Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1996, Side 18
18 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 UV Mánudagur 13. maí. Sautján dagar þar til listahátíö hefst. Ég vaknaði í morgunsárið við fuglasöng á sveitaheimili mínu að Þóru- stöðum í Ölfusi. Við Árni, bóndi minn, nut- um ristaða brauðsins og kaffitársins á með- an farið var yfir leifar helgarblaðanna. Þar sem við leigjum smáíbúð í bænum eru alltaf nokkrir búslóðaflutningar í gangi. Ég tíndi til möppur og tölvudiska frá Listahátíð, sem ég hefði nýtt mér við vinnu heima um helg- ina, og náði í nautakjöt af nýslátruðu úr frystikistunni. Síðan þeysti ég af stað á pickupnum yfir Hellisheiðina. Það var ljúft að aka austan í morgunkyrrð og sólskinsblíðu en leikurinn tók að æsast um leið og ég ók inn í borgina. Ég þurfti að koma mér vestur á Hringbraut með kjötið í kæli áður en haldið yrði til vinnu. Um leið og ég steig inn á skrifstofu Listahátíðar byrj- aði ballið. Ég var að fara á morgunfund í út- varpinu ásamt Sigurði Björnssyni, formanni framkvæmdastjórnar, til að semja um sölu Listahátíðar á efni í útvarp og sjónvarp og þurfti að undirbúa fundinn á meðan ýmis óvænt erindi dundu á mér. Við Sigurður sát- um langan fund í Efstaleitinu ásamt Mar- gréti Oddsdóttur, dagskrárstjóra útvarps, Signý Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Listahátíðar. DV-mynd GVA hefur úrslitavald um dagskrá hátíðarinnar. Efnisskrá funda er trúnaðarmál svo það fer ekki lengra. Tölvupóstur, pappírar og sím- hringingar biðu að loknum fundi klukkan fimm. Til dæmis náðum við Ómar Einarsson hjá íþrótta- og tómstundaráði saman en við erum með sameiginlegar áhyggjur vegna kostnaðar við atriði í Laugardalshöll. Enn einu sinni hugsaði ég á þessum undirbún- ingstíma Listahátíðar hvílík blessun það væri ef íslendingar ættu tónlistarhús. Að- standendur Laugardalshallar eru allir af vilja gerðir en höllin er jú íþróttahús og kostar ótrúlegar tilfæringar að breyta henni í tónleikahöll hverju sinni. Við Ómar grín- uðumst með að hún Anna Mjöll þyrfti endi- lega að vinna Eurovision svo við fengjum að setja upp þær viðbótarbreytingar sem til þarf í höllina. Afmæliskvöldverður Undir sjö dreif ég mig heim til að elda af- mæliskvöldverð fyrir Torfa, son minn. Jó- hann, eldri sonur Áma, sem býr hjá okkur, afboðaði sig í matinn vegna prófalesturs í Dagur í lífi Signýjar Pálsdóttur, framkvæmdastjóra Listahátíðar: A þönum frá morgni til kvölds Sigurði Valgeirssyni, dagskrárstjóra Sjón- varps, Guðmundi Emilssyni tónlistarstjóra og Herði Vilhjálmssyni fjármáiastjóra. Ókk- ur miðaði í samningaátt en boðað var til þriðja fundar um málið að lokum. Er á skrifstofuna var komið biðu mörg skilaboð og ég reyndi að sinna þeim allra nauðsynlegustu en hélt þó það loforð sem ég hef gefið sjálfri mér að sleppa ekki hádegis- leikfiminni hennar Lellu í Kramhúsinu nema líf liggi við. Væntanleg 21 árs afmælis- gjöf til Torfa Frans, sonar míns, beið nýs eig- anda svo ég kom við hjá honum á leiðinni í vinnuna. Þá náði ég líka í tillögu okkar ágætu hönnuða, Barkar og Dags á Mynda- smiðju Austurbæjar, að veggspjaldi Listahá- tíðar og fyrsta eintak af aðaldagskrá hátíðar- innar. I sólskininu fyrir utan skrifstofuna á Bernhöftstorfu biðu mín Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari, forsvarsmaður