Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Síða 25
TfrHF LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 __________________________________________________________________________________ fréttir ......................... ..-..... ~.M— . ... ■ -. - ........-......I .. Hörð barátta um leiðtogasætið í breska íhaldsflokknum fram undan: Talið að Major styðji Heseltine Michael Heseltine, sem hér er meö John Major, fráfarandi forsætisráöherra Bretlands og fráfarandi leiðtoga íhalds- flokksins, þykir líklegur til afreka í leiötogaslagnum. Símamyndir Reuter John Major er fluttur úr Down- ingstræti 10. Hann er ekki einasta búinn að missa forsætisráðherra- stólinn í Bretlandi heldur hefur hann einnig tilkynnt að hann muni segja af sér sem leiðtogi íhalds- flokksins. Slagurinn um eftirmann hans er þegar hafinn. Baráttan í Ihalds- flokknum, sem nú þarf að verma bekki stjómarandstöðunnar í þing- inu í fyrsta sinn í átján ár, stendur ekki aðeins um eftirmann Johns Majors í sæti leiðtoga flokksins heldur verður einnig barist hart um hugmyndafræðilega ásýnd hand hans. Slagur rriilli hægri og vinstri Efasemdamenn um ágæti Evrópu- samstarfsins og stuðningsmenn þess munu bítast sem aldrei fyrr um stefnu flokksins i þessu mikil- væga máli sem hefur valdið alvar- legum klofningi innan hans um langt skeið. Dálkahöfundurinn Anne Apple- baum segir í Lundúnablaðinu Even- ing Standard í gær að hægri armur íhaldsflokksins muni nú kenna vinstri arminum um ófarirnar í kosningunum - og öfugt. Hún segir að sá armur sem fari með sigur af hólmi í þeim slag muni ráða hver næsti leiðtogi flokksins verður og hvaða stefnu verður fylgt. Fyrir kosningarnar voru tveir menn einkum nefndir til sögunnar sem helstu keppinautarnir um leið- togasætið. Þeir eru Michael Heselt- ine aðstoðarforsætisráðherra og Michael PortiUo landvarnaráð- herra. Portillo, sem telst til hægri arms íhaldsflokksins og er í hópi efasemdamannanna, er hins vegar úr leik í bili þar sem hann náði ekki kosningu í kjördæmi sínu. Ekki frekar en Malcolm Rifkind utanrík- isráðherra sem einnig hafði verið orðaður við leiðtogasætið. Heseltine telst aftur á móti til Evrópuvinanna innan flokksins. Fyrstur hins vegar til að tilkynna um framboð sitt til leiðtogaembættisins varð Kenneth Clarke, fráfarandi fjármálaráð- herra. Enn einn Mikjáll heyrist einnig nefndur sem hugsanlegur for- mannskandídat. Sá er Michael How- ard innanríkisráðherra. Háttsettir ráðherrar íhaldsflokksins voru þeg- ar fyrir kosningarnar famir að nefna leiðtogaslaginn „baráttu Michaelanna þriggja". Það gengur þó ekki lengur. Ekki má gleyma hægrisinnanum John Redwood, sem sagði af sér ráð- herraembætti fyrir tveimur árum til að keppa við John Major um leið- togastöðuna. Jafnvel var búist við að hann yrði fyrstur til að lýsa þvi yfir að hann ætlaði í leiðtogaslag- inn. Það er þó ljóst að vinstri arm- ur flokksins muni aldrei geta sætt sig við hann. Þá hefur Chris Patten, sem hefur gegnt embætti landstjóra í Hong Kong, einnig verið orðaður við for- mannsembættið. Patten útilokaði hins vegar í gær að hann færi fram að sinni. Loks nefndu bresku blöð- in í gær að minnsta kosti tvo hugs- anlega leiðtogakandídata til viðbót- ar, þá Peter Lilley og William Hague, ráðherra málefna Wales. Vinir Majors höfðu lagt að hon- um að segja ekki af sér leiðtogaemb- ættinu fýrr en eftir tvo mánuði í fyrsta lagi til að koma í veg fyrir að Redwood gæti nýtt sér þann stuðn- ing sem hann hefur aflað sér á und- anfomum tveimur árum. Stuðningsmenn Tarsans vongóðir Stuðningsmenn Heseltines, sem manna á meðal gengur undir nafn- inu Tarsan vegna makkans á höfði hans, telja næsta víst að Major muni styðja aðstoðarforsætisráð- Hægrisinninn John Redwood er ekki talinn eiga mikla möguleika. herrann í leiðtogasætið. Sömuleiðis fái hann stuðning Kenneths Clarkes fjármálaráðherra. „Maðurinn sem Major vill í raun að taki við af honum er Chris Patt- en,“ segir einn stuðningsmanna Heseltines. „En hann er ekki kom- inn aftur á þing.