Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1998, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1998, Blaðsíða 19
18 ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 23 Iþróttir íþróttir URVALSDEILDIN KR-ingum hefur gengid verst allra liða í úrvals- deildinni að hitta körfu andstæðinganna. Hittnin fyrri hluta úrvalsdeildarinnar var aðeins 43,5%. Þegar léleg skotnýting KR-inga er skoðuð kemur í ljós að þrír lykilmenn liðsins hafa verið að hitta mjög illa í vetur. Hermann Hauksson (t.h.) er með 40,8%, Ingvar Ormarsson 35,9% og Marel Guðlaugsson með aðeins 31,4%. Lið Grindavíkur skorar mest allra liða úr 3ja stiga skotum. Að meðaltali 11 slíkar körfur í leik. KFÍ kemur næst á eftir Grindavík með 8,3 3ja stiga körfur i leik. Engir eru betri á vitalinunni en Keflvíkingar. Liðið er með 79,8% nýtingu sem er mjög gott þegar um heilt lið er að ræða. í liöi Keflvíkinga eru fjórir leikmenn sem eru á lista yfir fimm mestu vítaskytt- ur deildarinnar. Þessir fjórir leikmenn, Gunnar Einarsson, Falur Harðarson, Guðjón Skúlason og Kristján Guðlaugs- son, hafa hitt úr 102 vítum af 108, 94,4% nýting. Hin- ir leikmenn liðsins eru hins vegar með 67,2% nýt- ingu, hafa hitt úr 84 vítum af 125. Liðin þrjú frá Vesturlandi virðast hafa æft körfu- skot best allra liða í úrvalsdeildinni ef marka má hittni liðanna. Skallagrímur er með bestu nýtinguna, 51,7%. Þá kemur Akranes með 50,8% og loks KFÍ með 48,8%. Haukar eru öflugastir í að taka fráköstin. Þeir eru bæði á toppnum hvað varöar flest fráköst að með- altali í leik (38,7) og að hafa náð mestu hlutfalli frá- kasta í sínum leikjum (58,3%). ísfirðingar eiga tvo leikmenn sem eru iðnir við að taka fráköst. David Bevis er í fyrsta sæti með 13,3 fráköst að meðaltali í leik og Friðrik Stefánsson er í 6. sæti með 11,3 fráköst. Friðrik er efstur íslendinga yfir frákastahæstu leikmenn deildarinnar. Haukar og Tindastóll eru óumdeilanlega bestu vamarlið deildarinnar. í 9 leikjum hefur Tindastóli tekist að halda andstæðingnum undir 80 stigum og Haukum hefur tekist það í 8 leikjum. Lið Tindastóls hefur fengið fæst stig á sig aö með- altali í leik, 72,2 stig. Haukar koma næstir en and- stæöingum þeirra hefur aðeins tekist að skora 75,2 stig hjá þeim að meðaltali í leik. Góðum varnarleik fylgja oft margar villur. Hauk- ar hafa fengið á sig flestar villur í deildinni, samtals 22,6 villur að meðaltali í leik. Keflavík er næst með 19.3 villur í leik. ÍR-ingar eru prúðastir með 15,3 vill- ur að meðaltali í leik. ísfirðingar eru með ágæta vítahittni á heimavelli sínum, 85,4%, en gengur ekki eins vel á útivelli. Þar hafa ísfirðingar aðeins nýtt 64,2% vítaskota sinna. Flestar 3ja stiga körfurnar hingað til hafa verið skoraðar á heimavelli Vals að Hlíðarenda, 18,3 körf- ur að meðaltali í leik. Leikmönnum úrvalsdeildar- innar hefur hins vegar gengið verst að hitta utan 3ja stiga línunnar á Sauðárkróki þar sem körfumar eru 11.3 að meðaltali í leik. Jón Arnar Ingvarsson, Haukum, er mesta skytt- an í