Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1996, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996
27
Menning
Nýr listdansstjóri ráöinn til íslenska dansflokksins:
Þrír erlendir dansarar
verða ekki endurráðnir
- María Gísladóttir vildi vera listdansstjóri áfram en fékk ekki
Ný stjóm íslenska dansflokksins
ákvað um helgina að ráða Katrínu
Hall í stöðu listdansstjóra í stað
Maríu Gísladóttur sem gegnt hefur
því starfi undanfarin fjögur ár. Alls
bárust ríflega 60 umsóknir um
starfið, flestar erlendis frá. María
var í hópi umsækjenda en ný
stjórn ákvað hins vegar að ráða
Katrínu vegna stefnubreytinga í
listdansstjórn. Þá ákvað stjórnin, í
samráði við Katrínu, að endurráða
ekki samninga við þrjá af erlend-
um dörisurum flokksins en samn-
ingar þeirra renna út í lok ágúst í
sumar. Þetta eru Christy Lee Dun-
lap frá Bretlandi og hjónin Eldar
Valiev og Lilia Valieva frá Rúss-
landi.
Katrín tekur við af Maríu í haust
þegar ráðningartími hennar rennur
út. Hún hefur frá árinu 1988 starfað
sem sólódansari við Tanzform í
Þýskalandi. Áður var hún listdans-
ari við íslenska dansflokkinn frá
árinu 1983. Katrín er gift Guðjóni
Pederen leikstjóra.
í tilkynningu frá stjórn dans-
flokksins, sem skipuð er Áslaugu
Magnúsdóttur, Lovísu Árnadóttur
og Viðari Eggertssyni, segir m.a.:
Áhersla lögð á nútímadans
„Á undanfömum árum hefur ís-
lenski dansflokkurinn glímt við
verkefni á mörgum sviðum danslist-
arinnar. Stjórn íslenska dansflokks-
ins telur nauðsynlegt í ljósi þess
hversu fámennur flokkurinn er að
listræn stefna hans verði nánar af-
mörkuð. Þess má geta að nútíma-
dans stendur nú traustum fótum í
Evrópu og hafa stóru klassísku
flokkarnir í auknum mæli þurft að
víkja fyrir fremur fámennum en
frjóum nútímadansflokkum. Stjórn
íslenska dansflokksins og nýráðinn
listdansstjóri leggja áherslu á að hér
verði byggður upp sterkur nútíma-
dansflokkur með séríslenskum ein-
kennum."
Áslaug Magnúsdóttir er stjórnar-
formaður dansflokksins. Hún sagði
í samtali við DV að nýjir dansarar
verði ekki ráðnir fyrr en fjárhags-
vandi flokksins hefur verið leystur
og viðunandi starfsaðstaða fengist.
Nýlega var auglýst eftir leiguhús-
Katrín Hall, nýr listdansstjóri ís-
lenska dansflokksins. DV-mynd S
næði og er stjómin að skoða nokk-
ur tilboð sem bárust. Áslaug sagði
of snemmt að segja hvaða húsnæði
kæmi til greina.
„Við þurfum að vinna bug á upp-
söfnuðum rekstrarhalla undanfar-
inna ára upp á um 10 milljónir og
finna varanlega sýningar- og æf-
ingaaðstöðu helst innan tveggja
ára,“ sagði Áslaug.
Aðspurð af hverju María var ekki
endurráðin sem listdansstjóri sagði
Áslaug að stjórnin hefði talið eðli-
legt að endurnýjun færi fram.
„Það eru ákveðin vatnaskil hjá ís-
lenska dansflokknum. Ný stjóm er
komin sem á að taka á fjárhags- og
húsnæðisvanda og er með öðruvísi
áherslur en hafa verið til þessa.
Undanfarin ár hefur dansflokkur-
inn sinnt mjög breiðu sviði danslist-
arinnar en við viljum afmarka þetta
nánar og fara meira yfir í nútíma-
dans. Út frá þeim forsendum ákváð-
um við að ráða Katrínu Hall. Um
leið þökkum við Maríu það góða
framlag sem hún hefur gefið dans-
listinni og vonum að listdansinn fái
áfram að njóta starfskrafta hennar í
framtíðinni," sagði Áslaug Magnús-
dóttur.
Ekki náðist í Maríu Gísladóttur
vegna þessa máls í gær. -bjb
Tónleikar í Búðardal:
Jónas og Hanna Dóra
ítrekað klöppuð upp
Þar komu fram Hanna Dóra
Sturludóttir sópransöngkona og
Jónas Ingimundarson píanóleik-
ari. Efnisskráin var mjög fjöl-
breytt, 19 lög eftir íslensk og er-
lend tónskáld og auk þess mörg
aukalög því þau fengu mjög góðar
undirtektir og voru klöppuð upp
hvað eftir annað.
Söngur Hönnu Dóru er ákaf-
lega fallegur og heillandi, hún
hefur breitt raddsvið og sérstaka
athygli vekur hve mjúklega og
létt hún syngur háu tónana. Þess
má geta að Hanna Dóra er fædd
og uppalin í Búðardal. Hún stund-
ar nú nám vð Listaháskólann í
Berlín, tónlistardeild og lýkur
þaðan prófl innan skamms. í sum-
ar mun hún starfa við sumaróp-
eru skammt frá Berlín, þar var
hún valin úr hópi 80 umsækjenda.
Jónas Ingimundarson lék undir
sönginn af sinni alkunnu snilld
og leiddi áheyrendur inn í heim
tónlistarinnar með tóndæmum úr
verkum meistaranna.
