Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Side 26
26 erlend bóksjá MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 JL>V 1 Metsölukiljur Skáldsögur: Íl. Jostein Gaarder: Sophle's World. 2. Chaterine Cookson: A Ruthless Need. 3. Kate Atkinson: Behind the Scenes at the Museum. 4. Irvine Welsh: Tralnspottlng. 5. P.D. James: Orlginal Sln. 6. John Grisham: The Rainmaker. 7. Irvlne Welsh: Tralnspottlng. 8. Davld Guterson: Snow Falllng on Cedars. 9. Josephlne Cox: Llvlng a Lie. 10. John le Carré: Our Game. Rit almenns eölis: 1. John Cole: As It Seemed to Me. 2. Graham Hancock: Fingerprlnts of the Gods. 3. Wlll Hutton: The State We're In. 4. Alan Bennett: Wrltlng Home. 5. Jung Chang: Wlld Swans. 6. P. Mandelson & R. Llddell: The Blalr Revolutlon. 7. Theo Rlchmond: Konin: A Quest. 8. Nelson Mandela: Long Walk to Freedom. 9. S. Blrtwhlsle & S. Conklin: The Masklnd of Prlde and Prejudlce. 10. Andy McNab: Bravo Two Zero. (Byggt á The Sunday Tlmes) Danmörk 1. Jane Austen: Fornuft og felelse. 2. Jung Chang: Vllde svaner. 3. Lise Nergaard: Kun en plge. 4. Nat Howthorne: Den flammende bogstav. 5. Terry McMlllan: Ándenod. 6. Llse Norgaard: De sendte en dame. 7. Peter Hoeg: De máske egnede. (Byggt á Politiken Sendag) Odysseus Elytis var sannkallað þjnðskáld Gríska ljóðskáldið Odysseus Elyt- is, sem lést fyrir nokkrum dögum á heimili sínu í Aþenu, 85 ára að aldri, hlaut í senn virðingu og vin- sældir fyrir verk sín. Þannig var hann annars vegar heiðraður af sænsku akademíunni með bók- menntaverðlaunum Nóbels en hins vegar af grískum almenningi sem söng gjarnan kvæði hans á kaffihús- um og veitingastöðum. Enda var þjóðarsorg í Grikklandi þegar fréttin barst um andlát Elytis. Dagskrár útvarps- og sjónvarps- stöðva voru rofnar til að tOkynna um dauða skáldsins sem lést úr hjartaslagi. Dimitris Avramopoulos, borgarstjóri Aþenu, sagði af því til- efni að borgin, þar sem skáldið átti heima og sem það unni svo mjög, væri harmi slegin. „Grikkland og heimurinn allur er fátækari í anda, í sköpun, í innblæstri," bætti hann við. Margir aðrir urðu til að mæra skáldið fyrir ljóð sem lýsa fegurð landsins, hafsins og eyjanna og bar- áttu þjóðarinnar fyrir frelsi og sjálf- stæði. Mörg Ijóð við lög Theodorakis Það átti mikinn þátt í almennum vinsældum Elytis í heimalandi hans hin síðari ári að tónskáldin Mikis Theodorakis og Manos Hadzidakis sömdu lög við mörg ljóðanna sem eru lofsöngur til umhverfisins, sög- unnar og mannlegra gilda. Ljóðin og lögin snertu hjartastrengi alþýðu manna enda er fullyrt að grískur al- menningur kunni utanað mun fleiri ljóð eftir Elytis en nokkurt annað skáld. Odysseus Elytis, nóbelsverðlauna- hafi og þjóðskáld, varð 85 ára. Umsjón Elías Snæland Jónsson Hann orti um sólina og hafíð, ljós og vatn og varð fyrir áhrifum úr mjög ólíkum áttum; leitaði ýmist í smiðju forngrísku skáldanna, trúar- legar hefðir grísku rétttrúnaðar- kirkjunnar eða súrrealisma þessar- ar aldar. Þótt hann lýsti sjálfum sér gjarnan sem súrrealista leit hann einnig svo á að ljóð hans væru eðli- legt framhald þeirrar hefðar sem hófst með Hómer. Þetta kom m.a. fram í ummælum hans eftir að honum voru veitt bók- menntaverðlaun Nóbels árið 1979. Þá sagðist hann telja að sænska akademían hefði viljað heiðra gríska ljóðlist í heild sinni og benti á að skáld Grikklands nútímans byggðu sköpun sína á hefð sem ætti sér óslitna sögu frá uppruna sínum í Hómerskviðum. Kominn af auðugum ættum á Krít Elytis, sem reyndar hét Odysseus Alepoudelis, var kominn af auðug- um ættum á eyjunni