úrvalsdeildinni eftir fyrri hlutann. Hann er bæði með bestu hittnina innan og utan 3ja stiga línunnar. Jón Arnar er eini bakvörður deildarinnar sem nær inn á topp 10 listann. Tveir ungir og efnilegir risar leiða deildina í vörðum skotum. Þar fer fremstur Grikkinn Konstant- inos Tsartsaris í Grindavík með 5,0 varin skot að meðaltali i leik. Hjörtur Þór Hjartarson, Val, er næst- ur með 2,4 varin skot í leik. Tveir leikmenn deildarinnar komast á listcmn yfir 10 bestu leikmennina í þremur helstu þáttum töl- fræðinnar í körfuknattleiknum. Damon Johnson er í 2. sæti í meðalskori í leik, 3. sæti í fráköstum í leik og í 8. sæti yfir stoðsendingar. Warren Peebles, Val, er hinn leikmaðurinn. Hann er í 5. sæti yfir stigaskorun, 10. sæti hvað frá- köstin varðar og efstur og bestur í stoðsendingunum. Helgi Jónas Guöfinnsson, Grindavík, nær inn á topp 20 í þessum þremur þáttum, einn íslendinga. Hann er í 5. sæti í stoðsendingum, í 16. sæti yfir frákastahæstu leikmennina og í 9. sæti yfir þá stigahæstu. Helgi Jónas er greinilega á góðu róli. -SK Tölulegar staðreyndir úr úrvalsdeildinni: Keflavík best á vítalínunni Jón Amar Ingvarsson, Haukum, er hittnasti leikmaður úrvalsdeildar- innar þegar keppnin um íslands- meistaratitilinn er hálfnuð. Jón Am- ar er með bestu hittnina úr þriggja stiga skotum af öllum leikmönnum deiidarinnar og einnig innan þriggja stiga línunnar. í þriggja stiga skotum er Jón Am- ar með 56,3% hittni sem er um 18% betri hittni en á síðustu tveimur keppnistímabilum. Innan þriggja stiga línunnar er hittnin hjá Jóni Amari 60,4%. Hér er um að ræða frábærar tölur og verður fróðlegt að sjá hvort Jóni Arnari tekst að halda þessari frábæru hittni út tímabilið. Hér fara á eftir nokkrar tölulegar staðreyndir úr úrvalsdeildinni að af- loknum 11 umferðum: Stigahœstu leikmenn 1. Darryl Wilson, Grindavík ...36,55 2. Damon Johnson, ÍA...........30,73 3. David Bevis, KFÍ............29,64 4. Lawrence Culver, ÍR ........29,13 5. Warren Peebles, Val.........28,00 Stigahæsti íslenski leikmaðurinn er Helgi Jónas Guðfinnsson, Grinda- vík. Hann er í 9. sæti með 20,82 stig að meðaltali. Flest fráköst 1. David Bevis, KFÍ..............13,3 2. Sherrick Simpson, Haukum......12,9 3. Damon Johnson, ÍA.............12,0 4. Dana Dingle, Keflavlk.........11,7 5. Christopher Gamer, SkaUagr. . . . 11,5 Friðrik Stefánsson, KFÍ, er sá ís- lenski leikmaður sem hefur tekið flest fráköst. Hann er í 6. sæti með 11,3 fráköst að meðaltali í leik. Flestar stoðsendingar 1. Warren Peebles, Val............7,7 2. Jón A. Ingvarsson, Haukum .....6,4 3. Marcos Salas, KFÍ..............5,5 4. Tómas Holton, SkaUagrími.......5,4 5. Helgi J. Guðfmnsson, Grindavík . . 5,2 Skotnýting 1. Jón A. Ingvarsson, Haukum . . . .60,4% 2. Christopher Gamer, SkaUagr. . . 60,3% 3. Birgir Ö. Birgisson, Keflavík .. 