Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1996, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1996, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 DV útlönd Deilur erfingja Papandreous trufla kosningabaráttu grískra sósíalista: Ekkjan Dimitra kölluð valdasjúk blóðsuga Deilur erfingja Andreasar Pana- dreous, fyrrum forsætisráðherra Grikkja, sem lést í júní, hafa varpað skugga á kosningabaráttu grískra sósíalista. Nikos, naéstelstur fjög- urra sona, segir í viðtali við blaðið European að ástarsamband fóður síns við Dimitru Liani, 41 árs, hafi eyðilagt stjórnmálaferil hans. Hann kallar hana valdasjúka blóðsugu sem hafi komiö karli foður sínum í gröfina. Nikos Papandreous hefur skrifað skáldsögu sem byggist á uppvaxt- EU'árum hans. í sögunni kemur fram að hjónaband Dimitru og fóður hans hafi ekki verið farsælt. „Sambandið eyðilagði stjórnmála- feril foður míns og, að ég held, ýtti undir andlega hrörnun hans. Faðir minn var ekki hamingjusamur í þessu hjónabandi og sá alla tíð eftir að hafa gifst Dimitru," sagði Nikos. Dimitra sagði lúalegt athæfi að ráðast svona á persónuleika Pana- dreous og lýsa honum sem auð- mjúku verkfæri í höndum eigin- konu sinnar. Hann hefði svo sann- arlega elskað sig. Sagöi hún Nikos einungis vilja auglýsa bókina sína. Dimitra heillaði Papandreou, sem Dimitra Liani og Nikos Papandreous við jaröarför Andreasar Panadreousar í sumar. Símamynd Reuter var 36 árum eldri, upp úr skónum þar sem hún bar í hann drykki um borð í flugvél 1988. Papandreou fór ekki leynt með ástarsamband þeirra og olli hneykslun meðal grísku þjóð- EU'innar. Hann skildi við bandaríska eig- inkonu sína til 37 ára og móður fjög- urra sona sinna og giftist Dimitru 1989. Hún stóð við hlið hans í ósigr- um, hneykslismálum og þegar heils- an bilaði en var engu að síður stimpluð sem tækifærissinni sem hugsaði um eigin frama. „Hana hungraði í völd og vildi gera allt til að öðlast þau,“ sagði Nikos en viðurkennir að hin ljós- hærða stjúpmóðir hans búi yfir þokka. „Þegar ráðríki blandast valdasýki og líkamlegri fegurð og þetta er allt notað til að heilla mann á sjötugsaldri þá er ekki von á góðu.“ Börn Papandreous hafa verið þög- ul um samband hans við Dimitru en þegar í ljós kom að hann hafði arf- leitt hana að öllum eigum sínum sprakk púðurtunnan. Sagði í erfða- skránni að nafn hans væri nægur arfur fyrir bömin. Rifrildi erfingjanna kemur á versta tíma fyrir Sósíalistaflokkinn sem á í vök að verjast fyrir íhalds- mönnum tveimur dögum fyrir þing- kosningarnar. Reuter Jeltsín enn rannsakaöur fyrir hjartaaðgerðina: Zjúganov eygir mögu- leika á aö ná völdum stuttar fréttir Brottflutningur áfram Hersveitir Rússa munu halda brottflutningi sínum frá Tsjetsjeníu áfram í dag. Of margir kusu Alþjóðlegir eftirlitsmenn með kosningunum í Bosníu sögðu að fleiri hefðu kosið en voru á kjörskrá. Fóru þeir fram á rannsókn áður en endanleg úr- slit yrðu kynnt. Aflétta ekki banni Evrópusambandið þvertók fyrir að aflétta banni við út- flutningi á bresku nautakjöti eftir að stjórnvöld í London