Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1997, Side 47
>
í
i
I
i
I
h
i?
i
i
>
i
i
I
i
i
I
i
I
t
i
i
>
>
I
)
XXST LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997
a fmæli «
Benedikt Davíðsson
Benedikt Davíðsson, fyrrv. forseti
ASÍ, Víghólastíg 5, Kópavogi, er sjö-
tugur í dag.
Starfsferili
Benedikt fæddist á Patreksfirði 3.5.
1927 og ólst þar upp. Hann stundaði
sjómennsku og fiskvinnslu á Patreks-
firði 1942-45, var iðnnemi i húsasmíði
í Reykjavík 1945-49 og lauk sveins-
prófi í húsasmíði frá Iðnskólanum í
Reykjavík 1949 en meistari hans var
Snorri Halldórsson.
Benedikt stundaði húsasmíðar í
Reykjavík 1949-54, 1957-60 og 1965-68.
Þá starfaði hann að félagsmálum hjá
Trésmíðafélagi Reykjavíkur 1954-57
og frá 1970 og hjá ASÍ 1960-65. Hann
var forseti ASÍ 1992-96.
Benedikt sat í stjórn Trésmíðafélags
Reykjavíkur 1953 og 1959-62 og var for-
maður þess 1954-57, sat í miðstjórn
ASÍ 1958-88, var varamaður eða aðal-
maður í stjórn Atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs á árunum 1958-86, var for-
maður Sambands byggingarmanna
1966-90, hefur setið í stjórn Lífeyris-
sjóðs byggingarmanna frá stofnun
1970, í framkvæmdastjórn Sambands
almennra lífeyrissjóða frá stofnun
1973, í bankaráði Iðnaðarbankans
1972-74 og formaður bankaráðs AI-
þýðubankans 1976-87, sat í miðstjórn
Sósíalistaflokksins 1956 og lengst af í
miðstjórn og framkvæmdastjórn Al-
þýðubandalagsins frá stofnun 1968.
Fjölskylda
Fyrri kona Benedikts var Guðný
Stígsdóttir, f. 24.8. 1928, d. 8.3. 1972,
saumakona.
Seinni kona Benedikts er Finnbjörg
Guðmundsdóttir, f. 5.8. 1951, skrif-
stofumaður. Finnbjörg er dóttir Guð-
mundar Oddssonar, bónda og verka-
manns, og k.h., Elínar Kristgeirsdótt-
ur húsfreyju.
Böm Benedikts og Guðnýjar era
Guðríður, f. 2.8. 1950, fóstra í Kópa-
vogi, gift Hagerup Isaksen rafvirkja og
eiga þau fjögur böm; Viggó, f. 28.8.
1951, trésmiður í Garði, kvæntur Diljá
Markúsdóttur, starfsmanni við vist-
heimilið í Garði, og eiga þau þrjú
böm; Elfa Björk, f. 24.7. 1956, skrif-
stofumaður í Kópavogi, gift Magnúsi
Reyni Ástþórssyni bílstjóra og eiga
þau flögur börn; Jóna, f. 18.1. 1962,
kennari á isafirði, gift Henry Bærings-
syni rafvirkja og eiga þau þrjú börn.
Börn Benedikts og Finnbjargar eru
Stefnir, f. 12.6. 1980, nemi, og Bima
Eik, f. 6.7. 1982, nemi.
Stjúpsonur Benedikts og sonur
Finnbjargar er Guðbergur
Egill Eyjólfsson, f. 27.11.
1971, kennari á Grenivík.
Benedikt og Finnbjörg
skildu 1996.
Bræður Benedikts eru
Ólafur, f. 7.8. 1929, sjómað-
ur í Sandgerði; Davíð Jó-
hannes, f. 21.3. 1933, sund-
laugarvörður, búsettur í
Kópavogi.
Hálfsystkini Benedikts,
samfeðra, eru Sigurlína, f.
