Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Síða 14
14
LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 i iV
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn. skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105
RVlK, SIMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerö: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftan/erð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds.
Núll leysir núll af hólmi
Sigurvegari kosninganna í Bretlandi sagði það bita-
stæðast í kosningabaráttunni, að skipta þyrfti um stjóm í
landinu og að menn skyldu treysta sér. Þetta minnti mjög
á innantóma kosningabaráttu Clintons Bandaríkjaforseta,
þegar hann var kosinn í fyrra skiptið.
Ekkert mun gerast í brezkum stjómmálum við stjórnar-
skiptin. Tony Blair er miðjumaður eins og John Major,
hefur litla skoðanaballest og reynir að sigla milli skerja
eftir skammtímaaðstæðum hverju sinni. Hann er einn af
þeim, sem verða valdamiklir, en áhrifalausir.
Margaret Thatcher, sem var forsætisráðherra á undan
John Major, var af öðru sauðahúsi. Hún hafði ákveðnar
skoðanir og fylgdi þeim fast eftir. Hún breytti velferðar-
þjóðfélaginu í átt til samræmis við getu þjóðarbúskapar-
ins og háði frækilegt stríð um Falklandseyjar.
Vesturlönd verða aldrei söm eftir stjórn hennar. Ails
staðar hefur velferðarþjóðfélagið verið endurskoðað og
lagað að fjárhagslegum raunveruleika, meira að segja í
höfuðrfkinu, Svíþjóð. Þetta hefur styrkt stöðu Vestur-
landa heima fyrir og á alþjóðavettvangi.
Eftir Falklandsstríðið var um tíma tekið mark á hótun-
um Vesturlanda gegn uppivöðslu glæpahneigðra valda-
manna í þriðja heiminum. John Major á mikinn þátt í að
endurvekja þá skoðun, að Vesturlönd standi ekki við hót-
anir. Frægasta dæmið um það er Bosníudeilan.
Hann hefur haldið afar illa á stöðu Bretlands í Evrópu-
sambandinu. í stað þess að reyna að taka forustu fyrir
sambandinu, hefur hann látið hrekjast úr einni fýlunni í
aðra og einangrað landið á evrópskum vettvangi, allt
vegna ýmissa kúariðu-sjónarmiða heima fyrir.
Hann klúðraði líka Norður-írlandsmálinu, þegar það
var komið í farsælan farveg fjölþjóðlegrar nefndar, sem
hann átti þátt í að skipa. Hann kippti skyndilega fótunum
undan nefndinni og endurvakti fyrri óöld til að reyna að
laga stöðu sína í skoðanakönnunum heima fyrir.
Skoðanalausir áhrifaleysingjar eins og Major og Clin-
ton eru hættulegir umhverfinu, því að illt er að spá, til
hvaða örþrifaráða þeir muni grípa til að hafa áhrif á úr-
slit skoðanakannana, sem eru hálmstrá þeirra í valda-
stóli. Stefna þeirra rambar frá degi til dags.
Gott er, að Major skuli vera búinn að vera. Þar með er
ekki sagt, að eftirmaður hans verði skárri. Kosningabar-
áttan gefur þvert á móti tilefhi til að ætla, að Tony Blair
muni ekki stjórna til að hafa áhrif, heldur til að halda
stöðunni frá degi til dags í skoðanakönnunum.
Vestræn sjónarmið eiga í vök að verjast í heiminum um
þessar mundir, meðal annars gegn sjónarmiðum úr heimi
Múhameðs og Konfúsíusar, sem eru öflugri en sjónarmið
Lenins og Hitlers voru. Vesturlönd þurfa heilsteypta og
framsýna leiðtoga til að treysta stöðuna.
Þegar fjölmennar þjóðir velja sér leiðtoga á borð við
John Major og Tony Blair, en hafna leiðtogum á borð við
Margaret Thatcher, eru þær að segja pass. Þær eru að
segjast vilja fá að vera í friði fyrir óþægindum raunveru-
leikans. Þær vilja hlusta á róandi hjal.
Tony Blair er framleiddur í markaðs- og ímyndarfyrir-
tækjum rétt eins og Bill Clinton. Hann er sléttmáll og
blaðrar mikið, en segir ekki neitt bitastætt. Þetta kom
greinilega fram í kosningabaráttunni. Verra er, að kjós-
endur virðast láta sér blekkinguna vel líka.
Ef Vesturlandabúar glata hæfni til að velja sér valda-
menn, sem vilja ekki bara völd, heldur líka áhrif, er hætt
við, að gengi Vesturlanda fari ört versnandi.
