Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Page 22
22
LAUGARDAGUR 3. MAI1997
Qérstæð sakamál
II
Greifinn
if
Maximilian Karatsjev var af
góðri fjölskyldu. Faðir hans var af
gamalli rússneskri aðalsætt og hafði
verið háttsettur í finnsku lögregl-
unni. Móðirin var af efnafólki kom-
in og hafði lengst af haldið sig við
húsmóðurstörfin. Hjónin voru vel
efnuð. Hann var í vel launaðri
stöðu, og hún naut þess að hafa átt
efnaða foreldra.
Þegar Max litli var þriggja ára
varð mikil breyting á fjölskyldu-
háttunum. Faðir hans fannst skot-
inn og aldrei tókst að fá úr því skor-
ið hvort hann hefði verið myrtur
eða framið sjálfsvíg. Því miður gerð-
ist þetta næstum því samtímis því
að frú Karatsjev eignaðist dóttur.
Það olli því að hún varð fyrir alvar-
legu andlegu áfalli og eftir þetta ólst
Max upp við erfiðar aðstæður.
Hann varð fyrir aðkasti i skólanum,
en það leiddi til þess að hann fór að
leita eftir félögum utan hóps skóla-
systkinanna og áður en varði var
hann farinn að umgangast smá-
glæpamenn og reykja hass.
Þegar Max var í síðasta
bekk framhaldsskóla
ákvað hann hins vegar að
taka sig á og á lokaprófinu
varð hann einn af þeim
efstu. Stutt var i stúdents-
próf og honum hafði verið
lofað starfi í banka. En þá
framdi hann morð.
„Hún er mella"
Max hafði um árabil
haft mikinn áhuga á vopn-
um og gekk alltaf með .22
hlaupvíddar Beretta-
skammbyssu á sér. Kvöld
eitt lenti hann í rifrildi á
veitingahúsi og þá gerðist
ungi maðurinn sem hann
var að deila við svo djarf-
ur að hallmæla móður
hans. „Hún er mella,“
sagði hann um móður
Max. Það varð honum um
of að heyra sagt. Hann dró
upp skammbyssuna og
skaut manninn í hjarta-
stað. Hann lést samstund-
is.
Næstu árin áður en
þetta gerðist hafði frú
Karatsjev náð sér allvel
eftir andlega áfalliö og
studdi nú vel við bakið á
syni sínum. Rétturinn tók
tillit til þess og annarra
aðstæðna, og Max slapp
með hálfs árs fangelsi.
Bankinn leit hins vegar
öörum augum á það sem
gerst hafði og tilkynnti
Max að hann yrði ekki
ráðinn. Þá stofnsetti Max
Karatsjev sitt eigið fyrir-
tæki, hið fyrsta af mörgum
sem þoldu illa dagsins ljós.
1981 fór hann að búa
með asískri konu, en í
febrúar 1982 var komið að
henni látinni. Kúla úr
Beretta-skammbyssu Max hafði orð-
ið henni að bana, en tveim vitnum
tókst að sannfæra réttinn um að
konan hefði framið sjálfsvíg með
henni. Max fékk því aðeins sekt fyr-
ir ólöglega vopnaeign. Hann var
ekki lengi í Finnlandi eftir þetta og
settist að í Stokkhólmi.
Marita
Max gat verið afar töfrandi og
það var sem hann væri aldrei í
vandræðum með að kynnast kven-
fólki. En venjulega fór allt á sama
veg. Hann beitti konurnar ofbeldi.
En það vakti athygli að hann valdi
sér yfirleitt konur sem áttu við ein-
hver vandamál að stríða. Svo var
einnig um þá konu sem átti nú eftir
að koma svo mikið við sögu í lífi
hans, Maritu Pentinmáki.
Hún ólst upp í litlum bæ fyrir
botni Eystrasalts. Að loknu prófi í
alþýðuháskóla varö hún ástfangin
af ungum manni úr nágrannaborg
og giftist honum þegar hún var
sautján ára. Þau eignuðust dóttur-
ina Kötju. Um hríð virtist hamingj-
an brosa við þeim, en dag einn kom
hún að manni sínum með annarri
konu í hjónarúminu. Þá var sem
heimur Maritu hryndi í einu vet-
fangi. Hún sótti um skilnað, kom
Kötju í fóstur hjá foreldrum sínum
og fluttist til Stokkhólms.
Umskiptin gerðu Maritu gott, og
hún var komin vel á veg með að
jafna sig eftir að hafa kynnst Evu
Ahlström, sem var fjórum árum
eldri en hún. Þær vinkonurnar fóru
gjarnan út að skemmta sér saman
og þá hvað oftast á dansstaðinn Kar-
elíu. Þar kynntist hún Max
Karatsjev, „greifanum" eins og
hann kallaði sig nú, liklega með ætt
föður síns í huga.
„Ég er hrædd við hann"
„Greifinn" virtist ætíð hafa nóg fé
handa á millum og örlæti hans og
töfrar urðu til þess að Marita varð
yfir sig hrifín af honum. Um sam-
band þeirra sagði Eva Ahlström síð-
ar:
„Það var ekki skrítið að Marita,
sem hafði alist upp við fátækt og
átti að baki misheppnað hjónaband,
skyldi hrífast af „greifanum" og
veskinu hans, sem virtist ótæm-
andi. Það leið þó ekki á löngu þar til
okkur vinkonum Maritu varð ljóst
aö hennar biðu sömu örlög og fyrri
vinkvenna Max. Hann var með
þeim meðan nýjabrumið var á sam-
bandinu, en svo losaði hann sig við
þær. En þótt hann ræki Maritu frá
sér fór hún alltaf aftur til hans, að
því er virtist án þess að setja honum
nokkur skilyrði."
