Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 UV Mánudagur 13. maí. Sautján dagar þar til listahátíö hefst. Ég vaknaði í morgunsárið við fuglasöng á sveitaheimili mínu að Þóru- stöðum í Ölfusi. Við Árni, bóndi minn, nut- um ristaða brauðsins og kaffitársins á með- an farið var yfir leifar helgarblaðanna. Þar sem við leigjum smáíbúð í bænum eru alltaf nokkrir búslóðaflutningar í gangi. Ég tíndi til möppur og tölvudiska frá Listahátíð, sem ég hefði nýtt mér við vinnu heima um helg- ina, og náði í nautakjöt af nýslátruðu úr frystikistunni. Síðan þeysti ég af stað á pickupnum yfir Hellisheiðina. Það var ljúft að aka austan í morgunkyrrð og sólskinsblíðu en leikurinn tók að æsast um leið og ég ók inn í borgina. Ég þurfti að koma mér vestur á Hringbraut með kjötið í kæli áður en haldið yrði til vinnu. Um leið og ég steig inn á skrifstofu Listahátíðar byrj- aði ballið. Ég var að fara á morgunfund í út- varpinu ásamt Sigurði Björnssyni, formanni framkvæmdastjórnar, til að semja um sölu Listahátíðar á efni í útvarp og sjónvarp og þurfti að undirbúa fundinn á meðan ýmis óvænt erindi dundu á mér. Við Sigurður sát- um langan fund í Efstaleitinu ásamt Mar- gréti Oddsdóttur, dagskrárstjóra útvarps, Signý Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Listahátíðar. DV-mynd GVA hefur úrslitavald um dagskrá hátíðarinnar. Efnisskrá funda er trúnaðarmál svo það fer ekki lengra. Tölvupóstur, pappírar og sím- hringingar biðu að loknum fundi klukkan fimm. Til dæmis náðum við Ómar Einarsson hjá íþrótta- og tómstundaráði saman en við erum með sameiginlegar áhyggjur vegna kostnaðar við atriði í Laugardalshöll. Enn einu sinni hugsaði ég á þessum undirbún- ingstíma Listahátíðar hvílík blessun það væri ef íslendingar ættu tónlistarhús. Að- standendur Laugardalshallar eru allir af vilja gerðir en höllin er jú íþróttahús og kostar ótrúlegar tilfæringar að breyta henni í tónleikahöll hverju sinni. Við Ómar grín- uðumst með að hún Anna Mjöll þyrfti endi- lega að vinna Eurovision svo við fengjum að setja upp þær viðbótarbreytingar sem til þarf í höllina. Afmæliskvöldverður Undir sjö dreif ég mig heim til að elda af- mæliskvöldverð fyrir Torfa, son minn. Jó- hann, eldri sonur Áma, sem býr hjá okkur, afboðaði sig í matinn vegna prófalesturs í Dagur í lífi Signýjar Pálsdóttur, framkvæmdastjóra Listahátíðar: A þönum frá morgni til kvölds Sigurði Valgeirssyni, dagskrárstjóra Sjón- varps, Guðmundi Emilssyni tónlistarstjóra og Herði Vilhjálmssyni fjármáiastjóra. Ókk- ur miðaði í samningaátt en boðað var til þriðja fundar um málið að lokum. Er á skrifstofuna var komið biðu mörg skilaboð og ég reyndi að sinna þeim allra nauðsynlegustu en hélt þó það loforð sem ég hef gefið sjálfri mér að sleppa ekki hádegis- leikfiminni hennar Lellu í Kramhúsinu nema líf liggi við. Væntanleg 21 árs afmælis- gjöf til Torfa Frans, sonar míns, beið nýs eig- anda svo ég kom við hjá honum á leiðinni í vinnuna. Þá náði ég líka í tillögu okkar ágætu hönnuða, Barkar og Dags á Mynda- smiðju Austurbæjar, að veggspjaldi Listahá- tíðar og fyrsta eintak af aðaldagskrá hátíðar- innar. I sólskininu fyrir utan skrifstofuna á Bernhöftstorfu biðu mín Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari, forsvarsmaður Zilla píanókvartettsins, og