Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Blaðsíða 20
20 yfirheyrsla LAUGARDAGUR 18. MAI1996 Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi í DV-yfirheyrslu: ekki von á erfiðleikum í samstarfi við Davíð „Menn fæðast ekki sem forsetar, sem betur fer,“ segir Ólafur Ragnar m.a. í yfirheyrslu DV. DV-mynd GVA - Af hverju fórstu í framboð? „Þessi ákvörðun hafði ekki verið á vegakorti okkar hjónanna. Hins vegar höfðu margir samband við okkur, fyrst i desember og janúar, en síðan af miklum þunga í febrúar og mars. Það var fólk úr öllum landshlutum og stjómmálaflokkum og flestum starfsstéttum þjóðfélags- ins. Smátt og smátt fórum við að hlusta á þau sjónarmið sem komu fram í þessum samtölum. Þær við- ræður færðu okkur að lokum að þessari niðurstöðu. Það hefur ávaUt verið hluti af minni lífssýn að láta gott af sér leiða. Margir nefndu að með þessari ákvörðun gæti ég orðið að liði fyrir land og þjóð á næstu árum,“ ________________________ - Hvaða kosti telur þú að for- seti þurfí að bua yfir?________ „Þeir eru æði margir. Fyrst og fremst tel ég mikUvægt að forsetinn hafi reynslu og þekkingu á lífshátt- um þjóðarinnar, sögu og menningu. Ég held líka að það hjálpi að þekkja vel stjómskipun landsins og starfs- hætti sem tiðkast í stjómkerfinu." - Hverjar verða þínar áherslur á Bessastöðum, náir þú kjöri? „Það era fyrst og fremst þrír þættir sem ég mun hafa að leiðar- ljósi. Sá fyrsti snýr að virðingu fyr- ir stjómskipun landsins, ákvæðum í stjómarskrá um skyldur forseta- embættisins og grundvaUarreglum lýðræðis og þingræðis sem móta okkar stjómskipun. Þessir þættir hafa verið í föstum skorðum og ég tel mikUvægt að þeir verði það áfram. í öðm lagi tel ég mikUvægt að forsetinn sé virkur þátttakandi í þjóðlífinu. Hann á ekki að einangra sig á Bessastöðum eða láta stíf form binda sig um of. Forsetinn á að geta tekið þátt í lífi þjóðarinnar, í gleði og sorg. í þriðja lagi tel ég mikU- vægt að forsetinn styrki sess íslend- inga í heimi hraðra breytinga. Við vorum lengi vel minnsta þjóðin i Sameinuðu þjóðunum, nutum þeirr- ar sérstöðu á ýmsan hátt. Sérstaöa okkar er ekki lengur jafn sjálfgefin. Við þurfum, bæði forsetinn, aðrir ráðamenn og þjóðin öU, að leitast við að tryggja hag okkar í veröld- inni. Forsetinn getur gert það með því að opna dyr fyrir fjölmarga að- Ua, bæði í atvinnulífi og menningar- lífi, þjóðinni tU hagsbóta."___ - Hvaða álit hefur þú á þeim mikla kostnaði sem endurbæt- urnar á Bessastöðum hafa haft í för með sér?___________________ „Bessastaðastofa er ekki aðeins formlegt aðsetur forsetans heldur bygging á mjög sögufrægum stað. Ég taldi nauðsynlegt að endurbæta stofuna sjálfa. Ég þekki minna til annarra endurbóta. Hitt er alveg Ijóst að það má ekki haga málum þannig á Bessastöðum að þegar þjóðin liti þangað detti henni helst i hug eyðsla. Það verður leiðarljós bæði mitt og Guðrúnar að gæta hófs í hvívetna á Bessastöðum þannig að þjóðin geti borið virðingu fyrir þvi sem þar fer fram.“ - Hver er áætlaður kostnaður við þitt framboð?_____________ „A þessu stigi er erfitt að meta það. Við settum okkur það markmið að halda honum í algjöru lágmarki. Ef hægt verður að forðast auglýs- ingastríð þá er ég þeirrar skoðunar að þaö sé hægt að halda kostnaðin- um vel innan við þau mörk sem nefnd hafa verið. Þær tölur sem menn hafa nefnt, 20 til 30 milljónir, em alltof háar. Okkar markmið er að halda kostnaðinum töluvert inn- an við þau mörk. Ég vona að það takist." - Hvemig er fjármögnuninni háttað og hverjir leggja til pen- inga?