Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1996, Blaðsíða 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 Afmæli Kári Steinsson Kári Steinsson, fyrrv. vinnu- vélastjóri, Hólavegi 23, Sauðár- króki, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Kári fæddist að Neðri-Ási í Hjaltadal í Skagafirði, ólst þar upp við öll almenn landbúnaðar- störf og átti þar heima til fullorð- insára. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1939-41 og við íþróttaskóla Bjöms Jakobssonar á Laugarvatni 1941^42. Kári stundaði farand-íþrótta- kennslu víðs vegar um land um nokkurra ára skeið, starfaði við vinnuvélar, einkum við skurð- gröft, um þrjátíu ára skeið, jafn- framt ýmsum öðrum almennum störfum og var starfsmaður við Sundlaug Sauðárkróks um tólf ára skeið. Hann hefur átt heima á Sauðárkróki frá 1952. Kári hefur sungið með kirkjukómum á Sauðárkróki í fjömtíu ár og hefur verið formað- ur hans í tíu ár. Þá hefur hann setið í stjómum Verkamannafé- lagsins Fram, Félags eldri borgara og Félags hjartasjúklinga á Norð- urlandi vestra. Fjölskylda Kári kvæntist 29.12. 1951 Dag- mar Valgerði Kristjánsdóttur, f. 15.2.1931, starfsmanni við Sund- laug Sauðárkróks. Hún er dóttir Kristjáns Sigfússonar og Jónu Guðnýjar Franzdóttur en þau bjuggu á Róðhóli í Sléttuhlíð. Böm Kára og Dagmarar eru Valgeir Steinn, f. 1.8. 1951, raf- magnstæknifræðingur og fram- haldsskólakennari á Sauðárkróki, kvæntur Guðbjörgu S. Pálmadótt- ur og eiga þau fjögur börn; Krist- ján Már, f. 4.8. 1952, verslunar- maður og vélstjóri i Reykjavík, og á hann tvö börn; Steinn, f. 22.10. 1954, garðyrkjumeistari í Reykja- vik, kvæntiu: Kristínu Arnardótt- ur og á hann þrjú börn, auk þess sem Kristín á tvö börn; Soffia, f. 12.2. 1956, tannfræðingur í Reykja- vík, en maður hennar er Haf- steinn Guðmundsson og á hann eitt bam; Jóna Guðný, f. 14.8. 1963, rekstrarhagfræðingur og verkefnastjóri hjá Útflutningsráði, búsett í Reykjavík en maður hennar er Gunnar Á. Bjarnason og eiga þau eitt barn. Systkini Kára: Bergþóra, f. 7.2. 1912, nú látin, húsmóðir í Reykja- vík; Anna Sigríður, f. 26.11.1913, nú látin, húsmóðir í Garði; Soffia, f. 26.11. 1913, húsmóðir í Reykja- vík; Helga, f. 13.2.1916, húsmóðir í Garði; Svanhildur, f. 17.10.1918, skólastjóri á Neðri-Ási í Skaga- firði; Björn, f. 2.4.1921, nú látinn, verkamaður í Innri-Njarðvík. Foreldrar Kára voru Steinn Stefánsson, f. 30.11. 1882, d. 9.5. 1954, bóndi í Neðra-Ási í Hjalta- dal, og Soffia Jónsdóttir, f. 10.9. 1887, d. 13.2. 1969, húsfreyja. Ætt Steinn var sonur Stefáns, b. á Efra-Ási, Ásgrímssonar, b. á Gautastöðum í Stíflu, Steinssonar, b. á Heiði í Sléttuhlíð, Jónssonar. Móðir Ásgríms var Herdís Einars- dóttir, prests á Knappsstöðum, í Stíflu Grímssonar. Móðir Stefáns var Guðrún Kjartansdóttir, b. á Stóru- Brekku í Fljótum, Stefáns- sona Margrét Jónsdóttir, b. á Hraunum í Fljótum,, Erlendsson- ar. Móðir Steins var Helga Jóns- dóttir, b. á Gautastöðum, Guð- mundssonar, b. í Lundi í Stíflu, Einarssonar, b. á Stóru-Brekku I Fljótum, Jónssonar. Móðir Jóns var Helga Þórarinsdóttir, b. í Lambanesi Guðmundssonar, og Þórunnar Björnsdótturr. Móðir Helgu í Efra-Ási var Guðrún Jóns- dóttir, b. á Brúnastöðum í Fljót- um, Jónssonar, b. á Löngumýri, Rafnssonar. Móðir Guðrúnar var Guðrún Einarsdóttir. Kári Steinsson. Soffia var dóttir Jóns, b. á Neðra- Ási í Hjaltadal, Zóphonías- sonar, b. á Bakka í