Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Blaðsíða 4
éttir LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 ^ Alþýðusambandsþing hefst í Kópavogi á mánudag: Otti við heiftar- leg stéttaátök - vona aö menn nái sáttum á þinginu, segir Halldór Björnsson, formaður Dagsbrúnar Ég hef vissar áhyggjur af uppstill- ingu til forsetagengisins í ASÍ en vona að menn nái sáttum," segir Halldór Björnsson, formaður Dags- brúnar, um forystukreppuna í ASÍ en þing sambandsins hefst eftir helgina. Orð Halldórs eru samnefnari fyr- ir áhyggjur fjölmargra í forystusveit Alþýðusambandsins sem óttast heiftarleg átök milli stærstu hópanna eða sambandanna innan ASÍ á komandi þingi. Þessir hópar eru verkamenn, sem eru fjölmenn- astir, verslunarmenn og iðnaðar- menn, en óánægja er hvaö mest meðal verkamanna og þeir knýja hart á um breytingar á forystu ASÍ og telja að núverandi forysta hafi brugðist. í þeim efnum vísa menn til niður- stöðu launanefndar ASÍ um að for- sendur síðustu kjarasamninga stæð- ust og því ekki ástæða til að segja þeim upp. Þeir sem harðastir eru í andstöðu gegn núverandi ASÍ-for- ystu segja að þar með hafi forystan veitt sjálfri sér náðarhöggið. Erfðaprins Benedikts Menn sem standa Benedikt Dav- íðssyni nærri og DV hefur rætt við telja að Benedikt muni ekki ætla að gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem forseti ASÍ og leggi hart að Grétari Þorsteinssyni, formanni Samiðnar, með að gefa kost á sér. „Það hafa auðvitað margir verið í umræðunni en ég hef ekki bent á neinn sérstakan," segir Benedikt þegar þetta er bórið undir hann Hervar Gunnarsson hefur lýst því yfir að hann muni gefa kost á sér á ASÍ-þinginu til forseta ASÍ, en Her- var er formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Akraness. Maður sem stendur framarlega í forystusveit Verkamannasambandsins segir að ólíklegt sé að samkomulag náist á þinginu um kosningu Hervars þar sem stuðningur við hann sé ekki eindreginn innan Verkamannasam- bandsins, hvað þá annars staðar. í skjóli ósamkomulags En þótt félagar innan VMSÍ og Landssambands verslunarmanna séu fjölmargir á þeirri skoðun að völd iðnaðarmannanna innan ASÍ séu of mikil og hafi haft þær afleið- ingar að kjör fyrrnefndu hópanna eru eins og þau eru, - léleg, þá muni þeir ekki koma sér saman um fram- boð til nýrrar yfirstjórnar ASÍ, þ.e.a.s. forseta og varaforseta. Þegar sé búið að leita með logandi ljósi og ekkert ótvírætt foringjaefni hafi fundist. Líklegast sé því að Benedikt Dayíðsson sitji áfram sem forseti ASÍ eða þá að nýr forseti, sem Bene- dikt sjálfur muni benda á sem sinn eftirmann, setjist í stólinn. Þessi maöur verði sem sé Grétar Þor- steinsson. . Viðmælandi DV óttast að svo kunni að fara að þingið muni litast af hatrömmum átökum mflli starfsstétta innan ASÍ, einkum þó milli Verka- mannasambandsins og annarra stétt- arfélaga og -sambanda, og þau átök samhliða áhugaleysi almennra félags- manna í verkalýðsfélögum muni veikja ASÍ og þingsins verði minnst í sögunni sem upphafinu að endalok- unum. „Ég vona að svo verði ekki," segir Benedikt aðspurður hvort stéttaátök séu í uppsiglingu. „Verkamannasam- bandið hefur verið langstærsti aðilinn innan ASÍ, bæði með tilliti til fjölda fé- lagsmanna og einnig með langstærsta hópinn inni í miðstjórn og því ráðið ferðinni að langmestu leyti. Mér fynd- ist þvi eðlilegra að gagnrýni á stefnu og störf kæmi frá öðrum en þeim," segir Benedikt Daviðsson. -SÁ Brúðarpar DV fær 300 þúsund krónur til að kaupa fyrir i gegnum smáauglýsingar: Bað hennar á hnján- um í drullupolli ,',Við sáum auglýsinguna, ákváð- um bara að slá til og það var frá- bært að vera valin. Auglýsingarnar í blaðinu hafa vakið mikla athygli og fólk hefur tengt okkur við ýmis fyrirtæki, forsetaframbjóðendur og Frið 2000 en við höfum haldið þessu leyndu þar til nú," segja Jarþrúöur Guðnadóttir og Einar Sigurðsson, brúðarpar DV, en þau voru válin úr fjölmörgum umsækjendum þegar DV auglýsti eftir fólki 1 brúðkaups- hugleiðingum. DV gefur þeim 300 þúsund króna brúðargjöf sem þau munu síðan nota til þess að byggja upp framtíðarheimili í gegnum smá- auglýsingar DV. „Við vorum aðeins búin að velta þessu upp og mig langaði til þess að bera bónorðið upþ á frumlegan hátt. Ég var búinn aö hugsa