ákváðu að fresta áætlunum um að taka úr umferð nautgripi sem væru í hættu að fá riðu- veiki. Páfa fagnaö Páfa var fagnað í Frakklandi í gær þegar hann sagði í ræðu að hjón yrðu að virða líf strax við getnað. Hótar málsókn Borgarstjórinn í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, hótaði að fara í mál við menntamálayfir- völd ef þau hæfu skólaárið í næstu viku þrátt fyrir þá staö- reynd að 39 manns hefðu dáið úr heilahimnubólgu. Reuter L............:.:.... : Erlendir veröbréfamarkaöir: Hátt gengi hluta- bréfa I Frakklandi og Þýskalandi Þegar verðbréfamörkuðum í Bret- landi og Þýskalandi var lokað á mánudagskvöldið stóð sölugengi í helstu fyrirtækjum landanna hátt. Þetta hafði áhrif á verðbréfamark- aðinn í Wall Street, en þar ríkir ástand sem þykir sýna tiltrú íjár- festa á því að verðbólgu í Bandaríkj- unum sé haldið í skefjum. Verðbréfamiðlarar telja að hinir gætnari meðal fjárfesta haldi að sér höndum með að selja og vilji sjá hvort gengi verðbréfa muni stíga upp í þær hæðir sem það gerði í lok síðustu viku. Við fundum fyrir aukn- um þrýstingi strax þegar opnað var í byrjun vikunnar eftir lætin á fostu- daginn var og ég er viss um að verð heldur áfram að stíga, sagði miðlari einn við fréttamann Reuters. Kommúnistinn Gennadí Zjúga- nov, sá er laut í lægra haldi fyrir Borís Jeltsín í forsetakosningunum í Rússlandi í sumar, segist eygja góða möguleika á að setjast í for- setastól. Zjúganov sakaði í gær bandamenn Jeltsíns um að halda heilsuleysi hans leyndu fyrir kosn- ingamar í sumar og fullyrti aö þeir væru að undirbúa kosningar sem yrðu haldnar innan skamms. „Þessir þrír eiga mun minni möguleika á forsetaembættinu en ég komi til kosninga," sagði Zjúganov. Yfirlýsingar Zjúganovs komu á sama tima og læknar sem annast Jeltsín vegna komandi hjartaað- gerðar ákváðu að framlengja sjúkra- húsdvöl hans. Jeltsín er í sjúkra- húsi vegna rannsókna fyrir hjarta- aðgerðina. Dvöl hans þar átti að Ijúka um síðustu helgi en læknar hafa framlengt hana í þrígang. Einn læknannna sagðist í gær sjá fram á afar vandasama aðgerð og undirbúningur yrði að vera sérlega vandaður. Ýmsir þættir i heilsufari forsetans flæktu aðgerðina sem al- Gennadí Zjúganov. Símamynd Reuter mennt væri mjög hefðbundin og framkvæmd á hverjum degi. Veikindi Jeltsíns hafa komið af stað vangaveltum um það tómarúm sem myndast hefur 1 æðstu stjórn Rússlands. Forsetinn hefur reyndar gefið út tilskipun þar sem fram kemur upp á mínútu hvenær Viktor Tsjemómyrdín forsætisráðherra tekur tímabundið við völdum. í annarri tilskipun er síðan lýst hvernig og hvenær Jeltsín tekur við völdum forseta á ný. Mun Tsjernomyrdín ráða yfir kjamorku- vopnahnappinum meðan hann held- ur um alla valdaþræði. En Zjúganov, sem verið hefur þö- gull frá því hann tapaði í kosning- unum, er kokhraustur yfir efasemd- um um að Jeltsín muni ná sér eftir hjartaaðgerðina. Segir hann að lyg- ar og hræsni stuðningsmanna Jeltsíns sýni að þeir hafi alltaf vitað að hann væri óvinnufær. Þeir hafi litið á kosningabaráttu hans sem kjörið tækifæri til að vinna