Zilla píanókvartettsins, og Hallfríður Ólafs- dóttir flautuleikari, forsvarsmaður Camer- arctica, en báðir þessir kammermúsíkhópar eru með tónleika í Loftkastalanum á Lista- hátíð. Við funduðum um samninga. Tíminn of stuttur AUtof stuttur tími gafst á skrifstofunni til að annast ólokin erindi því vikulegur fram- kvæmdastjórnarfundur Listahátíðar átti að hefjast klukkan þrjú. Mér tókst þó að líta á tillögu Listasafns íslands að sameiginlegu boðskorti safnsins og okkar vegna opnunar- hátíðarinnar 31. maí, sinna erindum vegna tónleika Heimskórsins, tæknilegum atriðum við danssýningu Maureen Flemming í Loft- kastalanum o.fl. Meðal þeirra sem tókst að grípa í skottið á mér fyrir fundinn var Þór- unn Jónsdóttir, Menningarstofnun Banda- ríkjanna, sem hefur verið afar hjálpleg. Ein- ar Örn Benediktsson, samstarfsmaður minn, reifaði nokkur atriði sem tengdust bæði Klúbbi Listahátíðar og sýningum í Loftkast- alanum en við ákváðum að bíða betra næðis til að ræða málin. Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, fjölmiðlafúlltrúi hátíðarinnar, sagði mér frá ýmsu sem var á döfinni. Ég var enn að skrifa dagskrá fundarins þegar fulltrúar í framkvæmdastjórn mættu á svæðið. Hulda G. Geirsdóttir, annar samstarfsmaður minn, var búin að undirbúa fundinn að öðru leyti og ljósritaði jafnóðum gögn sem ég henti í hana. Nú er ekki pláss lengur til að funda á skrifstofu Listahátíðar svo leitað var skjóls á loftinu í Humarhúsinu. Þar mættu auk Sig- urðar formanns og okkar Huldu Þórunn Sig- urðardóttir, Silja Aðalsteinsdóttir, Anna Líndal og Óskar Ingólfsson en þetta ágæta listafólk myndar framkvæmdastjórnina sem Háskólanum og Árni hringdi af Hvaleyrinni þar sem hann var kominn í kvöldgolf. Nautakjötið kom nú að góðum notum í Stroganoffpottrétt. Ég ákvað að hafa þetta í anda barnaafmælanna - síðasta tækifærið úr því sonurinn var orðinn myndugur, keypti kók í gleri, sælgæti og ís í eftirmat. Við sátum svo bara sex við borðið, Torfi Frans afmælisbarn, Guðrún Jóhanna, átján ára dóttir mín, Melkorka Tekla, elsta dóttir- in, Kristján Hrafn, unnusti hennar, og Jón Páll, vinur og frændi Torfa. Þeir félagar eru að gera stuttmynd saman og áttu að hefjast næturtökur á Kaffibarnum undir miðnætti. Borðhaldið var hið skemmtilegasta. Þetta unga fólk er allt á kafi í listum og umræð- urnar voru fjörugar að vanda. Um miðnæt- tið stillti ég vekjaraklukkuna á sjö til að ná að skrifa þennan pistO í morgunsárið áður en vinna hæfist að nýju. Finnur þu fimm breytingar? 359 Þið ætlið þó ekki að fara strax? Klukkan er rétt hálffjögur og fjörið rétt að byrja. Nafn: _ Heimili: Vinningshafar fyrir þrjú hundruð fimmtugustu og sjöundu getraun reyndust vera: 1. Birkir Freyr Bjarkason 2. Þóra Karlsdóttir Rauðási 16 Gíslholti 110 Reykjavík 851 Hellu Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í Ijós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: SHARP vasadiskó með útvarpi að verðmæti kr. 7.100, frá Hljómbæ Skeif- unni 7, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur, að verðmæti kr. 1.790. Annars vegar James Bond-bókin Gullauga eða Goldeneye eftir John Gardner og hins vegar bók Luzanne North, Fin og rík og liðin lík. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 359 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.