Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1996, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1996, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 Fréttir Rækjuveiðamar á Flæmska hattinum: Rækjuverðið hrynur löngu á undan stofninum „Rækjumiðin sem við kölium Flæmska hattinn eru 20 þúsund fer- kílómetra svæði. Það er svipað og öll rækjumiðin við ísland tU sam- ans. Þarna hafa mest verið um 70 skip að veiðum en sé það rétt að þama verði um 200 skip að veiðum í vor þá líst mér ekki á blikuna. Þá gæti veiðin orðið slík að ég er hræddur um að heimsmarkaðsverð á rækju komi til með að hrynja og - segir Jón Kristjánsson fiskifræðingur útgerðin leggst af. Þama sér maður afleiðingar kvótans í hnotskurn. Ef það væri ekki kvóti við Grænland, við ísland og víðar þá myndi svona brjálæði ekki eiga sér stað. Það eru engar líffræðilegar forsendur fyrir kvóta á rækju við ísland. Hann er eingöngu stjórntæki til að flytja peninga á milli manna en hefur ekkert með vemdun rækjunnar að gera,“ segir Jón Kristjánsson fiski- fræðingur í samtali við DV. Jón hefur unnið fyrir Félag úthaf- sveiðiskipa við rannsóknir á Flæmska hattinum og þekkir því vel til á svæðinu. Hann segir að í fyrra hafi um 70 skip verið að veið- um á svæðinu og heildaraflinn um 26 þúsund lestir. Hann hafi verið mjög svipaður nokkur undanfarin ár. „En varðandi rækjustofninn er ég sammála Norðmönnunum um að rækjuveiðar eru orðnar óarðbærar löngu áður en hann er kominn í hættu. Sem dæmi um þetta getum við nefnt að ef menn veiða tonn á tímann en fara svo allt í einu niöur í 100 kíló á togtíma þá borgar sig ekki lengur að standa í slíkum veið- um,“ sagði Jón. Hann bendir á í sambandi við rækjukvóta við ísland að hér við land séu allt að fjögur meginrækju- veiðisvæði. Ef menn hefðu áhyggjur af veiðiþoli rækjunnar myndu menn setja kvóta á hvert veiðisvæði fyrir. Þess í stað er settur heildar- kvóti á hin ólíku veiðisvæði og það segir hann að sé rugl og hafi ekkert með líffræði að gera. „Kvótasetning á rækju við ísland er tískufyrirbæri og peningastýr- ing,“ segir Jón Kristjánsson. -S.dór 86% Meðal þeirra sem hlupu apríl í Hafnarfirði í gær hjá bílaleigunni Hasso-ísland voru félagarnir Sigurður Hjörleifsson og Magnús Ingólfsson. Þeir ætluðu að skoða Rolls Royce en þess í stað beið þeirra miðinn sem þeir halda á. DV-mynd ÞÖK Múlafoss í gegnnm ísinn: Lítiö til trafala - sagði ívar skipstjóri „Við sigldum alveg upp við Horn, þræddum með fram ísjaðr- inum og inn fyrir ísspangirnar,“ sagði ívar Gunnlaugsson, skip- stjóri á Múlafossi, í gær en skip- ið var þá að koma inn á ísafjarð- ardjúp eftir að hafa siglt í gegn- um ísinn við Hornvík og Hæla- vík. ívar sagði að vindur hefði ver- ið orðinn norðaustanstæður við Horn og inni í Djúpinu væri hann suðvestlægur þannig að bú- ast mætti við að ísinn tæki að reka frá landi. ívar sagði að ísinn hefði verið gisinn og aðeins ein spöng náð til lands við Hom. ísinn hefði verið smágerður og gisinn nema helst í spönginni sjálfri og auðvelt hefði reynst að sigla í gegnum hann. Múlafoss var við Norðurfjörð á Ströndum um kl. 8 í gærmorgun á leið til ísafjarðar. Norðaustur af Selskeri var þá ísspöng sem lá til norðvesturs og norðurs. Milli Óðninsboða og Amdrupsboða var önnur, en greiðfært þaðan að Horni. Þó voru stakir jakar á leiðinni sem gætu verið vara- samir skipum í myrkri. Við Hombjarg var ístunga sem teygði sig í átt til lands en var gisin næst landi en þétt til norð- urs eins og sást. Fyrir vestan Horn var jakahrafl sem teygðist inn á Hælavík. Suðurjaðar ís- hraflsins fylgdi 40 m dýptarlínu en autt var fyrir innan. -SÁ Selfoss: Bíll og bílskúr brunnu Miklar sker.imdir uröu á bíl og bílskúr við Háengi á Selfossi þeg- ar eldur kom þar upp í gær- kvöldi. Slökkvilið var kallað út laust eftir klukkan níu og náði að slökkva eldinn áður en hann breiddist út. Eldsupptök era enn óljós en getum er að því leitt að kviknað hafl í út frá raf- magnstæki. -GK Flugleiðir hófu í gær flug til Boston í Bandaríkjunum og reikna með