Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Blaðsíða 6
s
iItlönd
LAUGARDAGUR 18. MAI 1996
stuttar fréttir
Vísað úr landi
Bretar ákváðu að vísa fjórum
| rússneskum sendiráðsmönnum úr
I landi þegar fréttist að Rússar
mundu gera slíkt hið sama við
fjóra Breta í Moskvu.
Styðja Jeltsín
Leiðtogar
sjálfstæðra
ríkja fyrrum
Sovétlýðvelda,
sem óttast að
glata sjálf-
stæði sínu nái
kommúnistinn
Gennady
Zjúganov kjöri
sem forseti,
ákváðu að styðja Borís Jeltsín til
endurkjörs. Niðurstöður skoöana-
kannana stangast á.
Vernda rétt sinn
Warren Christopher, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, sagðist
ekki vilja í viðskiptastríð við Kin-
verja en að Bandaríkjamenn
mundu verja hagsmuni sína hvað
varðar höfundarréttarmál.
Fóru yfir landamærin
Sjö norður-kóreskir hermenn
fóru aðeins yflr landamærin að
Suður-Kóreu en sneru aftur þegar
suður-kóreskir hermenn skutu við-
vörunarskotum.
Varar við Kúrdum
Mesut Jilmas, forsætisráðherra
Tyrklands, varaði Þjóðverja að
taka við kúrdískum flóttamönnum
en þeir væru njósnarar Verka-
mannaflokks Kúrdistans sem bann-
aður er í Tyrklandi.
Æfingar grenna
Læknar sem þinga á Spáni sögðu
líkamsæflngar lykilinn að því að
grennast.
Miðstöð falsara
Belgía er að verða miðstöð fals-
ara en lega landsins lokkar að inn-
flutning alls kyns eftirlíkinga, alft
frá geislaplötum til skófatnaðar.
Styðja Peres
Leiötogar
minnihluta-
hóps araba í
ísrael hvöttu
araba tii að
veita Símoni
Peres at-
kvæði sitt i
þingkosning-
unum 29. maí.
Kosið aftur
Talsmenn nýrrar ríkisstjóm-
ar hindúa á Indlandi, sem
stendur tæpt gagnvart boðaðri
vantrauststillögu í þinginu síð-
ar í mánuðinum, segja aö Ind-
verjar gætu þurft að ganga til
kosninga á ný takist andstæð-
ingum ætlunarverk sitt.
Dole hættir
Bob Dole, væntanlegur for-
staframbjóðandi repúblikana,
sagði þingsæti sínu lausu svo
að hann geti helgað sig kosn-
ingabaráttunni. Reuter
Eldsneyti á heimsmarkaði:
Enn lækkar
bensínið
455 kílóa þungur maöur aö niðurlotum kominn:
Fluttur úr húsinu
með gaffallyftara
Gríðarlega feitur maður sem veg-
ur ein 1000 pund eða 455 kíló var
fluttur af heimili sínu í New York
og lagður inn á sjúkrahús. Til að ná
manninum út úr húsinu heima hjá
sér var ekki annað til ráða en að
taka rúðu og gluggakarm úr og not-
ast við gaffallyftara.
Maðurinn, Michael Hebranko, er
svo Ula á sig kominn vegna offitu að
hann getur ekki gengið. Hann þjáist
af hjartveiki, drepi í holdi, samfölln-
um æðum og vatni í lungum.
Hebranko, sem vó um 318 kíló á
tímabili, náði að létta sig í 90 kíló og
var þá talsmaður megrunargúrús-
ins Richards Simmons. En síðastlið-
in tvö ár hefur hann stöðugt hætt
við sig.
„Ég féll eins og hver annar. Þetta
er ekki auðvelt," sagði Hebranko
sem telur offitu sína vera sjúkdóm á
sama hátt og eiturfíkn. „Þegar ég
byrja að borða get ég ekki hætt.
Hebranko hefur verið bundinn
við sófann á heimili sínu undan-
famar vikur. Hann hefur ekki getað
staðið í fætuma nema hálfa mínútu
í einu og notast við súrefnisgrímu
til að geta dregið andann. Hann hef-
ur vaflð sig lökum þar sem hann
kemst ekki í nein föt, enda er mitt-
ismál hans 110 tommur eða 279
sentímetrar.
