Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1996, Blaðsíða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996
Útgáfufétag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Augiýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Stöðva þarf landflótta
Gísli S. Einarsson alþingismaður hefur sent til kynn-
ingar og umræðu frumvarp til laga um lágmarkslaun,
hámarkslaun og atvinnuleysisbætur. Hann hyggst leggja
frumvarpið fram þegar þing kemur saman eftir páska.
í greinargerð með frumvarpinu segir flutningsmaður
að meginvandinn í íslensku þjóðfélagi sé fátækt sem stafi
af lágum launum. Þessi lágu laun hafi leitt til fólksflótta
frá landinu. Hann nefnir sem dæmi að íslendingum hafi
fjölgað 50 prósent meira í Danmörku en á íslandi á síð-
asta ári. Árið 1994 fluttu 1060 íslendingar til Danmerkur.
Nú eru nær 21 þúsund íslendingar búsettir erlendis og
þeim fjölgaði um 10 prósent milli áranna 1994 og 1995.
Þingmaðurinn segir að ekki hafi tekist að hækka
lægstu laun með samningum og því beri Alþingi skylda
til að grípa inn í með lagasetningu. Hann segir jafnframt
að hækkun lægstu launa í 80 þúsund krónur á mánuði
muni auka velferð í íslensku þjóðfélagi, jafna laun og
bæta afkomu margra einstaklinga.
Það er rétt hjá þingmanninum að lægstu laun hérlend-
is eru of lág og standast ekki samanburð við viðmið-
unarlönd okkar. Menn hafa reynt að ná upp launum sín-
um með löngum vinnudegi. Hinn langi vinnudagur er þó
vítahringur sem nauðsynlegt er að komast út úr. Náist
að auka afköst á eðlilegum dagvinnutíma leiðir það til
bættrar stöðu fyrirtækja sem geta þá greitt hærri laun.
Það er þetta sem stefha þarf að í komandi samningum
og er sameiginlegt hagsmunamál launþega og vinnuveit-
enda. Framleiðni íslenskra fyrirtækja er of lítil. Að þessu
máli þarf að vinna í áföngum og án þess að setja allt um
koll þegar gengið verður til samninga um áramótin.
Tillaga þingmannsins er sett fram vegna vanda þeirra
sem minnst hafa á milli handanna. Það er þó tæplega
raunhæft að reikna með lögbindingu lágmarkslauna.
Ábyrgðin verður að vera samningsaðila um kaup og
kjör.
Ástandið er hins vegar vert skoðunar og meðal annars
er rétt að líta til nýlegs samanburðar á launum versl-
unar- og skrifstofufólks á íslandi og í Danmörku. Mikill
munur er á grunnlaunum þessara stétta í löndunum
tveimur. Munurinn minnkar hins vegar þegar tekið hef-
ur verið tillit til greiðslu tekjuskatts og frádráttarliða
auk samanburðar á mismunandi verðlagi. Þá eru ráð-
stöfunartekjur danska verslunarmannsins 4-33 prósent-
um hærri í Danmörku en hér á landi.
íslendingar framleiða vöru sem þarf að vera sam-
keppnishæf erlendis hvað snertir gæði og verð. Því verð-
ur staða fyrirtækja hérlendis að vera svipuð og sam-
keppnisfyrirtækjanna ytra. En það sama gildir einnig
um launamanninn. Menn bera sig saman við sambæri-
legar stéttir í útlöndum og munu gera svipaðar kröfur.
Þetta er þróun sem er hafin og sést á flutningi vinnuafls
úr landi. Það er dýrt að tapa fjölda fólks á besta vinnu-
aldri út. Landflóttann þarf að stöðva.
Formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur hef'ur
bent á að til greina komi að jafna muninn milli launþega
hér og í nágrannalöndunum með því að gera samninga
til lengri tíma. Þannig megi jafna launamun hér og ytra
í áfóngum.
