Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 Stuttar fréttir Horfa til tækninnar Leiðtogar stærstu iðnríkja heims sjá mikla möguleika í nýrri tækni en vita ekki alveg hvernig hún mun nýtast tii að minnka atvinnuleysi. Vill þjóðaratkvæði Simon Per- es, forsætis- ráðherra ísrá- els, hefur far- ið fram á þjóð- aratkvæöa- greiðslu áður en hann und- irritar loka- samninga um framtíð Jerúsalem og herteknu svæðanna. Áfram barist Tsjetsjenar segja Rússa halda sprengjuárásum sínum áfram þrátt fyrir boð Jeltsíns Rúss- landsforsta um að hernaðarað- gerðum yrði hætt. Vitnað gegn Clinton Aðalvitni ákæruvaldsins í Whitewater-málinu kom fyrir rétt og sagði Clinton hafa lagt á ráðin um fjármálamisferli ásamt fleirum. Hafa í hótunum Sádi-Arabar hafa hótað riftun stórra vopnakaupasamninga við Breta framselji hinir síðar- nefndu ekki andófsmann sem barist hefur gegn konungsfjöl skyldu Sádi-Arabíu. Skrifar undir Alexander Lukasjenko, forseti Hvíta- Rússlands, fer til Moskvu í dag þar sem hann skrifar undir samn- ing um stofn- un Sambands- ríkis Hvít-Rússa og Rússa. hann kallar samninginn leiðréttingu hinnar sögulegu villu þegar Sov- étríkin leystust upp. ESB styrki slátrun Tillaga sem landbúnaðarráð- herrar Evrópusambandsins hafa til skoðunar gerir ráð fyri að ESB fjármagni 70 prósent slátr- unar breskra nautgripa en Bret- ar 30 prósent. Safna líði Landflótta Nígeríumenn sem vilja lýðræði heima fyrir hafa stofnað heildarsamtök á erlendri grund til að berjast fyrir málstað sínum. Móðir Teresa brotnaði Móðir Teresa útskrifaðist af spítala í morgun eftir að hafa viðbeinsbrotnað um helgina. Bíræfnir brunaveröir Þrír slökkviliðsmenn í Chile voru reknir eftir að upp komst að þeir höfðu sjálflr kveikt elda víða í Santiago til þess að reyna sjálfa sig i baráttunni við eldana. Hillary Hillary Clinton er nú á ferð í Evr- ópu þar sem hún heimsæk- ir herstöðvar Bandaríkja- manna í álf- unni. Ferðín þykir góð fyr- ir imynd hennar og kosninga- baráttu eiginmannsins. P-pilla fyrir karlmenn Hópur vísindamanna segist hafa þróað nær örugga getnaðar- vörn fyrir karlmenn sem gefa þarf vikulega í sprautuformi. Þunglyndi er arfgengt Vísindamenn í San Francisco segjast hafa fundið merki þess að þunglyndi eigi rætur að rekja til ákveðinna gena í mönnum. Reuter i Evropu Utlönd Ekki séö fyrir endann á umsátri lögreglu um sveitabýli herskárra öfgamanna í Montana: Skoðanabræður vonast eftir vopnuðum átökum Umsátur bandarísku alríkislög- reglunnar, FBI, um afskekkt sveitabýli í Montana í Bandaríkj- unum hélt áfram í nótt og hefur nú staðið i á aðra viku. Hópur vopn- aðra öfgamanna, um 25 manns, sem kallar sig Frjálsa menn eða Freemen og heldur til á býlinu, hefur ekki sýnt nein merki um uppgjöf. Á annað hundrað alrikis- lögreglumanna bíða átekta við býl- ið. Stuðningsaðilar öfgamannanna og skoðanabræður hafa boðað komu sína til býlisins með vistir og stuðning. Yfirmaður vopnaðra sveita í Michigan-ríki, sem hyggj- ast koma með vistir, segir að ef Stjórnvöld í Brasilíu eru nú mjög tvístígandi yfir þvi hvort þau eigi að láta að kröfum 25 fanga sem hafa 18 embættismenn á valdi sínu. Fimm dagar eru síðan fangarnir gerðu uppreisn í fangelsinu í Go- iana, um 190 km suðvestur af Brasil- íuborg, þar sem þeir náðu 18 emb- ættismönnum á sitt vald. Fangarnir höfðu áður krafist þess að fá tvö ökutæki, skambyssur og rúmlega 1,6 milljónir króna í reiðufé og yfir- völd látið að kröfum þeirra. Fangarnir hafa nú aukið enn kröfur sínar og vilja nokkrar hrað- býlið í Montana sé staðurinn þar sem önnur bandarísk bylting á sér stað og veröur að stríði ætli hann ekki að missa af neinu. Richard E. Clark, 47 ára leiðtogi Frjálsra manna, sem handtekinn var á laugardag, kom fyrir rétt f gær. Þar neitaði hann að segja til nafns og afþakkaði lögfræðihjálp. „Nafn mitt er einkamál og ég hef ekki sagt það neinum," sagði Clark í réttinum. Clark hefur neitað að eta og drekka frá því hann var handtekinn. Tveir aðrir foringjar Frjálsra manna voru handteknir á mánu- dag i síðustu viku, sakaðir um skreiðar bifreiðar til viðbótar, 2 milljónir króna að auki og mikið magn sjálfvirkra riffla. Fangarnir krefjast þess einnig að fá að ávarpa fjölmiðla