Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 Ég vaknaði um tíuleytið og þessi dagur hófst eins og flestir aðrir dagar, með kúfullum diski af Cheeri- os og mjólk sem ég skófl- aði í mig yfir Mogganum. í huganum var enn mynd- in frá í gærkvöld en það er orðin nokkurs konar regla hjá mér að leigja mér gamla spólu daginn fyrir leik. í þetta sinn hafði vel tekist til því við kunningjarnir leigðum „Utangarðsmennina" í leikstjórn Francis Coppola. Fram undan var mikil- vægur leikur gegn Mozyr frá Hvíta-Rússlandi i Evr- ópukeppni bikarhafa og fór dagurinn að mestu í undirbúning fyrir leikinn. Við hittumst í hádeginu og höfðum stuttan fund þar sem nýjustu upplýs- ingar um andstæðingana voru veittar. Síðan var ör- stutt æfing og loks borð- uðum við saman kjúkling og pasta sem var listilega matreitt af sérstökum mat- reiðslumeistara liðsins, Óttari Magna. Sting undir geislanum Eftir matinn þurfti ég svo að kíkja til Þorgeirs sjúkraþjálfara sem hefur að mestu séð um að halda liðinu gangandi þegar eitt- hvað er að. Eftir tæpan klukkutíma af stuttbylgj- um, hljóðbylgjum og léttu nuddi á eymslin hélt ég Dagur í lífi Ríkharðs Daðasonar knattspyrnumanns: Undirbúningur undir mikilvægan leik heim á leið, setti Sting undir geislann og lagði mig í klukkutíma. Ég vaknaði aftur um hálf- fimm og fékk mér kakó og mjólk og eina brauðsneið. Nú komst ekkert annað að en leikurinn og hægt og rólega magnaðist ein- beitingin. Frá fimm og allt fram að leik var allur undirbúningur mjög hefð- bundinn. Ég vil ekki kalla það hjátrú en ég vil helst hafa hlutina í fostum skorðum síðustu tímana fyrir leik. Ég hlusta til dæmis alltaf á sömu spól- una á meðan ég rúlla að heiman á leiðinni í leik. Ætlunarverkið tókst Liðið hittist að venju tveimur tímum fyrir leik á Jónatan Livingston Mávi þar sem Haffi býður okkur upp á te og rist og sumir fá sér ávexti. Síðan var töflufundur þar sem lokaskipanir voru gefnar og rúmlega hálfsjö var haldið í leikinn sem var á Laugardalsvelli að þessu sinni. Leikurinn byrjaði svo klukkan átta fyrir framan tæplega þrjú þúsund manns sem voru komnir til að styðja við bakið á okkur. Og með góðum stuðningi þeirra tókst okk- ur ætlunarverkið, sem var að komast áfram í keppn- inni. Finnur þú fimm breytingar? 374 „...Aö vera eða ekki...“ Nafn: íC' PIR Vmningshafar fyrir þrjú hundruð fimmtugustu og sjöundu getraun reyndust vera: 1. Nanna Pétursdóttir 2. Þórunn Árnadóttir Ásgarði 5 Sigurhæð 3 Reykjavík 210 Garðabæ Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi frnim atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: SHARP vasadiskó með útvarpi, að verðmæti kr. 7.100, frá Bræðrunum Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur, að verðmæti kr. 1.790. Annars vegar James Bond-bókin Gullauga eða Goldeneye eftir John Gardner og hins vegar bók Luzanne North, Fín og rík og liðin lík. Vinningamir verða sendir heim. Merkiö umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 374 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.