Flutningur Hebrankos úr húsi
sínu dró að fjölda áhorfenda. Hann
var settur á kröftugar börur eins og
þær sem notaðar em til að flytja
hvali. Sjúkraflutningamenn höfðu
æft sig fyrir flutningana með því að
notast við 500 kílóa steypuklossa.
Offita Hebrankos kemur sérfræð-
ingum Alþjóða heilbrigðisstofnunar-
innar, WHO, ekki á óvart. Á ráð-
stefnu þeirra á Spáni í vikunni var
fullyrt að offita væri eins og illviðr-
áðanleg farsótt og heilsugæslustöðv-
ar yrðu fyrir offituflóðbylgju sem
helst mætti líkja við hamfarir. Meira
en helmingur ibúa sumra ríkja eru
of feitir og þjást af hjartasjúkdóm-
um, heilablóðfollum og sykursýki.
Þá hefur offita að auki ýmis sálræn
vandamál í för með sér. Reuter
Múgur og margmenni fylgdist með þegar Michael Hebranko, 455 kílóa maður, var fluttur af heimili sínu í New York
með gaffallyftara. Taka þurfti rúðu og gluggakarm úr til að koma honum út. Símamynd Reuter
Romano Prodi bretti upp ermarnar á Ítalíu:
Ný ríkisstjorn a mettíma
Romano Prodi, verðandi forsætis-
ráðherra ítaliu og fyrrum formaður
stærstu iðnfyrirtækjasamsteypu
landsins, setti nýtt met í gær þegar
hann tilkynnti um myndim nýrrar
ríkisstjómar 12 tímum eftir að hann
fékk stjórnarmyndunarumboðið.
Honum tókst það sem hann ætlaði
sér, að mynda ríkisstjóm innan 24
tíma. Hann lét hjátrúna ekkert
þvælast fyrir sér en ftölum stendur
stuggur af fostudeginum beri hann
upp á 17. dag mánaðarins á sama
hátt og aðrir telja fostudaginn 13.
óheilladag. Prodi, sem er raunsær
hagfræðingur, hefur þar með mynd-
að 55. ríkisstjórn Ítalíu frá stríðslok-
um og tekiö að sér erfiðasta starf í
landinu. Hann hefur aldrei setið á
þingi en sat um skamma hríð í rík-
isstjóm.
Prodi seg-
ist hafa staö-
ið við öll sín
loforð til
þessa: Mynd-
að ríkis-
stjórn á met-
tíma, en
venjulega
tekur það
margar vik-
ur, skipað fleiri konur en karla í
ráðherrastóla, tekið tillit til hinna
ýmsu arma bandalags Olífutrjánna,
sem hann leiddi til sigurs yfir Frels-
isfylkingu Silvios Berlusconis í
þingkosningunum og haldið jafn-
vægi milli norður- og suðurhluta
landsins.
Kommúnistar lengst til vinstri
hafa lofað ríkisstjóm Prodis stuðn-
ingi sínum. Á stefnuskrá hans er að
koma lagi á ríkisfjármálin, minnka
atvinnuleysi og stefna að þátttöku í
evrópsku myntbandalagi. Þá leggur
hann áherslu á endurbætur á
stjómarskránni svo koma megi á
langþráðum pólitískum stöðugleika
í landinu.
Við Prodi blasir að gera smækk-
aða útgáfu af fjárlögum sem gilda
eiga út árið og að semja við Norður-
deildina sem hefur það efst á stefnu-
skrá sinni að kljúfa Ítalíu í tvo
hluta. Hefð er fyrir vantrauststil-
lögu á nýja ríkisstjóm mjög fljótt
eftir myndun henar og hefur slík til-
laga verið boðuð á þriðjudag eða
miðvikudag. Reuter
Kauphallir og vöruverð erlendis |
Verð á eldsneyti á heimsmarkaði
hélt áfram að lækka í vikunni. Hrá-
olíutunnan fór af stað niður á við og
sem fyrr fylgdi bensínið fast á eftir.
Á skömmum tíma hefur 95 og 98
oktana bensín á erlendum mörkuð-
um lækkað mn tæp 5 prósent, eða
svipað og hráolían.