að eigin frama. Sú barátta færi nú fram fyr- ir allra augum og þátttakendur væm, auk Tsjernomyrdíns, Yuri Luskhov, borgarstjóri Moskvu, og Alexander Lebed, yfirmaður örygg- ismála. Reuter IMeri endur- kjörinn forseti Lennart Meri var endurkjör- | inn forseti Eistlands til næstu fimm ára í fimmtu umferð for- setakosninganna í gær. Hlaut Meri tilskilinn meirihluta á I sérstökum fundi kjörmanna : þar sem 196 af 372 viðstöddum greiddu honum atkvæði sitt. Aöalkeppinautur hans, Amold j Ruutel, hlaut 126 atkvæði. Viðstaddir í tónleikahöllinni : í Tallinn voru afar hófsamir í | fógnuði sínum þegar úrslitin I voru tilkynnt. Með kjörinu lauk niðurlægjandi baráttu I Meris til endurkjörs. Þó Meri, 67 ára, sé mikils metinn sem talsmaður Eista á i alþjóðavettvangi hefur nann ; misst stuðning í þinginu þar sem 101 maður situr. Hefur | honum verið legið á hálsi fyrir | að taka sér of mikil völd en for- setaembættið sé frekar við- ; hafnarembætti. Perot leitar réttar síns Auðkýfingurinn Ross Perot, frambjóðandi Endurbótaflokks- r ins i bandarísku forsetakosn- i ingunum, ætlar að kæra niður- | stöðu sérstakrar kappræðu- nefndar þess efnis að hann | verði útilokaður frá kappræð- | um forsetaefnanna sem eiga að hefjast á miðvikudag. Nefhdin, I sem repúblikanar og demókrat- ar fara fyrir, rökstuddi ákvörð- un sína með því að sigurlíkur Perots væra engar. Perot heldur því stöðugt í fram að hann hefði sigrað í fbr- | setakosningunum 1992 hefðu kjósendur greitt atkvæði sam- íí kvæmt sannfæringu sinni og | hundsað fréttir þess efnis að hann mundi tapa. Segir Perot S ástandið svo slæmt nú að | sækja verði eftirlitsmenn með kosningunum til Haítí og Bosn- íu. Moldvarpa kommúnista I Vatfkaninu Kommúnistaríkin komu ii moldvörpu fyrir í Vatíkaninu á áttunda áratugnum og upplýsti sá húsbændur sína um viðræð- ur páfa við leiðtoga vesturveld- | anna. Byggir þýska dagblaðið ; Tagesspiegel frétt þess efnis á i óútkominni skýrslu Gauck- | skrifstofunnar sem ætlað er að : rannsaka skjöl sem Stasi, aust- J ur- þýska öryggislögreglan, | skildi eftir sig við sameiningu þýsku ríkjanna. Moldvarpan er i ónafngreind en starfaði á veg- um pólsku leyniþjónustunnar. j Þykir það henda til að um hátt | settan klerk innan kaþólsku kirkjunnar i Póliandi sé að i ræða. Endurskoða lög um kyn- mök við börn Hollenska ríkisstjómin vinn- ur nú að endurskoðun laga frá j 1991 sem leyfa kynmök við J böm allt niður í 12 ára aldur. Sagði talsmaður ríkisstjómar- s innar að meiningin væri að y hækka refsiverð aldursmörk upp í 14 ár. Ráðberrar neita Í staðfastlega að endurskoðunin tengist uppljóstrunum í | bamaklámsmálinu í Belgíu. Samkvæmt gildandi lögum í | Hollandi era kynmök án vald- beitingar við börn á aldrinum 12-16 ára einungis refsiverð ef bamið sjálft kvartar, forráða- maður eða barnaverndamáð. Talsmenn lágs aldurstakmarks í lögunum fullyrða að lögin hafi lyft hulunni af efni sem ekki hefur mátt í'æða og gert að verkum að þungun meðal ung- linga í Hollandi sé fátíðust í Evrópu. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.