Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1997, Page 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997
Fréttir
Versnandi sambúð á stjórnarheimilinu?
Tekist a um stoðuveitingar
- greinilegur skoöanamunur um næstu skref í hvalamálinu
Heimildarmenn DV um væntanleg-
ar breytingar á ráðherraliði ríkis-
stjómarinnar halda fast við það að
breytingar séu í aðsigi og Friðrik
Sophusson sé á leið út, eins og DV
greindi frá sl. laugardag.
Viðbrögð Davíðs Oddssonar við
frétt DV urðu þau að hann sagði að
Friðrik Sophus-
son myndi
leggja fram fjár-
lagafrumvarp
næsta árs, sem
verður í október
í haust, og að
engin breyting
væri fyrirhuguð á ríkisstjóminni á ár-
inu.
Landsvirkjun laus um áramót
Þessi svör forsætisráðherra útiloka
alls ekki að Friðrik Sophusson sé á
leið út úr ríkisstjóminni. Reyndin er
t.d. sú að forstjórastóll Landsvirkjun-
ar er ekki laus fyrr en um áramót þeg-
ar Halldór Jónatansson dregur sig í
hlé. Raunar hafði Halldór viljað hætta
fyrr en, eins og einn stjómarmanna í
Landsvirkjun orðaði það við DV, féllst
hann á að gegna starfmu áfram til
næstu áramóta, en í fúndargerð stjóm-
ar Landsvirkjunar er þessi beiðni til
forstjórans bókuð.
En ekki er allt sem sýnist og þó að
Sjálfstæðisflokkurinn og ráðherrar
hans, þar á meðal Friðrik Sophusson
sjálfur, séu þess fýsandi að hann verði
forstjóri Landsvirkjunar þá liggur það
ekki þráðbeint við. Framsóknarmenn
hafa tryggt sér töglin og hagldimar í
stjóm Landsvirkjunar eftir lagabreyt-
inguna sem var gerð á Alþingi nýlega
og, eins og Svavar Gestsson benti á í
ffétt í DV fyrir skömmu, þá á Alþýðu-
flokkurinn hönk upp í bakið á þeim
síðan Sighvatur Björgvinsson gerði
Steingrím Hermannsson að banka-
stjóra Seðlabankans.
unarvaldi sínu á dögunum og skipaði
flokksbróöur sinn, Jóhannes Geir Sig-
urgeirsson, bónda á Öngulsstöðum í
Eyjafirði, formann sjómarinnar en
aðrir ráðherrafúlltrúar eru Sigfús
Jónsson, Alþýðuflokki, og Ámi Grétar
Finnsson, Sjálfstæðisflokki. Aðrir í
stjóminni em fúlltrúar Reykjavíkur,
þau Kristín Ein-
arsdóttir,
Kvennalista,
Pétur Jónsson,
Alþýðuflokki, og
loks Jakob
Bjömsson, fúll-
trúi Akureyrar,
sem er framsóknarmaður. Framsókn-
armenn em því í þeirri stöðu í stjóm-
inni að geta myndað meirihluta að
geðþótta í hvaða máli sem er en era
milli steins og sleggju með forstjóra-
stólinn. Annars vegar era sjálfstæðis-
menn með sinn kandídat, Friðrik
Sophusson, og hins vegar era kratar
formaður
sjávarútvegsnefndar. ...Vítavert gá-
leysi af landsfeörunum aö vera meö
glannalegar og gagnstæöar yfirlýs-
ingar í Ijósi núverandi stööu hval-
veiðimálsins.
Formenn stjórnarflokkanna, Davíö Oddsson og Halldór Ásgrímsson. Ósam-
stiga og glannalegar yfirlýsingar þeirra um hvalveiöar vitna um greinilegan
pirring í stjórnarsamstarfinu, segir formaöur sjávarútvegsnefndar Alþingis.
DV-mynd ÞÖK
Fréttaskýring
Stefán Ásgnmsson
Framsókn með tögl og hagldir
Samkvæmt nýju lögunmn um
Landsvirkjun sitja nú sjö menn í
stjóm fyrirtækisins í stað níu áður en
þrir þeirra era skipaðir af ráðherra í
stað þess að vera kosnir af Alþingi
áður. Hin nýja stjóm hefur vald til
þess að ráða nýjan forstjóra og mun
væntanlega gera það um næstu ára-
mót.
