Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Síða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Síða 49
MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 73 Afmæli Hjálmar W. Hannesson Hjalmar W. Hannesson sendi- herra íslands í Kíná, verður fimmtugur á föstudaginn langa. Starfsferill Hjálmar fæddist í Reykjavík og ólst upp jöfnum höndum í for- eldrahúsum og hjá ömmu sinni í móðurætt og seinni manni henn- ar, Sveini Helgasyni yfirprentara. Hjálmar lauk kennaraprófi 1966, BA-prófi í sögu og stjóm- málafræði frá ríkisháskólanum í Norður-Karólínu 1968 og MA-prófi þaðan 1969. Hjálmar kenndi við Chapel Hill High School, við KÍ 1969-71, við MR 1969-76, var aðjúnkt í þjóðfé- lagsfræði við HÍ 1971-73, fulltrúi í utanríkisráðuneytinu 1976, sendi- ráðsritari í Brussel 1977 og í Stokkhólmi 1980, sendiráðunautur frá 1981, skipaður sendifulltrúi 1985 og sendiherra í afvopnunar- málum og málefnum RÖSE frá 1988, sendiherra í Sambandslýð- veldinu Þýskalandi frá 1989 og í Þýska alþýðulýðveldinu 1990, jafn- framt sendiherra í Austurríki, Grikklandi, Sviss, Ungverjalandi og Liechtenstein og auk þess fastafulltrúi RÖSE í Vín, og er fyrsti sendiherra íslands í Kína með búsettu í Peking frá ársbyrj- un 1995. Hjálmar skrifaði kennslubókina íslenska ríkið, útg. 1977 og 1982, og þýddi, ásamt öðrum, kennslu- bókina Felagsfræði, eftu- W. Aubert. Hann sat á allsherjarþingi Sþ 1976 og á aukaþingi þess um afvopnunarmál 1988, var fyrsti formaður Framfarafélags Breið- holts III 1973-74 og var í fimmta sæti á framboðslista Framsóknar- flokksins 1974. Hjálmar hefur verið sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku Fálkaorðu 1981, stórkrossi þýsku þjónustuorðunnar, stórkrossi austurrísku gullnu heiðurorðunn- ar, stórriddarakrossi sænsku Norðstjörnunnar, stórriddara- krossi finnsku Ljónsorðunnar, riddarakrossi finnsku Hvítu rós- arinnar og riddarakrossi belgísku Krúnuorðunnar. Fjölskylda Hjálmar kvæntist 7.4. 1966 Önnu Birgis, f. 11.1. 1946, sendi- herrafrú. Hún er dóttir Birgis Einarssonar, cand.phil. og bókara sem lést 1971, og Huldu Jónsdótt- ur húsmóður. Börn Hjálmars og Önnu eru Hannes Birgir, f. 1.6. 1963, BA og MA í alþjóðastjórnmálum, í fram- haldsnámi í Brussel, kvæntur Höllu Arnardóttur hjúkrunarfræð- ingi og eru börn þeirra Halla Kristín og Hjálmar Örn; Sveinn Kristinn, f. 22.6. 1971, BA í við- skiptafræði; Anna Karin, f. 1.3. 1976 nemi í fjölmiðlafræði við James Madison háskólann í Virg- iníu. Systkini Hjálmars: María Inga, f. 30.5. 1950, kennari; Jón Halldór, f. 22.5. 1952, heimspekingur, bóndi og kennari; Kristín Hanna, f. 5.9. 1956, hjúkrunarfræðingur; Jakob Bragi, f. 5.9. 1956, kennari; Karin Elísabet, f. 1.1. 1960, fóstra; Guð- mundur Hannes, f. 25.3. 1965, nemi við HÍ. Foreldrar Hjálmars: Hannes Jónsson, f. 20.10. 