13.11.1942, sálfræðingur og
kennari við HÍ; Guðný, f.
13.2.1944, húsmóðir í Reykjavík; Hösk-
uldur, f. 1.1. 1948, trésmiður i Noregi;
Hreggviður, f. 8.2. 1953, trésmiður í
Svíþjóð.
Foreldrar Benedikts: Davíð Daviðs-
son, f. 21.8. 1903, d. 1981, smiður, sjó-
maður og formaður Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Patreksfjarðar, síðar odd-
viti á Sellátrum, og f.k.h., Sigurlina
Benediktsdóttir, f. 8.11. 1900, d. 18.4.
1941, verkakona.
Ætt
Davíð er sonur Davíðs, smiðs á
Geirseyri, Jónssonar, b. á Geitagili,
Hjálmarssonar, b. á Stökkum, Sig-
mundssonar, bróður Kristínar,
langömmu Sigurvins Ein-
arssonar alþm. Móðir
Davíðs smiðs var Sigríður
Bjarnadóttir, b. á Bakka í
Tálknafirði, Torfasonar,
bróður Jóns í Hænuvík,
langafa Magnúsar Torfa,
fyrrv. ráðherra, og Gunn-
ars Guðmundssonar,
fyrrv. hafnarstjóra.
Móðir Davíðs oddvita
var Elín Ebenesersdóttir,
b. á Vaðli, Þórðarsonar, b.
í Haga á Barðaströnd,
Jónssonar. Móðir Ebenes-
ers var Ingibjörg Jónsdóttir, systir
Guðmundar, prests í Árnesi, langafa
Þórarins Kristjánssonar símritara,
fóður Leifs tónskálds.
Bróðir Sigurlínu er Guðmundur,
sjómaður á Patreksfirði, faðir Bene-
dikts, fyrrv. siglingamálastjóra. Sigur-
lína var dóttir Benedikts, skipstjóra á
Patreksfirði, Sigurðssonar, bókbind-
ara í Botni, bróður Sólveigar,
langömmu Guðmundar J. Guðmunds-
sonar, fyrrv. formanns Dagsbrúnar.
Móðir Sigurlínu var Elín Svein-
björnsdóttir, bróður Gísla, föður Gísla
á Uppsölum.
Benedikt verður með opið hús hjá Tré-
smíðafélagi Reykjavikur að Suðurlands-
braut 30 laugardaginn 3.5. frá kl. 17.00.
Benedikt Davíösson.
Ásgeir Sigurgestsson
Ásgeir Sigurgestsson, framkvæmda-
stjóri Greiningar- og ráðgjafastöðvar
ríkisins, Litlubæjarvör 2, Bessastaða-
hreppi, er fimmtugur í dag.
Starfsferill
Ásgeir fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp í Skerjafirðinum. Hann var í
Melaskólanum, lauk landsprófi frá
Hagaskólanum, stúdentsprófi frá MR,
stundaði nám í sálfræði við Óslóarhá-
skóla 1968-73 með vinnuhléum, stund-
aði nám við Árósaháskóla frá 1973 og
útskrifaðist þaðan með embættispróf í
sálfræði 1977.
Ásgeir shmdaði margvísleg störf til
sjávar og sveita á námsámnum og
vann m.a. á Kleppsspítalanum og við
Barna- og unglingageðdeild Landssp-
ítalans. Hann var sálfræðingur við
áfengisdeildir ríkisspítalanna 1977-79,
sálfræðingur við Athugunar- og grein-
ingardeildina í Kjarvalshúsi 1979-84,
var framkvæmdastjóri Landssamtak-
anna Þroskahjálp 1984-88 og er fram-
kvæmdastjóri Greiningar- og ráðgjafa-
stöðvar ríkisins frá 1988. Þá hefur hann
sinnt stundakennslu í sálfræði við KHÍ,
við HÍ en þó einkum kennt við Tónlist-
arskólann í Reykjavík jafnhliða öðrum
störfum. Ásgeir hefur ver-
ið búsettur í Reykjavík,
Kópavogi og á Seltjarn-
arnesi en hefur nú verið
búsettur í Bessastaða-
hreppi frá 1984.
