Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Blaðsíða 50
58 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 Til hamingju með afmælið 18. maí 85 ára Ingimar Bogason, Freyjugötu 34, Sauðárkróki. 80 ára Víglundur Arnljótsson, Aðalstræti 4, Akureyri. 75 ára Elín B. Thoroddsen, Boðagranda 4, Reykjavík. Finnbogi Guðmundsson, Ránargötu 6, Reykjavík. Bergþóra Eggertsdóttir, Austurbyggð 17, Akureyri. 70 ára Vilhjálmur Ólafsson, Arnarsmára 2, Kópavogi. Ásgrímur Gunnar Egilsson, Krummahólum 6, Reykjavík. Kona hans er Jónheiður Guð- jónsdóttir. Þau taka á móti gestum í Bjarkar- ási, Stjörnugróf 9, frá kl. 15 til 17 á afmælisdaginn. Gísli Guðmundur Isleifsson hæstaréttarlögmaður, Háaleitisbraut 36, Reykjavík. Kona hans er Fjóla Karlsdóttir, fyrrv. deildarstjóri Endur- menntunarstofnunar HÍ. Þau eru erlendis. 60 ára Kristján P. Jóhannsson, Nýbýlavegi 58, Kópavogi. Theódór Óskarsson, Glæsibæ 1, Reykjavík. Helga Björg Ólafsdóttir, Kvíum 1, Þverárhlíðarhreppi. 50 ára Ragnhildur Skjaldar, Álfatúni 37, Kópavogi. Hjördis Haraldsdóttir, Kárastíg 12, Reykjavík. Þóra Marteinsdóttir, Þingholtsstræti 14, Reykjavík. Guðmundur Karlsson, Melgerði 9, Kópavogi. Viktor Þorkelsson, Stórateigi 10, Mosfellsbæ. Haraldur Friðriksson, Brennihlíð 6, Sauðárkróki. 40 ára Stefán Atli Þorsteinsson, Vesturgötu 7, Keflavík. Ásta Málfríður Einarsdóttir, Auðarstræti 17, Reykjavik. Garðar Þór Jensson, Mávahlíð 46, Reykjavík. Þröstur Kristófersson, Hraunási 11, Snæfellsbæ. Steinunn Guðmundsdóttir, Háseylu 24, Keflavík. Ólafur Ólafsson, Holtsgötu 9, Sandgerði. Hildur Þráinsdóttir, Reykjal., Neðribraut 6, Mosfellsbæ. Rúnar Antonsson, Hábergi 38, Reykjavík. Hann er að heiman. Sigrún Bjarnadóttir, Sólvöllum 8, Egilsstöðum. Soföa Ragnarsdóttir, Álakvísl 88, Reykjavík. Unnsteinn Ó. Hjörleifsson, Álakvísl 59, Reykjavík. Gunnar Sigurðsson, forseti bæjar- stjórnar Akraness, framkvæmda- stjóri Olíuverslunar íslands hf. á Vesturlandi og formaður Knatt- spymufélags ÍA, Espigrund 3, Akra- nesi, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Gunnar er fæddur á Akranesi. Hann er bakarameistari frá Iðn- skóla Akraness 1966. Gunnar var bakari í Harðarbak- aríi 1962 til 1966 og aftur 1968 til 1975 og bakari í eigin bakaríi á Blöndu- ósi 1966 til 1967. Hann var inn- heimtustjóri hjá Bæjarsjóði Akra- ness 1975 til 1982, umboðsmaður 01- íuverslunar íslands hf. frá 1982 til 1992 og hefur verið framkvæmda- stjóri Olís á Vesturlandi frá þeim tíma. Gunnar var kosinn í bæjarstjórn Akraness 1994, var formaður bæjar- ráðs 1994-95 og hefur verið forseti bæjarstjórnar frá 1995. Hann er for- maður stjómar Akranesveitu og for- maður stjórnar Andakílsárvirkjun- ar. Gunnar var formaður Knatt- spyrnufélagsins Kára á Akranesi 1964 og 1969 til 1973. Hann var for- maður íþrótta- og æsku- lýðsnefndar Akranes- kaupstaðar 1970 til 1974 og í stjórn knattspyrnu- ráðs Akraness 1971 til 1986, að undanskildum tveimur árum, flest árin sem formaður. Gunnar hefur verið formaður Knattspyrnufélags ÍA frá 1989. Hann var í stjórn Knattspyrnusambands íslands 1974 til 1989. Gunnar er einn af stofn- endum hljómsveitarinn- ar Dúmbósextett og lék með henni í nokkur ár. Gunnar var sæmdur gullmerki íþróttasambands Islands 1988, gull- merki Knattspyrnusambands ís- lands 1989 og gullmerki ÍA 1996. Gunnar Sigurðsson 18.11. 