17. Tony Dumas skoraði
15 stig fyrir Dallas sem í leiknum
sló nýtt met í NBA en 3ja stiga
körfumar hjá liðinu á tímabilinu
eru orðnar 647.
Mitch Richmond og Brian
Grant voru mennimir á bak við
sigur Sacramento á Cleveland í
framlengdum leik. Grant skoraði
32 stig, þar af 5 í framlengingunni,
og Richmond skoraði 29, þar af 6 í
framlengingunni. TerreU Brandon
var stigahæstur hjá Cleveland
með 20 stig og Chris MiUs skoraði
19.
-GH
Stefán Bjarkarson spáir í spilin
þriðja leikinn í kvöld í Grindavík.
I
Handknattleikur:
Héðinn aftur
til Þýskalands?
- er meö tilboð frá einu af toppliðunum í þýsku 2. deildinni
Handknattleiksmaður-
inn stóri og stæðUegi úr
FH, Héðinn Gilsson,
gæti verið á leið í at-
vinnumennskuna að
nýju. Héðinn, sem kom
heim frá Þýskalandi síð-
astliðið sumar eftir að
hafa leikið með Turo
Dússeldorf í þýsku úr-
valsdeildinni síðustu
fimm árin, er með tilboð
frá þýsku 2. deildar liði
og hefur hann í hyggju
að skoða það nánar.
„Ég get ekki neitað
því að eitt af toppliðun-
um í 2. deildinni hefur
boðið mér samning. Það
er útlit fyrir að þetta lið,
sem ég vU á þessu stigi
málsins ekki nafngreina,
komist upp í úrvalsdeild-
ina og mun ég halda út
til Þýskalands síðar í
þessum mánuði til að
líta á aðstæður og ræða
við forráðamenn félags-
ins,” sagði Héðinn í sam-
tali við DV í gær.
„Þetta tilboð kom mér
nokkuð á óvart en samt
hefur þetta félag haft
samband við mig áður.
Ég tapa ekkert á þvi að
skoða málið nánar,”
sagði Héðinn enn frem-
ur.
Héðinn er samnings-
bundinn FH. Hann gerði
tveggja ára samning við
FH í sumar og þyrfti að
fá sig lausan undan
samningi hjá félaginu
færi svo að hann semdi
við þýska liðið.
Það stefnir í að marg-
ir íslenskir handknatt-
leiksmenn muni leika
erlendis á næstu leiktíð.
Eins og áður hefur kom-
ið fram munu Valsmenn-
irnir Dagur Sigurðsson
og Ólafur Stefánsson
leika með Wuppertal í
þýsku 2. deildinni á
næstu leiktíð, KA-mað-
urinn Patrekur Jóhann-
esson er búinn að semja
við þýska liðið Essen,
Magnús Sigurðsson,
Stjörnumaður, er með
tilboð frá þýsku 3. deild-
ar liði og Konráð Olavs-
son hefur verið að skoða
aðstæður hjá félagi í
Sviss. Þá verða lands-
liðsmennirnir Geir
Sveinsson og Júlíus Jón-
asson áfram erlendis.
Geir á eftir eitt ár af
samningi sínum við
franska liðið Montpellier
og Júlíus gerði tveggja
ára samning við sviss-
neska liðið Suhl.
Stórsigur
á Tyrkjum
íslenska unglingalandsliðið
.skipað leikmönnum 18 ára og
yngri í knattspymu, vann stór-
sigur á Tyrkjum, 4-1, á alþjóð-
legu móti sem stendur yfir á
Ítalíu.
Þorbjörn Atli Sveinsson gerði
tvö mörk og þeir Valur Fannar
Gislason og Haukur I. Guðnason
hin tvö.
Áður hafði íslenska liðið tap-
að fyrir Sviss, 1-2. Næst verður
leikið við Norðmenn. -JKS
Celtic lifir í voninni
- vann stórsigur á Aberdeen, 5-0, í gærkvöldi
Leikmenn Glasgow
Celtic fóru á kostum á
heimaveUi sínum,
Parkhead, í Glasgow í
gærkvöldi þegar
Aberdeen kom þangað
í heimsókn í úrvals-
deUdinni. Áður en yfir
lauk voru leikmenn
Celtic búnir að koma
boltanum fimm
sinnum I mark
Aberdeen sem er í
þriðja sæti
deildarinnar. Þetta var
stærsti sigur Celtic í
vetur og versta útreið
Aberdeen.
Celtic lifir í voninni
um að geta velgt
Rangers undir uggum.
Rangers hefur 75 stig
og Celtic 69 en fimm
leikjum er ólokið.
Simon DonneUy og
Pierre Van Hooydonk
skoruðu sín tvö mörk
og Portúgalinn Cadete,
sem lék sinn fyrsta
leik, það fimmta.
Þess má geta að
Celtic og Rangers
eigast við í 4-liða
úrslitum bikarsins á
sunnudaginn kemur.
-JKS
____________Iþróttir
Stjarnan vann
Úrslitin snerust við í leik
Stjömunnar og Selfoss í deUda-
bikarkeppninni i knattspyrnu í
blaðinu í gær. Hið rétta er að
Stjarnan sigraði í leiknum, 8-0.
Mörkin skoruðu: Guðmundur
Steinsson 3, Goran Migic 2,
Valdimar Kristófersson, Ingólfur
Ingólfsson og Loftur S. Loftsson.
