Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Qupperneq 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 Sviðsljós Arnold er svo góður strákur Ekki láta útlitið blekkja. Arnold Schwarzenegger, vöðva- búnt og vindlaáhugamaður, er í rauninni besta skinn, blíður og góður inn við beinið, þótt hann lemji og skjóti og brjóti meira en flestir félagar hans. Svo góður er hann að kvennapressuklúbburinn i Hollywood veitti honum Gullna eplið um daginn, ásamt ljóskunni Cybill Shepherd. Það eru verð- laun fyrir samvinnulipurð. Banderas reddar víkingum Spænski hjartaknúsarinn Ant- onio Banderas hefur fallist á að reyna að bjarga víkingum frá ógn- valdi einum sem etur upp hold þeirra. Það verður í myndinni Náætum, eftir samnefndri sögu Michaels Crichtons. Þar leikur Antonio arabískan hirðmann sem slæst í för með víkingum til villi- mannalandanna i norðurálfu og hneykslast mjög á ránum þeirra og gripdeildum. Eiginkona Clints elur honum stúlkubarn Clint Eastwood er orðinn pabbi í fjórða sinn. Dina, núverandi eigin- kona hans, eignaðist forkunnarfag- urt stúlkubarn á fimmtudag. Stúlk- an, sem vó rúmar 15 merkur og var 54 sentímetrar á lengd, hlaut nafnið Morgan. Bæði móður og dóttur heilsast vel. Clint var að sjálfsögðu viðstaddur fæðinguna og stóð sig al- veg eins og hetja. Clint Eastwood. Hagstœð kjör Viktoría krónprinsessa veldur allt að því vonbrigðum: Madonna og sambýlismaöur hennar og barnsfaöir, Carlos Leon, viö frumsýninguna á Evitu. Madonna er hér í rós- rauöri Givenchy-dragt. Slmamynd Reuter Söngkonan Madonna: Ætlar að halda áfram að vera „Mér líður eins og öskubösku," sagði söngkonan Madonna við frumsýningu á kvikmyndinni Evitu í Los Angeles um helgina. Söngkon- an táraðist er þúsundir aðdáenda hennar veinuðu af fögnuði þegar hún gekk eftir rauðum dregli að kvikmyndahúsinu. Mótleikari Madonnu, Antonio Banderas, kall- aði hins vegar allt imistangið í kringum sýninguna sirkus. Og í „sirkusnum" tóku meðal annarra þátt Melanie Griffith, Glenn Close, Marisa Tomei, David Hasselhofif, Paula Abdul, James Belushi og Melissa Etheridge. Þar var einnig lagahöfundurinn Andrew Lloyd- vonda Webber sem efaðist í fyrstu um að Madonna væri rétta manneskjan í hlutverkið. Hann komst þó á aðra skoðun. Kvikmyndin Evita íjallar um ævi Evu Peron, fátækrar bóndadóttur í Argentínu, sem varð eiginkona Ju- ans Perons, forseta Argentínu, og komst sjálf til mikilla valda. Leik- sfjórinn Alan Parker og aðrir sem þátt tóku í kvikmyndagerðinni segja að poppsöngkoncm hafi verið ■ kjörin í hlutverk Evitu sem alþýða manna leit á sem dýrling. Yfirstétt- in leit Evitu hins vegar oft hom- auga. Alan Parker segir Madonnu vera stelpan hörkuduglega í vinnu og alltaf frá- bærlega vel undirbúna. Aðstandendur myndarinnar von- ast til að myndin fái metaðsókn og unnendur söngleikja vonast til að þeir fái nú uppreisn æru. Og fata- hönnuðir gera ráð fyrir að konur streymi nú í búðir til að leita að „Evitu-fatnaði“. Af Madonnu er það annars að segja að hún kveðst ekki vera með neinar áætlanir um að breyta ímynd sinni sem vond stelpa þó hún sé orð- in móðir. „Ég er listamaður og ég mun útskýra það fýrir henni (dóttur- inni) og ég vona að hún skilji það,“ sagði Madonna nýlega í viðtali. Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama dag er 50% afsláttur af annarri auglýsingunni Smáauglýsingar irrea 550 5000 í þykkri ullarpeysu Viktoría krónprinsessa af Svíþjóð það & sér sína skýringu. —. ... 11 -l*.—:—i laume og dætrum þeirra tveimur er svo stillt og prúð að skólafélagar hennar hafa allt að því orðið fyrir vonbrigðum með hana, sjálfsagt van- ari því að sjá kóngafólkið sletta ein- um um of úr klaufunum. Viktoría, sem er orðin nítján ára stórglæsileg stúlka, hefur hleypt heimdraganum og stundar nú nám í borginni Angers í Frakklandi. Nám- ið sækist henni vel en hún verður þó að leggja nokkuð á sig til að geta fylgst með öllu sem fram fer í kennslustundunum. Og hún er ánægð með kennarana. Annars lang- ar hana mest til að líta á námsdvöl- ina sem fri þar sem hún getur farið allra sinna ferða án þess að verða fyrir of miklu aðkasti. Frakkamir taka nefnilega varla eftir henni og „Frakkarnir voru næstum því skúffaöir yfir að hún skyldi ekki vera með kórónu á höfðinu," segir sænskur skólabróðir hennar við há- skólann í Angers. Krónprinsessan sker sig síður en svo úr öðrum nemendum hvað klæðaburð snertir. Hún fer í skólann í þykkri ullarpeysu og snjáðum gallabuxum, með bakpoka á bakinu og stundum með þykka vettlinga á höndunum. Eitt skilur hana þó frá öðrum jafnöldum hennar: Hún hreyf- ir sig ekki spönn frá rassi án þess að lífverðir fylgi henni hvert fótmál. En þeir eru ungir, svo það stingur ekki eins mikið í stúf og ætla mætti. Viktoría býr hjá franskri fjöl- skyldu, hjónunum Isabelle og Guil- Viktoría krónprinsessa þrífst vel í Frakklandi. sem era á svipuðu reki og prinsess- an. Heimili þeirra er aðeins í nokk- ur hundruð metra fjarlægð frá há- skólanum. Prinsessan sækir kaffihús af mikl- um móð eins og títt er um náms- menn í Frakklandi, sötrar cappuccino og ræðir um heimsins gagn og nauðsynjar eins og ungra manna og kvenna er siður. Ekki fer hún hins vegar mikið á diskótek. Viktoría er nýbúin að taka bílpróf og á það til að bregða sér í um 300 kílómetra ökuferð til Parísar. Hún segist fara leiöina á hálfum öðrum tíma. Það er því ljóst að Friðrik krónprins í Danmörku hefur eignast verðugan keppinaut um þyngsta bensínfótinn af kóngakyni. Með enga kórónu og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.