Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 9 DV Utlönd Díana ótuktarleg við unnustu Játvarðar: Hljóp grátandi frá tedrykkju Díana prinsessa lét alla kurteisi lönd og leið þegar hún drakk eftir- miðdagste ásamt Elísabetu drottn- ingu og unnustu Játvarðar prins, Sophie Rhys-Jones, í vikunni. Gerði hún lítið úr Sophie og hæddi hana með kvikindislegum háðsglósum um hárgreiðslu hennar og fata- smekk. Fór svo að Sophie þoldi ekki meira og hljóp grátandi úr teboðinu. Bresk blöð hafa þetta eftir vinum Sophie sem hefur verið unnustu Játvarðar prins, yngsta barns Elísa- betar, í rúm tvö ár. Að sögn mun Díana vera afar afbrýðisöm út í Sophie, sem er 31 árs gömul og þyk- ir líkjast Díönu allnokkuð. Þykir Díönu að hinn nýi meðlimur kon- ungsfjölskyldunnar fái heldur mikla athygli en Sophie hefur fengið að gista í Buckinghamhöll og farið í reiðtúra með Elísabetu. Þykir hið síðasttalda merki um að Sophie hafi fallið í kramið hjá drottningu. Diana, sem er að skilja við Karl Bretaprins, mun ekki vera ein um afbrýðisemina út í Sophie. Sarah Ferguson, hertogaynja af York, sem er skilin að borði og sæng við Andr- és prins, mun einnig vara gripin af- brýðisemi. Henni, eins og Díönu, finnst Sophie fá mun betri móttökur en hún fékk á sínum tíma. Díana hefur auk þess talað opinskátt um konungsfjölskylduna sem óvininn og hvernig hún var einangruð fyrstu árin í hjónabandinu með Karli. Reuter Færeymgar búnir með kvótann: Leggja veröur flotanum fram a Ari Sigvaldason, DV; Kaupmannahöfn: Krafa dönsku ríkisstjórnarinnar um að fast verði haldið við þá stefnu að byggja upp fiskistofnana í kring- um Færeyjar og auka því ekki fisk- veiðikvóta á næstunni nýtur ekki vinsælda á eyjunum. Færeyskir sjó- menn eru nú fyrir alvöru farnir að fmna fyrir stefnunni og á næstunni þykir ljóst að hætta verður alveg veiðum fram á haust nema þorskk- vótinn verði aukinn. Sjómenn sem eiga báta undir 20 tonnum hafa þeg- haust ar lagt bátunum. Ivan Johannesen, sem fer með sjávarútvegsmál í lands- stjórninni, segir að færeyska flotan- um verði öllum lagt á næstunni verði kvótinn ekki aukinn. Verði kvótinn ekki aukinn hefur það einnig áhrif á veiðar annarra tegunda en þorsks þar sem ekki verður hjá því komist að þorskur slæðist í veiðarfærin. En reyndar hefur verið lagt fram frum- varp í lögþinginu þess efnis að þorsk- ur fái að vera ákveðið hlutfall af afla annarra tegunda svo ekki er útséð með veiðar annarra tegunda. HÁSKÓLANÁM í REKSTRARFRÆÐI Hagnýtt alhliða háskólanám í rekstrarfræðum. Víðtækur og vandaður undirbúningur fyrir stjórnunarstörf og viðskipti • Fjöldi námsgreina á sviði stjórnunar, markaðsmála, fjármála, lögfræði og upplýsingatækni Áhersla á tengsl við atvinnulífið m. a. með raunhæfum verkefnum Þjálfun í samskiptum og tjáningu Gott bókasafn og aðgangur að erlendum gagnabönkum Alþjóðleg viðfangsefni SAMVINNUHASKOLINN A 311 Borganes, sími 43-50000, bréfsími 43-50020 Samvinnuháskólinn hefur frá árinu 1990 útskrifað rekstrarfræðinga eftir tveggja ára nám á háskólastigi. Vorið 1 995 útskrifaði Samvinnuháskól inn fyrstu rekstrarfræðingana eftir þriggja ára nám með BS-gráðu. Samvinnuháskólinn á Bifröst er sjálfseignarstofnun. Skólinn er staðsettur í fögru umhverfi á Bifröst í uppsveitum Borgarfjarðar en þar hefur verið skólahald síðan 1955 er Samvinnuháskóiinn var fluttur þangað úr Reykjavík. Bifröst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.