Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 Fréttir Norðmenn ætla í kvótakapphlaupið á Flæmska hattinum með 25 togara DV Ruglið i Islendingum á sér engin takmörk „Ég verö bara aö segja að ruglið í íslendingum á sér engin takmörk. Fyrst leggja þeir mikla áherslu á að draga sem mest úr veiðum á Flæmska hattinum, svo fara þeir heim sáróánægðir og mótmæla nið- urstööunni til að geta veitt enn meira en áður. Það skilur enginn samheng- ið í þessari stefnu," segir Audun Marák, formaður félags útvegsmanna í Noregi, í samtali við DV. Norskir útgeröarmenn eru mjög reiðir vegna þeirra frétta að íslend- ingar ætli að senda allt að 40 skip tO rækjuveiða á Flæmska hattinum í vor. Marák sagði að samtök hans segir Audun Marák, formaður félags útvegsmanna í Noregi hefðu þegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að íslendingar ætli að „leggja undir sig Flæmska hattinn". Tvískinnungur hjá íslendingum „Þessi stóraukna sókn íslendinga á Flæmska hattinn gerir það að verkum að aðrar þjóðir eiga óhægt um vik að veiða þar. Stórsókn af hálfur einnar þjóðar leiðir til þess að verðið fellur og þeir sem vilja fylgja skynsamlegri stefhu halda að sér höndum,“ sagði Marák. Hann vísaði í samtalinu við DV til fundar Norðaustur-Atlantshafs fisk- veiðiráðsins, NAFO, um rækjuveiðarn- ar á Flæmska hattinum síðasta haust. Eftir þann fund hafi tvískinnungur Is- lendinga í fiskveiðimálum komið ber- lega í ljós; fyrst heimti þeir meiri tak- markanir en leggi svo út í óheftar veið- ar. „Það getur enginn tekið íslensk stjórnvöld alvarlega. Það ríkir fullkom- in hentistefna i öllum samningum við aðrar þjóðir. Það er eins og hugsað sé um það eitt að græða sem allra mest á sem skemmstum tíma. íslendingar geta aldrei verið sammála öörum," sagði Marák. Hann sagðist hafa reynt að ræða þessi mál við Jón Baldvin Hannibals- son, fyrrverandi utanríkisráðherra, á fundi í Bodo fyrir skömmu. Það hefði engan árangur borið. „Við sættum okkur við lítinn hlut í karfaveiðunum á Reykjaneshryggnum þegar veiði þar var skipt nú í vetur. Við gætum þó gert eins og íslendingar og fariö bara heim og mótmælt og mætt svo með allan flotann á miðunum. En þetta gerum við ekki,“ sagði Marák. 25 norskir togarar á Flæmska hattinn Marák sagði að Norðmenn ætluðu að taka þátt í veiðunum á Flæmska hattinum í sumar þótt útlitið fyrir rækjuveiðar væri ekki gott. Verð væri þegar tekið að falla og búast mætti við enn meiri lækkun ef mikið veiddist á Flæmska hattinum og fleiri miðum í sumar. „Ég geri ráð fyrir að héðan fari 25 skip til veiðanna. Það er mikilvægt fyrir okkur að vera með vegna þess að veiðireynslan nú hefur áhrif á úthlut- un kvóta ef til þess kemur á fundi NAFO í haust," sagði Marák. Hann sagði að Norðmenn hefðu skuldbundið sig til að fylgja reglu NAFO um fjölda skipa á veiðislóðinni og fjölda sóknardaga. -GK Skeiðarárhlaupið í hámarki um páskana: Verður skarð höggvið í 22 ára sögu hringvegarins? Vatnsmagnið í Skeiðará á eftir að margfaldast á næstu dögum. DV-myndir ERIS DV, Öræfasveit: Skeiðarárhlaupið fer hægt vax- andi og er talið að það nái hámarki um páskahelgina. Um síðustu helgi var rennslið