Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Blaðsíða 47
UV LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996
fréttir
Ragnar Guðjónsson og Björn Hansson keyptu stolna miða á úrslitaleik Manchester United og Liverpool um enska
bikarinn á Wembley. DV-mynd E.J.
Ragnar Guðjónsson í ævintýrum á bikarúslitaleiknum á Wembley:
Keypti stolinn miða
fyrir 51 þúsund krónur
- var hent út af leiknum en tókst að fá nýjan miða og fór aftur inn
„Þetta var alveg hroðalegt. Þegar
við ætluðum að komast í sætin okk-
ar var okkur sagt að miðarnir væru
stolnir og okkur var hent út,“ segir
Ragnar Guðjónsson, knattspyrnuá-
hugamaður frá Grenivík, eftir sögu-
lega ferð á úrslitaleikinn í ensku
bikarkeppninni á Wembley um síð-
ustu helgi.
Ragnar keypti far utan hjá Sam-
vinnuferðum/Landsýn og greiddi
fyrir 38 þúsund krónur. Hjá ferða-
skrifstofunni fékk Ragnar einnig
miða á leikinn og kostaði hann 51
þúsund krónur.
Hjá Samvinnuferðum/Landsýn
fékk Ragnar þær upplýsingar að
hann gæti nálgast miðann hjá milli-
göngumanni á Wembley skömmu
fyrir leik. Það gerir hann og fær
miðann. Með honum var einnig ís-
lendingurinn Björn Hansson, sem
fengið hafði miða í happdrætti og
átti að ná í hann hjá sama milli-
göngumanni.
Sælir og glaðir hyggjast þeir fé-
lagar nú sjá leik Manchester United
og Liverpool en lítið varð úr
skemmtun fyrsta kastið því þeir
komust aldrei alla leið í sæti sín
áður en þeim var hent úr og sagt að
miðunum hefði verið stolið og væru
þeir ógildir.
Björn og Ragnar fóru nú aftur á
fund mOligöngumannsins og kröfðu
hann um gilda miða. Hann sagðist
láta þá fá sína miða og reyndust
þeir ósviknir. Komust Ragnar og
Björn þá inn en misstu af upphafi
leiks. Ragnari þótti þó nokkur sára-
bót að „rétta liðið vann“.
Ragnar og Björn voru ekki einu
aðdáendurnir sem lentu í erfiðleik-
um með miðana sína því hópur Suð-
ur-Afríkumanna fór mörg þúsund
kílómetra til að sjá leikinn en fékk
þær fréttir í Englandi að miðarnir
þeirra væru stolnir og þeir kæmust
ekki inn.
Hjá Samvinnuferðum/Landsýn
fengust þær upplýsingar að um-
ræddir miðar hefðu verið fengir hjá
traustum milligöngumanni. Til
þessa hefði hann aldrei brugðist og
í þessu tilviki hefði hann útvegað
gilda miða.
„Okkur þykir þetta leitt en það er
erfitt fyrir okkur hér á íslandi að
tryggja að miðar sem við fáum hjá
ábyggilegum aðilum séu gildir. Hér
hefur hann lent í að kaupa stolna
miða en hann bætti tjónið þegar í
stað og það er fyrir mestu,“ sagði
Helga Ólafsdóttir hjá íþróttadeild
Samvinnuferða/Landsýnar.
-E.J./-GK
Heimsfrumsýning á Cartwright
Skipað hefur verið í helstu hlutverk í nýju leikriti Jims Cartwrights, Stone free, sem Leikfélag íslands og Leikfélag
Reykjavíkur sýna í júlí. Þetta verður heimsfrumsýning á verkinu. Með hlutverkin fara Ingvar Sigurðsson, Eggert Þor-
leifsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Emilíana Torrini, Daníel Ágúst Haraldsson, Kjartan Guðjónsson, Guðlaug Elísabet
Ólafsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson og Gfsli Rúnar Jónsson. Leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson og tónlistarstjóri
Jón Ólafsson. Hér eru aðstandendur sýningarinnar samankomnir en þess má geta að áheyrnarpróf vegna
aukahlutverka fara fram í Borgarleikhúsinu um helgina. -bjb/DV-mynd ÞÖK
Forsetaframbj óðendur:
Me5 heimasíöur
á Internetinu
Síldin farin úr
lögsögunni
DV, Seyöisfiröi:
SUdveiðin glæddist á ný síðastlið-
inn sólarhring eftir nokkuð mis-
jafnt gengi síðustu daga. Síldin hef-
ur nú gengið norður á bóginn og er
komin út úr íslenskri lögsögu að
sinni. Þar fannst hún í nokkru
magni á 70 80 mUna kafla í vikunni
sem leið.
SUdin hefur verið á töluverðu
flakki fram og aftur enda verið í
ætisleit. Hún er farin að fitna nokk-
uð og sUdin, sem veiddist í fyrr-
inótt, er að sögn stærri og bústnaðri
en við upphaf veiðanna. SR-mjöl
hafði tekið á móti 8000 tonnum 16.
maí. -JJ
Dagfari GK siglir að löndunarbryggju SR-mjöls. Hann kom með fullfermi og
sögðu skipverjar að veiðihorfur væru mjög vænlegar. DV-mynd JJ
Slökkviliðsmenn verða að vera í fínu formi og þess vegna sækja þeir reglu-
lega líkamsræktina Mátt. Á dögunum varð árekstur tveggja bíla í næsta ná-
grenni stöðvarinnar einmitt þegar slökkviliðsmenn voru þar við æfingar.
Stukku þeir þegar út þegar eldur kom upp í öðrum bílnum. Eins og myndin
ber með sér gafst ekki öllum færi á að fara í brækurnar. DV-mynd S
Allir væntanlegir forsetafram-
bjóðendur nema Guðmundur Rafn
Geirdal hafa nýtt sér nýjustu tölvu-
tækni og sett upp heimasíður á
Internetinu þar sem framboði
þeirra er hægt að kynnast nánar
með alls kyns upplýsingum. Að
auki eru þeir flestir með netföng
fyrir tölvupóst.
Guðrún Agnarsdóttir er með svo-
hljóðandi veffang:
http://www.saga.is/Gudrun. Agn-
arsdottir
Netfang Guðrúnar A. er:
gudrun.agnarsdottir@saga.is
Guðrún Pétursdóttir er með eftir-
farandi veffang:
http://www.mmedia.is/gudrun-
petursdottir
Netfang Guðrúnar P. er:
gudrunp@mmedia.is
Ólafur Ragnar Grímsson er með
veffang sem hljóðar svo:
http://www.centrum.is/olaf-
ur.ragnar
Netfang Ólafs Ragnars var ekki
komið þegar þetta var ritað én var
væntanlegt.
Pétur Kr. Hafstein er með eftirfar-
andi veffang:
http://www.centrum.is/hafstein
Netfang Péturs er:
petur.kr.hafstein@centrum.is
Að lokum skal látið fylgja með
símanúmer hjá Guðmundi Rafni
Geirdal sem er 587-8921 eða -22.
-bjb