Ásgeir sat i stjórnum
Sálfræðifélags íslands og
BHMR 1979-84, var vara-
formaður BHMR, sat í
hreppsnefnd Bessastaða-
hrepps 1986-90, í stjórn ís-
lensku hljómsveitarinnar
1981-90, situr í fram-
kvæmdastjórn FÍB frá 1993 og í stjórn
Rúrek-jasshátíðarinnar 1997.
Fjölskylda
Fyrri kona Ásgeirs er Sigríður S.
Júlíusdóttir, f. 9.5. 1951. Þau slitu sam-
vistum.
Ásgeir kvæntist 10.12. 1982 Stefaníu
Harðardóttur, f. 16.3.1948, deildarstjóra
hjá Flugmálastjóm. Hún er dóttir
Harðar Ólasonar og Ástu Thorarensen
sem bæði em látin.
Fósturböm Ásgeirs og börn Stefaníu
eru Ásta Sigríður Guðmundsdóttir, f.
3.4. 1964, sjúkraþjálfari í Bandaríkjun-
um, gift Tryggva Þ. Egilssyni lækni og
eru böm þeirra Egill, f.
1992, og Ásgeir, f. 1994;
flörður Þórhallsson, f. 27.4.
1967, hagverkfræðingur í
Reykjavík, í sambúð með
írisi Karlsdóttur landa-
kortafræðingi.
Dóttir Ásgeirs og Stefan-
íu er Vigdís, f. 19.11.1986.
Systkini Ásgeirs eru
Hörður, f. 2.6. 1938, for-
stjóri í Reykjavík; Sigrún,
f. 28.1. 1941, skrifstofumað-
ur í Garði; Ásdís, f. 29.1.
1949, verslunarmaður i Reykjavík.
Foreldrar Ásgeirs: Sigurgestur Guð-
jónsson, f. 5.6.1912, bifvélavirkjameist-
ari, og Vigdís Hansdóttir, f. 3.9.1911, d.
27.2.1978, húsmóðir.
Ætt
Sigurgestur var sonur Guðjóns,
verkamanns í Reykjavík, Jónssonar, b.
í Hafliðakoti, Jónssonar, á Ormsvelli,
Erlendssonar, b. í Þúfu á Landi, Jóns-
sonar. Móðir Erlends var Halldóra
Halldórsdóttir, b. á Rauðnefsstöðum, af
Víkingslækjarætt, bróður Brands,
langafa Margrétar, langafa Guðríðar,
ömmu Guðlaugs Tryggva Karlssonar.
Móðir Guðjóns var Hólmfríður Sveins-
dóttir sem reri tólf vertíðir frá Land-
eyjasandi.
Móðir Sigurgests var Jóhanna Jóns-
dóttir, b. í Hreiðarskoti, Jónssonar,
bróður Þorsteins, langafa Berthu, móð-
ur Markúsar Arnar Antonssonar,
fyrrv. borgarstjóra. Móðir Jóns í Hreið-
arskoti var Steinunn Jónsdóttir, af
Kópvatnsætt.
Vigdís var dóttir Hans, sjómanns í
Hafnarflrði Sigurbjörnssonar, b. í Kjal-
ardal Bjarnasonar. Móðir Hans var Vig-
dís Jónsdóttir, b. í Móakoti Hanssonar,
bróðir Ögmundar, langafa Guðrúnar,
móður Ögmundar Jónassonar, formanns
BSRB. Móðir Vigdísar var Sigríður Jóns-
dóttir, systir Þorbjargar, langömmu
Þorgils, afa Árna Mathiesen alþm.
