Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1996, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 13 Hugsað í hólfum Það er útbreiddur siður að hugsa í hólfum. Með öðrum orð- um: menn hafa tvær andstæðar skoðanir á sama fyrirbærinu sam- tímis og aðhyllast báðar. Ofur- skýrt dæmi um þetta er viðhorf stærsta stjórnmálaflokks í landinu en það er Fjölmiðlaflokkurinn; í honum eru þeir sem nota fjölmiðla og starfa við þá. Fjölmiðlaflokkur- inn skoðar hvert mál út af fyrir sig (eins og í sérstöku hólfl). Hann skoðar ríkisútgjöld og skatta og heimtar að þau séu skorin niður. Hann skoðar útgjöld til aldraðra og sjúkra, skóla og vegamála og sér náttúrlega að þau eru alltof naum og mikil þörf á að stórauka þau. Hins vegar hefur Fjölmiðla- flokkurinn engar áhyggjur af þvf hvernig eigi að minnka tekjur rík- isins og auka útgjöld þess um leið. Hann ætlast til þess að atvinnu- stjórnmálamenn leysi þann hnút og þeir eru að sínu leyti svo hé- gómlegir að þeir þykjast geta það og er það allt heldur dapurlegt. Atvinnulaus neytandi Annað dæmi: efnilegur Morgun- blaðsmaður, Ólafur Þ. Stephensen, skrifaði pistil um það hvers vegna atvinnuleysingjar í Reykjavík væru ekki ginnkeyptir fyrir því að fara út á land og vinna í fiski. Það væri náttúrlega vegna þess að þeir gætu lifað af atvinnuleysisbótum og barnabótum og fengju lítt fleiri krónur fyrir fiskvinnu - og kannski færri f raun ef tekið væri tillit til þess að það væri kostnað- arsamt fyrir þá að taka sig upp með fjölskylduna. Ólafur komst, eins og við mátti búast, að þeirri niðurstöðu að það væri of lítill munur á að vinna fyrir kaupi og lifa á bótum og þar með að velferð- arkerfið væri of örlátt við atvinnu- leysingjann. - Mér sýnist að hér megi sjá glöggt dæmi um hólfahugsun. Atvinnuleysinginn í Breiðholt- inu er til í tvennu lagi. Annars vegar er hann neytandi og sem slíkur aðili að meðaltölum okkar neysluglaða samfélags. Þegar menn reikna honum atvinnuleys- isbætur, barnabætur og fleira miða þeir við einhvers konar heildarsamanburð: svo og svo Kjallarinn Árni Bergmann rithöfundur mikið þarf til að menn komist af. Þú og ég gætum ekki skrimt af minna fé. Við íslendingar (hér kemur sjálfsmat neyslufélagsins til skjalanna) getum ekki verið þekktir fyrir að láta þetta fólk hafa minna. Við erum hvorki Rússland né Brasilla. Hér eru öngvar stéttir. Allir eru á sama róli í biðröð í Bónusi. Eða þá vinnusali Hins vegar er þessi sami maður, atvinnuleysingi í Breiðholti, til í annarri persónu. Þar er hann ekki neytandi (og þar með félagi okkar hinna) heldur einn lítill aðili vinnumarkaðarins. Sjálfur reynd- ar vara á þeim markaði. Og á því tilverusviði gilda allt önnur lög- mál. Þar skiptir það ekki höfuð- máli hvort vinnusali fær nóg til að lifa af eða ekki. Það er hans mál. Fynrtæki eru ekki félagsmála- stofnanir, segja Friedman og aðrir markaðskennimenn. Þau eiga ekki að hugsa um annað en eigin arð- semi. Annað kemur þeim ekki við. Það fylgir svo með í markaðshugs- un að allt skuli lúta þeim gullkálfi sem hæst ris og heitir Samkeppn- isstaða fyrirtækja; stjórnmála- menn, verkalýðshreyfing og hver sá einstaklingur sem hættir sér inn á vinnumarkaðstorgið. Það segir