“ Sami stuðningsmaður segir í við- tali við Sunday Times að ef Major ætli sér að sigrast á hægriarmi flokksins og leggja Patten lið, verði hann að hjálpa Heseltine. „Að hluta til er það vegna þess að Heseltine og Patten em úr sama armi flokksins og að hluta til vegna þess að Heseltine er orðinn svo gamall að hann verður ekki í emb- ættinu til eilífðarnóns," segir þessi sami stuðningsmaður aðstoðarfor- sætisráðherrans. Michael Heseltine er 64 ára, 21 ári eldri en Tony Blair, leiðtogi Verka- mannaflokksins og nýbakaður for- sætisráðherra Bretlands. Stuðnings- menn Heseltines segja að þessi mikli aldursmunur verði til þess að vekja enn frekar athygli á reynslu- leysi Blairs. Forsætisráðherrann nýi var kjörinn á þing árið 1983 og hann hefur aldrei gegnt ráðherra- embætti. Heseltine settist hins veg- ar fyrst á þing fyrir 31 ári. Hann komst í hóp áhrifamanna flokksins árið 1969. Ráðherra varð hann svo ári síðar. Erlent fréttaljós á laugardegi Ef stjórn Tonys Blairs situr fullt fimm ára kjörtímabil verður Heselt- ine 69 ára þegar næst verður gengið til almennra þingkosninga. Stuðn- ingsmenn hans benda á að Ronald Reagan hafi verið á þeim aldri þeg- ar hann var kjörinn forseti Banda- ríkjanna í fyrra sinn. Stuðnings- mennirnir benda einnig á fyrrum Bandaríkjaforseta þegar vangavelt- ur um heilsufar Heseltines eru ann- ars vegar. Hann fékk hjartaáfall árið 1993. Lyndon B. Johnson fékk líka hjartaáfall, tíu árum áður en hann var kjörinn forseti. Höfðar líka til hægri armsins Stuðningsmenn Heseltines eru sannfærðir um að honum muni takast að fá stuðning einhverra þingmanna úr hægri armi flokks- ins. Þeir benda á að í kosningabar- áttunni hafi Heseltine sveigst í átt til efasemdamannanna um ESB. Það var líka hann sem átti hug- myndina að hinni umdeildu blaða- auglýsingu íhaldsflokksins sem sýndi Tony Blair sem strengjabrúðu á hné Helmuts Kohls Þýska- landskanslara. Andstæðingar Heseltines eru ekki á sama máli og stuðnings- mennimir þegar aldurinn og heilsu- farið eru annars vegar. „Hann væri besti leiðtogi stjórnarandstöðunnar núna og hann mundi hakka Blair í sig. En íhaldsþingmenn væru þar með að kjósa besta forsætisráðherr- ann í fimm ár,“ segir einn andstæð- ingur Heseltines. Stuðningsmenn Portillos land- varnaráðherra hafa ekki áhyggjur þótt aðstoðarforsætisráðherrann ætli að hella sér í slaginn. „Þetta er núna flokkur efasemdamanna um Evrópusamstarfið og Heseltine, sem er stuðningsmaður ESB, getur ekki sigrað," segja menn Portillos. Byggt á Reuter og bresku blöðunum BILAHÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 5 SÍMI 567 4943 '%Z>ý Nissan Patrol '91, rauður, 5 d., ek. 133 þús. km, rafdr. rúður, samlæs., álf., 35" dekk, brettak., ek. 133 þús. km. Verö 2.480.000. Ath. skipti. Nissan Patrol ’91, rauður, 5 d., rafdr. rúður, samlæs., álfelgur, 33” dekk, læstur aftan, ek. 121 þús. km. Verð 2.250.000. Ath. skipti. Toyota Camry ’94, svartur, 4 d., ABS, leður, álfelgur, rafdr. rúður, samlæs., rafm. í sætum, cruise, topplúga. Verð 2.390.000. Ath. skipti. Ford Mondeo Ghia '94, blár, 4 d., topplúga, ABS, rafdr. rúður, samlæs., þjófavörn, ek. 63 þús. km. Verð 1.440.000. Ath.skipti. Toyota Corolla XLi '96, rauður, 5 d„ samlæs., rafdr. rúður, ek. 5 þús. km. Verð 1.190.000. Ath. skipti. Jt JR-BÍLASALA BÍLDSHÖFÐA 3 ( löggild SÍMI 567 0333 'vBILASAL* MMC L-300 ’90, grár, 5 d., ek. 80 þús. km. Verð 1.150.000. Ath. skipti. Chrysler Voyager ’91, vínr., 4x4, 4 d., ek. 120 þús. km. Verð 1.690.000. Ath. skipti. Cherokee ’95, blár, 5 d., ek. 12 þús. km. Verö 3.780.000. Ath. skipti. Chevrolet Blazer ’96, rauður, 5 d., ek. 2 þús. km. Verö 3.450.000. Ath. skipti. Subaru Legacy ’96, hvítur, 5 d., ek. 1 þús. km. Verö 2.280.000. Ath. skipti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.