Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Blaðsíða 53
r LAUGARDAGUR 18. MAI1996 Saumað á skinni og kniplað á skríni er yfirskrift fyrirlesturs Elsu E. Guðjónsson, textíl- og búninga- fræðings, á vegum Heimilisiðnað- arskólans í Norræna húsinu í dag kl. 14.00. Borgarafundur um gæludýrahald Dýraverndunarfélag íslands gengst fyrir borgarafundi um gæludýrahald í þéttbýli á morgun kl. 14.00 að Hótel Borg. Samkomur Opið hús Bahá'íar eru með opið hús að Álfabakka 12 í Mjódd kl. 20.30. All- ir velkomnir. Önf irðingaf élagið í Reykjavík heldur aðalfund á morgun kl. 14.00 að Borgartúni 6 (gömlu Rúg- brauðsgerðinni). Að honum lokn- um verður lokadagskaffi til kl. 18.00. Gallerí Listsnilli verður með sumarsýningu í gall- eríinu, Reykjavíkurveg 62, á milli kl. 14.00 og 17.00 á morgun. Mig dreymir ekki vitleysu 1 Höfundasmiðju Leikfélags Reykjavíkur verður í dag sýndur einþáttungurinn Mig dreymir ekki vitleysu eftir Súsönnu Svavarsdótt- ur. Að sögn Súsönnu fjallar leikrit- ið um kærleikann, raunveruleikann og skuldbindingar í heimi skipu- lags, forsjárhyggju og hæfni. Þar segir frá fullorðnum hjónum sem standa frammi fyrir því að þurfa að Leikhús búa hvort á sínum staðnum. Sús- anna segir að verkið sé ádeila á þjóðfélag þar sem öllu er stjórnað með hagfræðinni; fyrirtækjum, stofnunum, félagssamtökum og mannlegum samskiptum. Með hlutverkin í sýningunni fara Rúrík Haraldsson, Margrét Ólafs- dóttir, Theodór Júlíusson og Jó- hanna Jónas. Leikstjóri er Ásdís Skúladóttir. Sýningin er í Borgar- leikhúsinu og hefst kl. 16.00. Messa í D-dúr Á morgun mun Kór Tónlistar- skólans á Akureyri meðal annars fiytja messu í D-dúr eftir Antonin Dvorak á tónleikum í Akureyrar- kirkju sem hefjast kl. 17.00. Allur aðgangseyrir rennur óskertur til söfhunarinnar Börnin heim. Þetta eru aðrir tónleikar kórsins sem stomaður var síðastliðið haust. Stjórnandi kórsins er Michael Jón Clarke. Tónleikar Próftónleikar í Nýja tónlistarskólanum Elsa Herjólfsdóttir fiðluleikari flytur áttunda stigs próftónleika sína í sal skólans í dag kl. 12.30. Elsa er nemandi Zbigniews Dubiks. Hún leikur verk eftir Moz- art, Bach, Paganini, Mendelssohn og Wieniawski. Tónleikarnir eru öllum opnir og er aðgangur ókeyp- is. Kór eldri borgara Kór eldri borgara á Akranesi heldur tónleika í Safnaðarheimil- inu Vinaminni á morgun kl. 17.00. Srjórnandi kórsins er Dóra Líndal. Léttskýjað víða á landinu í dag ætti sólin að brosa í flestum landshlutum, alla vega einhvern hluta dagsins. Það verður norðaust- an gola eða kaldi og smá skúrir á Veðrið í dag Austfjórðum og suðaustan til á land- inu, en annar sstaðar verður létt- skýjað. Hitastigið verður til 12 stig , hlýjast verður á Suðvesturlandi, en annars er nokkuð jafn hioti, nema a kalt verður á norðausturhorninu. Sólarlag í Reykjavík: 22.49 Sólarupprás á morgun: 3.59 Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.10 Stórstreymi Árdegisflóð á morgun: 7.31 • • V V ^VeðuVkl. 12?dag Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri úrkoma í grennd 10 Akurnes skýjaö 7 Bergsstaöir alskýjað 8 Bolungarvík skúr á síð.klst. 6 Egilsstaöir hálfskýjað 10 Keflavíkurflugv. rigning 7 Kirkjubkl. rigning 6 Raufarhöfn hálfskýjað 5 Reykjavík rigning 7 Stórhófði rigning 5 Helsinki úrkoma í grennd 6 Kaupmannah. rigning 8 Ósló skýjað 7 Stokkhólmur skýjaó 6 Þórshófn skýjað 6 Amsterdam þokumóða 9 Barcelona mistur 20 Chicago alskýjað 14 Frankfurt skýjaó 20 Glasgow hagél ásíð.kls. 10 Hamborg skýjaó 15 London skýjað 9 Los Angeles þokumóða 16 Lúxemborg skýjað 17 París rign. á síð.kls. 14 Róm hálfskýjað 21 Mallorca skýjaó 22 New York alskýjað 12 Nice skýjað 20 Nuuk alskýjað 4 Vin skýjaö 22 Washington þokumóöa 16 Winnipeg alskýjaó 11 Tjarnarkvartettinn í Gerðubergi: Sönglög frá ýmsum tímum í dag kl. 17.00 heldur Tjarnarkvartett- inn