Hallfríður Ólafs- dóttir flautuleikari, forsvarsmaður Camer- arctica, en báðir þessir kammermúsíkhópar eru með tónleika í Loftkastalanum á Lista- hátíð. Við funduðum um samninga. Tíminn of stuttur AUtof stuttur tími gafst á skrifstofunni til að annast ólokin erindi því vikulegur fram- kvæmdastjórnarfundur Listahátíðar átti að hefjast klukkan þrjú. Mér tókst þó að líta á tillögu Listasafns íslands að sameiginlegu boðskorti safnsins og okkar vegna opnunar- hátíðarinnar 31. maí, sinna erindum vegna tónleika Heimskórsins, tæknilegum atriðum við danssýningu Maureen Flemming í Loft- kastalanum o.fl. Meðal þeirra sem tókst að grípa í skottið á mér fyrir fundinn var Þór- unn Jónsdóttir, Menningarstofnun Banda- ríkjanna, sem hefur verið afar hjálpleg. Ein- ar Örn Benediktsson, samstarfsmaður minn, reifaði nokkur atriði sem tengdust bæði Klúbbi Listahátíðar og sýningum í Loftkast- alanum en við ákváðum að bíða betra næðis til að ræða málin. Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, fjölmiðlafúlltrúi hátíðarinnar, sagði mér frá ýmsu sem var á döfinni. Ég var enn að skrifa dagskrá fundarins þegar fulltrúar í framkvæmdastjórn mættu á svæðið. Hulda G. Geirsdóttir, annar samstarfsmaður minn, var búin að undirbúa fundinn að öðru leyti og ljósritaði jafnóðum gögn sem ég henti í hana. Nú er ekki pláss lengur til að funda á skrifstofu Listahátíðar svo leitað var skjóls á loftinu í Humarhúsinu. Þar mættu auk Sig- urðar formanns og okkar Huldu Þórunn Sig- urðardóttir, Silja Aðalsteinsdóttir, Anna Líndal og Óskar Ingólfsson en þetta ágæta listafólk myndar framkvæmdastjórnina sem Háskólanum og Árni hringdi af Hvaleyrinni þar sem hann var kominn í kvöldgolf. Nautakjötið kom nú að góðum notum í Stroganoffpottrétt. Ég ákvað að hafa þetta í anda barnaafmælanna - síðasta tækifærið úr því sonurinn var orðinn myndugur, keypti kók í gleri, sælgæti og ís í eftirmat. Við sátum svo bara sex við borðið, Torfi Frans afmælisbarn, Guðrún Jóhanna, átján ára dóttir mín, Melkorka Tekla, elsta dóttir- in, Kristján Hrafn, unnusti hennar, og Jón Páll, vinur og frændi Torfa. Þeir félagar eru að gera stuttmynd saman og áttu að hefjast næturtökur á Kaffibarnum undir miðnætti. Borðhaldið var hið skemmtilegasta. Þetta unga fólk er allt á kafi í listum og umræð- urnar voru fjörugar að vanda. Um miðnæt- tið stillti ég vekjaraklukkuna á sjö til að ná að skrifa þennan pistO í morgunsárið áður en vinna hæfist að nýju. Finnur þu fimm breytingar? 359 Þið ætlið þó ekki að fara strax? Klukkan er rétt hálffjögur og fjörið rétt að byrja. Nafn: _ Heimili: Vinningshafar fyrir þrjú hundruð fimmtugustu og sjöundu getraun reyndust vera: 1. Birkir Freyr Bjarkason 2. Þóra Karlsdóttir Rauðási 16 Gíslholti 110 Reykjavík 851 Hellu Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í Ijós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: SHARP vasadiskó með útvarpi að verðmæti kr. 7.100, frá Hljómbæ Skeif- unni 7, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur, að verðmæti kr. 1.790. Annars vegar James Bond-bókin Gullauga eða Goldeneye eftir John Gardner og hins vegar bók Luzanne North, Fin og rík og liðin lík. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 359 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.