Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1998, Blaðsíða 16
16 i ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 —1—1 í *” i 1 Dwleair o'<j í apríl 1996 fjallaði Til- veran um unglinga á Djúpavogi sem voru á þeim tíma að takast á við nýtt námsefni sem gekk undir nafninu „að ná tökum á tilverunni". hrilbrigöir unglingar í Djúpavogshreppi Heimskulegt að áfengi og tóbak Jndirrituð var á dögunum stödd á mskeiði þar sem fólk úr ýmsum um var saman komið. Bar þá líflð landsbyggðinni meðal annars á na. „Ja, ekki vildi ég ala upp img- g úti á landi, ég hef heyrt að það agalegt ástand hjá unglingunum í ssum litlu sjávarplássum," sagði kona ein (lögfræðingur) úr Reykja- vík. Konan frá litla sjávarplássinu fyr- ir austan svaraði því þá til að hún væri nú ekki sammála. Hún hefði einu sinni ihugað að flytja til höfuð- borgarinnar og þá hefði heyrst í móður hennar: „Guð almáttugur, að fara með börnin til Reykjavíkur, hugsaðu þér öll eiturlyfin þar.“ Svona erum við oft fljót að mynda okkur skoðun á hlutunum. Sem bet- ur fer er það nú ekki staðreynd að ástandið sé eins slæmt og fólk ímyndar sér. Hafdís Erla Bogadóttir Viðurkenningarskjalið sem Djúpavogshreppur sendi unglingunum. i ' Þykir flott að vera í ungmenna- félaginu Andrés Skúlason er formaður Ungmennafélagsins Neista og umsjónarmaður íþrótta- hússins þar sem stór hluti ungling- anna eyðir sinum frítíma. Andrés var inntur eftir því hvað hann teldi hafa mest áhrif á það að svo stór hópur unglinga skuli losna við vá- gest vímuefnanna. „Börn og unglingar hér á Djúpa- vogi eru mjög félagslega virk. íþrótt- ir skipa stóran sess í lífi þeirra enda hafa þau um margra ára skeið hald- ið merki Ungmennafélagsins Neista á lofti. Það hefur verið eitt af mínum verkefnum sem formaður ung- mennafélagsins að sjá þessum krökkum fyrir verkefnum á sviði íþrótta. Mér finnst það lykilatriði að krakkar geti haft nóg fyrir stafni í íþróttum. Meðan þau stunda íþróttir þurfum við ekki að óttast að þau lendi af leið.“ Andrés segir krakka finna sam- stöðu og samkennd í íþróttum sem færi þau nær hvert öðru og þau verði á endanum félagslega hæfir einstaklingar. „íþróttir eru forvamir og ég er ekki I nokkrum vafa um að þær eru árangursríkasta leiðin gegn vímu- efnum. Það er mín reynsla að börn og unglingar eru ekkert mjög mót- tækileg fyrir beinum áróðri og þess vegna er íþróttaiðkun ein besta leið- in gegn vímuefnum. Það vita allir sem stunda íþróttir að til að ná ár- angri þá verður að sniðganga vímu- efni.“ Á Djúpavogi eru 80% barna og unglinga á grunnskólaaldri félags- lega virk i Ungmennafélaginu. Andr- és segir það sýna svairt á hvítu hversu mikill áhrifavaldur félagið er á staðnum. „Unglingum hér þykir flott að vera í ungmennafélaginu og þeim þykir líka flott að sniðganga vímu- efnin. Ef við höldum rétt á spilum getum við Djúpavogsbúar horft bjartsýn til framtíðar," segir Andrés að lokum. Unglingum á Djúpavogi var boðið til mikillar pitsuveislu á Hótel Framtíð rétt fyrir jólin. Bryndís Reynisdótt- ir er nemandi í 9. bekk. Hún segir íþróttalífið á Djúpa- vogi mjög öflugt. „Eftir að við n g u m íþróttahús- ið hafa f 1 e i r i krakkar farið að stunda íþróttir. Við sem erum í 9. bekk höfum alltaf verið afar samrýnd og þetta er mjög góður hópur,“ segir Bryn- dís. Hún segir jafnaldra sina á Djúpavogi ævinlega skemmta sér án áfengis og tóbaks. „Okkur finnst bara heimskulegt að drekka og reykja. Það vita allir að okkar árgangur hefur afar neikvæð við- horf til þessa og þess vegna þorir enginn að bjóða okkur áfengi eða tóbak." Námsefnið fjallar um samskipti foreldra og unglinga, forvarnir af ýmsu tagi. Nú, tveimur árum síðar, er komin reynsla á þetta námsefni og því ærið til- efni að heimsækja ung- lingana á Djúpavogi og spyrja þá út í lífið og til- veruna. Bryndís Reynisdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.