Dalamenn óska Hönnu Dóru
velfarnaðar á listabrautinni og
þakka fyrir frábært kvöld.
-MB
DV| Búðardal:
Einsöngstónleikar voru haldnir
í Dalabúð Búðardal á dögunum.
Jónas og Hanna Dóra á tónleik-
unum í Búðardal.
DV-mynd Melkorka
Gallerí Hornið:
Magdalena
og ívar
framlengd
Vegna góðrar aðsóknar hefur verið ákveðið að framlengja sýningu ívars
Török og Magdalenu M. Hermanns í Gallerí Horninu, Hafnarstræti 15, til mið-
vikudagsins 3. apríl en henni átti að Ijúka um helgina. Magdalena og ívar eru
hér með nokkur verka sinna.
Á laugardag, 6. apríl kl. 17, opnar Sigríður Gísladóttir málverkasýningu í gall-
eríinu. DV-mynd GS
21 þusuiiii manns á
Kardemommubæinn
Fimmtugasta sýning Þjóðleikhússins á Kardemommubænum á þessu leik-
ári fór fram á sunnudaginn. Þar með hafa um 21 þúsund áhorfendur séð nýj-
ustu uppfærslu á hinu sívinsæla barnaleikriti Thorbjörns Egners en frum-
sýning var í október í fyrra. Fullt hefur verið út úr dyrum á allar sýningar og
hafa áhorfendur á öllum aldri skemmt sér konunglega. Hér sjáum við einn
ræningjanna, Kasper (Pálma Gestsson), í þungum þönkum.
Mynd: Grímur Bjarnason
Bókmenntaverðlaun Laxness:
Tvær vikur til
stefnu
Skilafrestur í samkeppni um
Bókmenntaverðlaun Halldórs
Laxness rennur út 15. apríl næst-
komandi þannig að tvær vikur
eru til stefliu fyrir efhilega penna
að senda inn ritverk. Verðlaunin,
500 þúsund krónur, verða veitt
fyrir nýja og áður óbirta íslenska
skáldsögu eða safri smásagna.
Samkeppnin er öllum opin og
mun verðlaunaverkið koma út
hjá Vöku-Helgafelli sama dag og
þau verða afhent í haust.
Vaka-Helgafell stofriaði til
verðlaunanna á siðasta ári í sam-
ráði við fjölskyldu skáldsins.
Megintilgangur þeirra er að efla
íslenskan sagnaskáldskap og
stuðla þannig að endurnýjun ís-
lenskrar frásagnarlistar. Ætlunin
er að verðlaunin verði veitt ár-
lega.
Gluggi frá
Ijóðskáldum
Kópavogs
Út er
komin
ljóöabókin
Gluggi með
safni ljóða
eftir skáld
úr Kópa-
vogi. Bókin
er afrakst-
ur þess að
nokkur
skáld úr
Kópavogi
hafa hist
reglulega undir nafninu Ritlistar-
hópur Kópavogs í tilefni af 40 ára
afmæli bæjarins á síöasta ári.
Það varð að ráði hjá þeim að
safria saman ljóðum nokkurra
skálda sem um lengri eða
skemmri tima hafa átt heima í
Kópavogi.
Nítján skáld eiga ljóð í Glugga.
Öll hafa þau ekki birst áður á
prenti nema ljóð Jóns úr Vör.
Bókarkápuna prýðir mynd af
steindum glugga eftir Gerði
Helgadóttur I eigu Listasafns
Kópavogs, Gerðarsafris.
Tekið á móti
stuttmyndum
Vegna Stuttmyndadaga í
Reykjavík í sumar verður tekiö á
móti stuttmyndum á VHS- mynd-
bandi hjá Kvikmyndafélagi ís-
lands, Bankastræti 11, til 5. maí
næstkomandi og er öllum heimil
þátttaka. Óskað er eftir myndum
af öllum stærðum og gerðum í
samkeppni um fimm bestu stutt-
myndirnar. Vegleg verðlaun
verða veitt fýrir þrjú efstu sætin.
Dagskrá Stuttmyndadaganna
verður nánar auglýst síðar en
auk stuttmyndasýninga verður
fjöldi fyrirlestra haldinn um
kvikmyndagerð og skyld mál.
Klassík fm og Aðalstöðin:
Feigðarför frum-
flutt um páskana
Um páskana veröur útvarpað á
samtengdum rásum Klassík ön
og Aðalstöðvarinnar framhalds-
leikritinu Feigöarfor eftir Þór-
unni Sigurðardóttur. Þetta er
fyrsta stóra útvarpsleikritið sem
sent er út utan Ríkisútvarpsins
en Menningarsjóður útvarps-
stöðva veitti styrk til þessa verk-
efriis.
Leikritið er í fjórum þáttum
sem fluttir verða frá skírdegi til
2. í páskum. Verkið byggir á
sannsögulegum atburðum og seg-
ir frá hvarfi vísindamanns og list-
málara frá Þýskalandi sem hurfu
á dularfullan hátt við rannsóknir
í Öskju árið 1907. Leikarar eru 13
talsins og sögumaður er Ari
Trausti Guðmundsson. Þórunn
leikstýrir.
Páskadagskrá Klassík fm verð-
ur vegleg. Fluttar verða óperurn-
ar Rigoletto og Cavalleria Rustic-
ana og minningartónleikar í New
York en Kristján Jóhannsson
syngur í tveim síðasttöldu dag-
skrárliðunum,----------bjb-