Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Side 51
LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 Sljörnubíó: Klónar sjálfan sig margsinnis Doug Kinney er hamingjusam- íocro Vvæntur hinni glæsilegu Lauru (MacDowell). Hann vinnur í mjög krefjandi starfi í viðskiptageiran- um og er sí- fellt í kapp- hlaupi við tím- Fáar kvikmyndir hafa vakið jafn- mikið umtal vestan- hafs og kvikmynd- in Multiplicity. í aðalhlutverkum eru Michael Keaton Andie Þrátt fyrir þau séu bæði í aðalhlut- verkum mæðir þó mun meira á Michael Keaton því hann leikur í raun fjór- ar ur Leikstjórinn Harold Ramis leiðbeinir Michael Keaton og Andie MacDowell í myndinni Multiplicity. ann, 24 klukkustundir sólarhrings- ins nægja honum hvergi nærri. Doug er í sífelldu tímahraki en tel- ur sig hafa himin höndum tekið þegar hann hittir vísindamanninn dr. Owen Leeds. Owen býður Doug að taka þátt í tilraun sem á að geta leyst öll hans vandamál. Owen ræður yfir þeirri vísinda- tækni að klóna lifandi persónur, búa til eftirmyndir þeirra. Með því að klóna nokkur eintök af Doug ætti honum að gefast betri tími til að sinna hlutunum. En vísindamaður- inn er ekki alveg búinn að full- komna aðferðina og þau þrjú eintök sem klónuð eru af Doug era að vissu leyti takmörkuð. Eitt eintakið erfir allar karlmennskutilhneiging- ar Dougs, annað eintakið hefur öll einkenni kvenlegra einkenna hans og það þriðja erfir allar barnslegu hliðarnar. Eins og vænta má verður líf Dougs miklu flóknara fyrir vikið og hann lendir í hinum mestu vand- ræðum, sérstaklega hvað varðar tengslin við eiginkonu sína. Nútímatækni Hugmyndin að myndinni er eðli- lega nokkuð geggjuð en með tækni nútímans er hægt að sýna fjögur eintök af Michael Keaton saman á mynd án þess að áhorfendur greini á því nokkra hnökra. Keaton þykir vinna mikinn leiksigur með frammistöðu sinni í þessari mynd en það er enginn leikur að leika flórar mismunandi persónur í sömu myndinni þrátt fyrir að þær hafi sama útlitið. Michael Keaton er sennilega frægastur fyrir þátttöku sina í Bat- man framhaldsmyndunum þar sem hann þótti standa sig vel. Hann kom umheiminum á óvart þegar hann hafnaði að leika í þriðju myndinni um Leðurblökumanninn, sérstak- lega þegar haft er í huga hve miklir peningar voru í boði fyrir hlutverk- ið. En Keaton hafði þá þegar fengið í hendur handrit myndarinnar Multiplicity og leist mun betur á að leika í þeirri mynd, þó ekki væru jafn miklir peningar í boði. Það er leikstjórinn Harold Ramis sem leikstýrir myndinni. Hann hef- ur ekki einungis öðlast frægð sem fyrsta flokks leikstjóri, hann hefur einnig getið sér gott orð sem leikari, handritshöfundur og framleiðandi. Hann hefur haft puttana í mörgum af vinsælustu myndum sögunnar. Hann var einn handritshöfunda og lék í myndinni The National Lampoon Show og einnig í National Lampoons Animal House. Hann skrifaði handritið að myndunum Ghostbusters I og n, Stripes og Meatballs og lék í þeim öllum nema Meatballs. Ramis var einnig annar handritshöfunda í hinni kostulega mynd, Groundhog Day, en þar lék einmitt Andie MacDowell annað að- alhlutverkið. -ÍS Andie MacDowell stigur hratt á stjörnuhimninum: Fyrirsætuferillinn fjötur Andie MacDowell er farin að sækja í sig veðrið í Hollywood eftir frekar brösótta byrjun á hvita tjald- inu. Hún leikur aðalhlutverkið í Multiplicity, sem frumsýnd var í gær í Sambíóunum, og ferst það vel úr hendi. Síðar á þessu ári verður frumsýnd kvikmynd þar sem hún leikur aðalhlutverk á móti John Travolta sem mun festa hana í sessi. MacDowell hefur átt frekar erfitt uppdráttar og hefur fyrirsætuferill- inn ekki verið henni til framdráttar. Hún hóf leikferilinn i The Legend of Tarzan, Lord of the Apes. Það gekk ekki betur en svo að röddin og Suð- ur- Karóltnu framburðurinn þóttu ekki við hæfi og Glenn Close var lát- in tala fyrir hana meö sína svefh- herbergisrödd. MacDowell var afskrifuð í Holly- wood sem heilalaus brúða með fall- egt andlit og heillandi útlit en hæfi- leikalaus sem leikkona. Hún fékk fljótlega hlutverk í Sjónvarpsþættin- um St. Elmo’s Fire og þótti það við hæfi. Henni skaut síðan allt í einu upp í almennilegu hlutverki í kvik- myndinni Sex, lies and videotape. Þar lék hún eiginkonu sem fellur fyrir hálfskrýtnum vini eiginmanns síns. Myndin hefði náð að festa hverja aðra leikkonu í sessi en fyr- irsætuferillinn hefur ailtaf sett ein- hvem ósýnilegan blett á MacDowell. í Cannes fylgdi hún fast á eftir Meryl Streep í vinsældum og samkvæmt The New York Times var það öskiljanlegt að hún skyldi ekki vinna til óskarsverðlauna. MacDowell hefur leikið í nokkrum myndum sem hafa komist mjög nálægt því að slá í gegn en þó ekki náð nægilega miklum vinsæld- umfot um. Hún lék í Groundhog Day, sem varð ekkert sérstaklega vinsæl, Green Card, sem brást vonum manna, Hudson Hawk, Bad Girls, The Object of Beauty, Short Cuts og Unstrang Heroes sem komu henni ekkert áfram. Meira að segja nægði myndin Fjögur brúðkaup og jarðar- för ekki til þess að festa stjörnu MacDowell á stjörnuhimininn þar sem Hugh Grant skyggði á hana. Kvikmyndaframleiðandinn Peter Weir segir að MacDowell hafi yfir að ráða vissum leyndardómi sem sé mjög sjaldgæft hjá nútímakonum. Kvikmyndaframleiðandinn Harold Ramis segir að hún sé mjög hefð- bundin kvikmyndastjama sem leiki sjálfa sig afar vel. Um þessar mund- ir er hún við upptökur á kvikmynd- inni Michael sem hún leikur 'í ásamt John Travolta. MacDowell er 37 ára og hún hefur verið gift fyrrverandi fyrirsætunni Paul Qualley í tíu ár. Hún er þriggja barna móöir og býr með bömum sínum og manni á búgarði í Mont- ana. Til stóð að leikkonan Marisa Tomei léki í myndinni Fjögur brúð- kaup og jarðarför en hún hafnaði hlutverkinu. Við það tapaði hún möguleikum á að koma sér örlítið áfram á leiklistarferlinum og einnig nokkrum dollurum. Fyrir MacDowell breytti Fjögur brúðkaup og jarðarfor ýmsu fjár- hagslega. Afborganir hennar af hús- næðinu voru háar og þriðja barnið var ekki fyrirfram á dagskrá. Þar sem myndin gekk svona vel voru fjárhagsvandræði hennar úr sög- unni og hún gat haldið áfram að fjárfesta. H O W T O M A K E A N American Quilt -em

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.