tónleika í Gerðubergi. Sem fyrr er dagskrá Tjarnarkvartettsins fjölbreytt, má þar nefna ný sönglög eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, sem samin eru fyr- ir kvartettinn og einnig ýmsar nýstár- legar útsetningar á íslenskum söng- og dægurlögum allt frá Sigvalda Kaldalóns til Spilverks þjóðanna. Allt efni er flutt án undirleiks. Tjarnarkvartettinn hefur á síðustu árum vakið athygli fyrir vandaðan flutning á sönglögum úr ýmsum áttum og frá ýmsum tímum. Kvartettinn er Skemmtanir skipaður þeim Kristjáni Hjartarsyni, bassa, Hjörleifi Hjartarsyni, tenór, Krisrjönu Arngrímsdóttur, alt, og Rðsu Kristínu Baldursdóttur sópran. Þau hafa starfað saman í sjö ár og á þeim tíma komið víða fram bæði hér á landi og erlendis og sent frá sér tvær geisla- plötur. Stutt er síðan sýndur var sjón- varpsþáttur um kvartettinn. Tjarnarkvartettinn kemur úr Svarfaðardal og skemmtir í Gerðubergi í dag. Myndgátan gsonn 61 l Andy Garcia leikur aðalhlutverk- ! ið, fyrrum glæpamann sem geng- : ur undir nafninu Dýrlingurinn. j Dauðadæmdir 1 í Denver Regnboginn hefur að undan- förnu sýnt sakamálamyndina Dauðadæmdir í Denver (Things to Do in Denver when You're Dead). Aðalpersónan er fyrrum glæpamaður, Jimmy, sem gengur undir nafninu Dýrlingurinn. Dag einn er hann kallaður óvænt til fundar við fyrrum foringja sinn, sem vill fá hann til að vinna fyr- ir sig ákveðið verkefni og setur fram tilboð sem Jimmy getur ekki hafnað. Verkefnið felst í því að vekja ótta og hræða líftóruna úr manni sem er í tygjum við fyrrum kærustu sonar hans. Jim- my ákveður að safna saman nokkrum gömlum félögum og fá þá í lið með sér. Eftir góðan und- irbúning eru allir tilbúnir til að láta til skarar skríða. Nóttina Kvikmyndir sem verkið skal innt af hendi fer þó allt úrskeiðis og verkefnið fer j gjörsamlega út um þúfur og það slíkar fyrrum yfirmanni Jimmys j illa og setur mann til höfuös hon- lum. Nýjar myndir Háskólabió: 12 apar Laugarásbió: Bráöur bani Saga-bíó: Stolen Hearts Bióhöllin: Last Dance Bióborgin: Executive Decision Regnboginn: Apaspil Stjörnubfó: Mary Reilly Gengið Almennt gengi Ll nr. 97 17.maí 1996 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollqeimi Dollar 67,070 67,410 66,630 Pund 101,570 102,090 101,060 Kan. dollar 48,950 49,260 48,890 Dönsk kr. 11,3590 11,4190 11,6250 Norsk kr. 10,2110 10,2680 10,3260 Sænsk kr. 9,9430 9,9970 9,9790 Fi. mark 14,2310 14,3150 14,3190 Fra. franki 12,9360 13,0100 13,1530 Belg. tranki 2,1321 2,1449 2,1854 Sviss. franki 53,4900 53,7900 55,5700 llull. gyllini 39,2200 39,4500 40,1300 Þýskt mark 43,8600 44,0800 44,8700 It lira 0,04316 0,04342 0,04226 Aust. sch. 6,2300 6,2680 6,3850 Port. escudo 0,4263 0,4289 0,4346 Spá. peseti 0,5245 0,5277 0,5340 Jap. yen 0,62920 0,63300 0,62540 Irskt pund 104,740 105,390 104,310 SDR/t 96,81000 97,39000 97,15000 ECU/t 82,3900 82,8900 83,3800 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 Nær ekki upp f nefið á sér Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði Fyrsti stórleikur sumarsins Nú er deildabikarkeppninni og Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu lokið og nú er komið að sjálfu ís- landsmótinu sem hefst í öllum deildum næstu daga, en áður en sú keppni hefst verður innbyrðis viðureign milli meistara síðastlið- ins árs. í meistarakeppninni að þessu sinni leika ÍA, sem varð ís- Iþróttir landsmeistari, og KR, sem varð bikarmeistari. Leikur þeirra hefst kl. 15.00 í dag á Laugardalsvellin- um. Á morgun hefst svo keppni í 1. deild kvenna og eru fjórir leikir á dagskrá. ÍBV leikur á heimavelli gegn ÍA, KR tekur á móti Stjörn- unni, Afturelding leikur gegn ÍBA og stórleikur dagsins er í Kópa- vogi þar sem Breiðablik leikur gegn Val. Allir leikirnir hefjast kl. 14.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.