1922, fyrrv. sendiherra, og Karin W. Hjálm- arsdóttir, f. 16.8.1926, húsmóðir. Ætt Hannes er sonur Jóns, b. á Bakka í Ölfusi Guðmundssonar, b. í Gerðakoti, bróður Ingibjargar, ömmu Gunnars Jónssonar, dr. í lögfræði. Guðmundar var sonur Jóns Jónssonar, b. í Móakoti, bróður Ingibjargar, ömmu Karls Guðjónssonar alþm. og fræðslu- stjóra. Móðir Guðmundar var Val- gerður, systir Margrétar, ömmu Sigurðar Þórðarsonar tónskálds. Móðir Jóns á Bakka var Herdís, systir Guðlaugar, ömmu Jónasar Svafár atómskálds. Herdís var dóttir Hannesar, b. á Hjalla Guð- mundssonar. Móðir Hannesar sendiherra var María Hannesdóttir, skipstjóra í Stykkishólmi, bróður Guðrúnar, langömmu Þorsteins Geirssonar ráðuneytisstjóra. Hannes var son- ur Andrésar, sjómanns í Saurlátri Andréssonar, b. í Knarrarhöfn, bróður Steinunnar, langömmu Gunnars, föður Árna, fyrrv. alþm.. Andrés var sonur Hannes- ar, b. i Knarrarhöfn, bróður Brynjólfs, langafa Sigurbjargar, langömmu Svavars Gestssonar alþm., og ömmu Friðjóns Þórðar- sonar ráðherra, föður Þórðar, for- stjóra Þjóðhagsstofnunar. Hannes var sonur Andrésar, b. á Á á Skarðsströnd Hannessonar. Móðir Andrésar var Ingibjörg Jónsdótt- ir, systir Þórdísar, langömmu Jóns forseta. Móðir Hannesar skipstjóra var Guðný, systir Ingi- bjargar, langömmu Ingibjargar, langömmu Guðlaugs Tryggva Karlssonar hagfræðings. Móðir Maríu var Jóhanna Þórunn Jónasardóttir, b. á Helgafelli Sig- urðssonar, og Ástríðar Þorsteins- dóttir. Karin er systir Árna Waag, föð- ur Hjálmars alþm.. Karin var dóttir Hjálmars Waag, skólastjóra í Klakksvík í Færeyjum sem lést ungur, bróður Einars Waag, stofn- anda og forstjóra Föröjabjór. Móðir Karinar var Kristín Árnadóttir, prófasts á Stóra- Hrauni Þórarinssonar, á Eyrar- bakka Árnasonar, b. á Klasbarða Jónssonar. Móðir Þórarins var Jórunn, systir Tómasar Fjölnis- manns, afa Jóns Helgasonar bisk- ups og Tómasar læknis, afa Rag- hildar Helgadóttur, fyrrv. ráð- herra. Jórunn var dóttir Sæmund- Hjálmar W. Hannesson. ar, b. í Eyvindarholti Ögmunds- sonar, prests á Krossi, bróður Böðvars, langafa Þuríðar, langömmu Vigdísar forseta. Ög- mundur var sonur Presta-Högna Sigurðssonar. Móöir Sæmundar var Salvör Sigurðardóttir, systir Jóns, afa Jóns forseta. Móðir Árna prófasts var Ingunn, systir Helga, afa Ásmundar Guðmunds- sonar biskups. Ingunn var dóttir Magnúsar, alþm. í Syðra-Lang- holti Andréssonar og Katrínar Ei- ríksdóttur, ættföður Reykjaættar- innar Vigfússonar. Móðir Kristín- ar var Anna Elísabet Sigurðar- dóttir, hreppstjóra í Syðra-Skógar- nesi Kristjánssonar og Guðríðar Magnúsdóttur. Anna, kona Hjálmars varð fimmtug 11.1. s.l.. í tilefni afmæl- anna og þrjátíu ára brúðkaupsaf- mælis taka sendiherrahjónin á móti gestum í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, laugardaginn 6.4. kl. 17.00 og 19.00. Brynjólfur Sævar Hilmisson Brynjólfur Sævar Hilmisson vinnuvélastjóri, Kambahrauni 6, Hveragerði, er fertugur í dag. Starfsferill Brynjólfúr fæddist í Hveragerði og ólst þar upp. Hann hefur búið þar lengst af, að undanskildum 10 árum er hann bjó í Stóra- Dal undir Vestur-Eyjafjöllum. Brynj- ólfur lauk grunnskólaprófi frá Grunnskóla Hveragerðis og hefur lengst af starfað á vinnuvélum. Hann rekur nú eigin vélaleigu. Fjölskylda Brynjólfur er kvæntur Önnu Viktoríu Högnadóttur, f. 31.7. 