Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Blaðsíða 22
Nágrannar Doreen og Freds
McDonnells við hina annars rólegu
götu, Holburnstræti í Aberdeen á
Skotlandi, voru ekki í neinum vafa
um að eitthvað mikið væri að hjá
þeim hjónum. Fred drakk mun
meira en góðu hófi gegndi og þegar
hann kom drukkinn heim var hann
illskeyttur og lét það bitna á konu
sinni. Þá var háreystin oft slík að
hún heyrðist í nærliggjandi húsum.
í byrjun skiptu nágrannarnir sér
ekki af fjölskylduerjunum en þar
kom að nokkrir þeirra höfðu á orði
við Doreen að hún ætti að slíta
hjónabandinu og tryggja framtíð
sína með börnunum tveimur,
Raymon og Mary, áður en allt
keyrði um þverbak.
„Kastaðu honum á dyr og finndu
þér annan mann,“ sagði einn grann-
anna við Doreen. „Annars endar
þetta með skelfingu.“
En þessi orð velviljaðra íbúa við
götuna féllu í grýttan jarðveg. Dore-
en elskaði Fred og börnin tvö voru
ávöxtur hjónabands þeirra. Þar að
auki var hún húsmóðir sem hafði
ekki sérstaka menntun. Hvernig
ætti hún að geta séð fyrir sér og
börnunum tveimur?
Þegar hér var komið, árið .1978,
var Raymond fjórtán ára en Mary
tólf. Það var árið þegar harmleikur-
inn gerðist.
Endalokin
Vandamálið „leystist" 14. febrúar
1978. Fred kom seint heim þetta
kvöld eins og svo oft áður og þá
mikið ölvaður. Hann var í óvenj-
uslæmu skapi og lét það bitna hart
á Doreen. Hann gekk svo hart í
skrokk á henni að hún óttaðist um
líf sitt og telja sumir engan vafa
leika á því að hún hefði týnt lífinu
hefði hún ekki gripið eldhúshnífinn
til að verja sig með. En það fór á
þann hátt að Doreen þurfti ekki að
verjast honum oftar.
Nágrannakona, frú Elsie Kil-
bridge, heyrði háreystina og lætin á
McDonnell-heimilinu. Hún sagði
meðal annars svo frá fyrir rétti:
„Ég heyrði Fred McDonnell koma
heim seint um kvöldið eins og
venjulega. Hann skellti útidyra-
hurðinni svo brakaði í henni. Um
fimm mínútum síðar heyrði ég ösk-
ur og óp úr húsinu og svo að eitt-
hvað úr gleri var brotið. Ég hafði oft
heyrt hávær rifrildi hjónanna en í
þetta sinn voru lætin meiri en
áður.“
Frú Kilbridge skýrði síðan svo
frá að hún hefði heyrt Fred
McDonnell hóta að drepa konu sína.
„En skyndilega heyrði ég hann reka
upp mikið óp.“
Harður dómur
„Ég beið í tíu mínútur," sagði frú
Kilbridge. „Þá gekk ég yfir að hús-
inu og hringdi dyrabjöllunni tU þess
að ganga úr skugga um að Doreen
hefði ekki meiðst. En hún kom til
dyra og var kjóll hennar blóðugur.
Mér brá mikið við að sjá það. Sjálf
var hún í eins konar leiðslu og það
eina sem hún gat sagt var: „Hann er
dáinn. Hann réðst á mig og ég drap
hann!“
Fred McDonnell lá á gólfinu og
við hlið hans eldhúshnífurinn sem
Doreen hafði beitt.
Doreen var handtekin og sett í
gæsluvarðhald meðan rannsókn
málsins fór fram. Hún var síðan
ákærð fyrir að hafa orðið manni
sínum að bana. Hún bjóst við frekar
mildum dómi, bæði af því að um
sjálfsvöm hafði verið að ræða og
því að hún hafði fyrir tveimur börn-
um að sjá. En dómarinn var kulda-
legur og sýndi börnunum lítinn
áhuga. Hann taldi Doreen morð-
ingja og ætti dómurinn að sýna það.
Hún gekk niðurlút úr réttinum,
eftir að fá sjö ára fangelsisdóm.
Doreen McDonnell.
Fyrirmyndarfangi
Doreen fannst mesti vandinn ekki
lengd þeirrar fangavistar sem hún
hafði verið dæmd í heldur sú stað-
reynd að börn hennar færu í hend-
ur óþekktu fólki og farið gæti svo að
þau þekktu hana ekki þegar hún
fengi loks frelsið á ný.
Margoft sótti Doreen um leyfi tO
þess að bömin fengju að heimsækja
hana í fangelsið en í öll skiptin var
beiðni hennar hafnað. Henni var
því ljóst að eina von hennar til að
geta fengið að sjá þau áður en of
langur tími liði var sú að fá reynslu-
lausn áður en sjö árin væru liðin.
Doreen var fyrirmyndarfangi.
Hún gerði allt sem henni var sagt að
gera. Einhver var reyndar svo kald-
hæðinn að segja að það hefði henni
vafalítið ekki fundist erfitt því hún
hefði tuttugu og eins árs reynslu af
undirgefni í hjónabandi.
Eftir þriggja ára fangelsisvist
sendi Doreen fullnustunefndinni
beiðni um lausn en henni var hafn-
að. Ári síðar, í ágúst 1982, stóð hún
aftur frammi fyrir nefndarmönnum
og í þetta sinn fann hún náð fyrir
augum þeirra. Hún var látin laus tO
reynslu.
Einmana í lítilli íbúð
Yfirvöld útveguðu Doreen litla
íbúð í húsi sem bæjarfélagið átti.