58,9% 4. Friðrik Stefánsson, KFÍ .....57,8% 5. David Bevis, KFÍ ............56,1% NBA-körfuboltinn: Sætur sigur Washington Lið San Antonio Spurs skaust upp á topp miðvesturriðilsins í nótt með því að bera sigurorð af Or- lando á útivelli. Nýliðinn Tim Duncan átti stórleik í liði Spurs. Hann skoraöi 21 stig og átti frábær- an leik í vörninni þar sem hann hirti 11 fráköst. Washington vann sinn fyrsta sig- ur í Madison Square Garden í New York í sjö ár eða í 14 leikjum þegar liðið vann öruggan sigur á liði heimamanna sem sárt sakna Pat- ricks Ewing um þessar mundir. Chris Webber og Juwan Howard léku báðir sérlega vel fyrir Was- hington, skoruðu 26 stig hvor, Webber tók að auki 11 fráköst og átti 7 stoðsendingar. Úrslit leikja í nótt: Toronto-Houston ............96-120 MiUer 22, Tabak 17, Christie 12 - WUlis 20, BuUard 19, Drexler 16. New York-Washington .... 106-113 Starks 24, Johnson 22, MiUs 15 - Webber 26, Howard 26, Strickland 21. Orlando-SA Spurs ..........69-74 Armstrong 21, Seikaly 12, Evans 11 - Duncan 20, Robinson 12, Johnson 12. Portland-MUwaukee ..........92-98 Sabonis 32, Rider 17, Trent 15 - Robinson 26, AUen 17, Johnson 17. ÚrsUtin í fyrrinótt: Washington-Phoenix ........109-99 Howard 29, Strickland 26, Webber 22 - Chapman 33, Mcdyess 16, Robinson 13. Vancouver-Seattle.........109-120 Rahim 21, Mack 21, Lynch 17 - Baker 30, Schrempf 22, Hawkins 22, Payton 22. Sacramento-Charlotte.......106-90 Richmond 23, Polynice 18, Owens 16 - Wesley 17, Rice 15, Mason 14. LA Lakers-Philadelphia . . . 107-113 Shaq 26, Bryant 20, Fox 16 - Iverson 31, Jackson 28, Ratliff 20. -GH Colin Montgomerie vann Skoski kylfingurinn Colin Montgomerie nældi sér í 70 milljónir króna þegar hann tryggði sér sigur á heimsmeistaramóti atvinnumanna í golfi sem lauk f Arizona í Bandaríkjunum í fyrrinótt. Davis Love frá Bandaríkjunum varð annar og S-Afríkubúinn Ernie Els hafnaði í þriðja sæti á mótinu. Á myndinni heldur Montgomerie á sigurlaunum sínum. Reuter Skotnýting 3ja stiga skota 1. Jón A. Ingvarsson, Haukum . . . 56,3% 2. Baldur Jónasson, KFf..........53,7% 3. Darryl Wilson, Grindavlk.....50,4% 4. Gunnar Einarsson, Keflavík . . . 50,0% 5. Márus Arnarson, ÍR............46,2% Nýting úr vítaskotum 1. Gunnar Einarsson, Keflavík . . 100,o% 2. Falur Harðarson, Keflavík .... 95,7% 3. Guðjón Skúlason, Keflavík .... 93,3% 4. Marcos Salas, KFÍ ............92,6% 5. Kristján Guðlaugsson, Keflavik 91,9% Flest varin skot 1. K. Tsartsaris, Grindavik........5,0 2. Hjörtur Þór Hjartarson, Val ....2,4 3. Alexander Ermolinski, ÍA........2,3 4. Friðrik Stefánsson, KFf.........1,8 5. Torrey John, Tindastóli.........1,6 Flestar villur 1. Baldvin Johnsen, Haukum ........4,0 2. Dagur Þórisson, ÍA..............4,0 3. Bergur EmUsson, Val ............3,8 4. Friörik Stefánsson, KFÍ.........3,4 5. Jón A. Ingvarsson, Haukum ......3,4 -SK ENGLAND Tottenham gekk í gær frá kaupum á Andy Hinchcliffe, hinum sterka bak- verði Everton. Kaupverð Tottenham á þessum 28 ára gamla leikmanni er 3 miUjónir punda. Everton er líklega að missa fleiri sterka leikmenn úr sinum röðum en líklegt er að Gary Speed, fyrirliði Ev- erton, gangi i raðir Sheffield Wednes- day. Wednesday hefur boðið Everton 6 mUljónir punda eöa 5 mUljónir og miðjumanninn Graham Hyde að auki. Howard Kendall, stjóri Everton, ætti því að hafa góða summu sem hann getur eytt i sterka leikmenn. Einn þeirra leikmanna sem KendaU mun örugglega bjóða i er Georgíu- maðurinn Georgi Kinkladze. