Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Blaðsíða 17
JL>V LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 17 sviðsljós Anna Mjöll Ólafsdóttir syngur í Eurovision í kvöld: Góður andi í keppninni KENWOOD kraftur, gœði, ending Silkiútsala Hættum með metravöru í versluninni jlllt að 70% afsláttur Framvegis bióSum viS sérpöntun á silki- metravöru. Þú getur valiS úr 1000 prufum. Vitastíg 10 • S. 562 8484 „Þetta hefur gengiö ljómandi vel. Það var tekið ofsalega vel á móti okkur og við höfum verið með okk- ar eigin fararstjóra allan tímann. Þetta er búin að vera mjög stíf dag- skrá frá morgni til kvölds og alls kyns æfingar og ferðir, myndatökur og viðtöl, blaðamannafundir og ým- islegt," sagði Anna Mjöll Ólafsdóttir söngkona þar sem hún var stödd í tónleikahöllinni í Ósló í gær- dag. Anna Mjöll flytur fyrir íslands hönd lag ið Sjúbídú eftir sjálfa sig og föðrn- sinn, Ólaf Gauk; ásamt flórum bandarískum bakraddar- söngvurum. Hljómsveitar- stjóri verður Ólafur Gaukur. þetta'greppitrýni hérna. Hún reynir að varalita mig um leið og ég tala og það lendir út á kinn og alls staðar," sagði Anna Mjöll og hló. Rennslið í gær var ekki það fyrsta sem íslendingamir hafa tekið þátt. Fyrsta æfíngin átti sér stað á þriðjudag og hafa æfmgamar verið nokkuð reglulegar slðan. Sú æfing var tekin upp á Anna Mjöll Ólafsdóttir syngur íslenska lagiö, Sjúbídú, í Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva í kvöld. Hún segir að lagið hafi fengið góðar viðtök- ur í Noregi. DV-mynd GS Anna Mjöll var ásamt föraneyti sínu að undirbúa og fara í rennsli fyrir Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva, sem fram fer í Ósló í kvöld þegar blaðamaður DV talaði við hana. Hún hélt blaðamannafund í víkingaskipinu Odins Ravn, eða Hrafn Óðins, á fimmtudag til að kynna lagið og segir að það hafi ver- ið mikill áhugi fyrir laginu í Noregi. Greinilegt sé að fyrirrennurum sín- um hafi tekist að halda góða blaða- mannafundi fyrir keppnina. Fullt út úr dyrum „Fyrirrennari okkar hafði greini- lega staðið sig vel í þessum partýmál- um því að það var fullt út úr dyrum og mikið gaman og mikið grín á fundinum,“ sagði Anna Mjöll þar sem hún sat í tónleikahöllinni í Ósló og beið eftir að röðin kæmi að sér. Meðan á samtalinu stóð var Rut Dan- elíusdóttir hárgreiðslukona að laga hárið á Önnu Mjöll og mála hana í framan og gekk á ýmsu við það. „Hún er að reyna aö flikka upp á myndband til þess að tónlistar- mennimir gætu séð hvað væri að í sviðsframkomu og flutningi. Æfing- in í gær var einkum hugsuð til þess að tæknimennirnir gætu stillt hljóð og önnur atriði fyrir keppnina. Síð- asta æfingin verður svo í dag. Allir eru jákvæðir „Við höfum fengið góðar viðtök- ur. Þeir sem hafa áhuga á laginu hafa náttúrulega látið í sér heyra. Ég veit bara það að blaðamenn hafa elt okkur á röndum," sagði Anna Mjöll í gær um áhugann á íslenska laginu. Hún sagðist búast við að það sama gilti um hin lögin í keppninni. „Annars er þetta rosalega gaman og ferðin skemmtileg. Það eru allir svo jákvæðir og virkilega gaman að kynnast fólki frá Hollandi, Þýska- landi, Kýpur og fleiri löndum,“ sagði hún. Anna Mjöll sagðist hafa heyrt fjölmiðla spá því að enska lagið yrði númer fjögur, írska númer þrjú og sænska númer tíu. Norskt dagblað hefði spáð því að íslenska lagið yrði í fyrsta sæti en það væri ekkert að marka þessa spádóma. Öllum þætti sinn fugl fagur og heimamenn ættu til að vera hlið- hollir sínum mönnum. -GHS SVAR ®§ 903 * 5670 •# Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verö fyrir alla landsmenn. DV ÞVI VERDIÐ ER SVO ROSALEGA 60TT Ericsson GF-337 er sérlega nettur GSM-sími með loki yfir hnappa- borðinu. Henn er með 20fíma rafhlöðu (110 mín. í stöðugri nolkunl, sem lekur 60 mín. að hlaðo, inn- byggðri klukku, skió sem sýnir loftnelsstyrk og rafhlöðunotkun, 5 númera endurvali, símtalsflutningi o.m.fl. Hleðslutœki fylgir. Þyngd aðeins 220 gr. Nokia-2110 er með símaskró með nöfnum, símlalsflutningi, stillan- legri hringingu, 5 númera endur- valsminni, 20 tíma rafhlöðu (100 mín. i stöðugri notkunl, sem tekur oðeins klukkustund oð hloða, (hleðslutœki fylgirl, útdraganlegu loflneti o.ml Þyngd aðeins 197 gr. Ericsson GH-388 er sérlega netlur GSM-sími með 40 tíma rafhlöðu 1110 min. í stöðugri notkunl, sem tekur 60 mín. að nlaða, innbyggðri klukku, skjó sem sýnir loftnetsstyrk og rafhlöðunolkun, 10 númera endurvali, simlalsflutningi, innbyagðri reiknivél o.m.fl. HleðsTutœki fylgir. Þyngd aðeins 187 gr. Síemens S4 er rrtill og handhœgur, enþóverulega öflugur. Hann er hlaðinn innbyggðum - stillan- legum atriðum, s.s. símaskrð með nöfnum, simtalsflutningi, stillan- leari hringingu, 5 númera endur- valsminni, 50 líma rafhlöðu (240 mín. í stöðugri nolkunl, sem tekur 5-7 tíma að nlaða, öflugu loftneti semdraga móúttil að nóenn belra sambandi og fjölmörgu i fleira; en einslaklega auðveldur 1 notkun. Þyngd aðeins 235 gr. TIL 2-4 MÁNAOA Sími: 5 886 886 Fax: 5 886 888 RAÐGREIDSLUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.