Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Qupperneq 25
MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996
25
%idge
w Úrslit Islandsmóts í sveitakeppni:
Óvenjumargar
landsbyggðarsveitir
Urslit Islandsmótsins í sveita-
keppni fara fram dagana 3.-6. apríl í
húsakynnum Bridgesambandsins
að Þönglabakka 1. Að þessu sinni
eru 3 sveitir frá landsbyggðinni af
10 í úrslitum, en síðastliðin ár hafa
þær oftast verið 1-2. Sennilega er
það merki um að styrkur lands-
byggðarinnar gagnvart höfuðborg-
arsvæðinu sé að aukast.
Þrátt fyrir að landsbyggðin eigi 3
fulltrúa, verður þó að teljast að
sveitir frá höfuðborgarsvæðinu séu
líklegastar til sigurs. Sveit Lands-
bréfa, núverandi Islandsmeistara
sleppir örugglega ekki hendi af titl-
inum baráttulaust, en líklegt má
telja að sveitir VÍB og Búlka þjarmi
illilega að íslandsmeisturunum.
Vel má vera að fleiri sveitir
blandi sér í þá baráttu. Sveit Ólafs
Lárussonar var í öðru sæti í fyrra,
sveit Samvinnuferða-Landsýna, er
einnig firnasterk og Bangsímon og
landsbyggðarsveitirnar Anton Har-
aldsson og Þormóður rammi gætu
vel komist langt. Ljóst er því að fjöl-
margar sveitir gætu hampað titlin-
um í lokin.
Sveit VÍB er skipuð firnasterkum
spilurum sem allir hafa reynslu af
spilamennsku í landsliðum Islands í
opnum flokki. Guðlaugur R. Jó-
hannsson og Örn Arnþórson, úr
sveit VÍB, voru í hinu fræga lands-
liði sem vann til heimsmeistaratit-
ils í Japan haustið 1991. Þegar þeir
eru í stuði, standast fáir þeim snún-
ing. Hér er eitt spil úr undankeppni
íslandsmóts, þar sem Guðlaugur og
Örn náðu fallegri slemmu. Spilið
kom fyrir í leik sveitarinnar við Jó-
hannes Jónsson. Sagnir gengu
þannig, norður gjafari og allir á
hættu:
4 873
«4 G865
4 642
* G95
4 A64
D10
♦ ÁKDG1095
4 10
N
4 KD105
* Á974
* 83
* 763
4 G92
K32
4 7
4 ÁKD842
Norður Austur Suður Vestur
pass pass 14 Dobl
pass 14 24 34
pass 3* pass 34
pass 4* pass 44
pass 4g pass 64
pass 64 p/h
Opnun suðurs var eðlileg og Örn
doblaði til úttektar. Einn spaði aust-
urs lofaði einhverjum spilum (1
hjarta hefði verið afmelding) og þrír
tíglar vesturs var úttektarkrafa
(game). Fjögur hjörtu var fyrir-
stöðusögn og fjögur grönd lýstu
áhuga á að spila slemmu. Örn stakk
upp á 6 tíglum, en Guðlaugur taldi 6
spaða jafnvel betri samning. Ef Örn
átti aðeins 6 tígla, var nauðsynlegt
að trompa lauf í blindum til að fá 12
slagi og Guðlaugur taldi nánast ör-
uggt að norður ætti ásinn (og jafn-
vel gosann) í spaða. Örn féll ekki í
þá gryfju að svína fyrir spaðagos-
ann og spilið var auðunnið.
Umsjón
ísak Sigurðsson
Öm Arnþórsson og Guðlaugur R. Jóhannsson spila í sveit VÍB, sem næsta
örugglega verður í baráttunni um verðlaunasæti í úrslitum ísiandsmótsins í
sveitakeppni. DV-mynd ísak
Spilamennskan hefst klukkan
15.20 miðvikudaginn 3. apríl, lýkur
um eða eftir miðnætti þann dag,
hefst aftur kl. 11 fimmtudaginn 4.
apríl og spilað til miðnættis. Sjötta
umferðin hefst fostudaginn 5. apríl
kl. 15.20 og spilað til miðnættis, en
8. umferð hefst kl. 11 laugardaginn
6. apríl og mótinu lýkur með 9. um-
ferð rúmlega 19 á laugardagskvöld-
ið.
Skipan sveita, töfluröð
1. Samvinnuferðir/Landsýn
2. Verðbréfamarkaður
Islandsbanka
3. Aðalsteinn Jónsson
4. Ólafur Lárusson
5. Landsbréf
6. Þormóður Rammi
7. Lyfjaverslun íslands
8. Búlki hf.
9. Anton Haraldsson
10. BangSímon -ÍS
DYLAN
MCDERMOT
A JODIE FQSTER F I L M
TIOM E
FORTftE flOLIDAYS
GERALDINE
CHAPLIN
CYNTHIA
STEVENSON
CHARLES
DURNING
HOLLY
HUNTER
ROBERT
DOWNEYJR.
ANNE
BANCROFT
PÁSKAMYND HÁSKÓLABÍÓS
LADA
getur verið
raunhæfur
kostur
fyrir þig
Lada Skutbíll - Rúmgóður og kraftmikill
Hentar þeim sem þurfa talsvert farangursrými.
Jafnvígur sem vinnubíll og fjölskyldubíll.
697.000 kr.
Lada Samara - Lúxus án íburðar.
Samara er rúmgóður, sparneytinn og ódýr bíll sem
hefur notið mikilla vinsælda hér á landi í gegnum tíðina.
664.000 kr.
Lada Safír - Ódýrasti bíllinn á íslandi.
Sterkbyggður og eyðslugrannur fimm manna bíll sem
hentar vel í bæjarakstri og er öruggur í langferðum.
588.000 kr.
Negld vetrardekk og
sumardekk fylgja.
LAPA
afar raunhæfur kostur
ÁRMÚLA 13, SfMI: 568 1200
BEINNSÍMI: 553 1236
Lada Sport - Öflugri og betur búinn.
Mun öflugri vél, léttara stýri, stærra farangursrými,
betri sæti, ný og breytt innrétting.
989.000 kr.