Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Síða 17
LAUGARDAGUR 3. MAI1997
iólk
17
Kristrún Friðriksdóttir, tvöfaldur Islandsmeistari í júdó:
Kynntist íþróttinni fyrst í Olafsvík
Kristrún Friðriksdóttir, nemandi
á sautjánda ári í Kvennaskólanum í
Reykjavík, gerði sér lítið fyrir á Sel-
fossi um síðustu helgi og nældi sér
í tvo íslandsmeistaratitla í júdói.
Bæði í opnum flokki og -61 kg flokki
kvenna. Þetta voru fyrstu íslands-
meistaratitlar Kristrúnar í fullorð-
insflokki en hún keppir fyrir
Júdódeild Ármanns. í samtali við
helgarblað DV sagði hún sigrana
hafa verið mjög kærkomna og
ánægjulega.
Kristrún bjó lengst af í Ólafsvík
og þar kynntist hún júdóinu fyrst,
12 ára gömul. Þetta var veturinn
1992 þegar boðið var upp á byrj-
endanámskeið á staðnum. Eftir að
hún kom í skóla til Reykjavíkur
haustið 1994 hefur hún æft hjá Ár-
manni á vetuma undir leiðsögn
nokkurra góðra þjálfara. Hefur tek-
ið sér hvíld á sumrin og unnið m.a.
í fiski í Ólafsvík.
„Fyrst æfði ég með strákunum og
Baldur biskupsritari með bart-
ana góðu ... DV-myndir GVA
Bartará
biskups-
ritara
„Þetta eru líklega einhverj-
ir dyntir eða sérviska í mér.
Kannski dulin árátta til að
sýna einhvers staðar hár-
vöxt,“ sagði Baldur Kristjáns-
son biskupsritari sem vakið
I hefur athygli samferðamanna
sinna að undanfömu fyrir
huggulega barta í anda gamla
tímans.
Baldur sagðist af og til hafa
safnað skeggi en aldrei bört-
um. Hann væri farinn að
venjast þessu núna og fyndist
þeir afskaplega hlýlegir. Að-
spurður sagðist hann játa því
að þetta væra bartar í gamla
stílnum, bartar sem ekki
I hefðu einungis verið á prest-
um heldur flestum íslenskum
karlmönnum á fyrri öldum.
„Það var ekki ætlunin hjá
mér að líkjast Grími Thomsen
eöa einhverjum af þessum
köppum, þótt vissulega væri
þaö ekki verra að vera líkt við
Grím,“ sagði Baldur og brosti
út að börtum! -bjb
... og svona var hann án þeirra.
geri það reyndar enn. Það var ekki
fyrr en á síðasta ári að ég fór einnig
að æfa og keppa með stelpunum,“
segir Kristrún og bætir því við að
júdó sé íþrótt fyrir alla, bæði stráka
og stelpur. Vinkonur sínar geri
reyndar létt grín að júdóáhuga
hennar en hún lætur það hafa sem
minnst áhrif á sig. Hvetur stelpur
til að prófa júdóið, það sé mjög
skemmtileg íþrótt.
Næstu stóru verkefni Kristrúnar
era Norðurlandamótið í júdó sem
fram fer í Svíþjóð í lok mánaðarins.
Þar keppir hún í fyrsta sinn á er-
lendri grand fyrir hönd íslands, ef
Kristrún Friðriksdóttir i Ármanni hampar hér íslandsmeistarabikurunum
tveimur sem hún hlaut í júdói um síðustu helgi, í opnum flokki og -61 kg
flokki kvenna. DV-mynd Hilmar Þór
undan eru skildir Ólympíuleikar landi í sumar. Þar verður Kristrún
æskunnar á Englandi fyrir tveimur á meðal fulltrúa íslands.
árum. Siðan má ekki gleyma Smá- -bjb
þjóðaleikunum sem fram fara hér á
Tilboð
Uppþvottavél á borð eða til að byggja inn í skáp.
Stærð 50x50x50 sm. Tekur borðbúnað fyrir 6 manns,
4 þvottakerfi + hraðkerfi. Tvöfalt skolunarkerfi.
v/Fellsmúla - sími 588 7332
Opið 9-19 mán.-föst. og 10-14 lau.
ÖRUGGUR • ÞÆGILEGUR • SPARNE YTINN
Með
Swift verður aksturinn
áreynslulaus.
Og líttu á verðið.
Ótrúlegt verð: frá 980.000 kr. 3-dyra.
Áreiðanlegur og ódýr í rekstri.
Greiðslukjör sniðin að þínum þörfum.
Öryggi í fyrirrúmi.
þægindi
upphituð framsæti
rafstýrðar rúðuvindur
tvískipt fellanlegt aftursætisbak
samlæsingar
rafstýrðir útispeglar
útvarp/segulband
öryggi
tveir öryggisloftpúðar
hemlaljós í afturglugga
styrktarbitar í hurðum
krumpsvæði framan og aftan
skolsprautur fyrir framljós
þurrka og skoísprauta á afturrúðu
dagljósabúnaður
1SWIFT1997
SUZUKI
AFL OG
ÖRYGGI
Prufukeyrðu Suzuki í dag.
Taktu nokkrar beygjur, finndu þœgilegan gír.
Mjúkur og léttur - eins og akstur á ac
vera.
SUZUKI BILAR HF
Skeifunni 17, 108 Reykjavík.
Sími 568 51 00.
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf. Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla og búvélasalan hf.
Miðási 19, sími 471 20 11. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50.
I