Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 53 íþróttir íþróttir Úrslit úrvalsdeildar: Æsispenna í lokin og Grindavík hefur betur DV, Suðurnesjum: Helgi Jónas Guöfinnsson tryggði Grindvíkingum dýrmætan sigur í úrslitarimmunni viö Keila- vik í gærkvöldi með körfu á síö- ustu sekúndum leiksins. Grinda- vík sigraði með eins stigs mun, 68-67, og hefur náö forystunni gegn Keflavík, 2-1. Jón Kr. Gíslason kom Keflvík- ingum yfir þegar um 20 sekúndur voru til leiksloka og Keflvíkingar voru of fljótir á sér að fagna sigri. Grindvíkingar notfærðu sér það og gleymdu að valda Helga Jónas sem var á auðum sjó er hann skor- aði sigurkörfuna. Keflvikingar fengu síöan tækifæri til að inn- byrða sigur í blálokin en Grind- víkingar vörðust vel. Fögnuður heimamanna var gríðarlegur í leikslok og stuðningsmenn liðsins stigu trylltan stríösdans þegar sig- urinn var í höfn. Leikurinn var mjög jafn og spennandi allan tímann. Liðin skiptust á að hafa forystu. Keflvík- ingar virtust vera með leikinn í hendi sér í lokin en heimamenn skoruðu grimmt af vítalínunni og það vegur þungt þegar upp er staðið. Grindvíkingar spiluðu fast að körfu Keflvíkinga og voru óhræddir við að brjótast í gegn og láta Keflvíkinga bijóta á sér. Kefl- víkingar hafa ekki verið nægilega beittir í sókninni. í öðrum leik lið- anna fékk liðið ekkert vítaskot og aðeins fjögur í leiknum í gær- kvöldi. Grindvíkingar eru nú yfir, 2-1, og næsti leikur í Keflavík verður líklega mikilvægasti leikur lið- anna í úrslitunum. Fróðlegt verð- ur að sjá hvaöa áhrif úrslitin í tveimur síðustu leikjum hafa á Keflvíkinga og hvort þeir ná að rífa sig upp eftir tvö erfið töp. Grindvíkingar færðust nær meistaratitlinum í gærkvöldi og með sigri í Keflavík í næsta leik standa þeir með pálmann í hönd- unum. -SK/-ÆMK Dagur Sigurðsson, fyrirliði Vals: Man ekki eftir því að hafa tapað á heimavelli fyrir KA DV, Akureyri: „Við misstum þá allt of langt frá okkur i fyrri hálfleik og öll orkan fór í að vinna upp muninn. Við misstum mann út af á afdrifaríku augnabliki þegar munurinn var var aðeins eitt mark. Ég lít bjartsýnum augum á næsta leik og ég man ekki eftir því að hafa tapað fyrir KA á heimavelli,“ sagði Dagur Sigurðsson, fyrirliði Vals. Hinn nýi og glæsilegi bikar, sem Reykjavíkurborg hefur gefið, var til staðar í KA- húsinu í gær en Ólafur B. Schram, formaður HSÍ, og Öm Magnússon, framkvæmda- stjóri HSÍ, komu með hann að sunnan. Eftir leikinri lágu stuðningsmenn KA ekki á skoðun sinni og sögðu við þá HSÍ-menn, viljið þið ekki skilja bikarinn eftir! -KG/GH Dagur Sigurðsson, fyrirliði Vais, er bjartsýnn fyrir leikinn á 5-7, 13-7, 19-13, 19-20, 26-30, 38-32 (40-36), 40-41, 49-49, 62-65, 66-65, 66-67, 66 67. Sdg Grindavíkur: Rodney Dobard 19, Marel Guðlaugsson 14, Hjörtur Harðarson 13, Helgi Jónas Guöflnnsson 10, Guðmundur Bragason 9, Unndór Sigurðsson 3. Sdg Keflavlkur: Dwight Stewart 19, Guðjón Skúlason 12, Davíö Grissom 10, Sig- urður Ingimundarson 9, Albert Óskarsson 7, Jón Kr. Gíslason 6, Falur Haröarson 4. 