Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1998, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 Fréttir Pattstaða 1 samningum útgerðarmanna og sjómanna og vélstjórar einangraðir: Lagasetning líkleg Helgi Laxdal, formaöur Vélstjórafélags íslands, á nú í einni flóknustu kjaradeilu sem sjómenn hafa staöið í. Talið er að stjórnvöld íhugi lagasetningu til að höggva á hnútinn í deilu sjómanna og útgerðarmanna. Hér heilsar Helgi Þóri Einarssyni ríkissáttasemjara á stuttum og árangurslausum sáttafundi sem haldinn var í gær. DV-mynd Hilmar Þór Pattstaða blasir við í samningavið- ræðum sjómanna og útgerðarmanna á næstu vikum. Ekki er sýnilegt að nokkur leið til sátta sé fær. Það sem gerir deiluna óleysanlega er sú stað- reynd að vélstjórar hafa sett fram sér- kröfur um að aflahlutur þeirra um borð í stærstu fiskiskipunum hækki. Vélstjórarnir frestuðu verkfalli, sem þeir höfðu boðað um áramót, til 17. janúar nk. Aðrir sjómenn greiða at- kvæði um verkfall frá og með 2. febr- úar nk. og talið er fullvíst að það hafi verið samþykkt. Bæði skipstjómar- menn og undirmenn hafa svarað kröfu vélstjóra með því að lýsa stuðn- ingi við þær I orði en jafnframt hafa þeir lýst því að þeir muni sækja sam- bærilegar kjarabætur. Þeir forystu- menn útgerðarmanna og sjómanna sem DV hefur rætt við segja að meðan vélstjórar standi við kröfu sína sé öll kjarabarátta samtakanna út og suður og engin leið til að ná lendingu. Marg- ir óttast að almenningsálitið snúist gegn sjómönnum og því verði á end- anum grundvöllur hjá stjórnvöldum til að setja lög á sjómenn enn einu sinni og leysa þannig hnútinn. Meldingar Davíðs Sú skoðun er uppi meðal forystu- manna sjómanna að Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi í áramótaávarpi sínu verið að und- irbúa jarðveginn fyrir lagasetningu á sjómannastéttina til að rjúfa patt- stöðuna. í ávarpi sínu sagði forsætis- ráðherra að flest benti til að deilur sjómanna og út- gerðarmanna end- uðu í illindum og verkföllum með þeim afleiðingum að miUjarðaverðmæti sigli fram hjá þjóð- inni. „Við hljótum öU að gera kröfur tU þeirra sem ábyrgð bera að þeir leysi þennan hnút áður en út í fenið er komið. Þeir hafa af eðlilegum ástæðum afnot af auðlindum sjávar í kringum landið. Þeim eru ekki önnur skilyrði sett en að þær séu nýttar vel og skynsamlega í þjóðar þágu. Það er mikU ögrun við þjóðina ef mál skipast svo að hagsmunaaðilum í sjávarút- vegi tekst ekki að standa við þau sanngjörnu skU- yrði,“ sagði m.a. í áramótaávarpi forsætisráðherra. Önnur hótun liggur í orðum Davíðs og hún er sú að hann opni á veiðileyfagjald á útgerðina nái menn ekki sátt- um, en slfkt vek- ur meiri hroU meðal sægreifa lands- ins en nokkur verkfaUsboðun. Marklausar yfirlýsingar? Áður hafa einstakir ráðherrar lýst því yfir að lagasetning komi ekki tU greina og sjómenn og útgerðarmenn yrðu sjálfir að leysa sínar deilur án íhlutunar stjómvalda. Einn forystu- manna útgerðarmanna, sem DV ræddi við, sagði þær yfirlýsingar marklausar og menn skyldu skoða þær í ljósi yfirlýsinga fyrr á árum í tengslum við gengisfellingar. Þar hafi menn þrætt fram í rauðan dauðann og síðan hafi verið boðuð gengisfeUing þvert ofan í yfirlýsingar. „Það er í mínum huga enginn vafi á þvf að forsætisráðherra hefur vand- lega til skoðunar að grípa til