Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1996, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1996, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 37 Hluti af Caput-hópnum sem flytur ásamt Felix Bergssyni verk Stravin- skys í Borgarleikhúsinu. Saga dátans í kvöld kl. 20.30 verður Saga dátans eftir Igor Stravinsky flutt af Caput-hópnum og Felix Bergs- syni leikara i Tónleikaröð Leikfé- lags Reykjavikur í Borgarleikhús- inu. Saga dátans byggir á gamalli rússneskri þjöðsögu um hermann sem er á leið heim í stutt orlof frá vígvellinum. Hann sest niður til að hvíla sig og fer að gramsa í bakpokanum sínum. Þar finnur hann meðal annars gamla fiðlu og fer að leika á hana. Þá ber þar að mann sem reynist vera óvinurinn sjálfur og falast eftir fiðlunni til kaups. Það verður úr að þeir skipta á fiðlunni og bók sem reyn- ist hreinasta gullnáma þeim sem kann með hana að fara. Kópavogur / Garöabær Kópavogur og Garðabær 1. MK 2. Arnames 3. Shell Garðabæ 4. Smári 5. Sæból 6. Engihjalli Viðkomustaðir langferðabíla fyrir skíðasvæðin - í Blátöllum, Skálafelli og Hengilssvæöiö - W ^BÉdi Hafnarfjörður 1. Breiðvangur 2. Miðvangur 3. Skiptistöð 4. Setberg 5. S-bæjarlaug 6. Holt Hafnarfjórður JCbi John Travolta þykir fara á kostum í hlutverki smákrimmans Chili Palmer. Náið þeim stutta Páskamynd Laugarásbíós er Náið þeim stutta (Get Shorty). í myndinni, sem gerð er eftir skáld- sögu Elmore Leonard, leikur John Travolta smákrimmann Chili Pal- mer sem sendur er frá Miami til Los Angeles til að innheimta skuld sem kvikmyndaframleiðandinn Harry Zimm (Gene Hackman) skuldar í Las Vegas. Gæfan hefur snúið baki við Harry og hann á enga peninga, en í stað þess að brjóta hendur hans og fætur, eins og menn í stöðu Chili hefðu vafa- laust gert, kemur Chili með hug- mynd að nýrri kvikmynd sem Harry á að framleiða og gæti snúið hamingjuhjólinu við fyrir hann. Það vill nefnilega svo til að Chili er Tónleikar Verkið var frumflutt í Laus- anne í Sviss 28. september 1918 og öðlaðist fljótt miklar vinsældir. Það hefur verið flutt nokkrum sinnum hér á landi. í Caput-hópn- um að þessu sinni eru Auður Haf- steinsdóttir, fiðla, Richard Kom, kontrabassi, Guðni Franzson, klarínett, Brjánn Ingason, fagott, Eiríkur Örn Pálsson, trompet, Sig- urður Þorbergsson, básúna, og Steef van Oosterhood, slagverk. Stjórnandi er Bernharður Wilkin- son. Börn sem lent hafa í bruna- slysum Nokkrir foreldrar hafa í sam- ráði við fagfólk ákveðið að gera tilraun til að stofna foreldrafé- lag bama og ungmenna sem lent hafa í brunaslysum. Fundurinn verður kl. 20.30 í kvöld á skriftsofu Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna að Suðurlandsbraut 6. Vísindin, sagan og sann- leikurinn er yfirskrift fyrirlesturs, sem Þorsteinn Vilhjáilmsson, prófess- or í vísindasögu og eðlisfræði, heldur í kvöld kl. 20.30 í Þing- vallastræti 23 á Akureyri. Kvenfélag Hreyfils Kökubasar verður í Kringl- unni á morgun. Allur ágóði rennur til vímuefnavarna. Samkomur Tvístefnuakstur á Hverfisgötu í dag kl. 16.00 verður fundur haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fundarefnið er tvístefnuakstur á Hverfisgötu. Tvímenningur Bridsdeild eldri borgara í Kópavogi verður með tvímenn- ing í kvöld kl. 19.00 í Gjábakka, Fannborg 8. Dansað í Risinu Eldri borgarar í Reykjavík eru með dansleik í Risinu í kvöld kl. 20.00. Sigvaldi stjórnar. Háskólatónleikar Á Háskólatónleikum í Nor- ræna húsinu á morgun kl. 12.30 munu Gunnar Kvaran sellóleik- ari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari leika. