Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Page 6
6 futlönd LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 JL>V Ríkisstjórn Belgíu samþykkir nýjar reglur: Sérstakur dómstóll ákvarð- ar um reynslulausn Ríkisstjórn Belgíu hefur sam- þykkt að herða reglur um reynslu- lausn dæmdra kynferðisafbrota- manna úr fangelsi. Þjóðin er enn slegin eftir að upp komst um klám- hring sem leiddur var af nauðgaran- um Marc Dutroix. Dómsmálaráðherra Belgíu, Stefa- an De Clerk, sagði á fréttamanna- fundi í gær að stjómin hefði einnig samþykkt að komið yrði upp sér- stökum dómstóli sem tæki á beiðn- um dæmdra kynferðisaíbrotamanna um reynslulausn. Eins og málmn er Nauögarinn Marc Dutroux var náöaöur mörgum árum áöur en dómi hans var fullnægt. háttað nú er það dómsmálaráðherra sem tekur slíkar ákvarðanir en þær byggir hann á áliti saksóknara, fé- lagsráðgjafa, sálfræðinga og starfs- manna fangelsa. De Clerk sagöi að dómsmálaráðherra myndi í framtíð- inni ekki koma nálægt ákvörðunum um reynslulausn kynferðisafbrota- manna. De Clerk sagði einnig að fórn- arlömb kynferðislegrar misnotkun- ar myndu fá meiri hjálp, kynferðis- afbrotamenn yrðu meðhöndlaðir á sérstökum stöðum og haft yrði meira eftirlit með lausn þeirra. Einnig sagði hann að unnið yrði að hetra alþjóðlegu samstarfi milli lög- reglusveita. Forsætisráðherra Belgíu, Jean- Luc Dehaene, sagði á fréttamanna- fundinum að stjórnin myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til að koma í veg fyrir að svona hörmuleg- ir hlutir endurtækju sig. Hann sagði að böm ættu skúið að eiga góða bamæsku og að það yrði að vemda þau og tryggja rétt þeirra. Reuter l stuttar fréttir Fannst í Hollandi Þýsk 10 ára stúlka, sem rænt var í Þýskalandi á mánudag, fannst í Hollandi í gær. Frænka ; hennar og nokkrir i félagi við I hana voru handtekin, gmnuð um að hafa rænt stúlkunni. Ná ekki flakinu Vandamál með tæki og | tækjabúnað veldur því að erfið- lega gengur að ná flaki Titanic af hafsbotni. Búið var að hífa f hluta af skipsskrokknum upp | þegar tækin gáfu sig og hann féll niður aftur. Enn mikið veik Móðir Ter- esa, sem legið hefur á sjúkrahúsi vegna hjart- veiki og malaríu, er enn í gjör- gæslu Flytja átti hana á al- menna deild á fimmtudag en líðan hennar er ekki góð. Leita aö líkum Björgunarmenn freista þess aö bjarga líkum þeirra sem fór- ust í flugslysinu í Noregi. Slæm veðurskilyröi hafa gert leitina erfiða en alls fórst 141 maður. Bill Clinton og Al Gore kampakátir á flokksþingi demókrata í Chicago. Samkvæmt skoöanakönnunum eykur Clinton forskot sitt á Bob Dole en hræösla hefur þó gripiö um sig eftir aö upp komst samband Dick Morris, áhrifaráögjafa forsetans, við vændiskonu. Símamynd Reuter Vill sættir Hussein Jórdaníukonungur hefur hvatt forsætisráðherra ísraels, Netanyahu, til að reyna aö ná sáttum við Palestínu- menn. Styður múslíma eiturlyfjaneyslu glæpamanna. Nelson Mandela, for- seti Suður-Afr- íku, styöur múslímahreyf- ingu í Höfða- borg í baráttu hennar gegn og hópum Reuter Jeltsín styður friðar- áætlanir Lebeds Samkvæmt fréttastofunni Inter- fax heimsótti Boris Jeltsín, forseti Rússlands, eiginkonu sína, Nainu, á spítala í gær. Eiginkona forsetans hefur verið nýmaveik og fór í upp- skurð af þeim sökum síðastliðinn laugardag. Fréttastofur í Rússlandi höfðu áður sagt að börn og barnaböm for- setahjónanna hefðu heimsótt for- setafrúna en að Jeltsín hefði aðeins talað við hana í síma. Jeltsín hefur enn ekki átt fund með Alexander Lebed, öryggisráð- gjafa Rússlands, en að sögn Viktors Tsjernomyrdins forsætisráðherra styður Jeltsín áætlun Lebeds um frið í Tsjetsjeníu. Jeltsín er enn í fríi fyrir utan Moskvu. Tsjemomyrdin forsætisráðherra sagðist hafa átt langt samtal við Jeltsín sl. fimmtudag þar sem for- setinn hefði samþykkt friðaráætlan- ir Lebeds. Lebed fór til Tsjetsjeníu snemma í gærmorgun til að vinna að upp- kasti að samningi um pólitíska framtíö Tsjetsjeníu. Hann sagði að stöðva yrði þau átök sem kostað hafa