Finnur Ingólfsson beitti stjómskip-
með Sighvat Björgvinsson sem sam-
kvæmt heimildum DV innan Alþýðu-
flokksins mun ekki fráhverfúr stóln-
um.
Sjálfstæðismenn era að vonum ekk-
ert of kátir yfir valdi framsóknar-
manna í þessum efnum en auk þess að
geta ráðið Landsvirkjunarstólnum er
forstjórastaða við hinn nýja Fjárfest-
ingarbanka einnig í valdi framsóknar-
manna og Finns Ingólfssonar við-
skiptaráðherra og er Þorsteinn Ólafs-
son þeirra kandídat í þá stöðu.
Pirraöir foringjar
Mjög ósamstiga yfirlýsingar þeirra
Davíðs Oddssonar og Halldórs Ás-
grímssonar um helgina um hvalveiðar
íslendinga hljóta að skoðast sem af-
leiðingar ýmiss konar togstreitu sem
ríkir innan ríkisstjómarinnar. Þannig
er t.d. ágreiningur milli stjómarflokk-
Halldór Jonatansson. Stjórn Lands-
virkjunar baö hann sérstaklega aö
gegna forstjórastööunni áfram til
næstu áramóta.
Friðrik Sophusson. Tekur varla viö
stjórn Landsvirkjunar fyrr en um
áramótin.
anna um mjög mikilvægt mál sem er
eignarhald og lögsaga á hálendinu.
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp frá
Páli Péturssyni um breytingar á sveit-
arstjómarlögum sem m.a. kveða á um
að hálendið verði í eigu þeirra sveitar-
félaga sem að því hggja. Það er á skjön
við anda frumvarps forsætisráðherra
um þjóðlendur. Þá er ljóst að ágrein-
ingur er einnig milli stjómarflokk-
anna um hvalveiöar eða ekki og þótt
sá ágreiningur fari ekki að öllu leyti
eftir flokkslínum er hann þó til staðar
eins og löng töf á því að ríkisstjómin
taki af skarið um hvort hefja skuli
hvalveiðar á ný staðfestir.
Formaöur sjávarútvegsnefndar
undrast
Steingrímur J. Sigfússon, formaður
sjávarútvegsneöidar Alþingis, segir í
samtali við DV að það liggi í augum
uppi að nauðsynlegt sé að varðveita
eins mikla pólitíska samstöðu um
hvalveiðimálið meðal þjóðarinnar og
mögulegt er og forðast að e&a til
óvinafagnaðar um innbyrðis ósam-
þykki meðal ríkisstjómar og þjóðar.
Steingrímur segir að það sé orðinn
greinilegur pirringur meðal stjóm-
arflokkanna sem hafi verið að koma
betur og betur í ljós frá því eftir lands-
þing Framsóknarflokksins sl. haust.
Þá sé einnig ljóst að skiptar skoðanir
séu um hvalveiðimálið sem fylgi síður
en svo flokkslínum stjómarflokkanna.
Glannalegar yfirlýsingar
„Það var athyglisvert hvemig Hall-
dór Ásgrímsson kaus, í framhaldi af
ummælum Davíðs á fundi Varðbergs,
að ganga hart fram í yfirlýsingiun sín-
um. Ég tel yfirlýsingar formanna
stjómarflokkanna vitaverðar þegar
málið á að heita á því stigi að það sé
til umfjöllunar í ríkisstjóm í kjölfar
nefiidarstarfs. Ég hafði reiknað með
því að framhaldið fæli meðal annars í
sér að reynt yrði að leita sem viðtæk-
astrar pólitískrar samstöðu um næstu
skrefrn. Þetta er ekki heppilegur fram-
gangsmáti og ekki gott að sjálfir lands-
feðumir standi fyrir því,“ sagði Stein-
grímur J. Sigfússon.
Steingrímm- segir að sjálfur hafi
hann verið þögull sem gröfm hingað
til um málið og virt þann trúnað í
tvo mánuði sem samþykkt var að
hafa á því meðan ríkisstjómin mót-
aði sér stefnu og ákvarðaði næstu
skref. „Ég er hins vegar undrandi á
því nú hvemig þeir Davíð og Halldór
hegða sér gagnvart þessu vanda-
sama og viðkvæma máli og get ekki
kallað það annað en vítavert ábyrgð-
arleysi aö forystumenn rikisstjóm-
arinnar skuli vera með glannalegar
og gagnstæðar yffrlýsingar sitt í
hverja áttina í ljósi núverandi stöðu
málsins," segir Steingrímur J. Sig-
fússon, formaður sjávarútvegsnefnd-
ar Alþingis, í samtali við DV.