Krít, þar sem hann fæddist árið 1911, og stundaði nám í Aþenu og síðar í París. Hann gegndi stutt herþjónustu í síðari heimsstyrjöldinni og tók þá þátt í bardögum við innrásarher fasista við landamæri Albaníu. Það var árið 1940. I ljóðum sínum fjallaði Elytis jöfnum höndum um goðsagnir og hetjusögur horfinna alda og nútím- ans. Eitt kunnasta verk hans, To Axion Esti, fjallar að hluta til einmitt um áðurnefnda innrás ítal- skra fasista. Hann hóf að yrkja þetta mikla verk árið 1948 en lauk ekki við það fyrr en ellefu árum síðar, árið 1959. Sumir gagnrýnendur fóru um það háðulegum orðum þegar ljóðið birtist fyrsta sinni en í yfir- lýsingu sænsku akademíunnar árið 1979 er það einmitt talið eitt af merkustu ljóðabálkum tuttugustu aldarinnar. Enski rithöfundurinn Lawrence Durrell sagði um Elytis að ljóð hans væru sem galdraþulur er mögnuðu fram í hugann þá sígildu grísku ver- öld sem gæfi svo sterklega til kynna að fullkomnun sé möguleg. Metsölukiljur Bandarikm I Skáldsögur: i 1. John Grlsham: The Ralnmaker. 2. Davld Guterson: Snow Falllng on Cedars. 3. Catherlne Coulter: The Cove. 4. V.C. Andrews: Tarnlshed Gold. 5. Maeve Blnchy: The Glass Lake. 6. Danlelle Steel: The Glft. 7. Mlchael Palmer: Siient Treatment. 8. Steve Thayer: The Weatherman. 9. John le Carré: Our Game. 10. Lllian Jackson Braun. The Cat Who Blew the Whlstle. 11. Elizabeth Lowell: Autumn Lover. 12. Amanda Qulck: ’ Mystique. 13. LaVyrle Spencer: Home Song. 14. Jack Hlgglns: Angel of Death. 15. Sandra Brown: Tempest In Eden. j Rit almenns eölis: I: 1. James Carvllle: We’re Rlght, They’re Wrong. 2. Helen Prejean: Dead Man Walklng. 3. Mary Plpher: Revlving Ophella. 4. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 5. Ollver Sacks: An Anthropologlst on Mars. 6. Robert Fulghum: From Beglnnlng to End. 7. Nicholas Negroponte: Belng Dlgital. 8. Thomas Moore: Care of the Soul. 9. Richard Preston: IThe Hot Zone. 10. M. Scott Peck: The Road Less Traveled. 11. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Llght. I1* 12. Butler, Gregory & Ray: America’s Dumbest Criminals. 13. Thomas Cahlll: How the Irlsh Saved Clvlllzatlon. 14. Clarlssa Pinkola Estés: | Women Who Run wlth the Wolves. I 15. Dorls Kearns Goodwin: No Ordlnary Tlme. 1 (Byggt á New York Times Book Review) DV Stonehenge er eldra Stonehenge, furðuverkið í sunnanverðu Englandi, kann að vera miklu eldra en talið hefur verið, að sögn umsjónarmanna. Hingaö til hefur það verið hald manna að björgin hafi verið reist upp á endann á árunum 2100 til 1100 fyrir Krists burö. Nákvæm- ari kolefnismælingar benda hins vegar til að steinarnir séu frá ár- unum 2550 til 1600 fyrir Krist. „Við getum nú í fyrsta sinn dagsett Stonehenge með nokk- urri vissu og við gerum okkur grein fyrir aö gögn hafa verið ranglega greind til þessa,“ segir fornleifafræðingurinn Geoffrey Wainwright. Grænmetis- silungurinn Erfðaverkfræðingar í Finn- landi hafa verið að gera merkar tilraunir með sOunga. Þeir hafa I verið að reyna að búa til græn- metisætur af silungakyni. Vísindamennimir ætla að ódýrara sé að fóðra eldissilung á grænmeti, auk þess sem minni óþverri fari út í vatnið. „Þetta verða þó ekki einvörð- ungu grænmetisætur. Við verð- um að reyna að hafa regnbogasil- unginn eins náttúrulegan og nokkur kostur er,“ sagði Hannu Molsa, prófessor við Kuopio há- skólann. