Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1998, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1998, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 Kristján Ragnarsson, formaöur LÍÚ, ásamt sáttasemjurum á fundi meö vélstjórum í gær. Fundurinn var ár- angurslaus. DV-mynd Hilmar Pór Vélstjóradeila: Mjög erfitt - segir sáttasemjari Vélstjórar og útgerðarmenn hittust á stuttum sáttafundi í Karphúsinu í gær. Enginn árangrn- varð af fundin- um, að sögn Þóris Einarssonar ríkis- sáttasemjara. 1 „Þetta er mjög erfið deila,“ sagði Þórir í samtali við DV í gær. Semjist ekki mun verkfall vélstjóra á stærstu fiskiskipunum skella á þann 17. janúar nk. Ekki hefur næsti samn- ingafundur vegna vélstjóradeilunnar verið ákveðinn, að sögn Þóris, en samningafundur útgerðarmanna og annarra sjómanna verður á morgun. Deila sjómanna og útgerðarmanna er talin óleysanleg og liggur í loftinu að gripið verði inn í deiluna með laga- setningu. ^ Sjá nánar fréttaijós á bls. 4 -rt Neskaupstaður: Lager stór- skemmdist Eldur varð laus í bílskúr við Mið- garð í Neskaupstað í gærkvöld. í bílskúrnum er lager fyrir versl- un og skemmdist mikið af varningi. Mikill reykur varð og skemmdist einnig töluvert af vörum vegna hans í verslun sem er við hliðina á bilskúmum. Slökkvistarf gekk mjög vel. Eldsupptök em ókunn. -RR Hjólastóll * Hildar fundinn Hjólastóll Hildar Haraldsdóttur, sem hefrn- verið fötluð frá fæðingu, fannst í gær tljótlega eftir að DV kom út en þar birtist viðtal við hana og móður hennar. Móðirin, Guðný Sverr- isdóttir, sagði í morgun að þær mæðg- ur væru mjög fegnar að stóllinn væri fundinn. Hann fannst í kjallaratröpp- um húss við Lundarbrekku í Kópa- vogi. Stóllinn var tekinn frá tjölbýlis- húsi þar sem mæðgurnar búa í Þver- brekku. Greinilegt var talið að ung- menni hefðu tekið stólinn og gert sér að leik að aka honum enda var hann verulega skemmdur. Guðný sagði að farið yrði með stól- inn i viðgerð - hún vonaðist til að 'Mftægt yrði að fá varahluti þannig að hægt verði að gera hann upp. -Ótt Synir Jóhannesar Snorrasonar saman í flugstjórnarklefanum: Ætli þetta sé ekki ættgengt - sagöi faðirinn sem sat fram í hjá strákunum DV, Suðurnesjum: Það var söguleg og skemmtileg stund hjá þeim bræðrum, Hjörleifi og Jóhannesi Erni Jóhannessonum, þeg- ar þeir flugu saman á Flugleiðavél til og frá Hamborg 4. janúar. Hjörleifur er flugstjóri en hann tók við því starfi í desember sl. en áður var hann flug- maður í 11 ár. Jóhannes Öm hefur starfað sem flugmaður hjá Flugleiðum í rúm 2 ár, var áður hjá Flugfélagi Austurlands. Þeir bræður hafa aldrei flogið saman fyrr en nú. Það er óhætt að segja að bræðumir voru eldhressir við komuna til Keflavíkur. „Við för- imi alla vega eina ferð saman aftur í janúar. Þetta gekk mjög vel og vand- ræðalaust hjá okkur bræðrum. Þetta var söguleg stund. Mamma, Arna Meö bræörunum í för var faöir þeirra, Jóhannes Snorrason, sem var í flugstjórnarklefa með strákun- um sínum en hann er kunnur flug- stjóri, var 37 ár hjá Flugfélagi ís- lands og Flugleiöum. DV-mynd Ægir Már Hjörleifsdóttir, hafði smááhyggjur af þessu vegna þess að ég píndi Jóhann- es þegar hann var krakki og ég sagði við mömmu að ég myndi byrja á því aftur, því það var svo langt síðan ég hætti að pina hann,“ sagði Hjörleifur Jóhannesson, flugstjóri hjá Flugleið- um, með bros á vör og skemmti sér konunglega. Þeir bræður eiga ekki langt að sækja flugdelluna. Með þeim í för var faðir þeirra, Jóhannes Snorrason, sem flaug í 37 ár, fyrst hjá Flugfélagi ís- lands og síðan Flugleiðum. „Ætli þetta sé ekki ættgengt. Þetta var mjög skemmtileg ferð. Strákarnir stóðu sig mjög vel og ég er mjög ánægður með þá,“ sagði Jóhannes Snorrason um syni sína, en hann sat í flugstjórnar- klefanum og fylgdist vel með strákun- um sínum. -ÆMK í gær hófst skólastarf í grunnskólunum aö nýju eftir vel þegiö jólafrí. Þessi mynd var tekin í Austurbæjarskólanum, en þar voru nemendur aö búa sig undir seinni sprettinn í náminu á þessum vetri. DV-mynd E.ÓI. Veðrið á morgun: Víða all- hvasst Á morgun verður austan- og norðaustanátt, víða allhvöss eða hvöss. Rigning eða slydda um landið austanvert en dálítil él á annesjum norðanlands og á Vest- fjörðum. Hiti á bilinu 1 til 4 stig. Veðrið í dag er á bls. 37. Akureyri: Alvarleg árás á stúlku Lögreglan á Akureyri rann- sakar nú hrottalega árás á unga stúlku á veitingahúsi á Akureyri aðfaranótt sunnudags. Sparkað var í andlit stúlkunn- ar og var hún flutt á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri. Ekki er ljóst hve alvarleg meiðsl hennar eru. Fjórar aðrar líkamsárásir og sex innbrot voru kærð til lögreglu á Akureyri um helgina. -RR Maöur var fluttur á slysadeild með höfuö- og hálsáverka eftir árekstur- inn í Blikahólum í gærkvöld. DV-mynd S Harður árekstur Harður árekstur tveggja bíla varð í Blikahólum i gærkvöld. Einn maður, sem var farþegi, hlaut höfuð- og hálsáverka og var fluttur á slysadeild. Aðrir sluppu með lítil sem engin meiðsl. Bilamir eru illa farnir eftir áreksturinn. -RR Sameiningarkosning: Kann að frestast Stefán Skeu-phéðinsson, sýslu- maður í Borgamesi, segir að sveit- arstjóm Skorradalshrepps verði að ganga frá kjörskrá hreppsins í dag samkvæmt íbúaskrá. Liggi kjör- skráin ekki fyrir á morgun verður að fresta sameiningarkosningunum sem halda á 17. janúar. Stefán seg- ir að þær íbúatölur sem liggja fyrir frá 1. desember, þegar hreppsbúum fjölgaði óvænt um 4 séu aðeins bráðabirgðatölur. -Sól Sœvarhöföa 2a Sími:525 9000 -vysKi eoaimeim Bílheimar ehf. i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.