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er á höttunum eftir nígeriska landsliðs- manninum Ushe Okechukwu, leik- manni Fenerbache í Tyrklandi. Wen- ger bauð á dögunum 5,6 mUljónir punda í þennan sterka vamarmann sem var hafnað og talið er að hann hækki upphæðina í 7,5 miUjónir punda. Gianluca Vialli, framherji Chelsea, segir lið Manchester United vera í hópi þeirra bestu liða sem hann hef- ur leikiö gegn á ferlinum. ViaUi, sem kom inn á sem varamaður og skoraði 2 mörk gegn United í bikarnum á sunnudaginn, segist mjög hissa ef Man.Utd hampi ekki Evrópubikarn- um. Brad Friedel, landsliðsmarkvörður Bandaríkjanna, leikur væntanlega sinn fyrsta leik á mUli stanganna hjá Liverpool þegar liðiö sækir New- castle heim í deUdabikarkeppninni annað kvöld. Roy Evans, stjóri Liverpool, mun ör- ugglega rusla eitthvað tU í liði sinu eftir skeUinn gegn Coventry. AUir vamarmennimir í þeim leik, Jason McAteer, Bjöm Tore Kvarme, Domin- ic Matteo og Steve Harkness, gætu misst sæti sitt í liðinu. Arnar Gunnlaugsson og Guðni Bergsson léku aUan leikinn með Bol- ton þegar liöið tapaöi fyrir Bamsley i bikamum á laugardag. Hermann Hreiðarsson lék að vanda aUan leik- inn með Crystal Palace sem sigraði Scunthorpe. Guðni Bergsson hefði átt að skora í þriðja leiknum í röö fyrir Bolton. Hann fékk dauöafæri tU að jafna met- in rétt fyrir leikslok en þrumaöi bolt- anum hátt yflr mark Barnsley. Arnar Gunnlaugsson fær þá ein- kunn í DaUy Telegraph að hann sé óútreiknanlegur leikmaður og sveifl- urnar í leik hans miklar. -GH/VS „Mér gafst þama gott tækifæri sem ég vildi ails ekki sleppa. Ég er mjög spenntur en ég hef lengi stefnt að því að komast í atvinnu- mennsku og segja má að biðin hafi verið löng. Þetta lið sýndi mér áhuga í fyrra en þá fékk þjálfari liðsins ekki fjármagn til að kaupa mig,“ sagði Jón Arnar Ingvarsson, landsliðsmaöur í körfuknattleik úr Haukum, sem gert hefur samning belgfska 1. deUdarliðið Castors Mjog spenntur - segir Jón Arnar Ingvarsson sem er á leið til Belgíu Braine út þetta tímabU. Umrætt lið hefur átt í mesta basli á yfirstandandi timabUi og er í neðsta sæti þegar búið er að leika 14 umferðir. Liðið hefur aðeins unnið þrjá leiki tU þessa i vetur. Illa hefur gengiö í vetur Stjórn félagsins ákvað þvi að styrkja leikmannahópinn og láta í staðinn menn fara sem ekki hafa staðið undir væntingum. Leik- stjórnandinn var vikið burt og Jón Amar Ingvarsson fenginn tU að stjórna leik liðsins það sem eftir er vetrarins. Einnig var keyptur tU fé- lagsins Bandaríkjamaður sem leik- ur í stöðu framvarðar. Fyrir hjá liðinu er miðherji upp á 2,10 metra en hann var á mála hjá Boston Celtics í fyrra. „Nú verður maður að sanna sig og það ætla ég svo sannarlega að