__________________________ „Við höfum opnað sérstakan reikning í Landsbankanum þar sem einstciklingar og aðrir aðilar geta lagt inn framlög til kosningabarátt- unnar. Við tökum einnig á móti framlögum á kosningaskrifstofum okkar, bæði í miðstöðinni í Reykja- vík og úti um allt land. Hugsunin er sú að almenningur í landinu og aðr- ir geti lagt sitt af mörkum.“__ - Er þetta farið að skila sér? „Já, það hafa æði margir komið á kosningamiðstöðina og lagt fé í kosningasjóðinn. Einnig finnum við fyrir áhuga um landið þar sem við höfum verið. Mér hefur fundist gaman að hitta nokkuð marga aldr- aða íslendinga sem hafa sagt frá því að hafa lagt í kosningasjóð Ásgeirs Ásgeirssonar, Kristjáns Eldjárns, Vigdísar Finnbogadóttur og nú vilj- að leggja í minn sjóð.“ Öll gerum við einhver mistök - Telurðu eitthvað í þinni for- tíð sem stjórnmálamanns sem gæti skaðað þig sem forseta? „Nei, það held ég ekki. Aður en ég tók þessa ákvörðun velti ég því fyr- ir mér hvort störf mín frá fyrri tíð kynnu að skapa einhverja érfið- leika. Ég var sannfærður um að það væri ekki að minni hálfu. Spuming- in væri hvort það myndi vera í huga þjóðarinnar. Auðvitað gerum við öll einhver mistök í okkar störf- um. En ég tel ekki að mín séu þess eðlis að það eigi að vera mér hindr- un. “ Yfirheyrsla Bjöm Jóhann Bjömsson - Sæmir það þjóðhöfðingja að hafa f sinni þingmannstíð sagt forsætisráðherra búa yfir skít- legu eðli?_____________________ „A vettvangi stjómmálanna faUa oft á tíðum orð í hita leiksins, það er eðli stjómmálabaráttu og þannig var í þessu tilviki. Þau hafa hins vegar ekki haft þau áhrif að við Davíð Oddsson höfum ekki getað átt góðar samræðustundir eða starfað saman að sameiginlegum verkefn- um. Það gerðum við bæði áður fyrr, þegar ég var fjármálaráðherra og hann borgarstjóri, og á síðari ámm eftir að ummælin féllu. Á undan- fömum mánuðum hef ég m.a. í um- boði hans og borgarstjóra verið að vinna að undirbúningi hátíðarhalda í tilefhi af 10 ára afmæli leiðtoga- fundarins i Höföa. Ég tel að ummæl- in muni ekki skapa erfiðleika í sam- starfi okkar Davíðs.“ Erfiðasta ákvörðunin - Nú áttir þú sem fjármálaráð- herra stóran þátt f því að setja umdeild bráðabirgðalög á opin- bera starfsmenn sem höfðu m.a. í för með sér að kjör þeirra rým- uðu. Telurðu þig hafa stuðning þeirra í dag?__________________ „Þessi ákvörðun var einhver sú erfiðasta sem ég hef nokkurn tím- ann þurft að taka. Þeir tveir kostir sem við mér blöstu vom báðir á þann veg að það var ekki hægt að ná niðurstöðu þannig að hún yrði talin farsæl. Annars vegar að láta kjarasamninginn standa og hleypa þjóðinni inn í gamla tíma óðaverð- bólgu og efnahagslegs óstöðugleika og hins vegar að breyta samningn- um á þann hátt sem gert var og reyna að varðveita það sem okkur var að takast að skapa í fyrsta sinn í áratugi; efnahagslíf án verðbólgu og með stöðugleika. Ég taldi að þeir hagsmunir væm mikilvægari en hinir. Ákvörðunin var sömuleiðis erfið þvi ég gerði mér grein fyrir því að ég myndi bera hana með mér alla ævi.“_____________________ - I tíð þinni sem fjármálaráð- herra varstu gagnrýndur fyrir kaup á gagnagrunni, sem lítið gagnaðist fyrir rfkið, og skulda- bréf af hinu gjaldþrota fyrirtæki Svörtu og hvítu og nánast gefið Þormóð ramma. Þú óttast ekki upprifjun á þessum málum í kosningabaráttunni?