3ja stíga körfur: Grindavík 6/23, Keflavík 6/21. Fráköst: Grindavik 40, Keflavík 40. Flest fráköst Grindavíkur: Guðmundur 10, Dobard 9. Flest fráköst Keflavikur: Stewart 12, Guðjón 8. Flestar stoðsendingar Grindavíkur: Hjörtur 4, Dobard 3. Flestar stoðsendingar Keflavíkur: Falur 5, Albert 4. Varin skot: Marel 2, Dobard 2 - Grissom 1. Vítanýtíng: Grindvík 12/15, Keflavík 3/4. Dómarar: Leifur S. Garðarsson og Jón Bender, góðir og dæmdu erfiöan leik vel. Áhorfendur: Um 1100. Maöur leiksins: Rodney Dobard, Grindavík. Rodney Dobard átti stórleik fyrir Grindavfk í gærkvöldi og átti ekki lítinn þátt í mjög mikilvægum sigri Grindvíkinga. Spilað í Höllinni? DV, Akuieyri: Hugsanlegt er að fjórði úrslitaleikur Vals og KA fari fram í Laugardalshöllinni annað kvöld en ekki að Hlíðarenda. Samkvæmt heim- ildum DV þá hefur ÍBR óskað eftir því við Valsmenn að leik- urinn verði í Höllinni og mun það vera til- búið að fella niður húsaleiguna. Ekki er víst að Valsmenn verði við þessari bón ÍBR enda þykir heimavöllur þeirra að Hlíðarenda geysi- sterkur og hefur liðið einungis tapað einum leik þar í úrslita- keppni íslandsmóts- ins frá upphafi. -GH Grindavik ICefEavik Grindavík - Kcflavík ( 40-36 ) 68-67 KA-liðið fékk gífurlegan stuðning frá stuðningsmönnum sínum í troðfullu KA-menn fögnuðu vel og innilega eftir sigurinn á Val á Akureyri í gærkvöldi enda eygja þeir nú enn möguleika á að hreppa íslandsmeistaratitilinn. í búningsklefa KA var mikið fjör og tóku leikmenn liðsins KA-húsinu í gær og enn á ný sannaðist að heimavöllur KA er sá besti á sigurhrópið. Fjórði úrslitaleikur liðanna fer fram í Reykjavík annað kvöld og þá ræðst það hvort Valur vinnur titilinn fjórða árið í röð eða hvort KA nælir sér í oddaleikinn á Akureyri. DV-myndir Svanur landinu. KA-menn eiga enn von „Hélt að boltinn myndi ekki fara í körfuna" DV, Suðurnesjum: „Ég hélt að boltinn myndi ekki fara ofan í körfúna. Mér fannst skotið vera of stutt en síðan lak hann ofan í og þetta var ljúft. Það var ekkert búið aö ganga upp hjá mér í leiknum," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, en hann tryggði Grind- víkingum sigur á síð- ustu sekúndu leiks- ins. „Þetta var mjög mikilvægur sigur. Ég held að þeir sem borguðu sig inn á þennan leik hafi feng- ið mikið fyrir eyrinn. Það var alveg gríðar- leg spenna í þessum leik. Viö reynum að koma sterkir til leiks í Keflavik og við verðum í góðum mál- um ef við vinnum þar í næsta leik,“ sagði Helgi Jónas. „Sárara getur þetta ekki verið“ „Sárara getur þetta ekki verið. Við vor- um of uppteknir við að fagna körfunni hans Jóns. Menn gleymdu Helga og því miður var enginn í honum og hann fór alla leið,“ sagði Einar Einarsson, liðsstjóri Kefivíkinga, eftir leikinn. „Við eigum svolít- ið inni ennþá. Margir leikmenn í liði okkar eru ekki að spila af eðlilegri getu og von- andi rífa þeir sig upp. Það er mjög slæmt að tapa eftir rassskell- inguna síðast en von- andi þjappar þetta mönnum saman og við mætum tilbúnir í næsta leik. Ég get lof- að ágætum Keflvík- ingum að viö munum bíta frá okkur í þeim leik,“ sagði Einar Einarsson. -SK/-ÆMK eftir góðan sigur gegn Valsmönnum á Akureyri í gærkvöldi, 28-26, í þriðja leik