Jónas Kristjánsson
Sætur sigur Blairs
Þar sem þjóöir halda enn upp á 1.
maí sem baráttudag verkalýðsins,
ber æ meira á minningum um forna
frægð en slagorðum um eitthvað
nýtt við upphaf nýrrar aldar. Lík-
legt er, að tuttugustu aldarinnar
verði ekki síst minnst i stjómmála-
sögunni sem þess tíma, þegar sósíal-
isminn var reyndur í framkvæmd
með hörmulegum afleiðingum og
leið síðan undir lok.
Hinn 1. maí 1997 lauk 18 ára sam-
felldri stjómarsetu íhaldsflokksins í
Bretlandi. Margaret Thatcher hóf
þessa löngu sigurgöngu flokksins
1979 með því að leggja nýja stefiiu
fyrir bresku þjóðina og í anda henn-
ar hefur breska stjómkerflð, at-
vinnu- og efnahagslífíð tekið á sig
nýja mynd. Tony Blair, hinn sigur-
sæli leiðtogi Verkmannaflokksins,
sem nú hefur tekið við embætti for-
sætisráðherra af John Major, sigrar
ekki vegna þess, að hann boði hug-
myndafræðileg þáttaskil í breskum
stjómmálum. Sigur hans við lok
tuttugustu aldarinnar er staðfesting
á því, að ekki er lengur barist til
valda undir merkjum sósíalisma.
Tveggja flokka kerfi
Breska stjómmálakerflð ber þess
skýrari merki en flest önnur, að þar
er kjósendum faliö ótvírætt vald til
aö skipta um ríkisstjóm í kosning-
um. Er þetta í andstöðu við okkar
kerfl, þar sem það ræðst í samning-
um milli flokka eftir kosningar,
hverjir mynda ríkisstjóm. Breska
kerfið er svokailað tveggja flokka
kerfi og má segja, að það hefði í
raun verið vegið að rótum þess, ef
íhaldsflokkurinn hefði sigrað einu
sinni enn. Við búum ekki við eins-
flokkskerfi," sagði einn af þing-
mönnum íhaldsflokksins í fýrrinótt,
þegar hann skýrði fall sitt.
í Bretlandi líta menn frekar á
fiölda þingmanna en atkvæðastyrk
meðal kjósenda. Þannig er Verka-
mannaflokkurinn með rúmlega 45%
atkvæða en hafði 35%, en íhalds-
flokkurinn fær 31% en hafði 43%.
Hafa íhaldsmenn ekki haft minna
fylgi síðan 1832. Hefúr sveiflan
aldrei verið meiri síðan 1945, þegar
Verkamannaflokkurinn sigraði
Winston Churchill í lok styrjaldar-
innar. Þá vann flokkurinn 146 þing-
sæti en nú um 180. Þriðji flokkur-
inn, Frjálslyndi flokkurinn, er tal-
inn hafa unnið mikinn sigur vegna
fiölgunar þingmanna en atkvæða-
magn flokksins meðal kjósenda er
ívið minna en á síðasta kjörtíma-
bili, eða um 17%.
Stórsigur
Verkamannaflokkurinn hefur nú
stærri meirihluta en nokkm sinni
fyrr í sögu sinni á þingi. Hefúr
flokkurinn aldrei áður fengið fleiri
en 400 þingmenn. Hinn ótviræði
meirihluti mun auðvelda Blair að
ná fram þingmálum, hann kann
hins vegar einnig að draga fýrr
fram en elia, að Verkamannaflokk-
urinn er síöur en svo einhuga.
Undir forystu Blairs hefur verið
lögð áhersla á nýtt svipmót Verka-
mannaflokksins. Hann hefúr barist
með almennum slagorðum um ein-
hug þjóðarinnar, mannsæmandi
þjóðfélag og sameiginleg markmið. í
þessum anda hafa mjúku málin svo-
nefiidu verið í fyrirrúmi frekar en
þau málefni, sem ber hæst í dagleg-
um störfúm sfiómmálamanna. Bilið
Erlend tíðindi
Björn Bjarnason
milli orða og athafna kann því að
veröa stórt, gömlu sósíalistamir líta
enn á sig sem samvisku flokksins og
munu láta í sér heyra.
Major vildi hafa kosningabarátt-
una sem lengsta til að draga sem
best fram stefúuleysi Verkamanna-
flokksins og kynna mikinn árangur
íhaldsflokksins við sfióm efnahags-
mála. Verðbólgan er lægri og at-
vinnuleysið minna en áður. í flóð-
bylgjunni yfir til Verkamanna-
flokksins drukknaði þessi boðskap-
ur íhaldsmanna. Athyglin beindist
að spillingu innan íhaldsflokksins
og klofningi i röðum hans vegna
Evrópumálanna.