og segjast ætla aö sleppa flestum gíslanna áður en þeir leggja á flótta en ætla að hafa meöferðis einn gísl í hverju ökutækjanna til að tryggja öryggi sitt. Stjórnvöld óttast mjög að þessi uppreisn geti ekki endað nema á einn veg - með blóðbaði. Fangarnir náðu upphaflega 40 gíslum á sitt vald en hafa; þegar sleppt 22 þeirra. Fjölmiðlar fylgdust náið með þegar ýmsa vikastarfsemi. Handtakan varð til þess að um 25 félagar Frjálsra manna settust að á fyrr- nefndu býli sem er í eigu Clarks. Frjálsir menn eru á móti stjórn- völdum og stofnunum þeirra. Þeir neita aö greiða skatta og aðhyllast „kristilegar kenningar" um yfir- burði hvíta mannsins. Mennirnir þrír eru sakaðir um að hafa gefið út innistæðulausar og falsaöar ávísanir að upphæð 130 milljónir króna, fyrir að hafa hótað dómara lífláti og fyrir að stela sjónvarps- tækjum. Alríkislögreglan hefur hægt um sig og vonast til að tíminn vinni einn fanganna krafðist þess að fá af- henta köku og gosdrykk til þess að geta haldið upp á 22 ára afmælið sitt innan veggja fangelsisins. Frá nágrannalandinu Argentínu berast einnig stöðugar fréttir af fangauppreisnum. Þúsund fangar hafa náð 14 gíslum á sitt vald í Olmos-fangelsi í Buenos Aires. Um 5.000 fangar víða um landið hafa gert uppreisn, fangelsi bæði í Bras- ilíu og Argentínu eru þekkt fyrir slæman aðbúnað og eru flest yfir- full. Reuter með sér og mennirnir á býlinu fari að hugsa sinn gang. Alríkislögregl- an fer sérstaklega varlega þar sem umsátrið nú vekur óþægilegar minningar um misheppnaðar að- gerðir gegn öfgahópum á afskekkt- um sveitabýlum. Vilja yfirmenn FBI forðast uppákomur eins og þá í Waco í Texas, þar sem umsátur um Fylgismenn Davíðs endaði með stórbruna og blóðbaði þar sem yfir 70 fórust, bæði fullorðnir og börn. Segja talsmenn alríkislögreglunn- ar að ekki komi til greina að gera áhlaup á býlið í Montana og því geti umsátrið dregist mjög á lang- inn. Reuter Læknir skýtur vinnufélaga á skurðstofu Brasilískur skurðlæknir i af- brýðiskasti skaut starfsfélaga sinn til bana á skurðstofu i miðri aðgerð í Sao Paulo í gær. Sá myrti var í botnlangaskurðs- aðgerö og hafði hringt í hinn morðóða félaga sinn til þess að fá afhent fleiri tæki tO uppskurð- arins. Morðinginn mætti á skurðstofúna en hafði ekki tæk- in meðferðis heldur skambyssu sem hann notaði til að bana fé- laga sínum. Sjúklingurinn fékk snert af taugaáfalli en annar læknir var kallaður á vettvang til að ljúka aðgerðinni. Meintur tilræðismaður var afbrýðisamur út í félaga sinn vegna stöðu- hækkunar sem hann taldi sig eiga tilkall til. Thatcher hætti á toppnum Það var eiginmaður Margrét- ar Thatcher, fyrrum forsætisráð- herra Breta, sem hvatti hana fyrstur manna til að hætta „á toppnum" meðan allt léki enn þá í lyndi í stjórnmálunum. Þessar upplýsingar koma fram í nýrri bók sem dóttir þeirra hjóna, Carole, hefur skrifaði. Bókin hef- ur vakið mikla athygli í Bret- landi og er rifín úr hillum versl- ana. Denis Thatcher vildi alls ekki horfa upp á auðmýkingu konu sinnar og fékk hana þess vegna tO að segja af sér embætti á meðan aUt lék í lyndi. Einnig kemur fram í bók Carole að lítið hafi farið fyrir ástúð og um- hyggju hjá Margréti Thatcher í garð barna sinna á meðan á 11 ára valdaferlinum stóð. Myndbands- upptaka sýnir ofbeldi Lögreglumenn í Kalifomíu gengu harkalega í skrokk á tveimur smyglurum, karli og konu, eftir æsOegan bOaeltingar- leik nálægt landamærunum við Mexíkó. Atvikið náðist á filmu myndbandsupptökuvélar í þyrlu í eigu sjónvarpsstöövar sem fylgdist með eltingarleiknum. Atvikið hefur vakiö upp spurn- ingar um hlutverk lögreglunnar eftir síendurtekin ofbeldisverk sem sannast hafast með mynd- bandsupptökum. Smyglararnir sýndu engan mótþróa eftir að þau náðust en það kom ekki í veg fyrir hrottalegar barsmíðar lögreglumannanna með lögreglu- kylfum. Lögreglumönnunum tveimur sem frömdu verknaðinn hefur timabundið verið sagt upp störfum á meðan rannsókn stendur yfir í m^Ii þeirra. Reuter Fangar safnast saman á þaki Olmos-fangelsisbyggingarinnar í Buenos Aires. Símamynd Reuter Fangauppreisnir í Suður-Ameríku: Fangarnir hafa átján embættis- menn í haldi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.