liðanna DV, Akureyri: KA-menn eiga enn von um að hampa íslandsmeistaratitl- inum í fyrsta sinn eftir sigur á Val, 28-26, í þriðja úrslitaleik liðanna á Akureyri í gær- kvöldi. Þar með er staðan 2-1 Val í hag í einvígi liðanna um titilinn og fjórði úrslitaleikur- inn fer fram í Reykjavík annað kvöld. Það er óhætt að segja að sveiflumar í leiknum hafi ver- ið miklar. KA-menn voru betri á öllum sviðum í fyrri hálfleik og náðu yfirburðastöðu en í síðari hálfleik snerist dæmið við. Valsmenn náðu að snúa leiknum sér í vil og minnka muninn í eitt mark eftir 15 minútna leik en heimamenn reyndust svo sterkari á loka- sprettinum. KA spilaði frábæran fyrri hálfleik og byrjun þeirra í leiknum verkaði eins og rot- högg framan í Valsmenn. Val- ur komst lítt áleiðis gegn sterkri vöm KA og fyrir aftan hana var Guðmundur Arnar í finu formi. Sóknarleikur KA- manna gekk eins og vel smurð vél og hvað eftir annað náðu þeir að opna Valsvömina upp á, gátt. Þegar munurinn var orðin 9 mörk áttu flestir von á stórsigri heimamanna. En Valsmenn sýndu frábæran karakter. Með gjörtapaða stöðu bmgðu þeir á það ráð að taka Duranona og Patrek úr umferð og segja má að þetta herbragð hafi heppnast. KA- menn fóm að leika óyfirvegað í sókninni og Valsmenn gengu á lagið. Þeir nýttu fyrstu 10 sóknir sínar 1 síðari hálfleik og náðu þvi sem fæstir áttu von á, það er að hleypa spennu í leik- inn. Þegar munurinn var kom- inn niður í ei.tt mark gáfu þeir óvænt Patreki og Duranona lausan tauminn og það var eins og við manninn mælt, KA- liðið fékk aukið sjálfstraust og seig fram úr á ný. Duranona var bestur í liði KA en hjá Val komst Ólafur Stefánsson best frá leiknum. -GH „Þetta er það sætasta" „Þetta er það sætasta og það er ekki hægt að vinna sætari sigra en á síðustu sekúndunni. Við vissum fyrir leikinn aö þetta yrði barátta fram á síðustu sekúndu," sagði Marel Guðlaugsson, leikmaður Grindavíkur, í samtali við DV eftir leikinn gegn Keflavík. „Þetta var ekta úrslitaleikur og núna er gaman að vera til. Það sem gildir hjá okkur núna er að koma vel stemmdir til leiks í Keflavík í næsta leik,“ sagði Marel. -SK/-ÆMK Erlingur Kristjánsson: Pressan er á Val DV, Akureyri: „Við vorum líflegir í fyrri hálfleik og vorum að spila mjög góða vöm sem gaf okkur hraðaupphlaup. í síðari hálfleik hleyptum við þeim of nálægt og það var farið að fara um mann en þeir eyddu of mikilli orku að brúa bilið,“ sagði Erlingúr Kristjánsson, fyr- irliði KA, við DV eftir leikinn. „Framhaldið leggst vel í mig. Pressan er á Vals- mönnum að klára þetta á heimavelli. Nú vitum við hins vegar hvað við getum þegar okkur tekst vel upp,“ sagði Erlingur enn fremur. Þarf ekki að spila fimmta leikinn „Leikurinn á fimmtu- daginn er algjör úrslita- leikur því ef til fimmta leiksins kemur á Akureyri á laugardaginn þarf ekki að spila hann,“ sagði Patrekur Jóhannesson eft- ir leikinn. -KG Jón Kristjánsson: Lentum í algjörri þvælu í fyrri hálfleik DV, Akuieyri: „Við lentum í algjörri þvælu í fyrri hálfleik og spiluðum ekki okkar bolta. Allt fór úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis. Við fóram