Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1996, Blaðsíða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996
Spurningin
Lesendur
Hefur þú farið á skíði
í vetur?
andi: Nei, ég fer aldrei á skíði.
aldrei.
Vilborg Tryggvadóttir leikskóla-
stjóri: Já, ég fór í Bláfjöll og það var
frábært.
Arna Rúnarsdóttir ljósmyndari:
Nei, og ég ætla ekki.
Helga Kristín Ottósdóttir: Nei, og
ég sé ekki fram á að fara.
Erla Bjömsdóttir, vinnur á leik-
skóla: Nei, ég er engin skíðamann-
eskja.
Heilbrigðiseftirlitið
- hver verður næst tekinn í rúminu?
Frjáls aðferð eftir framleiðslu?
Haukur Friðriksson bakara-
meistari skrifar:
Tilefni þessara skrifa er grein
sem birtist í Morgunblaðinu 22.
mars sl. þar sem forstöðumaður
Heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík
ræðir um slys það er átti sér stað
hjá Brauðgerð Mjólkursamsölunnar
á bolludaginn 19. febrúar. Forstöðu-
maðurinn gerir úttekt á þrifum eða
óþrifum í nefndu bakaríi og er sú
lýsing á þann veg að hefði venjulegt
og minna bakarí lent í þessu hefði
þetta verið náðarhögg fyrir það bak-
arí.
Persónulega dreg ég þessa lýs-
ingu stórlega í efa, sérstaklega með
tilliti til þess að brauðgerðin er nú í
nýju húsnæði og hefur mikill hluti
tækjabúnaðar verið endumýjaður.
Varla hefur þessi sóðaskapur sem
þarna er lýst myndast á fáum dög-
um, hvað þá einum degi. Hefur þá
Heilbrigðiseftirlitið ekki brugðist
skyldu sinni, ekki síst með tilliti til
þess að nú er innheimt sérstakt
gjald af bakaríum vegna þessara
hluta?
Þá boðar forstöðumaðurinn að út-
tekt verði gerð á öllum bakaríum
með tilliti til hreinlætis, og er það
hluti af kröfum sem gerðar verða til
allra matvælafyrirtækja um að
koma upp innra eftirliti í fyrirtækj-
unum.
Það sem vekur undrun mína er
að á sama tíma skuli Heilbrigðiseft-
irlitið úthluta leyfum til stórmark-
aða og jafnvel bensínstöðva sem
heimila sölu „óinnpakkað" á alls
konar smábrauði, vínarbrauðum,
snúðum o.fl. sem framleitt verður
undir þessu innra eftirliti. Þegar
varan er komin út af framleiðslu-
staðnum þá kemur til eins konar
„frjáls aðferð“!
Þarna er verið aö hverfa 30-40 ár
aftur í tímann í hreinlætismálum -
örugg smitleið fyrir sýkla og bakter-
íur. Ef illa tekst til, t.d. á borð við
það hjá Brauðgerð Mjólkursamsöl-
unnar, hver verður þá tekinn í rúm-
inu? Verður það bakarinn, söluaðil-
inn eða Heilbrigðiseftirlitið? - Ég
veðja á Heilbrigðiseftirljtið.
Að lokum óska ég þes's að vel tak-
ist til með að koma á þessu innra
eftirliti og skora ég jafnframt á Heil-
brigðiseftirlitið að afturkalla öll
þessi leyfi um sjálfsafgreiðslu á
óinnpakkaðri vöru sem er stofnun-
inni til vansa.
Hálaunamenn á atvinnuleysisbótum
Kjartan Guðmundsson skrifar:
Mér sýnist komið upp eitt mesta
og alvarlegasta hneykslismál sem
lengi hefur legið í þagnargildi með
því að upplýsa okkur skattgreiðend-
ur um að greiddar séu af almannafé
atvinnuleysisbætur til hálauna-
stétta, eins og flugmanna og flugum-
ferðarstjóra, er nema u.þ.b. 50 þús-
und krónum á mánuði, samkvæmt
frétt um málið. Og er upphæðin til
viðbótar þvi sem lífeyrissjóður við-
komandi manna greiðir þeim - oft-
ast einhverjir sterkustu lífeyrissjóð-
ir í landinu.