____________ „Sjálfsagt munu einhverjir reyna að gera það, eins og dæmi hafa sýnt í blöðum. Þessi mál em ólík í eðli sínu. Hvað Svart á hvítu varðar þá var það mál hluti af kerfi sem haföi tíðkast um árabil í fjármálaráðu- neytinu, að ríkið gekk ekki að fyrir- tækjum vegna skulda heldur reyndi að veita gjaldfresti til að leyfa þeim að starfa sem lengst. Ég sannfærðist um það eftir nokkum tíma í fjár- málaráðuneytinu að þetta kerfi var rangt. Þannig að ég tók þá ákvörðun á öðra ári mínu í ráðuneytinu að leggja þetta kerfi niöur. Varðandi Þormóð ramma þá var um að ræða fyrirtæki sem ríkið haföi tapað á hundruðum milljónum um árarað- ir. Það var skynsamlegt fyrir ríkið að selja það öðrum, bæði til að tryggja fyrirtækið í sessi og efla at- vinnulíf á Siglufirði. Reynslan sýnir að þetta er einhver árangursríkasta aðgerð sem gerð hefur verið i að breyta rikisfyrirtæki í einkafyrir- tæki. Hún hefur tekist með þeim hætti að atvinnulífið á Siglufirði hefur aldrei verið traustara í 30 ár.“ - Eftir því var tekið á Alþingi siðustu mánuðina áður en þú tU- kynntir framboð að þú lést lítið á þér bera, ekki sist í umdeildum málum, sitjandi í stjórnarand- stöðu. Varstu búinn að ákveða framboð strax í haust?“_________ „Nei, það er víðs fjarri. Astæðan fyrir því að ég hagaði störfum mín- um í þinginu á annan hátt en áður var einfaldlega fólgin í þeim þátta- skilum sem urðu í mínu lífi þegar ég lét af forystu í Alþýðubandalag- inu. Ég ætlaði mér ekki að vera ökumaður sem sæti í aftursætinu og héldi áfram að stýra. Það væri eðlilegt að skapa nýrri forrystu svigrúm til að gera sig gildandi.“ Þjóðin sækir sér forseta - Fylgi við þig hefur mælst allt yfir 70 prósent í undanförnum skoðanakönnunum. Hvemig skýrirðu þetta mikla fylgi?_____ „Skýringin er ef til vill sú að hvað sem líður vangaveltum fjöl- miðla eða forystumanna í þjóðfé- lagsmálum þá sé þið samofið vitund þorra íslendinga að hver og einn beri persónulega ábyrgð á þvi að TClja forseta. Með ákveðnum hætti hafi sú skoðun myndast hjá fólki að þjóðin sæki sér forseta inn á ákveð- ið svið. Þjóðin sótti forseta á svið þjóðmála þegar Ásgeir Ásgeirsson var valinn, hún sótti hann í Þjóð- minjasafhið þegar Kristján Eldjárn var valinn og hún sótti hann í heim menningar og lista þegar Vigdís Finnbogadóttir var valin. En hvert sem þjóðin sækir forsetann þá bygg- ist það fyrst og fremst á einstakling- um og eiginleikum hans til að axla þessa ábyrgð. Það er enginn vett- vangur í okkar þjóðfélagi sem í sjálfu sér elur menn upp til að vera forseti. Heldur er það hið persónu- lega samband þjóðarinnar annars vegar og einstaklinganna sem i framboði em hins vegar sem ræður úrslitum. Menn fæðast ekki sem for- setar á íslandi, sem betur fer.“ - Verði af ffamboði Jóns Bald- vins, óttastu að það eigi eftir að spilla fyrir þinu framhoði?_____ „I ljósi minnar eigin reynslu þá tel ég að sérhver einstaklingur, hvort sem það er Jón Baldvin eða annar, eigi sjálfsagðan rétt að fá að vega það og meta ásamt fjölskyldu sinni hvort hann eða hún tekur ákvörðun um að fara í framboð. Það er á engan hátt við hæfi að ég eða aðrir séu að fjalla um það. Ég mun hins vegar hafa það að leiðarljósi gagnvart öllum frambjóðendum, að ég lít ekki á þá sem mótframbjóð- endur mina heldur meðframbjóð- endur í því sameiginlega verkefni íslensku þjóðarinnar að velja sér forseta.“_______________________ - Fagnarðu þá framboði Jóns Baldvins?_______________________ „Eg tek enga persónulega afstöðu til þess eða annars framboðs. Það er hvorki sæmandi né eðlilegt í mín- um huga.“_______________________ -Ertu sigurviss?_____________ „Eg hef ekki metið hlutina með þeim hætti. Hins vegar þykir mér mjög vænt um þann mikla stuðning sem fram hefur komið, sérstaklega breiddina í þeim stuðningi. Ég tek þeim örlögum sem úrslit kosning- anna munu fela í sér, hver svo sem þau kunna að verða.“ -bjb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.