bráða- birgðalaga til lausnar deilunni. Hann ætlar einfaldlega að birtast þegar aUt er að fara í strand og slá á putana á mönnurn," segir forystumaðurinn. Launabil of mikiö Krafa vélstjóranna um hærri skiptahlut er varin með þvi að þeir hafl að baki langt nám til að geta tek- ist á hendur vélgæslu um borð í fiski- skipum. Þeir telja launabil á miUi skipstjórnarmanna og vélstjóra vera of mikið og það verði að minnka. Sjónarmið útgerðarmanna í þessu máli eru þau að verði gengið að kröf- um vélstjóranna fari aUt í bál og brand. Þannig er það viðhorf uppi innan samtaka útgerðarmanna að engin leið sé að koma til móts við vél- stjórana þar sem engu skipti hversu mikið launin hækki, aðrir sjómenn fylgi aUtaf á eftir og af hlytust víxl- hækkanir launa sjómanna sem ekki yrði séð fyrir endann á. Allt lagt undir Ekki verður annað séð en formaður Vélstjórafélags íslands, Helgi Laxdal, leggi aUt undir í baráttunni fyrir hærri skiptahlut. Hann hefur um árabU sett þessa kröfu á oddinn og viðbúið er að félagar hans krefjist nú árangurs. Á sínum tíma var Vélstjórafélag íslands aðUi að Farmanna- og fiskimannasam- bandi íslands en klauf sig frá samtök- unum m.a. vegna þess að ekki fékkst innan þeirra stuðningur við kröfur þeirra um hærri skiptahlut vélstjóra. Helgi Laxdal var þá sem nú formaður Vélstjórafélagsins og taldi kröfunni betur borgið stæðu vélstjórar einir saman f samtökum. Nú hvUir á honum sú krafa hins almenna félagsmanns að sækja kjarabæturnar. Takist honum það ekki má gera ráð fyrir að hann standi veikt eftir sem forystmnaður fé- lagsins og sótt verði að honum. Staða málsins er honum ekki í hag. Hann stendur andspænis útgerðar- mönnum gráum fyrir jámum þaðan sem engrar samúðar eða skilnings er að vænta. Önnur sjómannasamtök eru í viðbragðsstöðu tU að ná í sömu kjarabætur fyrir sína menn. Þá eru forystumenn bæði undir- og yfir- manna æfir vegna þess að þeir telja vélstjórana hafa nánast eyðUagt möguleika sjómannastéttarinnar í heUd tU að verja kjör sín gegn kvóta- braski. Vélstjórámir eru því algjör- lega einangraðir í baráttu sinni og gagnvart forystu þeirra þýðir frekara undanhald eða afsláttur frá kröfum ósigur og í framhaldi þess uppgjör innan félagsins. Þetta er staðan sem stjórnvöld standa frammi fyrir. Óleysanleg deUa sem kostað getur þjóðarbúið mUIjarða króna án þess að von sé um að ásætt- anleg lausn náist. Lagasetning enn eina ferðina er sú eina leið sem menn sjá f stöðunni og reyndar er slfkt ekk- ert gamanmál að takast á við. Verði sett lög á vélstjórana og að einhverju leyti komið til móts við kröfu þeirra mun aUt fara á annan endann. í loft- inu liggur að aðrir sjómenn muni grípa til allra tUtækra aðgerða til að knýja fram sömu kjarabætur. Þar er þess ekki að vænta að spurt verði um lögmæti aðgerða. Lagasetning á aUa sjómenn mun þýða enn vaxandi kergju meðal stéttarinnar sem oftar en aðrar stéttir hefur mátt sæta því að gripið sé inn í kjaradeUur þeirra. Helgi Laxdal sagði við DV í október sl. að stefndi í mestu átök mUli sjó- manna og útgerðarmanna frá upphafi íslandsbyggðar. Samkvæmt þeim orö- um formannsins verður ekkert gefið eftir og næstu vikur munu skera úr um hvort spáin gengur eftir. Það ligg- ur þó þegar fyrir að deilan er sú flókn- asta og erfiðasta sem komið hefur upp miUi þessara hópa um árabU. Innlent