gera. Það verða viðbrigði að geta aUt í einu einbeitt sér að körfubolt- anum en ég samdi tU vorsins viö félagið. Það verður síðan undir mér komið hvort ég verð áfram í atvinnumennskunni,“ sagði Jón Arnar við DV í gærkvöldi. Það veröa því tveir íslendingar sem leika i Belgíu í vetur en Her- bert Arnarson er þar fyrir hjá Ant- werpen. -JKS Jón Arnar Ingvarsson á fullri ferð með Haukum í deildinni fyrir skemmstu. Jón Arnar leikur ekki meira meö Haukum í vetur en hann er á leið til Belgíu þar sem hann leikur fram á voriö hið minnsta. Barcelona lá í Salamanca Barcelona missti í gærkvöldi kjörið tæki- færi til að auka forskot sitt i spænsku 1. deUd- inni þegar liðið tapaði fyrir smáliðinu Sala- manca á útivelli, 4-3. Salamanca hefur lengst af í vetur verið í botn- baráttu. Barcelona er sem fyrr I efsta sætinu með 40 stig og á að auki einn leik tU góða við Real Madrid sem er í öðru sæti með 39 stig. -JKS Þjálfari Rosenborg á leið til íslands Trond SoUied, þjálfari norsku meistaranna í Rosenborg, kemur hingað tU lands síðar í þessum mán- uði og heldur fyrirlestra á námskeiði fyrir íslenska knattspyrnuþjálfara. Rosenborg hefur náð ótrúlegum ár- angri undanfarin ár og ljóst er að mikið er hægt að læra af þeim þjálf- unaraðferðum sem þar hefur verið beitt. Með í för verða Rolf Ingvars- son, prófessor í tækniþjálfun, og Her- mundur Sigmundsson íþróttafræð- ingur og þeir munu íjaUa um tækni- og grunnþjálfun í knattspyrnu og handknattieik. -VS Markakóngur á Skagann Skagamenn hafa fengið tU liðs við sig markahæsta leikmann deUdakeppninnar í knattspyrnu á síðasta sumri, Hálfdán Gísla- son frá Bolungarvík. Hálfdán, sem er að- eins 18 ára, skoraði 32 mörk i 12 leikjum með Bolungarvík í 3. deild- inni, þar af 11 i einum leik. Þá vann hann sér sæti í unglingalands- liðinu síðasta haust og lék með því tvo leiki. -VS Heimsbikarinn á skíðum: Sigurgangan hja Ylfu Nowen heldur áfram - sigur í svigi í gær á 28 ára afmælisdeginum Sænska skíðastúlkan Ylva Nowen hefur heldur betur slegið í gegn í heimsbikarkeppninni á skiðum upp á síðkastið. í gær hélt hún upp á 28 ára afmæli sitt með því að sigra í svigi á heimsbikarmóti í Bormio á Ítalíu og var þetta fjórði heimsbikarsigur hennar í röð. Fyrir þetta timabil hafði Nowen aldrei tekist að komast á verðlauna- paU á stórmóti og 15. sæti var besti árangur hennar. Þýska stúlkan HUde Gerg varð önn- ur í sviginu í gær og Spela Pretnar frá Slóveníu hafnaði i þriðja sætinu. Ylva Nowen fagnar sigr- inum í gær. Reuter „Snjórinn í brekkunni var mjög góöur, sérstaklega í fyrri umferð- inni,“ sagði Nowen eftir sigurinn en hún var með besta tímann eftir fyrri umferðina ásamt Ursku Hrovart frá Slóveníu sem hlekktist á í síðari umferðinni. Nowen er með örugga forystu í svigkeppninni og er í þriðja sæti í samanlögöum greinum. Þýska stúlkan Katja Seizinger er efst með 931 stig, HUde Gerg er önnur með 754 stig og Nowen er í þriðja sæti með 633 stig. -GH Kristinn áttundi - í stigakeppninni í svigi Þó Kristinn Björnsson hafi ekki náð að ljúka keppni í svig- inu í Kranska Gora á sunnudaginn er hann i átt- unda sæti í stigakeppni heimsbikars- ins í svigi, með þau 80 stig sem hann fékk fyrir annað sæt- ið í fyrstu keppninni. Þremur mótum af níu er lokið og Austurríkismenn eru í tveimur efstu sætunum. Tíu efstu eru eftir- taldir: 1. Thomas Sykora, Austurríki .... 