Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Page 18
18 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 Ég vaknaði um tíuleytið og þessi dagur hófst eins og flestir aðrir dagar, með kúfullum diski af Cheeri- os og mjólk sem ég skófl- aði í mig yfir Mogganum. í huganum var enn mynd- in frá í gærkvöld en það er orðin nokkurs konar regla hjá mér að leigja mér gamla spólu daginn fyrir leik. í þetta sinn hafði vel tekist til því við kunningjarnir leigðum „Utangarðsmennina" í leikstjórn Francis Coppola. Fram undan var mikil- vægur leikur gegn Mozyr frá Hvíta-Rússlandi i Evr- ópukeppni bikarhafa og fór dagurinn að mestu í undirbúning fyrir leikinn. Við hittumst í hádeginu og höfðum stuttan fund þar sem nýjustu upplýs- ingar um andstæðingana voru veittar. Síðan var ör- stutt æfing og loks borð- uðum við saman kjúkling og pasta sem var listilega matreitt af sérstökum mat- reiðslumeistara liðsins, Óttari Magna. Sting undir geislanum Eftir matinn þurfti ég svo að kíkja til Þorgeirs sjúkraþjálfara sem hefur að mestu séð um að halda liðinu gangandi þegar eitt- hvað er að. Eftir tæpan klukkutíma af stuttbylgj- um, hljóðbylgjum og léttu nuddi á eymslin hélt ég Dagur í lífi Ríkharðs Daðasonar knattspyrnumanns: Undirbúningur undir mikilvægan leik heim á leið, setti Sting undir geislann og lagði mig í klukkutíma. Ég vaknaði aftur um hálf- fimm og fékk mér kakó og mjólk og eina brauðsneið. Nú komst ekkert annað að en leikurinn og hægt og rólega magnaðist ein- beitingin. Frá fimm og allt fram að leik var allur undirbúningur mjög hefð- bundinn. Ég vil ekki kalla það hjátrú en ég vil helst hafa hlutina í fostum skorðum síðustu tímana fyrir leik. Ég hlusta til dæmis alltaf á sömu spól- una á meðan ég rúlla að heiman á leiðinni í leik. Ætlunarverkið tókst Liðið hittist að venju tveimur tímum fyrir leik á Jónatan Livingston Mávi þar sem Haffi býður okkur upp á te og rist og sumir fá sér ávexti. Síðan var töflufundur þar sem lokaskipanir voru gefnar og rúmlega hálfsjö var haldið í leikinn sem var á Laugardalsvelli að þessu sinni. Leikurinn byrjaði svo klukkan átta fyrir framan tæplega þrjú þúsund manns sem voru komnir til að styðja við bakið á okkur. Og með góðum stuðningi þeirra tókst okk- ur ætlunarverkið, sem var að komast áfram í keppn- inni. Finnur þú fimm breytingar? 374 „...Aö vera eða ekki...“ Nafn: íC' PIR Vmningshafar fyrir þrjú hundruð fimmtugustu og sjöundu getraun reyndust vera: 1. Nanna Pétursdóttir 2. Þórunn Árnadóttir Ásgarði 5 Sigurhæð 3 Reykjavík 210 Garðabæ Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi frnim atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: SHARP vasadiskó með útvarpi, að verðmæti kr. 7.100, frá Bræðrunum Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur, að verðmæti kr. 1.790. Annars vegar James Bond-bókin Gullauga eða Goldeneye eftir John Gardner og hins vegar bók Luzanne North, Fín og rík og liðin lík. Vinningamir verða sendir heim. Merkiö umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 374 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.