Móðir Vigdísar Hansdóttur var Sess-
elja Helgadóttir, verkamanns í Hafnar-
firði, Sigurðssonar. Móðir Sesselju var
Sigríður, systir Ingveldar, langömmu
Páls Jenssonar, forstöðumanns Reikni-
stofnunar Háskólans. Sigríður var dótt-
ir Jóns, ættfóður Setbergsættarinnar,
Guðmundsonar, b. í Haukadal, Eiríks-
sonar og Guðbjargar Jónsdóttur, ætt-
fóður Hörgsholtsættarinnar, Magnús-
sonar.
Ásgeir er i útlöndum.
Ásgeir Sigurgestsson.
lil hamingju með afmælið 4. maí
75 ára
Kristinn D. Hafliðason,
Kárastíg 2, Reykjavík.
Haraldur Árnason,
Laugarvegi 33, Sigluflrði.
70 ára
Svanhildur Ámý Siguijónsdóttir,
Austurbrún 4, Reykjavík, verður sjötug á
mánudaginn. Hún verður með kaffi fyrir
Sölskyldu og vini í morgunverðarsal Hót-
el Esju sunnudaginn 4.5. kl. 15.00.
Garðar Ólason,
Hrafnistu við Skjólvang, Hafnarfirði.
Hallgrimur Jónsson,
Skálanesi II, Reykhólahreppi.
Geirfinnur Sigurgeirsson,
Hátúni 10A, Reykjavík.
Gyða Guðvarðardóttir,
Æsufelli 6, Reykjavík.
60 ára
Björn Einarsson,
Lyngholti, Hofshreppi.
Geður Sigurbjörnsdóttir,
Veghúsum 31, Reykjavík.
Sigurður Guðmundsson,
Esjubraut 12, Akranesi.
Edda Hrönn Hannesdóttir,
Einholti 9, Reykjavfk.
Bergþóra Ragnarsdóttir,
Víðilundi 11, Garðabæ.
Erlingur Antoníusson,
Kleppsvegi 140, Reykjavík.
50 ára
Kristján Jónasson, Lálandi
7, Reykjavík. Eiginkona hans
er Kristin Brynjólfsdóttir. Þau taka á
móti ættingjum og vinum aö heimili sínu,
laugardaginn 3.5. milli kl. 18.00 og 21.00.
Sigurður B. Óskarsson,
Birkibergi 10, Hafnarfirði.
Sigurður Karlsson,
Ártröö 4, Egilsstöðum.
Kristín Harðardóttir,
Látraströnd 38, Selfjamarnesi.
Sigurður Guðmundsson,
Ingólfsstræti 7, Reykjavík.
Jóhanna Margrét Guðjónsdóttir,
Vogatungu 32, Kópavogi.
Magnús Þór Jónasson,
Höfðavegi 28, Vestmannaeyjum.
40 ára
Helga Elinborg Jónsdóttir,
Furugrund 73, Kópavogi.
Margrét Sonja Kristjánsdóttir,
Bjargarstíg 2, Reykjavík.
Halldór Sveinbjörnsson,
Seljalandi 21, ísafirði.
Birgir Ólasson,
Nesbakka 11, Neskaupstað.
Sigurður Grétar Sigurðsson,
Baðsvöllum 4, Grindavík.
Einar Geir Guðnason,
Borgarheiði 10V, Hverageröi.
Valdimar Guðnason,
Grandavegi 9, Reykjavik.
Svanborg Björnsdóttir,
Skálanesgötu 14, Vopnafjarðarhreppi.
Sigurður Guðmundsson
Sigurður
Guðmundsson,
formaður FSV,
Ingólfsstræði 7,
Reykjavík,
verður fimm-
tugur á morg-
un.
Sigurður
fæddist á
Brekku í Hróarstungu. Að loknu fulln-
aðarprófi úr Barnaskóla Tunguhrepps
á Stóru-Brekku var hann tvo vetur í
Héraðsskólanum á Laugavatni.