Enn hefur ekki verið upplýst
hvernig Atvinnuleysistrygginga-
sjóður getur fóðrað þetta eða hvaða
stéttarfélag sér um að „fóðra" þess-
ar bætur. Þarna hljóta einhverjir
sterkir hagsmunaaðilar, vel kunn-
ugir refilstigum félagsmálakerfis-
ins, að hafa um vélað ásamt fyrrver-
andi vinnuveitendum viðkomandi
starfsmanna og búið þannig um
hnúta gagnvart hinu opinbera að
ekki þætti ástæða til að gera at-
hugasemdir, a.m.k. ekki á meðan
kyrrt lægi.
En nú er málið orðið opinbert og
því ekki ástæða til annars en að fé-
lagsmálaráðherra láti málið til sín
taka. Það getur ekki verið meining
ríkisvaldsins að launafólki sé mis-
munað svo augljóslega sem þarna er
gert. - Hvað segja forystumenn
BSRB og annarra launþegafélaga -
geta þeir varið þetta fyrir skjólstæð-
ingum sínum?
Forsetaframboð og breytt staða
Hermann Jónsson skrifar:
Nú, þegar einn stjórnmálamaður
úr ijórflokknum hefur lýst yfir
framboöi sínu til forseta íslands,
finnst mér staðan hafa breyst veru-
lega síðan aðeins tvær konur og
einn karl voru í myndinni. Nú verð-
ur þetta barátta af gamla taginu,
bræðravíg og flokkadrættir, rétt
eins og alltaf áður. Kannski gat ekki
öðruvísi farið. Stjórnmálamaður,
sjóaður og hertur í illvígum deilum
um þjóðmál, er ekki það sem þjóðin
óskar eftir í embætti forseta ís-
lands. Hvort sem við bætist í fram-
boð annar slíkur eða ekki er útséð
um að friðsamlegt verði í kosninga-
baráttunni.
í raun er ég ekki undrandi á því
að fyrrverandi formaður Alþýðu-
bandalagsins skuli vinda sér í bar-
áttuna. Hann stendur jafn eftir þótt
hann tapi. Og honum er gefið það
(af fjölmiðlaskýrendum) að þetta
framtak hans verði bara innlegg
fyrir frekari frama á öðrum sviðum
ILIÍðllME)^ þjónusta
alian
í síma
5000
lli kl. 14 og 16
Davíð Oddsson og Ólafur Ragnar Grímsson. - Ólík er staða þeirra hvað
varðar framboð tii forseta íslands, segir bréfritari. En vill þjóðin stjórnmála-
mann til Bessastaða?
tapi hann kosningu.
Það sama verður ekki sagt t.d.
um formann Sjálfstæðisflokksins.
Hann myndi skaðast verulega á því
að fara í framboð og tapa kosningu
um forsetaembættið. Hann gæti
ekki komiö til baka sár og móður til
að taka við formannsstöðu í sínum
flokki, hvað þá að hann gæti gengið
inn aftur sem forsætisráðherra.
Stóra spurningin stendur hins
vegar enn um það hvort kjósendur
ætla að láta það yfir sig ganga að
styðja stjórnmálamann til forseta
eftir allt það sem á undan er gengið
í stjórnmálum hér á landi á svo sem
síöustu 4-6 árunum. Mér sýnist
menn úr þeirra röðum ekki fýsileg-
ir til að gegna æðsta embætti lands-
ins. Vill þjóðin kannski ekki, þrátt
fyrir allt, hafa í þessu embætti ein-
hvern sem hefur til að bera reisn og
fágun ásamt menntun og heiðar-
leika?