að flytja um 30 þúsund farþega á ári á þessari leið. Jafnframt var tekin í notkun ný og glæsileg Boeing 757-200 þota hjá félaginu og var hún tekin á leigu í 6 ár. Kristrún Eymundsdóttir, eiginkona samgönguráðherra, gaf vélinni nafnið Sóldís við athöfn í viðhaldsskýli Flugleiða. Með Kristrúnu á myndinni er Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða. DV-mynd ÆMK Fjölmargir vildu taka í Rolls Royce: Síminn stoppaði ekki eftir að DV kom út - segir Hólmsteinn Brekkan, markaðsstjóri bílaleigu Hasso „Síminn stoppaði ekki eftir að blað- ið var komið út. Fólk hringdi hingað umvörpum og vildi fá að prófa og skoða Rollsinn. Það tóku allir þessu vel nema hvað ég man eftir einum sem var dálítið fúll. Við bættum úr því með því að koma með „Rolls" tor- færubílinn og stilla honum upp hér fyrir utan,“ sagði Hólmsteinn Brekk- an, markaðsstjóri bílaleigunnar Hasso-ísland, við DV þegar útsendar- ar blaðsins lögðu leið sína í Hafnar- fjörðinn að kanna viðbrögð lesenda við aprílgabbfrétt DV í gær. Tilkynnt var að forláta Rolls Royce bifreið i eigu Hasso Schútzendorf væri komin til landsins og fólki boðið að aka henni um höfuðborgarsvæðið án endurgjalds í kynningarskyni. Hólmsteinn sagði að mestur straumur fólks hefði verið til bílaleig- unnar um tvöleytið í gær eða þegar aksturinn átti að heíjast. í stað þess að sjá Rolls Royce fyrir utan bílaleig- una gátu vegfarendur séð öflugt trylli- tæki af gerðinni Hummer sem leigt verður út i sumar. Rolls er samt væntanlegur! Lesendur DV era beðnir velvirðing- ar ef þeir telja sig hafa farið fýluferð í Hafnaríjöröinn. Hér var tekið örlítið forskot á sæluna því það er dagsatt að Rolls Royce frá Hasso er á leiðinni til landsins. Dýrgripurinn er væntanieg- ur til íslands 17. apríl næstkomandi með Cargolux-vél. Hólmsteinn sagði að fyrirhugað væri að senda hingað fimm Rolis bila í sumar og bæta að auki við þá 10 bílaleigubíla sem Hasso-ísland er með i stöðugri út- leigu. -bjb NIÐURSTflÐfl r fi H H Eru stöðumælagjöld of há? f Q | ^ g Nel 904-1600 Stuttar fréttir Kindakjöt í hættu Framkvæmdastjóri Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins ótt- ast að kindakjötsútflutningur frá íslandi sé í hættu. Sam- kvæmt RÚV er ástæðan sú að ótti neytenda vegna kúariðu í Bretlandi kunni líka að beinast að kindakjöti. Ólögleg uppsögn? Sjálfstæðismenn í borgar- sfjóm Reykjavíkur telja ólöglega staðið að uppsögnum starfsfóiks Skólaskrifstofu Reykjavíkur. Þetta kom fram á RÚV. Kirkjan nátttröll Sr. Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Ólafsflrði, segir að þjóðkirkjan sé stjórnskipu- legt nátttröll og kunni ekki að taka á málum á borð við bisk- upsmálið. RÚV greindi frá þessu. Útboði lokið Hlutaijárútboði upp á 100 milljónir króna í Þormóði ramma er lokið. Hluthafar nýttu sér forkaupsrétt til fulls og því fara engin bréf á almennan markað. ÚA-bréf sem heild Bæjarstjóm Akureyrar hefur fengið skýrslur tveggja verð- bréfafyrirtækja um hvernig best sé að selja hlut bæjarins í Út- gerðarfélagi Akureyrar. Sam- kvæmt Mbl. telja Landsbréf best að selja bréfin sem eina heild, þannig fáist meira verð fyrir þau. {ðnaðarmenn kvarta íslenskir iðnaðarmenn hafa kvartað undan því við fram- kvæmdaaðila Borgarholtsskóla í Grafarvogi að innfluttar gifs- plötur séu notaðar í milliveggi en ekki íslenskar vikurplötur. Þetta kom fram á RÚV. Sameining á Vestfjörðum Viðræður standa yfir um sam- einingu sex sjávarútvegsfyrir- tækja á Vestöörðum. Sam- kvæmt Mbl. hefði sameinað fyr- irtæki yfir að ráða 10 þúsund tonna þorskígildiskvóta. Hrafn á föstu Hrafn sem flögraö hefur um einn í Grímsey í vetur hefur náð sér í maka. Samkvæmt Mbl. voru eyjaskeggjar farnir að halda að krummi væri orðinn of , gamall til að stíga i vænginn við hitt kynið. Lakari afkoma SR-mjöls Afkoma SR-mjöls versnaði á síðasta ári um 61 milljón þegar hagnaðurinn nam 75 milljónum samanborið viö 136 milijónir árið 1994. Samkvæmt Mbl. er ástæða afturkipps hækkun á hráefniskostnaði. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.