orðið rúmlega 200 rúmmetrar á sekúndu og eiga menn von á að sú tala eigi eftir að tífald- ast. í síðasta hlaupi, í nóvember 1991, varð rennslið mest 2060 m3/sek og þá var vatnsborð Gríms- vatna ekki orðið jafn hátt og það var núna. Brennisteinslyktina leggur yfir Öræfasveit og loft er lævi blandið. Menn bíða átekta og ræða sín á milli hvaða óknytti þessi illskeytta náttúruvættur, Skeiðará, ætlar sér að þessu sinni. Þeir sem hafa fylgst með þróuninni á Skeiðarársandi undanfama daga hafa veitt athygli að mikið hlaupvatn rennur nú í Sæluhúsavatni, litlu vatnsfalli fá- eina km vestan við Skeiðará. Far- vegur Sæluhúsavatns er yflrleitt þurr að vetrinum, en nú er svo kom- ið að mikil á rennur undir þessa litlu brú. Ljóst er að ef vatnsmagnið á eftir að tífaldast þar, eins og í Skeiðará, þá eru brúarmannvirkin engan veg- in nógu stór. Svo má ekki gleyma því að jökulár hafa þá náttúru að breyta reglulega um farvegi. Þær bera með sér aur undan jökli og smátt og smátt hækkar landið sem þær renna á. Svo kemur að því að árfarvegurinn er orðinn hærri en landið í kring og þá færir áin sig og myndar nýjan öðru hvoru megin viö. Einnig getrn- þessi breyting orð- ið undir jöklinum sjálfum, svo að skyndilega kemur áin út á allt öðr- um stað. Það gerðist t.d. í Breiðá, skammt frá Jökulsárlóninu, í des- ember sl. Nú hefur útfall Skeiðarár verið við Jökulfell og áin runnið með Skaftafellsbrekkum í marga áratugi. 1929 breytti áin skyndilega um út- fall og kom um tíma mörgum km vestar undan jökli. Skaftafell og manngerðir varnargarðar hafa und- anfarið stjórnað rennsli hennar en hvað gerist ef hún tekur upp á því að breyta leið sinni undir jöklinum aftur. Þá er hætt við að skarð verði höggvið í tæplega 22 ára sögu hring- vegarins. En þetta eru nú bara vangaveltur og eins víst að Skeiðaráin tæmi vatnsgeyma sína í Grímsvötnum hægt og hljótt án nokkurra ham- fara. Hvað um það, við sem búum i þessu unga landi sem er að mótast, fáum árlega gullin tækifæri til að verða vitni að sköpunarsögunni sem ekki lauk, eins og svo margir virðast halda, á sjö dögum í upphafí tímans. Þess má geta að í Öræfa- sveit er nóg framboð af gistingu á vetrarverði, veitingum, skipulögð- um ferðum og óþrjótandi útivistar- og náttúruskoðunarmöguleikum. -ERIS Dagfari Endurvinnsla Walesa, fyrrum Póllandsforseti, er aftur kominn í vinnugallann. Liðin er sælutíðin í forsetahöllinni. Nú er kappinn orðinn óbreyttur rafvirki á ný í skipasmíðastöðinni í Gdansk. Þar varð hann frægur og vinsæll. Hann var að vísu frægur meðan hann var forseti en ekkert sérstaklega vinsæll. Kannski þetta lagist nú þegar maðurinn er kom- inn í almennilega vinnu. Eitthvað lækkar forsetinn fyrr- verandi í launum. Við þekkjum það að Pólverjar undirbjóða allar skipasmíðar og því streyma íslensk skip þangað í breytingar. Þess vegna geta þær sömu skipasmíða- stöðvar ekki boðið hátt kaup. Wa- lesa fær því ekki nema sextán þús- und krónur á mánuði. En hann verður að eiga til hnífs og skeiðar því Kwasniewski, eftirmaður Wa- lesa á forsetastóli, hefur enn ekki gert upp við sig hvort hann hendir einhverri eftirlaunalús í rafvirkj- ann. Þessi aðferð Pólverjanna er mjög til fyrirmyndar. Margt hefði farið öðruvísi ef menn gætu gengið að því sem vísu að forseti færi aftur til fyrri starfa þegar hann hverfur úr embætti. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, hefði þá far- ið beint í sitt gamla starf sem leik- hússtjóri hjá LR. Þá hefði leik- húsklíkan þar losnað við allan vandræðaganginn vegna ráðningar Viðars Eggertssonar. Vigdís hefði tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið og engan rekið. Staða leikfélagsmanna væri þá allt önnur. Borgarstjórinn væri ekki reiður og fjárstuðningurinn ekki í hættu. Ekki hefði komið til jafnréttiskæru þar sem þær Brynja og Þórhildur sættu sig að vonum illa við að karlmaður væri í meiri metum en þær. Allir hefðu unað glaðir við sitt nema kannski áhorf- endur. Tölur sýna að þeir nenna ekki að sjá leikritin sem boðið er upp á. En hvað er það á milli vina ef borgarstyrkurinn heldur sér. Allt er þetta gott og blessað. Wa- lesa er sjálfsagt orðinn svolítið ryögaður í rafvirkjuninni en menn eru fljótir að komast upp á lag með skrúfjárnið. Vigdís væri enga stund að koma sér inn í leikhús- stjóradjobbið enda er hlutverk for- seta íslands stanslaus leiklist. En böggull vill fylgja skammrifi og í þessum málum eru engar patentlausnir fremur en i öðrum málum. Málið verður að hugsa til enda. Eins og mál standa nú og nýjasta skoðanakönnun gefur til kynna gæti svo fariö að Ólafur Ragnar Grímsson yrði húsbóndi á Bessastöðum næstu árin. Líta verð- ur svo á að þjóðin hugsi sem svo að skömminni skárra sé að hafa Ólaf þar fremur en á Alþingi. Þeir sem langminnugir eru muna það að Ólafur Ragnar var ekki með vinsælustu mönnum. forseta Talsverður ófriður var í kringum hann á þingi þar sem hann skipti sér af flestum málum, sérstaklega þegar hann sat i stjórnarandstöðu. Þá var hann lítt elskaður af alþýðu þegar hann var fjármálaráðherra og fékk viðurnefnið Skattmann áður en Frikki stal titlinum. Ekk- ert er að marka rólegheitin og frið- inn í kringum Ólaf upp á síðkastið. Það eru fylgifiskar þess að hann fékk forsetann í magann. Eftir að Ólafur Ragnar fékk Bessastaðafiðringinn má segja að hann hafi nánast breyst í heOagan mann. Þetta trikk hefur hann ef- laust lært i einni af fjölmörgum ferðum sínum til Indlands. Þar er talsvert af heilögum mönnum og ekki síður skepnum, þ.e. dýrum. Ekkert er nema gott um það að segja að Walesa sé orðinn rafvirki og vel má hugsa sér Vigdísi í emb- ætti leikhússtjóra á ný. En það sér hver maður að það horfir allt öðru vísi við ef Ólafur Ragnar hverfur aftur tU fyrri starfa eftir mögulega Bessastaðaútlegð. Þá væri fjandinn laus. Enginn friður á þingi, flokkar í uppnámi og eðalkommar í klípu. Toppkommar hafa að vísu ekki lýst •yfir opinberum stuðningi við fyrr- verandi formann sinn en vitað er að þeir gera næstum því allt til þess að skjóta honum upp á við. Þannig geta þeir vandræðalaust ráðskast með flokkinn og nýja for- manninn. Það eru því augljósir vankantar á pólsku leiðinni. Fordæmi Walesa getur augljóslega leyst ákveðin vandamál en má þó ekki kaupa of dýru verði. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.