180 2. Thomas Stangassinger, Aust. ... 173 3. Finn Christian Jagge, Noregi ... 167 4.-5. Pierrick Bourgeat, Frakkl. 4.-5. Hans Petter Buraas, Noregi 6. Michael von Grúnigen, Sviss . 7. Kiminobu Kimura, Japan . . . . 8. Kristinn Björnsson, íslandi . .. 9. Thomas Grandi, Kanada....... . 100 . 100 . 87 . 82 . 80 . 76 10. Martin Hansson, Svíþjóð .74 Ef Kristinn hefði ekki verið dæmdur úr leik á sunnudaginn væri hann í 4. sætinu með 134 stig. Neðar á listanum eru margir frægir kappar með Alberto Tomba fremstan í flokki. Þar eru líka Norð- mennimir kunnu, Lasse Kjus, Kjet- il Andre Aamodt, Tom Stiansen og Ole Christian Furuseth. Næst verður keppt í svigi í Schladming i Austurríki á laugar- daginn kemur og síðan í Wengen í Sviss 18. janúar og í Kitzbúhel í Austurriki 25. janúar. -VS Körfuknattleikur: Lið á meginlandinu líta hýru auga til íslands - í kjölfar árangurs landsliösins í EM Frammistaða íslenska landsliðs- ins í körfuknattleik í riðlakeppni Evrópumótsins hefur vakið athygli víða og er nú svo komið að lið á meginlandi Evrópu eru farin að líta í æ meira mæli til íslands í leit að leikmönnum. Umboðsskrifstofur víða í Evrópu hafa á síðustu vikum fengið inn á borð til sín beiðnir um islenska leikmenn. Það ætti því ekki að koma á óvart þótt fleiri leikmmenn fylgdu í kjöl- far þeirra sem nú þegar leika á meg- inlandinu. Hróður landsliðsins gegn Lettum og Króötum vakti gífurlega athygli körfuboltasérfræðinga og hafa spænskir fjölmiðlar meðal annars séð ástæðu til að fjalla um fram- göngu íslenska landsliðsins. -JKS Spurs áfram í bikarnum Tottenlíam komst í gærkvöldi áfram í ensku bikarkeppninni þegar liðið lagði nágranna sína í 2. deildarliði Fulham, 3-1, á White Hart Lane í Lundúnum. Leikur Tottenham þótti ekki rismikill en hafði sigur engu að síður. Stephen Clemence og Colin Calderwood skoruðu fyrir Tottenhan í fyiri hálfleik. Neil Smith minnkaði muninn fyrir Fulham en Maik Taylor, markvörður Fulham, gerði síðan sjálfsmark. Tottenham mætir Bamsley í 4. umferð 24. janúar. -JKa Guðni í 2ja leikja bann Guðni B ergsson, fýrirliði Bol- ton, er á leið i tveggja leikja bann vegna 5 gulra spjald í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spymu. Guðni, sem hefur leikið alla leiki Bolton í vetur, má spila gegn Southampton um næstu helgi en missir síðan af deilda- leikjum gegn Newcastle og Cov- entry. -VS Guðrún fær harða keppni Guðrún Amardóttir fær harða keppni í 50 m grindahlaupi á stórmóti ÍR í Laugardalshöllinni þann 24. janúar. Ingeborg Leschnik, einn besti grindahlaupari Þýskalands, hef- ur staðfest þátttöku sína. Hennar besti tími er 13,15 sekúndur en íslandsmet Guðrúnar er 13,18 sekúndur. Þær