Staðan
Skallagr. A-riðill: 3 3 0 0 9-1 9
ÍA 2 2 0 0 18-0 6
Stjarnan 2 2 0 0 15-2 6
Ægir 2 0 0 2 2-8 0
Selfoss 3 0 0 3 1-15 0
BÍ 2 0 0 2 0-19 0
FH B-rióill: 3 3 0 0 13-2 9
Valur 3 2 0 1 8-3 6
Völsungur 2 0 0 2 1-7 0
Dalvík 2 0 0 2 2-12 0
ÍBV C-riðill: 2 2 0 0 9-0 6
ÍR 2 1 1 0 5-3 4
Tindastóll 4 1 1 2 4-11 4
HK 3 1 0 2 6-5 3
KA 2 1 0 1 1-1 3
Haukar 3 1 0 2 1-6 3
Fylkir D-riðill: 3 3 0 0 8-2 9
Leiftur 3 2 0 1 12-2 6
Þróttur R. 3 1 1 1 5-5 4
Höttur 2 1 0 1 3-5 3
Léttir 3 0 1 2 1-10 1
Þróttur N. 2 0 0 2 3-8 0
Fram E-riöill: 3 3 0 0 7-2 9
Grindavík 3 2 1 0 10-5 7
Víðir 3 1 0 2 4-4 3
Víkingur R. 3 1 0 2 2-3 3
Sindri 2 0 1 1 3-6 1
Grótta 2 0 0 2 2-8 0
Breiðablik F-riðill: 3 3 0 0 22-1 9
Keflavik 3 2 0 1 8-3 6
Leiknir R. 2 2 0 0 4-2 6
Þór Ak. 2 0 0 2 2-8 0
Reynir S. 2 0 0 2 2-13 0
KS 2 0 0 2 1-12 0
Tvö íslendingalið komin
í 8-liða úrslit bikarsins
DV, Svíþjóð:
Tvö Islendingalið komust í
sunnudaginn í 8-liða úrslit í
sænsku bikarkeppninni í knatt-
spyrnu.
Örgryte, lið Rúnars Kristinsson-
ar, sigraði Elfsborg, lið Kristjáns
Jónssonar, 0-4. Rúnar var veikur
og get ekki leikið en Kristján lék
allan leikinn og stóð sig vel.
Pétur Marteinsson og félagar
hans í Hammarby, lögðu Frölunda,
2-1.
Sirius, lið Einars Brekkan, tapaði
í framlengdum leik fyrir Öster, 3-4.
Einar var ekki á meðal markaskor-
ara.
Óvæntustu úrslitin urðu þegar
meistararnir í Gautaborg töpuðu
fyrir 2. deildar liðinu Silvia, 2-1,
þrátt fyrir að Gautaborg tefldi fram
sínu sterkasta liði.
-EH
Grindavík og Keflavík í kvöld:
Von a jafnari
leik en hingað til
- segir Stefán Bjarkason
DV, Suðurnesjum:
Ég á von á hörkuleik í kvöld og
jafnframt jafnari leik heldur en
fram að þessu. Mér líst ekki á stöðu
Keflvíkinga ef þeir láta rassskella
sig eins og í síðasta leik. Það er mín
spá að ef Grindvíkingar vinna í
kvöld með 30 stiga mun verði þeir
íslandsmeistarar," sagði Stefán
Bjarkason, kunnur körfuboltamað-
ur hér á arum áður með Val, Njarð-
vík og Keflvíkingum.
Þriðja viðureign Grindvíkinga og
Keflavíkinga verður í kvöld í
Grindavík en að loknum tveimur
leikjum standa leikar jafnt, 1-1.
„Mér finnst Kerflvíkingar vera
sterkari á pappírnum séð. Það á
ekki að skipta máli fyrir þá þótt
Grindavík sé að leika á heimavelli.
Það getur vel verið að Keflvíkingar
séu í einhverjum öldudal um þessar
mundir og Grindvíkingar hins.veg-
ar að toppa. Um þetta atriði er erfitt
að staðhæfa nokkuð.
Friðrik nær öllu því besta
út úr sínum mönnum
Friðrik Rúnarsson, þjálfari
Grindvíkinga, á heiður skilinn og
mér finnst hann hafa náð 100% út
úr sínum leikmönnum. Hann er bú-
inn að þjappa liðinu vel saman.
Þetta minnir mig óneitanlega á þá
stemningu sem hann náði upp hjá
Njarðvíkingum þegar hann þjálfaði
þá. Það sama er að gerast hjá Grind-
víkingum. Núna síðast léku þeir
sinn allra besta leik sem ég hef séð.
Allir leikmenn liðsins voru þá að
leika stórvel. Ég spái því að á
endanum standi leikar 4-1 fyrir sig-
urvegarann,” sagði Stefán Bjarka-
son.
TILBOÐSSPRENGJA
Vorvörur
á ótrúlegu
veröi
ÍÞRÓTTAGALLAR Barnastærðir aðeins kr. 1.990
ÍÞRÓTTAGALLAR Fullorðinsstærðir aðeins kr. 2.690
REGNGALLAR Barnastærðir aðeins kr. 2.490
SUMARJAKKAR aðeins kr 1.990
MIKRO FIBER íþróttagallar S til XL. Aðeins kr. 3.990
FÓTBOLTASKÓR nr. 33 til 39. Aðeins kr. 1.990
IÞROTTASKOR
Leöurskór nr.
25 til 36
aðeins kr.
1.990
Opið laugard..
til kl. 16
SPORTVÖRUVERSLUNIN
SPARTA
Laugavegi 49 • Sími 551 2024^
-ÆMK