1943, starfsmanni í jjvottahúsi Dvalarheimilisins Ass/Ásbyrgis í Hveragerði. Hún er dóttir Högna Kristóferssonar, fyrrum b. í Mið- dal í V- Eyjafjallahreppi, og Anny Hermansen. Þau eru bæði látin. Börn Brynjólfs og Anny eru: Hulda Vigdís, f. 28.12. 1972, í sam- búð með Eyþóri Gíslasyni og eiga þau dótturina írisi. f. 14.9. 1995; og Ámi Ágúst, f. 21.10. 1975, sem á soninn Daníel Ágúst, f. 4.5. 1995. Systkini Brynjólfs eru: Erlend- ur, f. 9.5.1952, rafvirkjameistari í Hveragerði; Hólmfríður, f. 31.3. 1953, skrifstofumaður í Reykjavík; Björg, f. 8.5. 1954, organisti og skrifstofumaður í Hveragerði; Júl- íana Sigurbjörg, f. 2.7. 1958, leik- skólakennari í Hveragerði; og Harpa, f. 13.4. 1972, skrifstofumað- ur í Reykjavík. Faðir Brynjólfs er Hilmir Hin- riksson, f. 31.3. 1932, starfsmaður Garðyrkjuskóla ríkisins. Móðir hans var Hulda Sveinsdóttir, f. 30.1. 1932 d. 19.8. 1992, sjúkraliði. Þau bjuggu lengst af í Hveragerði þar sem Hilmir býr í dag. Brynjólfur Sævar Hilmisson. Tll hamingju með afmælið 7. apríl 85 ára Hörður Runólfsson, Hraunbæ 103, Reykjavík. Guðrún Guðbjamadóttir, Hlíf II, Torfunesi, ísafirði. 75 ára Ebba Bergsveinsdóttir, Fellsmúla 18, Reykjavík. Margrét Ólafsdóttir, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík. Halldóra Sigurjónsdóttir, Ásvallagötu 1, Reykjavík. 70 ára Sigrún Pálsdóttir, Svínafelli I, Austurbæ, Hofs- hreppi. 60 ára Sigurður Guðmundur Lárus- son, Borgarholtsbraut 20, Kópavogi. Reynir Jónsson, Gmndargötu 7, Akureyri. Helga Helgadóttir, Álfaskeiði 102, Hafnarfirði. 50 ára Margrét Lovísa Jónsdóttir, Þrúðvangi 10, Hafnarfirði. Jón Klemensson, Hrannarbyggð 8, Ólafsfiröi. Hlíf Hjálmarsdóttir, Hagaseli 7, Reykjavík. Stefán Þór Þórsson, Laugateigi 31, Reykjavík. Rannveig Þorvaldsdóttir, Furugrund 71, Kópavogi. Gylfi Haraldsson, Launrétt 2, Biskupstungnahreppi. 40 ára Skúli Björnsson, Fjósakambi 14, Vallahreppi. Ólafur Jóhannes Gunnarsson, Snorrabraut 56, Reykjavík. Jón Eiríkur Rafnsson, Eyjabakka 18, Reykjavík. Kristján Bjarnar Ólafsson, Bárugranda 1, Reykjavík. Sigmundur Ámundason, Fellstúni 4, Sauðárkróki. Anna Gyða Gunnlaugsdóttir, Sjafnargötu 12, Reykjavík. Ingibjörg Hafsteinsdóttir, Vesturgötu 77, Akranesi. Maria Kowalczyk, Víkurtúni 13, Hólmavík. Þóra Kristinsdóttir, Silfurbraut 40, Höfn í Homafirði. Hansina Hilmarsdóttir, Móatúni 2, Tálknafirði. Oddur Guöjón Pétursson, Vatnsstíg 9a, Reykjavík. Ragnheiður H. Gústafsdóttir, Fífúrima 44, Reykjavík. Rolf Erik Hansson, Grundarlandi 23, Reykjavík. Ragnheiður Þórarinsdóttir, Túngötu 14, Eyrarbakka. Huld Ingimarsdóttir, Fúrubyggð 11, Mosfellsbæ. Ingibjörg Magnúsdóttir, Bergþórugötu 