sig því sjálft að kaup og kjör atvinnuleysingjans sem er að reyna að ráða sig i vinnu verða al- gjört aukaatriði eða víkjandi stað- reynd í tilverunni. Það gilda allt önnur sjónarmið þegar skoðuð er staða manns sem þarf að kaupa vöru og þjónustu heldur en staða sama manns þegar hann þarf að selja sig á vinnu- markaði. Og þetta endurspeglar allt þá meginstaðreynd að öll erum við nauðsynleg sem neytendur sem kaupa og kaupa svo hjólin haldi áfram að snúast. Um leið og æ fleiri eru óþarfir sem vinnuafl, bæði úti um heim og hér heima - þar sem forstjóranefnd á vegum fjármálaráöherra komst að því fyr- ir skemmstu að um tíu þúsundir manna mættu missa sig úr ís- lenskum stofnunum og fyrirtækj- um - ef hagrætt væri í þeim af fullum krafti og arðsemisvilja. Ámi Bergmann „Hér eru öngvar stéttir. Allir eru á sama róli í biðröð hjá Bónusi." „Þaö gilda allt önnur sjónarmið þegar skoðuð er staða manns sem þarf að „kaupa“ vöru og þjónustu heldur en staða sama manns þegar hann þarf að selja sig á vinnumarkaði.“ Einu sinni var Leikfélag Reykjavíkur Einu sinni var Leikfélag Reykja- víkur mikill vinur landsmanna og þótti forvitnilegt því fólk kom auð- vitað til að styrkja það og sjá leik- sýningarnar í „litla vinalega leik- húsinu við tjörnina". LR tókst að skapa þá ímynd hjá almenningi, með réttu, að þau væru ofboðslega duglegt fólk sem ætti skilið betra hús og að Borgarleikhús skyldi rísa. LR fékk inni í glænýju húsi, húsi sem borgin reisti fyrir at- beina þeirra. En LR féll í gröf van- ans, gleymdi að ætli einhver að stíga á vinningspallinn verður hann að vinna til verðlaunanna. Með breyttum aðstæðum koma nýjar áherslur og því virðist LR hafa gleymt. „Vináttufélagið" Geri LR f Borgarleikhúsinu þær kröfur að vera kallað atvinnuleik- hús ber því að vinna á þeim grundvelli á allan hátt. í alltof mörg ár höfum við mátt fylgjast með einhverjum skrípaleik innan veggja þessa húss og nú er kominn tími til að slíkt hætti. Þarna er verið að nota peninga borgarinnar og fólk er orðið þreytt á þessari tilgerð og sú ákvörðun LR að reka nýráðinn leikhús- stjóra, Viðar Eggertsson, áður en Kjallarinn Hörður Torfa leikstjóri hann fékk að sanna hæfni sína hefur fyllt mælinn. Fólk er reitt, það er sama hvar ég kem i dag, fólk talar um atburðinn af van- þóknun. Með því að reka leikhús- stjórann hafa leikarar LR í Borg- arleikhúsinu sagt við þjóðina: við vOjum engar raunverulegar breyt- ingar, aðeins láta lita út sem þær hafi átt sér stað! I þessum átökum endurspeglast ákveðið ástand, „vináttufélagið", félag spillingar- innar, en slíkur söfnuður eitrar að lokum alltaf fyrir sjálfum sér með sjúklegri hegðan eins og raun ber vitni. Eina lausnin LR, sem hefur verið kallað „hjónaklúbburinn" manna á með- al, svo lengi sem ég man til, vegna innbyrðis tengsla, er að reyna að fá fólk til að gleypa við því að inn- an veggja hópsins ríki lýðræði. Þessar „lýðræðislegu" stjórnunar- aðferðir mætti kalla „hópeinræði" sem getur leitt af sér kúgun og spillingu af verstu tegund. Viðari Eggertssyni var ekki gefið tæki- færi til að sanna sig og þeir, sem stóðu fyrir ráðningu hans, hurfu þegar mest á reyndi en hefðu átt í stað þess að standa við hlið hans í þeim