1968, lögfræðingur; Ella María, f. 11.7. 1975, stúdent. Systkini Gunnars: Svav- ar, f. 18.4. 1939, útibús- stjóri; Bogi, f. 12.3. 1941, vélvirki; Elínborg, f. 6.8. 1943, d. 11.7. 1972, ljós- móðir; Sigrún, f. 4.2. 1948, ritari; Steinunn, f. 23.6. 1950, skrifstofumaður; Sigurður Rúnar, f. 1.4. 1952, vélvirki; Ómar, f. 18.11f 1953, kjötiðnaðar- maður. Foreldrar Gunnars: Sigurður Bjarnason Sigurðsson, f. 5.10. 1915 í Reykjavík, bifvélavirki, og Guð- finna Svavarsdóttir, f. 3.4. 1918 á Akranesi, húsmóðir. Fjölskylda Ætt Kona Gunnars er Ásrún Bald- vinsdóttir, f. 29.11. 1945, skrifstofu- maður. Foreldrar hennar: Baldvin Ásgeirsson, f. 23.9. 1917, fram- kvæmdastjóri, og Hekla Ásgríms- dóttir, f. 25.3. 1919, húsmóðir. Börn Gunnars og Ásrúnar: Örn, f. Sigurður er sonur Sigurðar Egils Hjörleifssonar, f. 20.10. 1882 að Auðnum í Vatnsleysustrandar- hreppi, d. 30.4. 1961, múrara í Reykjavík sem ættaður var undan Eyjafjöllum, og Elínborgar Jónsdótt- ur, f. 25.12.1885 á Hvanneyri, d. 27.9. 1960, húsmóður sem bjó í Leirdal á Akranesi, en maður hennar og fóst- urfaðir Sigurðar, var Bogi Halldórs- son verkamaður. Sigurður Egill var sonur Hjörleifs Guðmundssonar og Önnu Sigurðardóttur. Elínborg var dóttir Jóns Bjarnasonar smiðs og Matthildar Jónsdóttur. Guðfmna er dóttir Svavars Þjóð- björnssonar, f. 14.11. 1888 í Deildart- ungu í Borgarfirði, d. 1.5. 1958, sjó- manns og ökumanns á Akranesi, og konu hans, Guðrúnar Finnsdóttur, f. 30.7.1885 á Sýruparti, d. 24.4.1942. Guðrún var dóttir Finns Gíslasonar og Sesselju Bjarnadóttur. Svavar var sonur Þjóðbjörns Björnssonar, sem var lengst af bóndi á Neðra- skarði í Leirársveit, og konu hans, Guðríðar Auðunsdóttur. Þjóðbjörn var sonur Björns Björnssonar og konu hans, Þjóðbjargar Jónsdóttur. Guðríður var dóttir Auðuns Vigfús- sonar, bónda að Oddastöðum, og Vilborgar Jónsdóttur. Gunnar tekur á móti gestum í dag, 18. maí, frá kl. 18 til 21 í íþrótta- miðstöðinni, Jaðarsbökkum á Akra- nesi. Guðmundur S. Hallgrímsson Guðmundur Sigurþór Hallgríms- son rafverktaki, Hlíðargötu 38, Fá- skrúðsfirði, verður sextugur á morgun. Fjölskylda Starfsferill Guðmundur er fæddur í Hafnar- nesi, Fáskrúðsfirði, og ólst þar upp. Hann er gagnfræðingur frá Eiða- skóla og lauk iðnskólanámi á Akur- eyri og í Keflavík. Guðmundur lærði og vann við rafvirkjastörf í Keflavík á árunum 1958-62 en flutti siöan til Fáskrúðs- fjarðar og hefur unniö þar sem raf- verktaki. Guðmundur kvæntist 12.1. 1964 Dóru Margréti Gunnarsdóttur, f. 12.10. 1943, fiskmatsmanni. Foreldr- ar hennar: Gunnar Helgason og Vig- dís Steindórsdóttir. Þau eru búsett á Framnesvegi 62 í Reykjavík. Börn Guðmundar og Dóru Margr- étar: Gunnar Vignir, f. 19.12. 