vel yfir stöðuna í hálfleik og okkur tókst að minnka muriinn í eitt mark með góðum leik en því miður ekki meira,“ sagði Jón Kristjánsson, þjálfari Vals, við DV eftir leikinn í gær. - Af hverju hættuð þið að taka Patrek og Dura- nona úr umferð? „Þetta er hlutur sem gengur aldrei lengi í einu og ég hef ekki trú á það þýði að spila svona vöm á KA heilan leik. Ég verð að vera bjart- sýnn fyrir næsta leik. Við klúðruðum þessum leik í fyrri hálfleik og það gerist ekki aftur,“ sagði Jón. -KG Guðmundur Hrafnkelsson fékk að finna fyrir skothörku Duranona þegar hann fékk skot Kúbumannsins í andlitið í síðari háifleik. NBA í nótt: Chicago lék vel í Miami Dennis Rodman lék aö nýju meö Chicago í nótt. Michael Jordan og Scottie Pippen skoruðu hvor 32 stig í leiknum. Alanzo Mouming skoraði 24 stig fyrir Miami. Anthony Mason gerði 23 stig fyrir New York í jöfnum leik gegn Indiana. Charlotte stöðvaði LA Laker í hörku- leik. Glen Rice geröi 27 stig fyrir Charlotte og Cedric Ceballos 35 stig fyrir Lakers. Charles Barkley skoraði 28 stig fyrir Phoenix og það sama skoraði Ðavid Robinson fyrir San Antonio. Damon Stoudamire skoraði sigur- körfu Toronto gegn LA Clippers. Úrslit leikja í nótt: Miami-Chicago.............92-110 Charlotte-LA Lakers.......102-97 Atlanta-Boston............109-89 Toronto-LA Clippers......104-103 Indiana-NY Knicks..........86-90 Milwaukee-Detroit ........105-98 Dallas-Sacramento ........97-104 Denver-Minnesota ..........86-78 Utah Jazz-Seattle ........91-100 Phoenix-SA Spurs.........111-104 Golden State-Houston .... 106-112 Portland-Vancouver .......101—85 -JKS Sigurjón lék vel í Hórída Sigmjón Amarsson, kylfingur í GR, varð í 14. sæti af 70 kepp- endum á golfmóti atvinnu- manna í Flórída. Sigurjón lék á 72 höggum en mótið vannst á 68 höggum. -SK UEFA-keppnin: Barcelona og Bordeaux með góða stöðu Barcelona og Bordeaux standa vel að vígi eftir fyrri leikina í undanúrslitum Evrópukeppni fé- lagsliða í gærkvöldi. Barcelona gerði jafntefli viö Bayem Múnchen í Þýskalandi, 2-2, eftir að Barcelona hafði komist yfir, 0-1. Bayem komst síðan yfir, 2-1, en Barcelona jafnaði. í Prag vann franska liðið Bordeaux góðan útisigur og er því komið meira en hálfa leið í úrslitaleikinn eins og Barcelona. KA - Valur (17-10) 28-26 5-1, 16-7, 16-10 (17-10), 18-10, 19-14, 20-16, 20-17, 21-19, 21-20, 22-21, 24-22, 26-22, 26-24, 28-26. Mörk KA: Julian Duranona 11/3, Patrekur Jóhannesson 6, Björgvin Björgvinsson 4, Jóhann G. Jóhannsson 3, Leó Öm Þor- leifsson 2, Atli Þór Samúelsson 1, Heiðmar Felixsson 1. Varin skot: Guðmundur A. Jónsson 15. Mörk Vals: Ólafur Stefánsson 7/5, Valgarð Thoroddsen 5, Dag- ur Sigurðsson 4, Skúli Gunn- steinsson 4, Sveinn Sigfinnsson 2, Jón Kristjánsson 2, Sigfús Sig- urðsson 1, Ingi Rafn Jónsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 11, Örvar Rúdólfs- son 1. Brottvísanir: KA 8 mín., Val- ur 4 mín. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson. Frammistaða þeirra var í heild mjög góð. Áhorfendur: Um 1500. Maður leiksins: Julian Duranona, KA. t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.