9, Reykjavík. Barbara Jadwiga Greszko, Heimabæ 4, Hnífsdal. Margrét Guðlaugsdóttir Margrét Guðlaugsdóttir dag- móðir, Mávahlíð 6, Reykjavík, verður fimmtug á laugardaginn. Starfsferill Margrét fæddist í Mjóadal, Lax- árdal, A-Húnavatnssýslu. Hún ólst upp i Mjóadal og á Æsustöðum í Langadal en fluttist með móöur sinni og systkinum til Reykjavík- ur árið 1959. Margrét er gagnfræðingur frá Lindargötuskólanum í Reykjavík. Hún starfaði lengi við verslunar- og skrifstofustörf hjá Silla og Valda og í versluninni Víöi í Austurstræti. Árið 1979 gerðist hún dagmóðir og hefur starfað við það síðan. Fjölskylda Margrét er gift Guðmundi Ágústi Aðalsteinssyni, f. 30.9. 1945, leigubifreiðastjóra. Hann er sonur Aðalsteins Grímssonar og Annýj- ar Bichoff sem nú er látin. Börn Margrétar eru: Soffía Anna, f. 13.11. 1965, hjúkrunar- fræðingur, búsett í Reykjavík. Dóttir hennar er Margrét Sif Guðnadóttir, f. 5.5. 1992; Steinar Birgir, f. 22.8.1970, íþróttakennari í námi í næringarfræðum í Bandaríkjunum. Sambýliskona hans er Carola Marie Frank, f. 17.10. 1969, íþróttafræðingur; Ólöf Birna, f. 31.5. 1980, nemi i Hlíða- skóla. Systkini Margrétar eru: Guö- mundur Marinó, f. 18.8.1939, verk- fræðingur, búsettur á Akureyri; Gunnar, f. 27.1.1941, vörubifreiða- stjóri, búsettm- í Reykjavík; Pétur Hafsteinn, f. 21.12.1941, viðgerðar- maður, búsettur í Reykjavík; Ásólfur Geir, f. 3.2. 1943, húsvörð- ur, búsettur á Árskógssandi; Sig- rún, f. 17.7. 1948, húsmóðir, búsett Margrét Guðlaugsdóttir. i Reykjavík. Foreldrar Margrétar voru Guð- laugur Pétursson, f. 15.12.1913 d. 11.5. 1987, verslunarmaður í Hafn- arfirði, og Sofiía Ólafsdóttir, f. 29.8. 1917, d. 30.8. 1985, húsmóðir og verkakona, en þau skildu. Margrét verður stödd hjá syni sínum í Bandaríkjunum á afmæl- isdaginn. 111 hamingju með afmælið 3. apríl 90 ára Eiríkur Baldvinsson, Snorrabraut 58, Reykjavík. 85 ára Stefanía Brynjólfsdóttir, Hrísalundi 16c, Akureyri. 80 ára_______________________ Geir Ófeigsson, Næfurholti, Rangárvallahreppi. Bjarni Guðmundsson, Akursbraut 22, Akranesi. 75 ára Halldór V. Jóhannsson, Akraseli 15, Reykjavík. Alf Magnús överby, Hlíðarvegi 51, ísafirði. 70 ára Jón G. Guðlaugsson, Hafnarstræti 23, Akureyri. Dagný Þorsteinsdóttir, Höfðavegi 17, Vestmannaeyjum. 60 ára Guðmundur Rúnar Einarsson, Reykjaflöt, Hrunamannahreppi. Erla Sigurjónsdóttir, Engihjalla 1, Kópavogi. Jenný Marta Kjartansdóttir, Blönduhlíð 3, Reykjavík. 50 ára Hka María Petrova Benkova, Bergþórugötu 15a, Reykjavík. Sigríður Skarphéðinsdóttir, Harrastööum, Haukadalshreppi. Sigurður Harðarson, Ægisíðu 68, Reykjavík. Arndís Gunnarsdóttir, Selbraut 74, Seltjarnamesi. 40 ára Hanna Rúna Vigfusdóttir, Snælandi 3, Reykjavík. Ólöf Ásta Jónsdóttir, Dalatúni 5, Sauðárkróki. Andrés Reynir Ingólfsson, Sviöholtsvör 4, Bessastaöahreppi. Karólina G. Bjarnadóttir, Suðurhólum 28, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.