Henni var því tryggður aðseturs-
staður en stóra vandamálið var að
hún vissi ekki hvar börnin,
Raymond og Mary, voru niðurkom-
in.
Þeir embættismenn í Aberdeen
sem Doreen leitaði til sýndu ekki
mikla hjálpsemi. Skilorðsfulltrúinn
var sá fyrsti sem hún bað um að-
stoð. Hann sagðist ekkert geta fyrir
hana gert en vísaði henni til annars
embættis. Sá sem hún hitti þar fyr-
Fred McDonnell.
ir tók henni kuldalega. Hann vísaði
henni burt en sagði að hún skyldi
ræða við barnaverndarnefnd.
Hjá nefndinni fékk Doreen að vita
að 1978 hefði bömum hennar verið
komið í fóstur á einkaheimili en nú
væru þau orðin sjálfráða og hefðu
því farið af því heimili. Þau væru
því ekki lengur á vegum barna-
verndarnefndar.
Doreen var ljóst að i raun gátu
þau Raymond og Mary nú verið
hvar sem var á Bretlandi og það
gæti reynst ómögulegt að hafa uppi
á þeim. Hún ákvað samt að gefast
ekki upp og setti auglýsingar í blað
í Aberdeen. Hún fékk þó ekkert svar
og um þetta leyti grét hún sig oft í
svefn á kvöldin.
Efasemdirnar
Það olli Doreen miklum áhyggj-
um að hún vissi ekki hvort þau
Raymond og Mary kærðu sig um
að umgangast hana þótt hún fyndi
þau. Hún von-
aðist þó tO að
þau myndu að
minnsta kosti
gefa henni tæki-
færi til að út-
skýra það sem
gerst hafði
kvöldið örlaga-
ríka þegar hún
varð föður
þeirra að bana.
En fyrst yrði
hún auðvitað að
finna þau.
Dag einn kom
Doreen tO hug-
ar að félags-
málastofnunin,
sem hafði út-
vegað henni
íbúðina, kynni
að hafa veitt
börnum hennar
sams konar fyr-
irgreiðslu eftir
að þau fóru af
fósturheimil-
inu. Hún sneri
sér því tO stofn-
unarinnar. Og
þar hitti hún
fyrir, í fyrsta sinn, persónu sem
vOdi hjálpa henni, Julie Newman.
Hún hlustaði á frásögn Doreen
með athygli en sagðist síðar gera
það sem hún gæti til að aðstoða
hana. Hefðu þau Raymond og
Mary fengið íbúð á vegum félags-
málayfirvalda ætti að vera hægt að
komast að því hvar þau byggju.
Doreen var nú vonbetri en hún
hafði verið áður en átti engu að
síður erfitt með að sofna þetta
kvöld.
Elsie Kilbridge.
„Góðar fréttir"
Daginn eftir ákvað Doreen að
hringja til Julie Newman og hjarta
hennar tók kipp þegar hún heyrði
félagsmálafuOtrúann segja:
„Ég hef góðar fréttir. Sonur þinn
og dóttir fengu íbúð við Cumber-
landstræti 17.“
Doreen þakkaði fyrir sig með
gleðitár í augunum en fór svo að há-
gráta þegar samtalinu lauk. Síðan
tók hún í sig kjark og hélt í áttina
til Cumberlandstrætis. Klukkan
Qögur síðdegis stóð hún við dyrnar
á íbúð barna sina en enginn svaraði
þegar hún hringdi bjöllunni. Hún
áttaði sig þá á því að líklega væru
þau 'enn í vinnu og ákvað að koma
seinna.
Klukkan sjö um kvöldið stóð hún
aftur á tröppunum. Og í þetta sinn
var svarað þegar hún hringdi. í dyr-
unum birtist ungur maður. í nokk-
ur augnablik horfðust sonur og
móðir í augu. Doreen kom aðeins
upp einu orði: „Raymond." Svo fór
Raymond og Mary.
hún að gráta.
Raymond þekkti móður sína sam-
stundis. Hann faðmaði hana að sér,
og nokkrum augnablikum síðar
kom Mary til að sjá hver kominn
væri. Hún var heldur ekki lengi að
þekkja móður sína.
Farsæll endir
Doreen var hjá þeim Raymond og
Mary langt fram á kvöld og það kom
fljótt í ljós að áhyggjur hennar af af-
stöðu barnanna til sín voru ástæðu-
lausar. Þau höfðu bæði verið orðin
nógu gömul árið 1978 til að gera sér
grein fyrir því hvernig faðir þeirra
hagaði sér og hvaða áhrif það hafði
á ástandið á heimilinu. Þá var þeim
ljóst að móðir þeirra hafði, kvöldið
örlagaríka, reynt að verja sig.
Ekki leið á löngu þar til Doreen,
Raymond og Mary urðu sammála
um að leita að íbúð sem þau gætu
öll búið í. Þannig myndu þau best
geta reynt að brúa þau fjögur ár
sem þau höfðu verið aðskilin. Þau
báru vanda sinn undir Julie Newm-
an og hún hét að gera sitt besta. Og
það gerði hún.
Það varð til léttis að Newman gat
haldið því fram að með því að út-
vega nokkuð stærri íbúð en
Raymond og Mary höfðu mætti-losa
tvær minni íbúðir. Það tók því að-
eins þrjá mánuði að finna íbúð sem
hentaði.
„Árin fjögur sem við vorum að-
skilin getur enginn fært okkur aft-
ur,“ sagði Doreen. „En nú reynum
við að bæta okkur þau upp.“
sakamál
LAUGARDAGUR 18. MAI1996
SJALFSVORN EÐA MORÐ?