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í Blönduóskirkju: Sálumessa Mozarts Sinfóníuhljómsveit Norðurlands æfir Sálumessu eftir Mozart. í dymbilviku lýkur starfsári Sinfóníuhljómsveitar Norður- lands, með tvennum tónleikum þar sem flutt verður Sálumessa eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Að þessu sinni verða tónleikarnir í samvinnu við kór Glerárkirkju undir stjórn Jóhanns Más Bald- vinssonar. Fyrri tónleikarnir verða í Blönduóskirkju I kvöld kl. 21, en þeir síðari í Glerárkirkju á Skemmtanir morgun kl. 20. Það er ekki að ófyrirsynju að margvislegar sagnir hafa spunnist um tilurð Sálumessu Mozarts, enda fegurð og tign verksins slik að fáu er til að jaftia. Hana pantaði greifi nokkur í júlímánuði 1791. Ætlaði hann að eigna sér verkið er það væri fullgert og leyndi nafni sínu. Mozart var orðinn sjúkur og taldi dularfullan sendiboða greifans til merkis um að hann fengi þarna að yrkja sjálfúm sér sálumessu. Hann lagði því allan metnað sinn í verkið, og vann að því bókstaflega til síðustu stundar og er það verðugt þess að vera messa yfir sálu þessa mikla snill- ings. Þegar Mozart lést í desember 1791 hafði hann gengið frá upphaf- sköflunum tveimur, og lagt drög að flestum hinna. Hann fól nem- anda sínum, Sússmayr, að Ijúka verkinu, og er stundum talið að hann eigi allmikið í því. Hljómsveitarstjóri er Guðmund- ur Óli Gunnarsson. Einsöngvarar á tónleikunum eru Þuríður Bald- ursdóttir, Signý Sæmundsdóttir, Guðlaugur Viktorsson og Michael Jón Clarke. Víða snjór á vegum Góö færð er yfirleitt á helstu veg- um landsins en hálka er á heiðum á Vestfjörðum, Norður- og Norðaust- Færð á vegum urlandi. Víða er einnig snjór á veg- um sem liggja hátt. Á leiðinni Reykjavík-Akureyri er snjór í Vatnsskarði, Öxnadalsheiði og í Öxnadal. Á Austfjörðum er víða snjór og í morgun var skafrenning- ur á Vopnafjarðarheiði. Á Vestfjörð- um er eingöngu jeppaslóð á Hrafns- eyrarheiði og á leiðinni Kolla- fj.-FIókal. er hámarksöxulþungi 2 tonn. m Hálka og snjór 0 Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir C^) LokaörSt°ÖU E Þungfært 0 Fært fjallabílum Bróðir Einars Gísla Litli drengurinn á myndinni fæddist á fæðingardeild Landspítal- ans 27. mars kl. 7.49. Hann var við Barn dagsins fæðingu 3540 grömm að þyngd og 51 sentímetra langur. Foreldrar hans eru Anna María Gísladóttir og Þorbjörn J. Eiríksson. Hann á einn bróður, Einar Gfsla, sem er sex ára. Kvikmyndir mikill kvikmyndaaðdáandi og nýt- ur sín vel í Hollywood innan um kvikmyndastjömur og sér hag sinn vænkast í samstarfi við Harry Zimm. Auk þeirra John Travolta og Gene Hackman leika í myndinni Danny DeVito og Rene Russo. De Vito er einnig einn framleiðenda myndarinnar. Leikstjóri er Barry Sonnenfeld. Nýjar myndir Háskólabíó: Heim i fríið Háskólabíó: Dauðamaður nálgast Laugarásbíó: Náið þeim stutta Saga-bíó: Babe Bíóhöllin: Faðir brúðarinnar II Bíóborgin: Copycat Regnboginn: A förum frá Vegas Stjörnubíó: Draumadisir Gengið Almennt gengi LÍ 2. apríl 1996 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollqenqi Dollar 66,160 66,500 66,660 Pund 100,920 101,430 101,210 Kan. dollar 48,800 49,100 48,890 Dönsk kr. 11,5730 11,6340 11,6180 Norsk kr. 10,2980 10,3540 10,3250 Sænsk kr. 9,8970 9,9510 10,0050 Fi. mark 14,2790 14,3630 14,3340 Fra. franki 13,1010 13,1760 13,1490 Belg. franki 2,1729 2,1859 2,1836 Sviss. franki 55,4800 55,7800 55,5500 Holl. gyllini 39,9200 40,1600 40,1000 Pýskt mark 44,6700 44,9000 44,8500 it. lira 0,04215 0,04241 0,04219 Aust. sch. 6,3510 6,3900 6,3820 Port. escudo 0,4327 0,4353 0,4345 Spá. peseti 0,5310 0,5343 0,5337 Jap. yen 0,61600 0,61970 0,62500 írskt pund 104,020 104,670 104,330 SDR 96,31000 96,89000 97,09000 ECU 82,9700 83,4600 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 Krossgátan 1 1 i (p 7 5 1 F 10 T T 1 12 ■Ml \ n p 19 r Zo Lárétt: 1 feitt, 8 púkar, 9 lík, 10 glys, 11 sjór, 12 fönn, 14 steintegund, 17 utan, 18 kroti, 19 geislabaugur, 20 fer- ilinn. Lóðrétt: 1 rámur, 2 afl, 3 tötrar, 4 úr- gangurinn, 5 ánægja, 6 varsla, 7 rani, 11 flokks, 13 málmur, 15 reku, 16 ásaki. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 hjam, 6 sæ, 8 rós, 9 eitt, 10 elni, 11 tal, 13 sniðuga, 15 sigar, 17 ós, 18 þrá, 19 rist, 20 ýtti, 21 nið. Lóðrétt: 1 hress, 2 Jólnir, 3 asni, 4 reiðari, 5 nit, 6 stag, 7 æt, 12 last, 14. urin, 16 gát, 17 ósi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.