Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Qupperneq 19
33LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 19 ____________________________________________________________________ ffréttaljós wT #C Umdeild för biskupsins og sonar til Hong Kong á vegum kirkjunnar: Séra Gunnari Kristiánssyni gert að fjármagna eigin ferð - Kirkjuráð hafnaði tilnefningu utanríkisnefndar kirkjunnar Fjögurra manna sendinefnd þjóð- kirkjunnar fer væntanlega á þing Lútersku heimskirkjunnar í júlí i sumar. Það vekur nokkra athygli að í fór með Ólafi Skúlasyni, biskupi íslands, er sonur hans, séra Skúli Sigurður Ólafsson, aðstoðarprestur á ísafirði, sem vigður var i vor. Auk þeirra feðga eru í ferðinni séra Þor- björn Hlynur Ámason, formaður ut- anríkisnefndar þjóðkirkjunnar, og Halla Jónsdóttir, skrifstofustjóri Biskupsstofu. Umdeilt val Val sendimanna kirkjunnar er sagt grundvallað á þeim tilmælum Lútersku heimskirkjunnar og Al- kirkjuráðsins að þeirra sjónarmiða sé gætt að valdir séu til farar full- trúar kvenna, ungs fólks með Fréttaljós á laugardegi Reynir Traustason reynslu af æskulýðsstarfi og leik- manna. Halla Jónsdóttir uppfyllir skilyrði um leikmenn og konur. Skúli Sigurður Ólafsson er siðan valinn sökum æsku sinnar og séra Þorbjöm Hlynur fer sem formaður utanríkisnefhdar. Utanríkisnefnd samþykkti á dögunum að leggja til við biskup og kirkjuráð að þessir aðilar fæm til Hong Kong. Að auki lagði nefndin til að séra Gunnar Kristjánsson færi með sem eins konar fjölmiðlafulltrúi. Ástæða þess að hann var tilnefndur sem slíkur var sögð sú að með því væri ætl- unin að friður yrði um að Skúli Sig- urður tæki sæti sem aðalmaður. Séra Gunnar, sem óskaði eftir því að fara með, hefur lengi haft mikinn áhuga á alþjóðlegu kirkjustarfi og hefur sinnt þeim málum um árabil. Þrýstingur biskups? Herra Ólafur Skúlason er sagður hafa beitt utanríkisnefhd þrýstingi til að Skúli sonur hans færi með í fórina. I samræmi við þá ósk bisk- ups hafi formaður utanríkisnefndar lagt til að Skúli yrði einn þriggja sendimanna. Bent er á að Þorbjörn Hlynur sé fyrrum biskupsritari og nokkrir kærleikar séu með honum og biskupi. Það geti ekki verið til- Séra Gunnar Kristjánsson. Óanægja er meöal presta vegna þeirrar ákvöröunar aö senda séra Skúla Sigurð Ólafsson, son Óiafs Skulasonar biskups, til Hong Kong á kostnaö þjóökirkjunnar. Biskup er sagöur hafa beitt þrýstingi í málinu en hann þvertekur fyrir þaö. viljun að nafn Skúla Sigurðar kom upp í huga Þorbjöms Hlyns. Þessi ákvörðph er gagnrýnd/mnan kirkjunnar og telja' margir þeirra presta sem DV hefur rætt við að ekki séu nein rök fyrir því að sonur biskups fari með í förina. Fjöl- níargir ungir prestar uppfylli mun betur skil- yrði til að sitja þingið. Þorbjöm Hlyn- ur Árnason, for- maður nefndar- innar, staðfesti í samtali við DV að þetta væri tillaga nefndarinnar. Hann sagðist reikna með að séra Gunnar Kristjánsson yrði með í for og ann- aðist það hlutverk að halda saman upplýsingum. Hann svaraði spumingunni um meint afskipti biskups þannig að „virðulegir fjöl- miðlar“ ættu ekki að vera með get- gátur um að biskup hefði haft af- skipti af málinu. séð sér fært að verða við óskum um frekari fjárstuðning. Þess vegna verði ekki um stuðning að ræða vegna séra Gunnars Kristjánssonar. „Það kom til tals hjá utanríkis- nefndinni en Kirkjuráð sá sér því miður ekki fært að greiða fyrir fleiri. Við vorum að vona að hann fengi farareyri annars staðar frá. Kjalarnesprófastsdæmi var búið að samþykkja að greiða hluta af kostn- aðinum,“ segir herra Ólafur Skúla- son sem stöðu sinnar vegna situr sem formaður Kirkjuráðs. Hann segir að þrír sendimanna fari með maka sína utan en það verði alfarið á eigin kostnað. „Meira að segja biskupsfrúin fær ekki borgað og við greiðum meira að segja þátttökugjaldið fyrir hana úr eigin vasa,“ segir Ólafur. Óvænt höfnun Séra Gunnar Kristjánsson hafði ekki heyrt af höfnun Kirkjuráðs þegar DV ræddi við hann og það virtist koma honum á óvart. „Ég lít þannig á að ég eigi ekki að útvega þessa fjármuni og það sé hlutverk kirkjunnar,“ sagði Gunn- ar. Hann sagði ljóst að væri stuðn- ingnum hafnað þá sæti hann heima. Heimildarmenn DV segja fráleitt að séra’ Gunnar, sem er prófastur Kjalarnesprófastsdæmis, geti þegið fé úr sjóðum eigin prófastsdæmis til fararinnar. Samkvæmt þeirri yfir- lýsingu hans að hann eigi ekki að leggja til fjármuni til fararinnar virðist því ljóst að hann muni sitja heima. „Þetta er dæmigert kirkjustjóm- armál sem Prestafélag Islands er enginn formlegur aðili að,“ segir Geir Waage, formaður Prestáfélags íslands, um hina fyrirhuguðu Hong Kong för. -rt Hugmynd utanríkis- nefndar Herra Ólafur Skúlason biskup sagði í samtali við DV að alrangt væri að hann hafi lagt til að Skúl færi til Hong Kong; hugmyndi hefði alfarið komið frá utamíki: nefhd. „Þetta var alfarið hugmynd utan- ríkisnefndar og ég kom þar hvergi nærri. Kirkjuráð samþykkt síðan val nefndarinnar án minna af- skipta. Rökstuðningurinn var sá að þarna væri um að ræða ungan mann sem hefði þá kosti og upp- fyllti þau skilyrði sem æskileg eru talin. Þá nam hann við Kaupmanna- hafnarháskóla og hefur því kynni af kirkjulegu starfi í útlöndum,“ segir Ólafur. Kirkjuráð neitaði Hann segir að Kirkjuráð hafi ekki Séra Skúli Sigurður Ólafsson. nduð og öragg leiktæki sem henta jafnt í heimagarða sem leikskóla BA]|Na6aMAn Smiðjuvegi 5 • Sími 544 5700

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.