munu einnig mætast í 50 metra hlaupi á mót- inu. -VS Blcmd í poka íslenska unglingalandsliðið i körfu- knattleik sigraði Englendinga, 79-61, i Wembley Arena höllinni í Lund- únum í fyrrakvöld. Sigurður Sigurðs- son var stigahæstur í islenska liðinu með 18 stig, Steinar Kaldal skoraði 17 og Ingvar Þór Guðjónsson 11. Sean Dundee, framherji Karlsruhe í Þýskalandi, sagði í viðtali við tíma- ritið Kicker um helgina að hann vildi fara frá félaginu. Þessi 25 ára gamli leikmaður, sem fæddur er í S-Afriku, sló í gegn í fyrra og skoraöi 17 mörk í 1. deildinni en hefur aöeins skorað 2 á þessu tímabili. Norómenn hefja lokaundirbúning sinn fyrir úrslitakeppni HM i knatt- spyrnu um næstu helgi. Þá halda þeir í æfingabúðir í Blackbum á Englandi og þangað eru kallaðir 23 leikmenn. Þar af leikur 21 á Englandi, einn í Þýskalandi og einn i Austurríki. Siguröur Jónsson nær ekki enn að vera í sigurliði með Dundee United í skosku knattspymunni. Lið hans tap- aði, 1-0, fyrir Aberdeen í úrvalsdeild- inni á laugardag. Sigurður lék allan leikinn í vörninni og fékk að líta gula spjaldiö. Celje Lasko frá Slóveníu vann Badel Zagreb frá Króatíu, 26-21, í meistara- deildinni í handbolta um helgina en þessi lið eru með KA í riðli. Króatinn öflugi Istvan Puc skoraði 7 mörk fyr- ir Lasko gegn löndum sinum en Boz- idar gerði 6 mörk fyrir Badel, sem sækir KA heim um næstu helgi. Drammen fékk sin fyrstu stig í meistaradeildinni með því að sigra Rauðu stjörnuna frá Júgóslavíu, 25-23, í fyrrakvöld. Ademar Leon og Winterthur eru með 4 stig hvort en Drammen og Rauða stjarnan 2 stig. Drammen á heimaleik gegn Winter- thur um næstu helgi. Gunnar Gunnarsson, þjálfari Drammen, hrósaði flestum leik- manna sinna í samtölum við norska fjölmiðla eftir leikinn. Þó ekki Bjarka Sigurðssyni. „Hann var úti að aka frá fyrstu mínútu," sagði Gunnar við staöarblað í Drammen. Bjarki Sigurðsson segir sjálfur við blaðið að hann viti ekki hvaö sé að en einbeitingin virðist ekki alveg i lagi. „Ég veiktist um jólin og fannst ég vera mjög þungur þegar viö fórum aftur af stað,“ segir Bjarki. Gunnar Gunnarsson notar jafnan myndbönd til hins ýtrasta I undir- búningi liðs Drammen. Hann vann heimavinnuna vel fyrir leikinn gegn Rauðu stjörnunni. „Ég var búinn að sjá út sóknarleik þeirra og þeir spil- uðu nákvæmlega eins og ég reiknaði með,“ sagði Gunnar. Jón Arnar Ingvarsson hét af landi brott í morgun og er talið allt eins lik- legt að hann leiki fyrsta leikinn með sínu nýja liði um næstu helgi. Castors Braine hafnaði í 8. sæti í 1. deild í fyrra. I vetur hefur liðinu hins vegar gengiö illa. Liöið hefur aðsetur rétt sunnan við höfuðborgina Brussel. Skagamenn sigruðu Eyjamenn í úrslitaleik hins árlega Gróttumóts í innanhússknattspymu á sunnudag- inn. Þeir höfðu betur i vítakeppni eft- ir jafntefli, 2-2, i framlengdum leik. Leiftur sigraði KA, 3-1, i úrslitaleik á innanhússmóti Blíðfara I knatt- spymu á Ólafsfiröi fyrir áramótin. -JKS/GH/VS/HJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.