Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Blaðsíða 56
!■. —i o
KÍN
1.
Vertu vtífbúin(n) uinningi
FRÉTTASKOTI0
r
c
E
E
s
<a
SIMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Frjálst,óháð dagblað
LAUGARDAGUR 18. MAÍ1996
Stjórnsýsluúttekt:
Utanríkisráðu-
neytið
vantar festu
Ríkisendurskoðun hefur skilað
skýrslu um stjómsýsluendurskoðun
á utanríkisráöuneytinu sem hófst í
árslok 1994 að beiðni þáverandi ut-
anríkisráðherra, Jóns Baldvins
Hannibalssonar, en tilefnið var
mannaráðningar og, starfshæfni
ráðuneytisins sem rhvort tveggja
sætti harðri gagnrýni á þeim tíma.
Ríkisendurskoðun kömst m.a. að
þeirri niðurstöðu að ekki hafi gætt
nægjanlegrar festu hjá ráðuneytinu
í framkvæmd atriða sem snerta
innri málefni ráðuneytisins. Þá tel-
ur Ríkisendurskoðun að mikilvægt
sé að ákveðin festa ríki í samskipt-
um ráðherra og embættismanna og
að þau fari í gegnum yfirstjórn
ráðuneytisins, þ.e. ráðuneytisstjóra
og skrifstofustjórana. Á það hafi
skort. -SÁ
Ungverska stúlkan:
Lést samstundis
Talið er að ungverska stúlkan
Angéla Cseho hafi látist samstundis
þegar hún hrapaði í hlíðum Búrfells
fyrir hálfum mánuði.
Hún virðist hafa klifrað upp í
klettabeltið og hrapað nokkur hund-
ruð metra. Allt bendir til að hún
hafi hrapað sama kvöld og hún
hafði síðast samband við sambýlis-
mann sinn í síma. Það var föstudag-
inn 3. maí. -GK
Stúlka í vændi:
Von um meðferð
eftir helgi
Góð von er um að stulkan, sem
sagði harmsögu sina í heimi eitur-
lyfja og vændis í viðtali við DV á
miðvikudaginn, komist í meðferð á
Vogi á mánudaginn. Hún er 17 ára
gömul og hefur verið háð eiturlyfj-
um í nokkur ár. Hún hefur áður far-
ið i meðferð sem ekki bar árangur.
Móttaka á
rafgeymum
móttökugjald 12 kr7kg
iIpHRINGRÁSHF.
ENDURVINNSLA
bfother
tölvu-
límmiða-
prentari
Nýbýlavegi 28 - Sími 554-4443
SAMSKIPTI BRÆOR-
ANNA VIROAST FREMUR
TRÉNUD!
Bræður á Kjalarnesi elda grátt silfur:
Spólaði á traktor
gegnum trjáræktarbeð
- hefnd vegna girðingar sem tekin var niður
„Hann ók bara hér inn í trjá-
rækt sem ég er með í kringum
húsið og skemmdi töluvert mikið,
meðal annars ók hann yfir græð-
linga og yfir tveggja metra hátt tré
sem hann braut niður í mél. Þá ók
hann utan i fjölmargar hríslur
sem eru um og yfir tveggja metra
háar, segir Gunnar Guðbjartsson í
Lyngási á Kjalarnesi.
Gunnar segir að svo virðist sem
ökumaður traktorsins, sem er ná-
granni hans og reyndar bróðir,
telji sig eiga einhverra harma að
hefna því að þetta sé ekki í fyrsta
sinn sem hann ónáði sig. „Ég veit
hins vegar ekki til að ég hafi gert
honum neitt,“ segir Gunnar sem
kallaði til lögreglu eftir ökuferð
bróðurins um garðinn og var gerð
lögregluskýrsla. Gunnar náöi
hluta af ökuferðinni inn á mynd-
bandsupptökuvél.
Þeir Gunnar og bróðir hans búa
báðir i húsum sem eru á jörðinni
Króki á Kjalarnesi en Gunnar
kveðst vera eigandi jarðarinnar að
miklum hluta og eiga m.a. meiri-
hluta í húsi því sem bróðirinn,
traktorsökumaðurinn, býr í. Þetta
er að sögn Gunnars ekki í fyrsta
sinn sem bróðirinn ónáðar hann
og heimili hans því að gerður hef-
ur verið fjöldi lögregluskýrslna
vegna margs konar ónæðis, meðal
annars símaats sem rakið hefur
verið heim til bróðurins.
Ólafúr, bróðir Gunnars, sagði
Garðurinn að Lyngási á Kjalarnesi
þar sem tveir bræður elda grátt
silfur. Raskið er afleiðing þess að
bróðir húsbóndans á Lyngási ók i
gegnum garðinn á traktor til að
hefna fyrir girðingu sem tekin
hafði verið niður. DV-mynd BGS
DV í gær að um væri að ræða
ágreining vegna girðingar sem
Gunnar rifi niður jafnharðan og
hann setti hana upp en þetta mál
væri ekki þess eðlis að fara með
það í blöðin. Hann sagði að Gunn-
ar bróðir sinn ætti ekkert tilkall
til jarðarinnar og lands hennar
umfram sig en jörðin væri óskipt
bú í eigu átta aðila og væri búin
að vera í opinberri skiptameðferð
undanfarin sjö ár án þess að nið-
urstaða hefði fengist.
-SÁ
Stúlkurnar, sem keppa um titilinn fegurðardrotting íslands á Hótel Islandi 24. maí, brugðu sér til Vestmannaeyja 15.
maí. Þar héidu þær blaðamannafund um borð í Herjólfi eftir hringferð um Eyjarnar með skipinu í dásamlegu veðri.
Þær voru dagstund í Eyjum og reyndu sig m.a. í sprangi og tókst vel. Þær eru 21, og hver annarri fegurri, sem keppa
um titilinn, víðs vegar af landinu. Myndin var tekin um borð í Herjólfi og Heimaklettur í baksýn. DV-mynd Ómar
Lyf í Hag-
kaupi með
haustinu
— samstarf við Lyfju
„Við erum að setja okkur í stell-
ingar og byrja undirbúning. Við
hugsum okkur þetta á svipaðan hátt
og gert er í stórmörkuðum erlendis
þar sem við verðum með afgreiðslu-
borð inni i búðinni og lausasölulyf-
in verða síðan seld í sjálfsaf-
greiðslu," segir Óskar Magnússon,
forstjóri Hagkaups, en í verslun
Hagkaups í Skeifunni mun fólk geta
fengið lyf áður en langt um líður.
Óskar sagði Hagkaup hafa gert
samstarfssamning við eigendur
Lyíju og að annar þeirra, Róbert
Melax, hefði sótt um lyfsöluleyfið
fyrir verslunina og bæri ábyrgð á
faglegum þætti rekstursins. Hann
sagði Hagkaup ekki koma með nein-
um hætti að rekstri Lyfju, hefði
ekki gert það og myndi ekki gera
það. -sv
Veðrið á sunnudag og mánudag:
Gola eða kaldi
Á sunnudag verður norðaustlæg átt, kaldi og hætt við smáskúrum við ströndina allra austast og við suðurströndina en annars hægari og léttskýj-
að víðast hvar. Á mánudag verður austan- og norðaustanátt, gola eða kaldi, skýjað með köflum og hætt við smáskúrum um land allt. Hitinn verður
á bilinu 4 til 15 stig, hlýjast í innsveitum suðvestanlands en kaldast við ströndina norðan til.
Veðrið í dag er á bls. 61