Dagfari
Drengskaparpólitíkin
Þrennt markvert gerðist á aðal-
fundi Landsvirkjunar í síðustu
viku. í fyrsta lagi skilaði fyrirtæk-
ið af sér 1700 milljón króna gróða.
Það hefur ekki gerst í mörg ár. í
öðru lagi var skipaður nýr for-
maður og í þriðja lagi var alþýðu-
bandalagsmanni bolað út úr
stjóminni. Það hefur lítið verið
gert með gróðann. Mönnum finnst
það greinilega ekki mikið tiltöku-
mál þótt Landsvirkjun skili um-
talsverðum tekjuafgangi.
Að minnsta kosti hefur þess lít-
ið verið getið í fréttum og umræð-
an snýst um flest annað. Ryndar
var það þannig að við síðustu
stjómarskipti var kjörinn formað-
ur í stjóm Landsvirkjunar, kona
að nafni Helga Jónsdóttir. Hún er
jafnffamt borgarritari í Reykjavík
og kennd við Framsókn. Undir for-
ystu Helgu hefur taprekstri Lands-
virkjunar verið snúið við og fyrir-
tækið skilar hagnaði. Það þótti
gefa tilefni til að skipta um for-
mann. Ekki fyrir það að hún væri
bendluð við Framsóknarflokkinn,
enda var annar framsóknarmaður
skipaður í hennar stað.
Ekki var það heldur talin frá-
gangssök hjá Helgu að vera kona
vegna þess að Framsókn er hætt
að vera á móti konum. Hugsanleg
skýring er sú að Helga komi úr
Reykjavík, enda á Reykjavíkur-
borg ekki nema 40% í fyrirtækinu
og auðvitað getur hugsast að það
sé varhugavert í augum iðnaðar-
ráðherra, sem skipar formanninn,
að Reykvíkingar ráði of miklu ef
þeir hafa stjómarsetu í samræmi
við eignarhluta sinn. Langeðlileg-
asta skýringin er þó sú að það hafi
farið fyrir brjóstið á ráöherranum
og ráðamönnum fyrirtækisins að
Landsvirkjun hafi skilað of mikl-
um gróða og þess vegna verði að
refsa formanninum með því að
setja hann af.
En þetta eru aukaatriði með
gróðann og formanninn. Langal-
varlegasta gagnrýnin sem kemur í
kjölfarið á þessum aðalfundi er að
Svavar Gestsson, sem sat í stjórn-
inni af hálfu Alþýðubandalagsins,
var settur út í kuldann. Þetta telur
Svavar vera svik á drengskapar-
loforði. Vísar hann þá til þess að
einhvem tímann í fyrndinni hafi
Alþýðubandalaginu verið lofað,
eiður sær, að mega alltaf eiga
mann í stjóm Landsvirkjunar - á
hverju sem gengi að öðm leyti.
Jafnvel þótt Alþýðubandalagið
hrapaði niður í fylgi og völdum þá
skyldi alltaf vera víst sæti handa
þeim flokki í stjórn Landsvirkjun-
ar.
Stjórnmálamenn geta svikið all-
an andskotann. Þeir geta komið
aftan að fólkinu í landinu Þeir
geta logið og prettað gagnvart
kjósendum, þeir geta svikið öll
kosningaloforð.
En þeir geta ekki svikið hver
annan. Grundvallarreglan í póli-
tíkinni er að flokkamir semji um
völdin og sætin og kjötkatlana og
þau loforð verði að efha. Þar ligg-
ur drengskapur við. Og þar sem
Alþýðubandalagið hefur ekki leng-
ur neina fastmótaða stefnu og er
búið að missa fyrrverandi for-
mann sinn til Bessastaða og tapa
núverandi formanni inn í þoku-
móðu og þrugl um sameiginlegt
framboð svokallaðra vinstri
flokka þá er ekkert eftir í pólitík-
inni fyrir Svavar Gestsson nema
það eitt að beita sér fyrir þeirri
gömlu og góðu stefnu að hinir
flokkarnir gleymi ekki Alþýðu-
bandalaginu alveg og efni þau lof-
orð sem fyrir löngu voru gefin um
að Alþýðubandalagið og Svavar
megi vera með þegar sest er að
kjötkötlunum. Og nú era menn að
svíkja það- líka! Hvað er þá eftir?
Dagfari