Dow Jones hlutabréfavísitalan í
Wall Street virtist á hraðri uppleið
þegar viðskiptum lauk á fimmtu-
dag. Talan var að nálgast sögulegt
met en þetta hefur gerst um leið og
Nasdaq- vísitalan hefur slegið hvert
metið á fætur öðra. Svipuð þróun
hefur verið í öðram helstu kaup-
höllum heims, hlutabréfaverð er
greinilega að hækka eftir lægð um
nokkum tíma. -Reuter
DV
Óvænt sjón
mætti ísraelsk-
um hermönnum
ísraelskir hermenn, sem geng-
ust inn á að leyfa kvenkyns her-
manni að veita sér munngælur,
svo fremi sem þeir létu binda fyr-
ir augun á sér urðu heldur en
ekki hissa þegar einn þeirra
kíkti. Honum til furöu sá hann
karlkyns liðsforingja veita
nefnda þjónustu.
ísraelsk dagblöð segja að
orðrómur hafi gengið í tiltekinni
herstöð um að kvenkynshermað-
ur mundi veita nefnda þjónustu
ókeypis ef þiggjendur hennar
samþykktu að láta binda fyrir
augun. Að sögn var það til að
særa ekki blygðunarsemi „henn-
ar“. Fjöldi hermanna lét til leið-
ast. Herlögreglan rannsakar nú
máliö.
1 á móti 24 að
hin gagnorða
Anna Mjöll sigri
Norskir
veðbankar
meta mögu-
leika íslenska
lagsins í
Söngvakeppni
Evrópu, sem
fram fer í Ósló
í kvöld, ekki
mikla. Segja þeir möguleikana á
sigri Önnu Mjallar og Sjúbídú
vera 1 á móti 24. Svíar séu mun
líklegri, með möguleikana 2 á
móti 7, eða Bretar með 1 á móti 4.
Talið er að um 300 milljónir
Evrópubúa muni fylgjast með
keppninni í sjónvarpi. Norðmenn
hafa lagt mikið undir til að gera
hana sem glæsilegasta og hafa
svolitið meira „tempó“ til að
höfða betur til kynslóðar tónlist-
armyndbandanna. í fréttaskeyti
Reuters er fjallað um þá reglu að
hver þátttakandi verði að syngja
á eigin tungumáli. það geri að
verkum að fæstir textarnir skilj-
ist. En hin gagnorða Anna Mjöll
hafi séð við því að hluta með text-
anum: „Shoobedoo, shoobedoo, is
understood from Skagastroend to
Timbuktu."
Ákærðir fyrir
háö um
Tudjman
Tveir króatískir blaðamenn
verða dregnir fyrir dóm i júní,
ákærðir fyrir að hæðast á Franjo
Tudjman forseta. Blaðamennim-
ir starfa við tímaritið Feral Tri-
bune en málssóknin á hendur
þeim þykir hafa kastað Ijósi á
einræðistilhneigingar stjórn-
valda þrátt fyrir lýðræðislega
stjórnarskrá. í grein þeirra var
hæðst að þeirri hugmynd
Tudjmans að vilja endurjarðsetja
króatíska fasista við minningar-
athöfn um fórnarlömb þeirra
meðal gyðinga og Serba.
Blaðamennirnir eru ákærðir
fyrir að hafa gert Tudjman tor-
tryggilegan gagnvart lögum og
þeir eiga yfir höfði sér þriggja
ára fangelsi i samræmi við ný lög
sem segja að ekki megi ófrægja
leiðtoga.
Halda skrá yfir
barnaníðinga
Michael Howard, innanríkisráð-
herra Breta, segir að Bretar séu
reiðubúnir að hálda skrá yfir barn-
aníðinga svo lögregla geti fylgst
með ferðum þeirra og gerðum.
Howard tilkynnti þetta í kjölfar
lífstíðarfangelsisdóms yfir tveimur
barnaníðingum sem fundnir voru
sekir um að hafa rænt, nauðgað og
síðan myrt níu ár dreng.
Howard segir lagafrumvarp um
eftirlit með barnaníðingum nær
fúllbúiö en þaö er unnið í náinni
samvinnu við lögreglu og félags-
málayfirvöld. Með skránni vonast
yfirvöld að fá fleiri tækifæri til aö
notast við DNA-próf. Reuter
mmaaummmmm