Er hér var komið sögu var Max
orðinn illa staddur. Hann var flækt-
ur í stórmál vegna fyrirtækjarekst-
urs og fasteignafyrirtæki hans sjálfs
rambaði á barmi gjaldþrots. En
hann lét það ekki á sig fá og stofn-
aði enn eitt fyrirtækið.
Marita tók mjög nærri sér hvern-
ig samband þeirra var orðið og
staða hans, og kvöld eitt hringdi
hún til Evu og sagði. „Ég er hrædd
við hann.“ Fáum dögum síðar hvarf
hún.
Líkamsleifarnar
Hvarf Maritu varð upphafíð að
einu umtalaðasta morðmáli í Sví-
þjóð um langan tíma. Margt við það
þótti svo óhugnanlegt að fólk rak
ekki minni til annars eins.
Nokkru eftir að Marita hvarf
hringdi einhver í undirheimum
Stokkhólms í lögregluna, maður
sem vildi ekki segja til nafns. í
framhaldi af símtalinu varð gerð
leit í húsinu sem Max hafði búið í
með Maritu. Fundust þá meðal ann-
ars blóðugur sófi og spor í setustof-
unni.
Max Karatsjev var handtekinn,
en hann var svo illa haldinn að lög-
reglan gafst upp á að yfirheyra
hann. En nú fóru líkamsleifar að
finnast á óbyggðu svæði. Og næstu
daga og vikur gátu lesendur blað-
anna fylgst með því er æ fleiri lík-
amshlutar fundust, sumir á stærð
við pening. Voru leifarnar dreifðar
um margra ferkílómetra svæði og
mátti helst ætla að þeim hefði verið
fleygt út úr bíl sem hefði verið ekið
þar um stefnulaust. Stærsta hlutann
fann bóndi á akri sínum. Var það
vinstri fótur.
Af konu á fertugsaldri
Þegar allir þeir líkamshlutar sem
fundist höfðu voru vegnir varð ljóst
að um þriðjungur líks hafði fundist.
Þótt ekki væri hægt að sýna fram á
að það væri Marita sem hefði verið
hlutuð sundur, var hægt að ganga
úr skugga um hvenær viðkomandi
hafði látist.
Frekari leit leiddi í ljós fleiri lík-
amshluta og varð nú ljóst að líkið
sem þannig hafði verð leikið var af
þrjátíu og fimm ára gamalli konu,
og DNA-rannsókn á líkamshlutun-
um og hári sem fundist hafði í hár-
bursta Maritu sýndi að það var hún
sem hafði mætt svo grimmilegum
örlögum.
Yfirheyrslur á fólki sem umgeng-
ist hafði þau Max og Maritu báru
með sér að þau höfðu oft rifist, og
sumir úr kunningjahópnum sögðust
vel geta trúað því að Max hefði grip-
ið til skammbyssunnar í bræði en
síðan hlutað líkið af Maritu sundur.
Endanlega sönnun fyrir því af
hverri líkið var fékkst þegar höfuð-
ið af Maritu fannst. Þá kom í ljós að
hún hafði verið skotin í munninn
og hafði látist samstundis.
Þungir dómar
Max var nú yflrheyrður enn á ný
og lýsti hami þá yflr því að Marita
hefði framið sjálfsvíg. Það hefði
fengið svo á hann að hann hefði set-
ið yflr líkinu dögum saman. Loks
hefði hann fengið þrjá unga menn
sér til aðstoðar við að hluta líkið í
sundur og dreifa hlutum þess um
svæðið þar sem þeir fundust. Lög-
reglan var hins vegar vantrúuð á
söguna um sjálfsvígið.
Þremenningarnir sem höfðu
hjálpað Max voru ákærðir fyrir
óviðurkvæmilega meðferð á líki og
fyrir að leyna glæpi.
Max og mennirnir þrír komu fyr-
ir rétt í febrúar síðastliðnum. Sak-
sóknarinn lagði sig fram um að
sanna þá sök sem á þá var borin, og
í þetta sinn tókst Max ekki að
sleppa með léttan dóm. Hann var
kveðinn upp 5. febrúar. Maximilian
Karatsjev fékk ævilangt fangelsi og
mennimir þrír 14 ára og þriggja
mánaða fangelsi hver.
Áfrýjun?
Vinkona Maritu, Eva Ahlström,
fylgdist með réttarhöldunum af
áheyrendapöllunum og hafði meðal
annars þetta að segja eftir dómsupp-
kvaðninguna:
„Réttlætið náði fram að ganga, og
ég vona að hann fái aldrei frelsið
aftur. Hann er búinn að drepa þrí-
vegis. Ég trúi því ekki að fyrri sam-
býliskona hans hafi framið sjálfs-
víg, og ég sá sjálf hvernig hann mis-
þyrmdi Maritu, bæði andlega og lík-
amlega. Þessi maður er afar hættu-
legur.“
Spumingin er hins vegar hvort
Evu verður að þessari ósk sinni, því
síðasta orðið hefur ekki verið sagt í
þessu óhugnanlega morðmáli. Verj-
endur hinna sakfelldu halda því
fram að rétturinn hafi dregið rang-
ar ályktanir af framkomnum upp-
lýsingum og tæknilegum rannsókn-
um.
Enginn veit þvl enn hvort Max-
imilian Katasjev „greifa" tekst að
sleppa við frekari fangelsisvist, eftir
að hin margumtalaða Beretta-
skammbyssa hefiu' enn einu sinni
komið við sögu á afdrifaríkan hátt.
Einn þremenninganna leiddur úr réttarsaln-
um.
Hluti leitarsvæ&isins.