Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1997, Qupperneq 5
ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997
5
Fréttir
Stjórnendur þáttarins Good Morning America koma allir til íslands þegar þátturinn verður sendur út héðan. Þau eru
Charles Gibson, Joan Lunden og Spencer Christian. Þátturinn veröur sendur út frá Blóa lóninu og af Austurvelli.
Bein útsending ABC-sjónvarpsstöövarinnar:
Verkfallið truflar ekki
- segir Sigmar B. Hauksson
„Standi verkfallið enn yfir þegar
kemur að útsendingu þáttarins
munum við flytja inn jarðstöðvar
frá Evrópu. Við munum með öðrum
orðum ekki láta verkfallið stoppa
okkur,“ segir Sigmar B. Hauksson
sem stýrir framkvæmdum í sam-
bandi við útsendingu bandarísku
sjónvarpsstöðvarinnar ABC föstu-
daginn 16. maí næstkomandi.
Fyrirhugað er að senda þáttinn
Good Moming America út frá öllum
Norðurlöndunum, einn þátt frá
hverju landanna. Útsendingin frá
íslandi fer fram á tveimur stöðum,
Bláa lóninu og Austurstræti.
„Þátturinn fjallar um landið og
þessa sérkennilegu þjóð sem byggir
það. Fjallað verður um tískuna,
fiskinn, íslenska hestinn og allt
mögulegt tengt landinu og fólkinu.
Þetta er virkilega spennandi dæmi
og undirbúningur hefur gengið vel.
Tæknimenn hafa verið á ferð og
flugi og allar þrjár aðalsfjömur
þáttarins koma til landsins og
stjóma þættinum héðan,“ segir Sig-
mar.
Hér er um að ræða samvinnu-
verkefni Ferðamálaráðs og tveggja
ráðuneyta, sjávarútvegs- og utan-
ríkisráðuneytisins. Þátturinn verð-
ur sendur út á milli kl. 11 og 13
föstudaginn 16. maí. -sv
Akureyri:
Hætta þrír af
foringjunum
í bænum?
?DV, Akureyri:
Ýmislegt bendir til þess að þrír
af oddvitum flokkanna fjögurra
sem eiga menn í bæjarstjórn
Akureyrar muni draga sig í hlé og
ekki skipa oddvitasætin í kosning-
unum á næsta ári.
Nær öruggt má telja að Gísli
Bragi Hjartarson, oddviti krata,
hætti pólitísku starfi í bæjar-
stjórn, en hann hefur um árabil
verið eini bæjarfulltrúi kratanna
og sem slíkur þurft að axla geysi-
lega mikla vinnu.
Sigríður Stefánsdóttir, oddviti
Alþýðubandalagsins, íhugaði al-
varlega að hætta fyrir síðustu
kosningar en lét til leiðast og sagði
þá að núverandi kjörtímabil yrði
örugglega hennar síðasta í bæjar-
stjórninni.
Þá heyrast þær raddir úr her-
búðum Sjálfstæðisflokksins að Sig-
urður J. Sigurðsson, oddviti
flokksins í bæjarstjórn, hyggist
draga sig í hlé. Sigurður hefur
ekki, frekar en Gísli Bragi og Sig-
ríður, staðfest að svo sé, en heim-
ildarmaður DV innan raða sjálf-
stæðismanna sagði að fastlega
væri reiknað með að sjálfstæðis-
menn þyrftu að finna sér nýjan
foringja fyrir næstu kosningar. -
gk
Stökktu til
Costa del Sol
1
21. og
28. maí
frá kr.
29.932
Við höfum fengið stærri vél í brottfarir 21. og 28. maí til Costa
del Sol og getum nú boðið viðbótarsæti í sólina á hreint einstöku
verði. A Costa del Sol finnur þú besta aðbúnaðinn á Spáni.
Glæsilegir gististaðir Heimsferða bjóða þér frábæran aðbúnað
í fríinu og heillandi stemmningin á snekkjubátahöfninni
eða Tivolíinu er einstök, og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar
þjónustu farastjóra Heimsferða allan tímann.
Bíldudalskirkja:
Minningarsteinn
veldur deilum
„Okkur greinir á við manninn
sem gerði steininn. Hann fer ekki
eftir okkar tillögum um staðsetn-
ingu og hefur fengið tvo menn sér
til aðstoðar. Þetta er mjög bama-
legt því vitaskuld á sitjandi sókn-
amefnd að ráða,“ segir Herdís
Jónsdóttir, formaður sóknar-
nefndar Bíldudalskirkju.
Minningarsteinninn sem um
ræðir var gerður til minningar
um Jón Kr. ísfeld, prest og prófast,
og konu hans, Auði H. ísfeld. Jón
Kr. þjónaði vestra á fimmta ára-
tugnum. Steinninn er um einn
metri á breidd.
Herdís segir litlu muna á stað-
setningunni. Hún segir sóknar-
nefndina munu leysa þetta mál
fljótt og vel.
„Við ætlum að funda um málið
í kvöld og þá skýrist þetta mun
betur. Þetta er fyrst og fremt
kjánaskapur og það að fólk gerir
sér ekki grein fyrir því að sóknar-
nefnd, sem kosin hefur verið til
fjögurra ára, á að ráða öllum mál-
um sem tengjast kirkjunni á með-
Einhver hluti sóknarbarna Bíldudalskirkju er í andstöðu við sóknarnefnd
kirkjunnar um staðsetningu á minningarsteini við kirkjuna. DV-mynd ÞÖK
an hún situr,“ sagði Herdís í gær.
Ekki náðist í Jón Kr. Ólafsson í
gær þar sem hann var sagður vera
á leið til landsins frá Danmörku.
Verðkr. 29.932
M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára,
E1 Pinar, vika, 21. og 28. maí
Verðkr. 39.960
M.v. 2 í studio, vika, E1 Pinar,
21. og 28. maí.
Glæsilegur aðbúnaður
★ Loftkæling
★ Sjónvarp
★ Sími
★ Eldhús
★ Mótaka allan
sólarhringinn
★ Glæsilegur garður
★ Tennisvellir
★ Líkamsrækt
★ Veitingastaðir
Verðkr. 39.932
M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára,
E1 Pinar, 2 vikur, 21. og 28. maí.
Austurstræti 17-2. hæó - Sími 562 4600