fréttaljós Reyntr Traustason Dagfari Saddam Hussein og Geir Waage Ástþór Magnússon er nýkom- inn úr sögulegri ferð tU íraks. Raunar orðinn heimsfrægur fyrir þá ferð sem tókst í alla staði vel. Hið eina sem skyggði á var að Saddam Hussein veitti Ástþóri ekki áheyrn og var Ástþór þó að tala máli hans allan tímann og bauð heimspólitík Bandaríkja- manna og Sameinuðu þjóðanna birginn með þvf að fordæma við- skiptabann á írak. Ástþór vill ekki fallast á slíkar aðgerðir sem lýsa að hans mati þröngsýni og fordómum. Það á ekki að hefna sín á írökum þótt ágreiningur sé uppi um leiðir tU að fá íraks- stjórn til að faUast á vopnaeftirlit. Ástþór er sem sagt kominn heim úr þessari frægðarfor þar sem hann fékk tækifæri tU að lýsa málstað Friðar 2000 á áhrifaríkan hátt fyrir framan sjónvarpsvél- arnar. En Ástþór er ekki fyrr kominn heim en hann fær þau skUaboð að presturinn í Reyk- holti hafi lagt bann við því að Friöur 2000 setji upp bækistöðvar sínar þar í sveitinni. Ætiunin var að fá afnot af mannvirkjum í Reykholti til frekari sóknar í þágu friðar og kærleika en kirkj- unnar maður á staðnum, sjálfur formaður Prestafé- lagsins, sr. Geir Waage, neit- ar Ástþóri og Friði 2000 um að setjast að þar vestra. Nú gerði séra Geir ekki annað en það sem Saddam Hussein hafði gert, að neita Ástþóri um áheyrn, og meira að segja gekk séra Geir þó lengra í tillitsseminni með því að tala við Ástþór í síma, enda þótt hann segði honum í símtalinu að hann væri á móti friðarboðskap Ástþórs. Saddam Hussein tók ekki einu sinni símann. Ástþór er auðvitað æfur yfir þessari framkomu prestsins og hefur kært hann til Biskupsstofu og hótar að segja sig úr þjóð- kirkjunni ef hinn nýkjörni biskup segir prestinum í Reykholti ekki til syndanna. Þetta er ógnvekjandi hótun, enda má kirkjan fara að vara sig ef Ástþór gengur úr þjóðkirkj- unni og setur upp sinn eigin söfn- uð. Svo ekki sé nú talað um ef Saddam Hussein notfærir sér þennan fleyg í röðum kristinna manna með því að taka símann næst þegar Ástþór hringir í hann eða bregður sér á þotu sinni til íraks. Þá er nú eins gott fyrir herra Karl biskup að bregðast skjótt við, enda er betra fyrir þjóðkirkjuna að hafa Ástþór held- ur en séra Geir, ef út í það er far- ið hvor er frægari í útiöndum og hvor þeirra hefur meira fylgi meðal þjóðarinnar. Fékk ekki Ástþór 11% í forsetakosningun- um? Aldrei hefur séra Geir fengið svo mikið fylgi og auk þess er sagt að Geir Waage hafi stutt annan mann til bisk- upskjörs svo farið hefur fé betra þótt formanni Presta- félagsins verði fómað til að halda Ástþóri. Maður fórn- ar ekki biskupi í þessari stöðu. Hvað þá Ástþóri. Það er hins vegar af séra Geir Waage að segja að hann hef- ur fetað í fótspor Saddams Husseins og neitað Ástþóri um fyrirgreiðslu og spurn- ingin er sú hvort heims- byggðin og Sameinuðu þjóðirnar verði ekki að leggja þessa afstöðu að jöfnu og setja viðskipta- bann á Reykholt meðan þessi mál eru óuppgerð. Ástþór hefur sagt Samein- uðu þjóðunum stríð á hend- ur og nú hefur hann lýst stríði á hendur þjóðkirkj- unni og við erum komin í vond mál, íslendingar, meðan Ástþór gengur laus og Friður 2000 eflir friðinn meö því að stofna til ófriðar gegn öllum þeim sem skilja ekki hvað Ástþór er merki- legur maður. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.