Þetta er skynsamleg leið. Þetta er nokkurra ára verk
sem aðilar vinnumarkaðar, beggja vegna borðs, verða að
ná samstöðu um. Nú er rétti tíminn til þess að fást við
þetta verkefni. Efnahagur þjóðarinnar er á uppleið eftir
langvarandi kreppuástand. Það tækifæri ber að nýta til
nauðsynlegra endurbóta.
Jónas Haraldsson
Steingrímur J. Sigfússon alþm. - „Hann ætti fremur að kjósa frelsið og réttlætið“, segir Önundur m.a. í grein
inni.
Fiskistefnan - sökin
er alþingismanna
Hran þorskaflans í minna en
þriðjung venjulegs ársafla á und-
anfornum árum olli því að djúp-
veiðiskipunum var meira beitt á
úthafið á síðasta ári og er það svo
sem vera ber. Kröfúr fiskifræð-
inga hjá Hafró um meiri vernd fyr-
ir þorskinn fengu þannig nokkra
áheyrn þótt ekki kæmi það til af
fúsleik stórútgerðarinnar heldur
af illri nauðsyn. Það veiddist
nefnilega ekki nóg af þorski í
fiskilögsögunni til að standa undir
hinum geigvænlega kostnaði
stórútgerðarinnar og þess vegna
leigðu þær kvóta sína til þeirra
sem fiskuðu með minni tilkostn-
aði.
Góð afkoma sumra stórútgerð-
arfyrirtækja síðasta ár stafar að
verulegu leyti af sölu á þessum
leigukvótum ársins en þorskurinn
seldist á 93-95 kr./kg, óveiddur í
sjónum. Ekki er þó gefið upp
hversu háar fjárhæðir hér var um
að tefla en sala á leigukvótum er
eftirlitslaus og hvergi skráð eða
birt.
Þeirra brjálaða kvótakerfi
Nú hafa þau óvæntu tíðindi
gerst að góð þorskgengd er á öllum
miðum, sem auðvitað ætti að
gleðja alla landsmenn. En hvað
gerist? Aldrei hefir verið hent því-
líkum býsnum af þorski svo að
bæði sjómönnum og öðrum blöskr-
ar. Allt er þetta gert að undirlagi
og fyrirmælum blessaðra „hátt-
virtra" alþingismannanna okkar
með brjáluðu kvótakerfi þeirra.
Gangverð á leigukvótum er nú
97-98 kr./kg, sem er hærra en verð
á smáfiski. Þorskur stærri en 8
kíló selst hins vegar á um 130-140
kr./kg. Engum sjómanni getur
dottið í hug að koma með fisk til
lands sem ekki selst fyrir verði
leigukvótans og fá þannig ekkert í
sinn hlut. Öllum smáfiski er því
fleygt í hafið aftur og hann látinn
rotna þar á öllum helstu hrygning-
arslóðum landsins án þess að
nokkur mótmæli komi fram.
Kjallarinn
Önundur Ásgeirsson
fyrrv. forstjóri Olís
Lengi heyrðist rödd sanneikans
hljóma úr barka Steingríms J. Sig-
fússonar alþm. um siðleysi kvóta-
kerfisins en þá fundu alþingis-
menn upp á því að gera hann að
formanni, og þar með talsmanni,
sjávarútvegsnefndar Alþingis, sem
hefir slævt þá skæru rödd. Hann
ætti fremur að kjósa frelsið og
réttlætið.
Kvótakerfið er frumorsök mestu
spillingar sem þekkist í landinu.
Það hefir sótt kraft sinn einkum í
tvær áttir. Annars vegar í tals-
menn þjónustusamtaka atvinnu-
lífsins, þe. Verslunarráðsins og
Vinnuveitendasambandsins, en
sjálfur fiskiráðherrann sýnist
ganga út frá því að hann sé enn að
gæta skjólstæðinga VSÍ þótt það sé
gegn hagsmunum aflra lands-
manna nema fáeinna stórútgerða.
Hlutverk fiskiráðuneytisins og
Fiskistofu er nú aðeins að stjórna
óstjórninni. Engin jákvæð við-
brögð er þar að finna um ffamtíð-
aryfirsýn fyrir þjóðfélagið í heild.