þúsundir manna lífið. Reuter Erlendar kauphallir: Sveiflukennt í London Enn eitt sögulega metið var sleg- ið i kauphöllinni í London í vikunni þegar FT-SE 100 hlutabréfavísitalan fór í 3918 stig. Daginn eftir, eða á fimmtudag, lækkaði vísitalan hins vegar aftur þegar hagtölur frá Bandaríkjunum juku líkur á vaxta- hækkun. Fjárfestar tóku sénsinn og þrýstu hlutabréfaverði niður. Ekki ósvipuð þróun átti sér stað í öðrum helstu kauphöllum heims þó ekki hefðu met verið sett víðar, verðið hækkaði á miðvikudag en lækkaði nokkuð daginn eftir. Þannig lækkaði Dow Jones i New York um heil 65 stig sem er mesta lækkun á einum degi frá því 15. júlí síðastliðinn. Heimsmarkaðsverð á bensíni tók óverulegum breytingum í vikunni um leið og hráolíutunnan hækkaði nokkuð. -Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis I Drekkur tvö glös af blóði á dag Texasbúinn Cayne Presley á a.m.k. eitt sameiginlegt með ' Dracula. Þau eru bæði blóðsugur. „Fólk gefur mér blóð og ég | býð því stundum upp á kynlíf í staðinn. Ég fer líka til slátrara í nágrenninu, sem gefur mér kúa- | blóð,“ segir þessi nútíma vamp- 1 íra sem vinnur sem næturvörð- ; ur í Texas. Cayne Presley, sem hefur i drukkið tvö glös af blóði á dag : frá því hún var níu ára, varð I fræg á einni nóttu eftir að hafa | sagt rithöfundi vísindaskáldrits frá blóðþorsta sínum. Hún segist s , ekki hafa átt von þessum miklu I viðbrögðum en hún fær ekki j frið fyrir íjölmiðlum víða um | heim sem ólmir vilja fá hana í viðtal. j „Ég býst við því að fólk líti á I mig sem viöundur. Það stoppar mig á götu og spyr hvort ég sé með vígtennur og hvort ég sofi i kistu. Sumir halda þvi fram að I ég líkist vampíru," segir Presley sem er hávaxin, grönn, með ;: svart hár og mjög fóla húð. Hún 1 klæðist alltaf svörtu og notar ; dökkrauðan varalit. I „Hvað sem hver segir þá er þetta það besta í heimi. Þetta er | miklu betra en kynlíf. Þegar ég sýg blóð tek ég undir handlegg- inn á viðkomandi og sýg svo I blíðlega úr honum blóðið. Marg- ir sem leyfa mér að sjúga úr sér blóð eru orðnir háðir því,“ segir | Presley sem er ekki eina vamp- | íran í Bandaríkjunum því talið er að um átta þúsund leggi þaö í I vana sinn að drekka blóð. Runninn lifnaði við Þeim brá heldur í brún þjóf- unum sem ætluðu að ræna veit- ingahús eitt I Fort Lauderdale. Þeir voru í þann mund að ráðast til atlögu þegar runni fyrir utan veitingastaðinn lifnaði við og byssu var beint að þeim. Þar var | á ferð lögreglumaöurinn Earl | Feugill. Hann var í gamla felu- búningnum sínum frá því í her- num. Hann hressti aðeins upp á j gamla búninginn og málaði sig i framan með grænu og svörtu til 1 að fullkomna verkið. Ekkert varð úr fyrirætlunum ræningj- ; anna og voru þeir settir bak við 1 lás og slá. Rauði krossinn var handbendi nasista Alþjóðanefnd Rauða krossins, sem segist vera ópólitískur vemdari þeirra sem minna I niega sin, er sökuð um aö hafa I verið stjómað af þýsku leyni- | þjónustunni í seinni heimsstyrj- | öldinni. Þetta kemur fram í banda- rískum leyniskjölum frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Því er haldið fram að sendifull- i j h'úar Rauða krossins hafi njósn- I aö fyrir Þjóðverja og gefið þeim hernaðarlega mikilvægar upp- lýsingar. Er þvi einnig haldið | fram að þeir hafi notað banda- Írísku utanríkisþjónustuna til aö koma skilaboðum til Þýska- ■ lands. Skjölin, sem ekki hafa fyrr lit- ið dagsins ljós, fundust er rann- sóknamefnd gyðinga var að blaða í skjölum til að reyna að hafa uppi á fómarlömbum helfararinnar. í skjalinu er sagt að nægar | upplýsingar séu fyrir hendi til : að draga þær ályktanir að sendi- | fulltrúar Rauða krossins hafi ; látið Þjóðverjum í té hernaðar- I lega mikilvægar upplýsingar. | Þar kemur einnig fram að sendi- fulltrúarnir hafi notað töskur j Rauða krossins til að koma und- i an ýmsum auðæfum nasista til Sviss. Þá er sagt að þeir hafi smyglað þýskum njósnurum yfir landamæri Evrópu. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.