Nýttsvipmót
Hinar hatrömmu deilur um Evr-
ópumálin í röðum íhaldsmanna
hafa aimennt veikt afskipti bresku
ríkissfiómarinnar af utanríkismál-
um. Hún hefur haldiö aö sér hönd-
um. Verður einna fróðlegast að
fylgjast með því, hvemig Verka-
mannaflokkurinn tekur á þessum
málaflokki.
Ljóst er, að tregða íhaldsmanna
til að ganga hratt fram í samruna-
þróuninni í Evrópu byggist ekki á
pólitískum duttlungum heldur
höfða þeir með varkárni sinni til
bresku þjóðarsálarinnar. Fari sfióm
Blairs sér óðslega á þessum vett-
vangi, kann það að reynast henni
dýrkeypt.
Sagt er, að enginn Breti, yngri en
34 ára, minnist annarrar ríkis-
sfiómar en í höndum íhaldsmanna.
Þetta segir okkur einnig, að í for-
ystusveit Verkamannaflokksins er
enginn, sem hefur reynslu af þvi að
starfa sem ráðherra. Raunar er Bla-
ir, 43 ára, yngsti forsætisráðherra
Breta frá 1812, hann er jafngamall
og Davíö Oddsson, þegar hann varð
forsætisráðherra hinn 30. apríl 1991.
Um leið og nýir menn koma í rík-
issfióm Bretlands hefst leitin að
nýjum leiðtoga íhaldsflokksins í
stað Johns Majors. Þótt hann þyki
hafa staðið sig vel í kosningabarátt-
unni og tekið ósigrinum karlmann-
lega, er grunnt á óánægju með
hann. Hún mun nú brjótast fram
með fúllum þunga og spumingin er
ekki hvort Major hættir heldur
hvenær og hver taki við af honum.
íhaidsmenn hugga sig þó við það í
sárum sínum, að 1945 og endranær
hefur Verkamannaflokknum ekki
tekist að sifia nema eitt kjörtímabil.
Bjöm Bjamason
Tony Blair, hinn sigursæli leiötogi Verkmannaflokksins nú, hefur tekið
viö embætti forsætisráðherra af John Major.
oðanir annarra
Alvarleg umhverfismengun
„Þegar Augusto Pinochet lét af völdum forseta
1990 vonaði chilenska þjóðin að lýðræði hefði í for
með sér bætt umhverfi. Einræðissfiómin hafði að-
allega hlustaö á vini síni innan iðnaðarins og Chile-
búar vonuðu að ný sfiórn myndi hlusta gaumgæfi-
lega á náttúruverndarsinna. Það sem þeir reiknuðu
ekki með var að í Chile, eins og í flestum þróun-
arlöndum sem era áköf í að laöa til sín erlenda fjár-
festa, vegur löngunin í vöxt meir en áhyggjur af
umhverfismálum. Niðurstaðan er sú að loft- og
vatnsmengun ógnar enn heilsu almennings."
Úr forystugrein New York Times 30. apríl.
Viðvörun til Kabila
„Meö grimmilegri stefnu í málefnum flóttamanna
dregur Laurent Kabila, leiðtogi uppreisnarmanna í
Saír, úr þeim jákvæðu móttökum sem hann hefði
mátt búast við aö fá í sínu eigin landi og erlendis
fyrir að bola Mobutu Sese Seko frá völdum. Ef
afrískir og evrópskir stuðningsmenn hans telja
hann ekki á að virða alþjóðlegar reglur er lítil
ástæða til að ætla að hann verði betri en einræðis-
herrann sem lengi hefur verið við völd.“
Úr forystugrein Washington Post 29. apríl.
Hætta í Króatíu
„Eins og í mörgum öðrum löndum era nýnasist-
ar í Króatíu og halda þeir á lofti kynþáttahatri og
þjóöernistáknum. Hættan í Króatíu kemur hins
vegar ekki frá þessum litla hópi öfgamanna heldur
frá forfrömuðum leiðtogum sem vilja stærri Króa-
tíu með aðeins einni þjóð. Athyglin hefur beinst að
Slobodan Milosevic í Serbíu en þjóðernisstefnan í
Króatíu er líklega hættulegri friðnum á
Balkanskaga. Öfgasinnuð þjóðernissteefna er ríkj-
andi í Króatíu. Ekki af því að flestir Króata að-
hyllist hana, þeir gera þaö ekki, heldur vegna þess
að þjóðemissinnar hræða andstæðinga sína.“
Úr forystugrein New York Times 29. apríl.