Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1998, Blaðsíða 21
25
' \
ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998
r>v
*
Fréttir
Alfreö Þorsteinsson:
Gagnrýni Árna Sigfús-
sonar misvísandi
- VST hefur skoðað sóknarfæri sameinaðra veitustofnana
„Sú gagnrýni Áma
Sigfússonar að
skýrsla um samein-
ingu Hitaveitunnar og
Rafmagnsveitunnar
leiti aðeins að niður-
skurði en ekki að
sóknarfærum er mis-
vísandi. Undirnefhdin
undir formennsku
Skúla Bjarnasonar
hefur leitað eftir áliti
frá Verkfræðistofu
Sigurðar Thoroddsen
til að kanna hvemig
sameinað fyrirtæki
getur tekist á við
sóknarfærin. Álits-
gerð hennar sýnir að sameinuð
stofnun væri betur í stakk búin til að
takast á við hin ýmsu framtíðarverk-
efni en stofnanirnar sín í hvoru
lagi,“ segir Alfreð Þor-
steinsson, formaður
stjórnar Veitustoíh-
ana, í samtali við DV.
Hvað gagnrýni Árna
varðaði um að ekki
væri hægt að ná fram
umræddum sparnaði i
mannafla án uppsagna
sagðist Alfreð telja að
starfsmannahreyfing-
ar myndu skila þess-
um árangri á tveim til
þremur árum.
Sagði Alfreð að
nefnd Skúla hefði leit-
að til þriggja aðila
með þrjú mismunandi
verkefni. í fyrsta lagi hefði Ráðgarð-
ur verið beðinn um að gera könnun
á hagkvæmni á samruna fyrirtækj-
anna eins og þau stæðu í dag, VST
hefði skoðað sóknar-
færin, rannsóknar- og
þróunarstarf og al-
þjóðasamvinnu og
þriðja aðila, Nýsi,
hefði verið falið að
skoða vatnsveitu- og
frárennslismál í sam-
einingu.
Niðurstaða VST er
á þá leið „aö öll rök
hnígi að þvi að sam-
eina þessar tvær
stofnanir." Alfreð
sagði framtíðarverk-
efni fyrir sameinaða
Hita- og rafmagnveitu
liggja á ýmsrnn svið-
um. Það væri verið að skoða mögu-
leika á notkun jarðgufu í nágrenni
Reykjavíkur. Að þeirri athugun
stæði Jarðgufufélagið, sem er í eigu
Reykjavikurborgar,
Hafharfjarðar og ríkis-
ins. Hugsanlegur sam-
starfsaðili væri stórt
bandarískt pappírsfyr-
irtæki en fulltrúar
þess hefðu verið hér á
landi fyrir nokkrum
dögum og verið mjög
jákvæðir. „Grundvöll-
ur fyrir þessu verkefni
er sameining þessara
fyrirtækja, t.d. hvað
snýr að rannsóknar-
og þróunarvinnu.“
Önnur verkefni liggi
einnig fyrir, Hitaveit-
an ætli að fara að
framleiða raforku í október og niður-
staða skýrslu VST sýni að sameining
styrki stöðuna í þessum verkefnum.
-phh
Alfreð Þorsteinson.
Árni Sigfússon.
HllðarQalI:
Snjóleysi en
hægt að fara
á gönguskíði
DV, Akureyri:
Ástand mála á skíðasvæðinu
í Hlíöarfjalli við Akureyri er
þannig að þar hafa engar lyftur
verið opnaðar í vetur vegna
snjóleysis og þarf að snjóa um-
talsvert til að hægt verði að
opna lyfturnar.
Hins vegar hefur snjó verið
rutt til þannig að hægt hefur
verið að hafa opna 3,5 km langa
göngubraut fyrir skíðamenn og
er tæplega helmingur hennar
upplýstur. Skíðagöngumenn
hafa verið duglegir að notfæra
sér þessa aðstöðu og hafa m.a.
Ólafsfirðingar sent skíðafólk sitt
til æfinga í Hlíðarfjalli.
„Þetta snjóleysi nú er ekkert
einsdæmi og ég man t.d. að árið
1991 opnuðum við ekki lyftur
hér í fjallinu fyrr en í lok febrú-
ar. Þetta snjóleysi framan af
vetri er hins vegar alltaf að
aukast hin síðari ár,“ segir ívar
Sigmundsson, forstöðumaöur í
Hlíðarfjalli. ívar segist þurfa að
fá alvörustórhríð svo hægt verði
að opna lyfturnar og það muni
gerast fyrr eða síðar. -gk
Nýsjálendingur viö rúning á Suðurlandi í haust.
íslandsmet í rúningi?
Rúði 400 kindur á
einum degi
DV, Hólmavík:
„Ég er ekkert viss um að ég
kunni réttu handtökin. Ég lærði
að klippa þegar ég var í skóla á
Hvanneyri í gamla daga. Síðan þá
hef ég farið á eitt dagsnámskeið
hjá Guðmundi Hallgrímssyni.
Hann var þá á ferð um Vestfirði
við að kenna rúning," segir Daníel
Jónsson bóndi á Ingunnarstöðum í
Reykhólahreppi.
Á síðustu vikum hefur mikið
verið sagt frá afköstum nýsjá-
lenskra rúningsmanna sem dvöldu
á Suðurlandi við að kenna íslend-
ingum réttu handtökin við rúning
í þeim tilgangi að ná meiri dagsaf-
köstum. Nú eru íslendingar all-
þekktir fyrir það á seinni árum að
fara yfir lækinn til að sækja vatn-
ið, því þótt mikið hafi verið látið
af afköstum þessara ágætu erlendu
manna er efast um aö þeir hafi
náð meiri afköstum en Daníel.
Fyrir örfáum vikum náði hann því
að rýja 1900 kindur á sjö samfelld-
um dögum og klippti mest 336 einn
daginn. