Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 25 ISLENDINGUR MYRTUR I NEW ORLEANS fiskvcrliS ókveSiSmel at- kvæii oJJaemnsms eias Var bjargað úr daubadái ' lannaoannáæinnni ,H£F OFT HUCSAD UM KVIK- MYND UM LÍIF HÍPPNA" Gluggað í ævisögu Charltons Hestons: Tapaði skák fyrir þernu á Keflavíkurflugvelli - lýsti yfir áhuga á að leika Gunnar á Hlíðarenda í viðtali við Vísi að Heston var farþegi í Boeing 707 þotu Pan American flugfélagsins sem bilaði yfir Grænlandi en ekki Skotlandi eins og Heston minnir. Hann var vel hvíldur, segir Jón Birgir í viðtalinu, eftir svefn í her- bergi 501 á Sögu. Jón Birgir spurði Heston, sem greinilega veit sitt hvað um land og þjóð, hvers vegna íslendingasögurn- ar væru ekki teknar til kvikmynd- unar. Heston sagði hugmyndina góða og i raun hefði hann oft verið með Leif heppna i huga. „Mynd um hann gæti orðið stórbrotið verk en mjög erfitt að vinna það og dýrt,“ sagði Heston. Aldrei varð þó af þvi að Heston léki Leif heppna eða Gunnar á Hlíð- arenda og ekki rötuðu garpar ís- lendingasagnanna á Hvíta tjaldið fyrr en Ágúst Guðmundsson og Hrafn Gunnlaugsson gerðu þeim skil í kvikmyndum sínum einum til tveimur áratugum seinna. „Þetta var örstutt kynning og kallinn snaggaralegur. Hann var kátur, bráðhress og alþýðlegur," segir Jón Birgir. Seinna kom Charlton Heston aft- ur til landsins en þá myndaði Sveinn Þormóðsson, ljósmyndari DV, hann, einnig á Hótel Sögu. -pp Ford Explorer XLT ‘91 ek. 68 þús. km, 4 lítra vél, ssk., álfelgur, rafdrifnar rúður, speglar og læsingar o.fl. Verð 2.250.000, ath. skipti. E BRIMB0RG FAXAFENI 8 • SlMI 515 7000 Opið laugardag kl. 12-16 Samlokugrill. Verð áður kr. 2.990,- Verð nú aðeins kr. 2.390,- 6 arma gólfkertastjaki, 108 cm. Verð áður kr. 2.850,- Verð nú kr. 998,- f* Lasagne fat, 30x20 cm. á stálgrind. Eldfast bæði fyrir ofn og örbylgjuofn. Verð áður kr. 890,- Verð nú aðeins kr. 698,- Stór regn- og sólhlíf, sterk og vönduð, 3 mtr. í þverm. Verð að eins kr. 4.500,- Grilláhöld, 3 hlutir, töng, skeið og gaffall. Aðeins kr. 670,- Baksíða ævisögu Charltons Hestons, In the Arena. Heston í hlutverki Ben Húr sem hann hlaut óskarsverð- laun fyrir. Hver man ekki eftir leikaranum með undarlega brosið, Charlton Heston, óskarsverðlaunahafanum úr Ben Húr, stjörnunni úr E1 Cid, Boðorðunum tíu og svo mætti lengi telja. Nýlega kom út ævisaga kappans og kennir þar margra grasa. Það sem vakti sérstaka athygli lesanda DV var stutt frásögn í bókinni um heimsókn leikarans til íslands. Þar segir Heston frá heimsókn sinni til Bretlands seint á sjöunda áratugn- um þegar unnið var að gerð mynd- arinnar Will Penny, mynd sem talin er meðal bestu kúrekamynda sem gerð hefúr verið. Hún var framleidd árið 1968 og telja gagnrýnendur Heston hafa sýnt frábæran leik í myndinni. í ævisögunni segist Heston svo frá: „Það var snjófjúk úti á Park Lane þegar ég vaknaði snemma síðasta daginn minn í London við hófaslátt er lífverðir drottningarinnar voru á leið heim í herbúðimar í morgun- rofanum. Ég mætti á réttum tíma út á Heathrow en flugvélinni minni seinkaði um klukkustund. Síðan bil- aði einn hreyfill hennar yfir Skot- landi og loks lentum við á íslandi í heimskautsnóttinni. Ég sat í heldri- mannastofunni í kaldri flugstöðinni þar til gert hafði verið við vélina. Á meðan tefldi ég skák við glæsilega íslenska þernu sem var allt of góð fyrir mig (þ.e. í skák),“ segir Heston um dvöl sína á íslandi. Þrátt fyrir eft- irgrennslan hefur ekki tekist að hafa uppi á þern- unni sem tefldi til sigurs gegn hetju hvíta tjaldsins. Við leit í filmusafni DV fannst þó filma frá Vísisárunum, nánar tiltekið frá því í janúar 1968, þar sem Heston var gestur á Hótel Sögu. Nánari eft- irgrennslan leiddi í ljós að fréttastjóri Vísis þá, Jón Birgir Pétursson, tók viðtal við kapp- ann á meðan á dvöl hans stóð hér. „Ég man að þetta var á laug- ardegi og ég fór eldsnemma á sunnudagsmorgn- inum með Braga Guðmundssyni, sem þá var ljósmyndari, á Hótel Sögu. Við fóruip upp í Grill og þar sat Charlton Heston með áhöfninni af þotunni. Þeir voru að búa sig umdir að fara suður eftir aftur og ég fékk viðtal við hann. Hann tók því mjög vel - við töluðum saman í lobbíinu og farþegarnir vcru komn- ir út í rútu en það var greinilega enginn asi á honum. Hann lét rút- una bara bíða.“ í viðtali Jóns Birgis kemur fram Forsíða Vísis mánudaginn 15. janú- ar 1968. SUMARTILBOÐ I KJARAKAUPUM Ferðasett, borð og 4 kollar sem hægt er að leggja saman. Verð aðeins kr. 2.998,- Hringkertastjaki með glerjum. Verð áður kr. 1.860,- Verð nú kr. 998,- Tölvueldhúsvigt sem vigtar 5 kg. Verð áður kr. 3.360,- Verð nú aðeins kr. 2.500,- Handtöskur, ekta leður, margar geröir. Verð aðeins kr. 1.970,- Remington skeggklippur með hleðslutæki, 5 stillingar. Verð áður kr. 3.850,- Remington skeggklippur fyrir rafhlöður. Verð áður kr. 1.970,- Verð nú kr. 1.598,- Kjarakaupi Lágmúla 6, sími 568 4910 Óseyri 4, Akureyri, sími 462-4964
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.