I>V
Rykmettaðasta
borg Evrópu
Svala skrifar:
Ég tek undir það sem skrifað
hefur verið í lesendadálki DV
um rykið hér í Reykjavík.
Reyndar á það við um allt höfuð-
borgarsvæðið, frá Mosfellsbæ til
Hafnarfjarðar (um Reykjavík og
Garðabæ). Ég held að Reykjavík
sé einhver rykmettaðasta borg í
Evrópu. Og þá á ég einfaldlega
við ryk af mold og möl sem sí-
fellt bætist við og kemur eins og
alls staðar úr jarðveginum. Og
ásamt ruslinu á götunum er
þetta afar áberandi. Ég held líka
að einstaklega lítiö sé gert að því
í þessum íbúakjörnum hverjum
fyrir sig að hreinsa og hreinsa
götur og torg. Þetta þarf sífellt að
vera í gangi - ekki bara átak
einu sinni á ári, t.d. að vorinu.
Þetta ætti að vera viðvarandi
verkefni allra sveitarfélaga.
Ólafur al-
þjóðasinni
Guðjón Magnússon skrifar:
Hvað ætlar Ólafur Ragnar
Grímsson að leggja mesta
áherslu á í starfi sínu sem for-
seti verði hánn kjörinn? spurði
einn fréttamanna á blaðamanna-
fundi er Ólafúr tilkynnti fram-
boð sitt? Jú, Ólafur ætlaði að
gera ísland meira áberandi á
heimskortinu, einkum með
áherslu á tengsl við fjarlægari
heimshluta. Ekki minntist hann
á þjóðaratkvæðagreiðslur í
meiri háttar málum. Ferðalög og
erlend samskipti verða því Ólafi
Ragnari enn kærari sem forseta.
Er þetta nú það sem okkur skort-
ir helst? Ferðagleði ráðamanna
og fundahöld um heimsbyggð-
ina?
Algjört
spillingarbæli
Helgi Helgason skrifar:
Eftir að maður kemur hingað
heim, eftir að hafa búið erlendis
um árabil, sér maður land og
þjóð í skýrara ljósi en þegar
maður er innan um sjálfa at-
burðarásina. Þótt margt sé brall-
að í útlandinu er þar tekið á mál-
unum ef þau þykja jaðra við
spillingu eða stangast á við lög
og reglur. Hér virðist hins vegar
vera orðið algjört spillingarbæli
og tekur í þeim efnum fram
mörgum öðrum löndum sem orð-
uð hafa verið við það þjóðarein-
kenni. Rotnunin blasir hreinlega
alls staðar við - allt frá trúmál-
um til tækifærismennsku í
stjórnsýslunni.
Ósanngjörn
ádrepa
á forsetann
Fríða hringdi:
Ég hef ekki gleymt hinni
óverðskulduðu ádrepu sem for-
seti íslands mátti sæta frá hendi
tveggja kvenna fyrir heimsókn
sína til Kína. Forsetinn var enn
á heimleið og gat því engum
vörnum við komið. Auðvitað
dæmdu þess ummæli sig sjáif en
líktust því sem beitt væri eins
konar „gaddasvipu" gegn hinum
dáða forseta okkar. Vonandi er
þetta í síðasta sinn sem slík um-
mæli falla um þjóðhöfðingja okk-
ar íslendinga.
Brunavargar
á ferö?
G.L.A. skrifar:
Hinir tíðu brunar á síðustu
vikum vekja upp þá spurningu
hvort brunavargar séu komnir á
kreik enn einu sinni eða hvort
nú séu menn að reyna að nálgast
fébætur gegnum tryggingar sín-
ar. Það væri þá ekki í fyrsta
sinn. Satt að segja trúir maður
orðið öllu illu upp á samlanda
sína, svo mikil eru svikin og
prettirnir sem fylla fréttir dag
hvern - eins og þetta gæti verið
gott og siðvætt þjóðfélag!