Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Side 21
ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 25 Fréttir Vertu viss um að þínar jólasendingar komist hratt og örugglega til skila íyrir þessi jól. Frímerki fást á öllum þóst- og símstöðvum, auk þess á um 120 sölustöðum, s.s. bensínstöðvum, bókaverslunum og víðar á höfuðborgarsvæðinu. Frímerki eru einnig seld á fjölmörgum sölustöðum utan höfuðborgarsvæðisins. PÓSTUR OG SÍMI Trausti ehf. á Hauganesi veðjar á neytendapakkningar: Lífsspursmál að fylgja þró- uninni og nálgast neytendur - segir Elvar Reykjalín framkvæmdastjóri DV, Hauganesi: „Það er lífsspursmál að fylgja þró- uninni í þessari grein. Við tókum þá ákvörðun á sínum tíma, þegar niðurskurðurinn í þorskkvóta var ákveðinn, að veðja á vinnslu í neyt- endapakkningar. Ég tel að það hafi verið 'gæfuspor," segir Elvar Reykjalín, framkvæmdastjóri og einn eigenda Trausta ehf. og dóttur- fyrirtækisins Ektafisks ehf. á Hauganesi sem framleiða saltfisk og tengdar afurðir. Fyrirtækið selur um 80 prósent afurða sinna innan- lands en um 20 prósent til Spánar og víðar. „Við framleiðum saltfisk sem er fullstaðinn, útvatnaður og úrbeinað- ur. Þá erum við með kinnfisk auk þess að við vinnum úr þunnildun- um. Þá framleiðum við saltfisksteik- ur fyrir veitingahús og þetta gengur vel,“ segir hann. Elvar er þriðji ættliðurinn sem kemur að vinnslu saltfisks á Hauga- nesi en afí hans og íjölskylda hófu vinnslu eftir 1930. Hann segir að fyr- irtækið, þar sem starfa á milli 8 og 15 manns eftir árstíðum, standi sæmilega. „Við höfum síðan kvótaniður- skurðurinn varð reynt að halda að okkur höndum og ekki framkvæmt neitt, aðeins sinnt nauðsynlegasta viðhaldi. Nú blasir við að við þurf- um að endurnýja skip og tæki vinnslunnar," segir Elvar. -rt Á öllum póst- og símstöðvum er í gildi sérstakt jólapakkatilboð á bögglapóst- sendingum innanlands til 23. desember. Pósthús á höfuðborgarsvæðinu og víða um land verða opin til kl. 18:00 alla virka daga frá 9. desember fíl jóla og til kl. 16:00 laugardaginn 21. desember. Elvar Reykjalín meö hluta af þeirri framleiöslu sem fyrirtæki hans selur um alit land. DV-mynd ÞÖK Gefum öUum gleöilegjól meö þvíaö senda jólapóstinn tímanlega. Náttúruverndarráð: Segir nei við Bjarnarflagi Náttúruvemdarráð hefur neit- að Landsvirkjun um undanþágu frá lögum um verndun Mývatns og Laxár til að reisa nýja gufuafls- virkjun í Bjarnarflagi. Þetta var ákveðið á fundi ráðsins fyrir helgi. Líklegt er því að ekkert verði af framkvæmdum í Bjam- arflagi. -bjb AUt vaðandi í hvölum: Ógnar Irfríkinu - segir Elvar Reykjalín DV, Hauganesi: „Hér er allt vaðandi i hrefn- um, höfrungum, hnúfubökum og hnísu. Þetta er meira en við höf- um nokkum tíma séð áður og er orðið mjög alvarlegt mál,“ segir Elvar Reykjalín, fiskverkandi og fyrrum skipstjóri á Hauganesi um hvalagengd í Eyjafirði. Hann segir að hvalavöðurnar leggist illa í marga. „Þetta er orðið alvarlegt mál. Þetta er eins og ryksugur í seið- um og öllum smáfiski. Þetta ógn- ar því jafnvægi sem við viljum hafa í lífríkinu og hlýtur að eijda með því aðhafa verulega skaðleg áhrif,“ segir Elvar. Ölvunarakstur: Stefnir í metmánuð Um tuttugu ökumenn voru teknir í Reykjavík um helgina, gmnaðir um ölvun við akstur, og samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar stefnir í algeran met- mánuð í ölvunarakstri. Troðfullt var á öllum skemmtistöðum miðbæjarins aðfaranótt sunnu- dagsins en síðan var bærinn al- veg orðinn tómur strax klukkan 5. Ástæðan er, að sögn lögreglu, sú að pylsuvagnamir em allir lokaðir þar sem verið er að end- umýja leyfín hjá þeim. -sv UMSB með nýtt jólamerki DV.Vestnrlandi Ungmennasamband Borg- arfjarðar hefur mörg undanfarin ár gefið út jólamerki til fjáröfl- unar. Á merkinu að þessu sinni er mynd af Síðumúlakirkju. Guðmundur Sigurjónsson, skólastjóri í Borgamesi, teiknar merkið að þessu sinni. Jóla- merkið er til sölu í versluninni ísbirninum í Borgarnesi og hjá Ungmennasambandi Borgar- fjarðar og kostar örkin 300 krón- ur. -Ó f*KENWOODl* 'jk^Matvinnsluvél 400Wv:* f * jíkenwood;* **Matvinnsluvél 500\l\l3un Kennslumyndband*^. á íslensku fylgir. » w ^bNWUUU*: * & Chef hrærivél með hakkavél * *KENWOOD<, Handþeytari jfZ d* I ENWOOD HandþeytarLá stand \ f í <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.