mig lengi um og mér datt ekkert annað í hug en - segir Einar um kvonfang sitt, Jarþrúði að fara með hana upp í Öskjuhlíö í hádegi á mánudegi, krjúpa ofan í drullupoll með blómvönd fyrir aftan bak. Það gekk eftir, hún sagði já," segir Einar. Jarþrúður segir bón- orðið hafa komið sér á óvart því hún hafi talið að það væri svo mik- ið um að vera hjá þeim á þessu ári að brúðkaup væri ekki á dagskrá. „Ég hélt við ætluðum að fara að fá okkur pylsu," segir Jarþrúður. „Við erum alveg sammála um umgjörðina. Stóri dagurinn verður 17. ágúst og undirbúningurinn hef- ur staðið frá því að ákvórðunin var tekin í mars. Við leggjum mikið upp úr tónlistarflutningi, bæði í veisl- unni og í kirkjunni og síðan verður dansað fram á kvöld. Við ætlum að hafa matarveislu og það á að verða gaman," segir Jarþrúður. Einar og Jarþrúður kynntust fyr- Forsetaframbjóðendur á ferðinni - víða um Forsetaemin verða á ferðinni um helgina, jafnt erlendis sem hér á landi, enda baráttan komin á fullt. Gu'ðrún Agnarsdóttur verður á Noröurlöndun- um, fundar í Jónshúsi i Kaupmanna- höfh í dag, í félagsheimili íslendinga- félagsins í Gautaborg á morgun. Á mánudag verður hún í Helsinki í tengslum við aðalfund norrænna krabbameinsfélaga og á þriðjudag hittir hún íslendinga í Stokkhólmi á leiðinni heim. Guðrún Pétursdóttir og Ólafur Hannibalsson taka á móti gestum á Hótel Borg annaö kvöld og bjóða al- menningi upp á fjolbreytta skemmti- dagskrá með tónlist, ljóðaupplestri og ávörpum. Ólafur Ragnár Gfímsson og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir verða á ferðinni helgina um Noröurland um helgina en fram- boðskynning þeirra hófst formlega á fimmtudag. I dag verða þau á Dalvík og Ólafsfirði og á Akureyri og Húsa- vík á morgun. Síðan taka Austfirðir við eftir helgi. Pétur Kr. Hafstein og Inga kona hans verða á feröinni í höfuðborginni um helgina, kíkja m.a. í Kolaportið og Granda og verða viðstödd kóramót i Grafarvogskirkju á morgun. Guðmundur Rafn Geirdal sagði víð DV að hann ætlaði að einbeita sér að söfnun meðmælenda um helgina. I gær höfðu 240 manns lýst yfir stuðn- ingi við hann. Þótt vika væri til stefnu,, sagðist hanii hvefgi bangin'n. Hann ætlaði að skila inn nöfnum méðmæl- enda þótt tilskilinn fjöldi næðist ekki. -bjb Þetta er mikil búbót og verður til þess að við getum boðið fjöiskyIdunni í mat fyrr en ella. Borðstofuborðið hefði annars ekki verið á fjárhagsáætlun fyrr en eftir tvö ár, segja brúðhjónin tilvonandi, Jarþrúður Guðnadóttir og Einar Sig- urðsson. DV-mynd GS Vito - nýr fjölnotabfll frá Mercedes Benz sem verður frumsýndur um helgina. Ræsir hf.: Vito - nýr sendi- og fjöl- notabíll frá Benz Nýr fjölnotabfll, Vito, ffá Mercedes Benz verður frum- sýndur hjá Ræsi hf. um helg- ina. Þessi fjölnotabíll er til í ýsmum útfærslum, allt ffá því að vera rúmgóður „stórfjöl- skyldubfll" upp í það að vera hefðbundinn sendibfll. Sýndar verða fjórar gerðir, einn bfll með sætum og 110 hestafia dísilvél, tveir. lokaðir sendibflar með 108 og 110 ha. dísilvélum og einn gluggabíll með 113 hestafla bensínvél. Aðrar gerðir bfla verða einnig á sýningunni hjá Ræsi um helgina, þar á meðal bæði C- og E-línan frá Mercedes Benz, og allar gerðir fólksbíla frá Mazda. Sýningin hjá Ræsi er opin í . dag, laugardag, kl. 10 til 16 og frá kl. 12 til 16 á morgun, sunnudag. Djúpivogur: Biskup vígir nýja kirkju Dy Djúpavogi: Það verður mikúl hátíðisdag- ur hér á Djúpavogi sunnudag- inn 19. maí þegar ný, stórglæsi- leg kirkja verður vígð af biskupi íslands, herra Ólafi Skúlasyni. Athöfnin hefst kl. 15 og er búist við fjölmenni. Séra Sjöfh Jóhannesdóttir messaði í síðasta sinn í gömlu kirkjunni á uppstigningardag en gamla kirkjan hefur þjónað hlutverki sínu sem guðshús í rúmlOOár. Ingimar Sveinsson, fyrrver- andi skólastjóri, rifjaði upp sögu kirkjunnar í stuttu máli. Þar kom ffam að heimildir eru um kirkju á Hálsi frá 1200. Þann 8. mars 1892 fauk Hálskirkja og var byggð ný kirkja á Djúpavogi 1893. Ýmsar minningar tengdar gömlu kirkjunni flugu gegnum huga kirkjugesta - viss tregi og söknuður þegar Söfn lýsti því yfir að gamla kirkjan væfi nú hætt að þjóna hlutverki sínu sem guðshús safnaðarins. -HEB u » I í Gamla og nýja kirkjan á Djúpa- vogi. \-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.