1963, íþróttakennari, búsettur í Reykja- vík; Kristín, f. 30.6. 1965, húsmóðir, hennar maður er Guðlaugur B. Birgisson, þau eru búsett í Nes- kaupstað og eiga þrjú börn, Guð- mund Daða, Guðnýju Björgu og Berglindi Lilju; Birna, f. 30.6. 1965, húsmóðir, hennar maður er Krist- ján Jónsson, þau eru búsett í Reykjavík og eiga tvo syni, Gunnar Má og Alex- ander; Jóhanna Vigdís, f. 21.2. 1969, iðnrekstarfræð- ingur, sambýlismaður hennar er Marteinn Guð- geirsson frá Neskaupstað, þau eru búsett í Reykja- vík. Systkini Guðmundar: Bergur, f. 2.10.1929, fram- kvæmdastjóri, hann er búsettur í Kópavogi; Svava, f. 29.7. 1931, hús- móðir, hún er búsett í Keflavík; Jóhanna, f. 29.8. 1934, húsmóðir, hún er búsett í Keflavík; Már, f. 2.8.1939, skrifstofu- maður, hann er búsettur í Garðabæ; Guðmundur Sigur- þór Hallgrímsson. Jóna, f. 18.10. 1941, fisk- vinnslukona, hún er bú- sett á Stöðvarfirði. Foreldrar Guðmundar: Hallgrímur S. Bergsson, f. 4.5. 1905, d. 23.3. 1975, áður útvegsbóndi í Hafn- arnesi, Fáskrúðsfirði, og Valgerður Sigurðardótt- ir, f. 1.10. 1912, búsett í Hafnarnesi og síðar í Keflavík. Guðmundur tekur á móti ættingjum og vinum í húsi verkalýðsins á Fá- skrúðsfirði frá kl. 16 til 19 á morgun, sunnudaginn 19. maí. Sigurbergur Frímannsson Sigurbergur Frímanns- son, fyrrverandi bóndi, Borgarbraut 65, Borgar- byggð, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Sigurbergur fæddist í Bakkakoti í Húnavatns- sýslu en ólst upp í Fíflholt- um í Hraunhreppi. Sigurbergur vann öll al- menn sveitastörf á ung- lingsárum en hann hóf sjálf- ur búskap í Fíflholtum árið 1933 og var við það í 3-4 ár. Sigurbergur var síðan í nokkur ár á Ið- unnarstöðum í Lundar- reykjadal en hóf þá bú- skap i Skíðsholtum og var þar bóndi í fjóra áratugi. Hann fluttist siðan til Keflavíkur og bjó þar í nærri þrjú ár en undanfarin 13 ár hefur Sigurbergur ver- ið búsettur í Borgar- Sigurbergur Frí- mannsson. Fjölskylda Kona Sigurbergs var Aðalheiður Kristinsdóttir, f. 18.5. 1916, fyrrver- andi húsfreyja en nú búsett í Sví- þjóð, þau skildu. Foreldrar hennar: Kristinn Bjarnason verkamaður, og Kristín Sölvadóttir húsmóðir. Böm Sigurbergs og Aðalheiðar: Sigurður, starfar við skipasmíða- stöð í Svíþjóð, kona hans er Soffia Árnadóttir húsmóðir, þau eiga eina dóttur; Ásgeir, starfar við bílaverk- stæði í Reykjavík, kona hans er Rúna Guðmundsdóttir skrifstofu- maður, Ásgeir á tvö börn; Hólmfríð- ur Stella, þerna á farþegaskipi, hún er búsett í Svíþóð og á eina dóttur. Sigurbergur átti fimm systkini og eitt hálfsystkini. Foreldrar Sigurbergs: Frímann Sigurðsson, verkamaður í Bakka- koti, og Inga Una Benediktsdóttir húsmóðir. Fósturforeldrar Sigur- bergs: Sigurður Jónsson, bóndi í Fíflholtum, og ráðskona hans, Mál- fríður Stefánsdóttir. Sigurbergur er að heiman á af- mælisdaginn. staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur og stighækkandi birtingarafsláttur auglýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.