Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1997, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1997, Qupperneq 13
MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 1997 13 Fréttir Sami aðili handtekinn vegna 11 innbrota l/l/IAGE HÁRSNYRTI- VÖRURNAR 5513010 RAKARASTOFAN KLAPPARSTÍG DV, Suðurnesjum: Lögreglan í Grindavík upplýsti 11 innbrot og bílþjófnað sem einn og sami maður framdi í Grindavík frá 1994 til 7. janúar 1997 en þá var hann handtekinn við iðju sína. Að sögn Sigurðar Ágústssonar að- stoðaryfirlögregluþjóns hefur mað- urinn, 25 ára Grindvikingur, viður- kennt við yfirheyrslur að hafa átt aðild að öllum málunum. Hann er fíkniefnaneytandi og hefur áður komist í kast við lögin en þá vegna fíkniefnamála. Vegna góðra manna i Grindavík samþykkti maðurinn aö fara í meðferð sem hann er í nú. Þau fyrirtæki í Grindavík sem urðu fyrir barðinu á manninum eru tvær hárgreiðslustofur, bátur, áhaldahús, tvö fiskverkunarhús, leikskóli og menningarmiðstöðin. Hann náðist þegar hann var að brjótast inn í Festi. Maðurinn hafði alltaf eitthvað á brott með sér úr innbrotunum; sjónvarp, tölvur, hljómtæki, peninga og farsíma, svo eitthvað sé neöit. Verðmæti þýfis nemur hundruðum þúsunda. Sig- urður segir að hann hafi selt þýfið en vildi ekki segja hverjir kaup- endur voru. Ekki gat hann þó selt allt. „Hann vísaði okkur á hluta þýfis- ins sem hann faldi í hrauninu við Grindavík. Hann gekk beint á stað- inn sem kom okkur geysilega á Egilsstaðir: Fjölgun langt yfir landsmeðaltali óvart. Það var eins og hann væri með kompás," sagði Sigurður Ágústsson. -ÆMK IUÁMSKEIÐ í Taílen&kri matargerð ^ Manit Saifa, hinn rómaði matreiðslumaður af j veitingahúsinu SIAM, mun sjá um kennsluna. Kennslan ferfram mánudag - miðvikudag frá kl. 18-21. Nánari upplýsingar og skráning í síma 555-0203 Frá Skóla ísaks Jónssonar DV, Egilsstöðum: „Ég hef í raun enga einhlíta skýr- ingu á þessari fjölgun. Það hefur ekki orðið nein stökkbreyting í at- vinnumálum á árinu. Fæðingar voru að vísu fleiri en árið ’95. Við höfum ekki kannað hvaðan fólk kemur en aftur á móti létum við athuga af hvaða ástæðum fólk flutti af staðnum og þá kom í ljós að það var ekki vegna þess að því lík- aði hér illa. En við eru auðvitað ánægð með þessa þróun,“ sagöi Helgi Halldórsson, bæjarstjóri á Eg- ilsstöðum. íbúmn á Egilsstöðum fjölgaði um 62 á síðasta ári eða um 3,92%. Til samanburðar fjölgaði á landinu öllu um 0,72% en í Austfirðingafjórð- ungi varð fækkun á árinu um 0,70%. „Atvinnuástand batnaði milli ára,“ sagði Guörún Ólafsdóttir á verkalýðsskrifstofunni. Byggingar- starfsemi hefur aukist og einnig er aukning í ferðaþjónustu og verður væntanlega stökk þar þegar hótelið, sem nú er í byggingu, tekur til starfa á næsta ári. -SB Foreldrar, sem hafa átt börn í skólanum og ætla aö innrita barn næsta skólaár, þurfa aö gera þaö fyrir febrúarlok. Eftir þaö fellur forgangsréttur þeirra niöur. Skólastjóri mEc-n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.