erfiðu verkefnum sem vitað var að hann yrði að takast á við. Það er deginum ljósara að stjórnunarháttum LR verður að breyta og það tafarlaust, að öðrum kosti verður borgin að segja upp samningum við það og borgar- stjóri að auglýsa eftir og ráða, fyr- ir hönd borgarinnar, leikhússtjóra og skipa leikhúsráð í Borgarleik- húsið og það yrði framvegis rekið sem sjálfstæð stofnun óháð ein- hverju einu leikfélagi, opið öllum sem nota vildu húsið. Þetta er BORGARleikhúsið. Þar með yrði LR einn af þeim fjölmörgu aðilum sem sækja myndu um áð fá að koma list sinni á framfæri á sviö- um Borgarleikhússins. Mín skoð- un er sú að þetta sé eina lausnin, eins og málum er háttað, í dag. Hörður Torfa „Með því að reka leikhússtjórann hafa leikarar LR í Borgarleikhúsinu sagt við þjóöina: við viljum engar raunverulegar breytingar, aðeins láta líta út sem þær hafi átt sér stað!“ Með og á móti Rekstur bflastæðasjóðs Þeir borgi fyrir bílastæðin sem nota þau „Gjald- skylda er mjög réttlátt stjórn- tæki til að stýra landnýt- ingu í borg- inni. Bílastæð- ineru ekki fjármögnuð af skattfé og þess vegna hefur það verið grundvallar- reglan að notendur skammtíma- stæða og bílastæðahúsanna greiði það sem þarf til að koma þeim upp. Þetta liggur til grund- vallar gjaldskyldunni. í umferðarlögunum er skýrt kveðið á um hvernig nota skuli það fé sem kemur inn með bíla- stæðagjöldum. Tekjunum ber að verja til að bæta bílastæðin og það hefur Reykjavíkurborg gert af miklum myndarskap og raun- ar hefur verið lagt tímabundið meira fram af hálfu borgarinnar. Það er því óréttmæt gagnrýni að segja að verið sé að flytja fé sem innheimtist við Laugaveginn eitthvað annað. Það er farið ná- kvæmlega með þetta fé eins og lög kveða á um. Kaupmenn hafa staðið gegn öllum breytingum á gjald- skránni en lítið gert til að finna lausn á sjálfum grundvallar- vandanum sem er hver á að borga brúsann. Við teljum að það sé best gert með gjaldskyldu enda er það sú aðferð sem er við- höfð um allan heim. Gömlu stöðumælarnir eru kannski gam- aldags en það er líka verið að þróa nýjar aðferðir við inn- heimtuna.“ Ástandið við- skiptalífi í miðborginni til skaða Stefán Haraldsson, framkvæmdastjóri Ðílastæðasjóðs. Jón Sigurjónsson, kaupmaður í Jóni og Oskari. „Laugavegs- samtökin óska eftir því að nú þegar verði gerð heildarút- tekt og breyt- ingar á rekstri bílastæða- sjóðs. Núver- andi ástand er með öllu óvið- unandi og öllu viðskiptalífi í miðborginni tfi skaða. Atgangur stöðumælavarða er slíkur að viðskiptamenn hrekj- ast undan þeim í önnur við- skiptahverfi. Innheimta sekta hefur verið stóraukin. Stöðu- mælagjöld eiga eingöngu að standa undir rekstri stööumæla- kerfisins. Tekjur af stöðumælum á síðasta ári voru 188 milljónir króna en gjöld voru 84 milljónir. Hagnaður af rekstri stöðumæla varð því 104 mifljónir. Það er óþolandi að viðskipta- vinir miðborgarinnar séu skatt- lagðir á þennan hátt. þetta er ekki góð pólitík ef mannlíf og viðskipti eiga að blómstra í mið- borg Reykjavíkur. Kjallarahöfundar Æskilegt er að kjallaragreinar berist á tölvudiski eða á netinu. Hætt er við að birting annarra kjallaragreina tefjist. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.