Svarfaðardal, Jónssonar. Móðir Jóns var Soffia Björnsdóttir. Móðir Soffiu Jóns- dóttur var SvanhUdur Björnsdótt- ir, b. í Syðra-Garðshomi í Svarf- aðardal, Jónssonar. Móðir Svan- hildar var Jóhanna Þórarinsdótt- ir. Kári er að heiman á afmælis- daginn. Alda Ármanna Sveinsdóttir Alda Ármanna Sveinsdóttir, myndlistarmaður og myndlistar- kennari, Skógarási 2, Reykjavík, er sextug í dag. Starfsferill Alda fæddist á Norðfirði og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Alþýðuskólanum á Eiðum, stundaði nám við Myndlistaskóla Reykjavikur 1955, lauk stúdents- prófi frá MH 1984, stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands frá 1983 og lauk kennara- prófi í myndlist fyrir grunn- og framhaldsskóla, stundaði fram- haldsnám í olíumálun við Mynd- listaskóla Reykjavíkur 1990-91, stundaði starfsleikninám kennara við KHÍ 1987-89 og hefur sótt ýmis námskeið í myndlist á Norð- urlöndunum á vegum Félags myndlistarkennara. Alda starfaði við myndlist fatl- aðra bama á Skálatúni 1972-73 og setti þá upp sýningar í tengslum við starfið, starfaði við geðdeild bama við Dalbraut, stundaði kennslu við Bústaðaskóla 1987-95, sem er sérskóli fyrir börn með hegðunar- og námsvanda, var sér- kennari og myndlistarkennari við sérdeild einhverfra barna við Langholtsskóla 1995-96 og stundar myndlistarkennslu við Bústaða- Tíl hamingju með afmælið 2. apríl 85 ára Gestur Loftsson, Hlíf I, Torfnesi, ísafiröi. 80 ára Guðmunda Jónsdóttir, Furagerði 1, Reykjavík. Guðjón Jónsson, Aðalgötu 5, Keflavík. 75 ára Sesselja Óskarsdóttir, Suöurgötu 50, Akranesi. Hulda Agnarsdóttir, Kirkjuteigi 7, Keflavík. Ingi Ú. Magnússon, Einimel 26, Reykjavík. Ingveldur Stefánsdóttir, Móaflöt 45, Garðabæ. Agnes O. Steffensen, Hæðargarði 7C, Reykjavík. Margrét Ámadóttir, Skeiðarvogi 39, Reykjavík. Jóna Jónsdóttir, Hrísholti 24, Selfossi. 50 ára Már Hallgeirsson, Neðstaleiti 9, Reykjavík. Geirrún Tómasdóttir, Bröttugötu 9, Vestmannaeyjum. Rögnvaldur Andrésson, Jóraseli 2, Reykjavik. Haukur Atli Sigurðsson, Vinnslustöðinni, Vestmannaeyjum. Stefán Svararsson, Boðagranda 14, Reykjavík. 70 ára Gíslína Sumarliðadóttir, Víðivöllum 11, Selfossi. Guðbergur Sigursteinsson, Smáratúni, Vatnsleysuströnd. 40 ára 60 ára Þór Vigfússon, Straumum, Öifushreppi. Grétar Amþórsson, Engjavegi 49, Selfossi. Herdís Kristmundsdóttir, Hraunbæ 102D, Reykjavík. Guðrún Guðmundsdóttir, Ásvallagötu 7, Reykjavik. Árni Hallgrfmsson, Drápuhlíð 44, Reykjavík. skóla frá 1996. Alda hefur unnið mikið að list- sköpun fatlaðra. Hún safnaði verkum fatlaðra og setti upp sýn- inguna Úr hugarheimi í Lista- safni ASÍ 1990, setti upp sýningu á verkum fatlaðra í Reykjavík 1991, setti upp sýningu í Háskóla- bíói á vegum Landssamtaka fatl- aðra 1994, safhaði verkum fatiaðra til sýningarhalds erlendis, t.d. í Færeyjum 1991 og í Mencap í London 1992. Hún vann við mynd- listarkennslu í Iðjubergi, vemduð- um vinnustað í Reykjavík, 1995 og hefur haldið fjölda námskeiða í ýmsum þáttum myndlistar. Alda tók þátt í samsýningum með Myndlistafélagi Neskaupstað- ar á áranum 1966-72 en hefur frá 1985 tekið þátt í níu samsýningum hér á landi og í Skandinavíu. Þá hefur hún haldið sautján einka- sýningar frá 1982. Fjölskylda Eiginmaður Öldu var Elías Kristjánsson, f. 14.3. 1934, nú lát- inn, áhaldavörður. Hann var son- ur Kristjáns Jóhannssonar, og Margrétar Elíasdóttur. Börn Öldu og Elíasar era Sveinn Ómar Elíasson, f. 27.5. 