Hins vegar er svo ógæfa Háskóla
íslands, sem er stefna viðskipta-
og hagfræðideildar í fiskveiðum.
Þar á bæ er kennt að kvótakerfið
sé hagkvæmt þjóðinni þar sem það
sameini kvóta í stórútgerðir þótt
þetta séu dýrustu veiðar í heimi
og vitað sé að afls staðar annars
staðar noti menn einfaldari, um-
hverfisvænni og ódýrari veiðiað-
ferðir.
Árleg úthlutun og uppkaup
stórútgerða á „eignarkvótum" fyr-
ir lánsfé frá bönkum og sala þeirra
á árlegum leigukvótum er ekki tal-
in spilling þótt útgerðirnar hafi
aldrei þurft á úthlutuninni að
halda heldur styrki það útgerðirn-
ar sem samt skila engum af-
rakstri.
„Eignarkvótar" kostuðu til
skamms tíma um 250 kr./kg og era
nú seldir sem árlegir leigukvótar á
tæpar 100 kr./kg. Það gefur um
40% ávöxtun árlega sem rennur
beint í vasann. Þetta er árangur
kvótakerfisins en sökin er auðvit-
að alþingismanna sem samþykkja
þetta enn með góðri samvisku.
Önundur Ásgeirsson
„Lengi heyrðist rödd sannleikans hljóma
úr barka Steingríms J. Sigfússonar alþm.
um siðleysi kvótakerfisins en þá fundu
þingmenn upp á því að gera hann að for-
manni og þar með talsmanni sjávarútvegs-
nefndar Alþingis.“
Skoðarúr annarra
Gjafabréf frá skaparanum
„íslendingum hefur verið falið að varðveita hluta
af matarbúri heimsins, fiskimiðin við landið. Hver
hefur gefið okkur þorskinn i sjónum? Ég hef aldrei
séð gjafabréf frá skaparanum stílað á okkur. Hefur
þú séð það? Hitt hef ég séð og lesið í helgri bók að
skaparinn hafi falið okkur ábyrgð á því að fara vel
með auðæfi jarðar en eignarrétturinn er hans, ekki
okkar. Hér er sekt okkar mikil, græðgi okkar og eig-
ingimi.“ Jónas Gíslason vígslubiskup
"í Lesbók Mbl. 30. mars.
Þjóðaróþol
„Eflaust er það rétt, að stundum er málum haldið
gangandi án þess að nokkuð sérstakt sé að gerast og
fjölmiðlarnir eru þá einfaldlega að teygja lopann til
aö búa til eitthvert efni - því alltaf þarf jú að fylla
fréttatímana og síður blaðanna, óháð því hvað er á
seyði... Sannleikurinn er nefnilega sá að í vaxandi
mæli er að þróast með þjóðinni óþol gagnvart mál-
um sem ekki ganga því hraðar fyrir sig. Áreiti slíkra
mála á taugakerfi fólks er einfaldlega ekki nógu
sterkt, þau eru ekki nógu spennandi, ekki nógu fersk
og ekki nógu óvænt til að menn hafi áhuga á að fylgj-
ast með þeim.“
Birgir Guðmundsson í Tímanum 30. mars.
Vinnustaðasamningar
„Morgunblaðið hefur ítrekað mælt með vinnu-
staðasamningum og vinnustaðafélögum. Vinnu-
staðafélög eiga að geta starfað samhliða og í sátt við
hefðbundin stéttarfélög, ef rétt er um hnútana búið.
Mergurinn málsins er samt sem áður vinnustaða-
samningar, eins og þeir sem góð reynsla er af norð-
ur á Akureyri allar götur frá 1987. Þeir styrkja
rekstraröryggi fyrirtækja, sem hafa margar starfs-
stéttir innan sinna vébanda... Reynslan er á einn
veg, að beggja mati. Og reynslan er ólygnust.“
Úr forystugrein Mbl. 32. mars.