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Staðfest að maðurinn er frá Afríku norðanverðri Vísindamenn hafa lengi haldið því fram að nú- tímamaðurinn, homo sapiens, komi frá Afríku. Staðfesting hefur nú feng- ist á því með nýjum rann- sóknum á afbrigðum af DNA-erfðaefninu. Það voru vísindamenn frá hinum virtu banda- rísku háskólum, Yale og Stanford, og öðrum há- skólum vestra sem skýrðu frá þessu í nýlegu hefti tímaritsins Science. En þar kom einnig sitt lít- ið af hverju á óvart. Það kom sem sé upp úr kafinu að mestu erfðafræðilegu frávikin í nútímamann- eskjum er einmitt að finna í Afríku. Mannfólk frá Evrópu, Austurlönd- um íjær og Ameríku er mun skyldara hvert öðru en tveir aðskildir hópar Afríkubúa. Hér er aðeins um að ræða endurtekningu á því sem marga mannfræð- inga hefur grunað í tíu ár eða svo, nefnilega því að mannfólkið er svo til alveg eins hvar sem það er niður komið í heiminum og að allt sem gerir kyn- þættina frábrugðna hverja öðrum, svo sem húðlitur og gerð hárs, eru nokkuð nýleg fyrirbæri, erfðafræði- leg svörun við mismunandi um- hverfi. Sarah Tishkoff, sem stundar framhaldsnám við Yale, og fleiri vísindamenn rannsökuðu 1600 sýni af mannlegu DNA-erfðaefni úr 42 mismunandi hópum fólks i Afríku, Asíu, Mið-Austurlöndum, Evrópu, Kyrrahafsríkjum og Ameríku. Vísindamennirnir skoðuðu DNA úr frumukjarnanum en í fyrri rann- sóknum hafði verið borið saman DNA-erfðaefni úr þeim hluta frumunnar sem kallaður er hvatheri. DNA þetta erfist að- eins frá móðurinni og fyrir áratug kom það vísindamönnum nokk- uð á óvart að ein kona, sem umsvifalaust var skírð „Eva frá Afríku“, virðist hafa arfleitt allt mannkynið að hvat- bera-DNA erfðaefni sínu. Nýju-DNA rannsókn- irnar staðfesta þetta og af þeim erum þær ályktanir dregnar að mannkynið eigi rætur sínar að rekja til norð- urhluta Afríku fyrir um eitt hundrað þús- und árum. Christopher Stringer, yfirmaður þeirrar deildar við náttúru- sögusafnið í London sem fæst við uppruna mannkynsins, lýsti yflr ánægju sinni með niðurstöðurnar í við- tali við breska blaðið Guardian fyrir stuttu. „Niðurstaða rannsóknanna, og ég er sammála henni, er sú að fulltrú- ar allra hinna mismunandi hópa í Afríku yfirgáfu heimkynni sín, sennilega í norðanverðri álfunni, og fóru á flakk. Það varð til þess að við hin urðum öll til,“ segir Christoph- er Stringer. Heilinn og blóðsykur Heili fólks, sem kemur til með að fá alzheimer síðar á lífsleið- inni, sýnir einkennandi breyting- ar á því hvemig hann notar blóð- sykur löngu áður en viðkomandi manneskja sýnir merki þess að minni hennar sé farið að bila. Svo segir í niðurstöðum rann- sókna sem gerðar hafa verið við Arizona háskóla. Niðurstöður þessar kynnu að stuðla að nýrri tegund meðferðar við sjúkdómnum þar sem vís- indamenn gætu fylgst með því hvort meðferð gerir gagn eður ei. Frá þessu er sagt í læknablaði Nýja-Englands. Vísindamennirnir rannsökuðu 33 sjálfboðaliða á aldrinum 50 til 65 ára. Allir komu eölilega út á klukkustundarlöngu minnis- prófi. En þegar þátttakendur voru settir í svokallaðan PET skanna kom í Ijós að hjá ellefu þeirra var óeðlilega lítil virkni í þeim svæðum heilans sem vitað er að alzheimer hefur áhrif á. Aukefnin gott mál Nú hefur komið í Ijós að sum aukefni, sem sett eru í matvæli til að auka geymsluþol þeirra og bragðbæta þau, eru ekki skaðleg heilsunni, eins og lengi hefúr verið talið, heldur eiga þau sinn þátt í að koma í veg fyrir dauðs- fóll af völdum hjartasjúkdóma. Mörg þessara efna eru salisílöt og virka gegn blóðstorknun á sama hátt og aspirín gerir. Efnin draga þvi úr myndun blóðköggla sem geta komið af stað hjartáfóll- um eða heilablæðingum, segir vísindamaðurinn Lilian Ingster.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.