1955, rafvirki í Neskaupstað; Jón Júlíus Elíasson, f. 20.12. 1957, garðyrkjumeistari í Reykjavík, kvæntur Kristínu Þóru Harðar- dóttur, heimspekinema og ylrækt- arfræðingi, og eiga þau tvö börn; Margrét Elíasdóttir, f. 7.7. 1961, leikskólakennari í Reykjavík, gift Ólafi Sigtryggsyni dreifingarstjóra og á hún þijú böm; Sigurður Þór Elíasson, f. 26.7. 1964, búsettur í Reykjavík. Systkini Öldu: Þorbergur, smið- ur í Neskaupstað; Þórður, smiður í Neskaupstað; Árni Guðgeir, bú- settur í Reykjavík; Ólafur, smiður í Reykjavík; Guðrún, húsmóðir og læknaritari í Kópavogi; Ingólfur Steinar, geðlæknir í Reykjavík; Auður, læknaritari, búsett í Mos- fellsbæ; Ingunn, starfsmaður við Sjúkrahúsið á Norðfirði. Alda Armanna Sveinsdóttir. Foreldrar Öldu; Sveinn Áma- son, f. 29.6. 1889, útvegsb. á Barðs- nesi á Norðfirði, og k.h., Sigríður Þórðardóttir, f. 14.11. 1899, hús- freyja. Hera Guðjónsdóttir Hera Guöjónsdóttir, húsmóðir og verslunarmaður, Hringbraut 74, Hafnarfirði, er sjötug í dag. Starfsferill Hera fæddist í Hafnarfirði og hefur átt þar heima alla tið. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Flens- borgarskólanum í Hafnarfirði. Hún hefur stundað verslunar- störf sl. fimmtíu og fimm ár, síð- ustu sextán árin hjá Verslun Ein- ars Þorgilssonar í Hafnarfirði. Hera hefur starfað mikið í slysavamadeildinni Hraunprýði í Hafnarfirði og setið í stjórn deild- arinnar í nokkur ár. Þá hefur hún setið í varastjórn Verslunar- mannafélags Hafnarfjarðar. Fjölskylda Hera giftist 2.4.. 1949 Helga S. Guðmundssyni, f. 16.10. 1928, tryggingafulltrúa. Hann er sonur Guðmundar Jóhannessonar sjó- manns og Helgu Helgadóttur verkakonu sem bæði eru látin. Börn Heru og Helga era Elfar Helgason, f. 8.2.1948, starfsmaður hjá ísal, búsettur í Hafnarfirði, kvæntur Rósu Þórðardóttur og eru börn þeirra Hera, Þórður og Helgi en dóttir Elfars frá því áður er Berglind, hennar maður er Geir Sigurðsson og eru synir þeirra Ágúst Guðni og Geir Aron; Helga Helgadóttir, f. 12.6. 1952, ■ húsmóðir í Hafnarfirði, gift Rún- ari H. Sigdórssyni, starfsmanni hjá ísal, og eru börn þeirra Hel- ena og Helga Rut en böm Rúnars og fósturbörn Helgu eru Guðrún Dagmar, gift Gísla Jónssyni og era böm þeirra Hrefna og Jón Rúnar, Sigdór, kvæntur Erlu Kristínu Birgisdóttur og eru böm þeirra Indiana og Amar Jóel, og Þórunn, gift Kristni Valgeirssyni og eru börn þeirra Sveinn Ágúst, Daníel Andri og Sigdór Yngvi. Systkini Heru: Ásgrímur Guð- jónsson, nú látinn, sjómaður í Hafnarfirði; Steinunn Guðjóns- dóttir, húsmóðir i Reykjavík, gift Böðvari Eggertssyni; Ingibjörg Guðjónsdóttir, húsmóðir í Hafnar- firði, var gift Sigurbirni Elíassyni sem er látinn; Hulda Guðjónsdótt- ir, húsmóðir í Hafnarfirði, gift Hauki Sveinssyni; Guðrún Guð- jónsdóttir, nú látin, húsmóðir í Hafnarfirði, gift Oddi Ingvarssyni; Elsa Guðjónsdóttir, bankastarfs- maður í Hafnarfirði, var gift Guð- mundi Óskari Frímannssyni sem er látinn; Haukur Guðjónsson, raf- Hera Guðjónsdóttir. virki í Ósló, kvæntur Lailu Guð- jónsdóttur; Óskar Guðjónsson, vél- stjóri i Kópavogi, kvæntur Krist- ínu Jónsdóttur. Foreldrar Heru voru Guðjón Benediktsson, f. 26.11. 1890, d. 5.2. 1988, vélstjóri í Hafnarfirði, og k.h., Elínborg Jónsdóttir, f. 3.1. 1891, d. 22.2. 1968, húsmóðir. Hera tekur á móti ættingjum og vinum í íþróttahúsinu við Strand- götu (Álfafelli) í kvöld eftir kl. 20.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.