Sigurður vann í síld á síldarplani
og bræðslu. Hann hóf síðan störf hjá
Kaupfélagi Austfjarða á Seyðisfirði
en 1967 flutti Sigurður til Reykjavík-
ur ásamt eiginkonu. Hann hóf störf í
Kjöt og grænmeti og síðan hjá Kron á
Snorrabraut, starfaði hjá Rafmagns-
veitu Reykjavíkur 1972-74, hjá Teppa-
versluninni Persíu 1974-78, hjá Gunn-
ari Ásgeirssyni hf. 1979 en hefúr ver-
ið framkvæmdastjóri FSV og jafn-
framt formaður þess frá 1980. Þá var
hann dyravörður á Hótel Loftleiðum
1972-81.
Sigurður hefur tekið þátt í alþjóða-
starfi starfsfólks í veitingahúsum frá
Siguröur Guö-
mundsson.
1983, situr í stjórn NU frá 1984 og í
varastjórn HRC-hópsins í IUL frá 1988.
Fjölskylda
Eiginkona Sigurðar er Elísabet
Magnúsdóttir húsmóðir, f. 07.08. 1947.
Hún er dóttir Magnúsar Jónssonar og
Elínborgar Guðmundsdóttur að Ball-
ará í Klofningi.
Böm Sigurðar og Elísabetar eru
Guömundur Magnús, f. 9.11. 1967,
prentsmiður í Reykjavik, en kona hans
er Birgitta Hilmarsdóttir, f. 20.8. 1966,
og börn þeirra eru Jóhannes Smári
Smárason, f. 28.8.1987, Elísabet Karen
Guðmundsdóttir, f. 13.10.1991, og Alex-
andra Tanja Guðmundsdóttir, f. 3.8.
1996; Páll Línberg, f. 28.12. 1968, skrif-
stofumaður, búsettur í Hafnarfirði, en
kona hans er Halldóra G. Hinriksdótt-
ir, f. 4.3.1973; Guðrún Ósk, f. 15.8.1972,
nemi á Ítalíu.
Systkini Sigurðar eru Jón verka-
maður, f. 10.2. 1949; Þórbergur Austri
verkamaður, f. 18.6. 1954, á Nýja-Sjál-
andi; Hermann Vestri ökukennari, f.
30.6. 1955; Einar Hólm verkamaður, f.
28.3. 1961; Sigurjón Þórir verkamaður,
f. 4.3. 1965.
Foreldrar Sigurðar eru Guðmundur
Sigurðsson, bóndi og verkamaður, f.
16.3. 1916, látinn, og Pálína Jónsdóttir,
húsmóðir og starfsmaður á sjúkrahúsi,
f. 27.6. 1925, Norðurgötu 10, búsett á
Fljótsdalshéraði í átján ár og á Seyðis-
firði frá 1964.
Sumarbúðir skáta, Úlfljótsvatni
Fyrir börn á aldrinum 8-12 ára.
Dagskránni er best lýst með orðinu
ÆVINTÝRI
Útivera • gönguferðir • náttúruskoðun
• íþróttir • leikir • vatnasafarí • sund •
bátsferðir • föndurvinna • leikræn tján-
ing • kvöldvökur • varðeldur.
Dvalartími:
• Innritun hefst 5. maí í Skátahúsinu við Snorrabraut
og er innritað alla virka daga frá kl. 10.00-14.00.
• Verð á námskeiðum er frá 13.700-15.900 kr. Veittur
er systkinaafsláttur.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
Bandalags ísl. skáta í síma 5621390.
1. 4. júní -10. júní
2.11. júní-16. júní
-6 dagar
3.19. júní-25. júní
4. 26. júní-2. júlí
5. 5. júlí-11. júlí
6.12. júlí-18. júlí
7. 23. júlí-29. júlí
8. 6 ágúst-12 ágúst
-unglinganámskeið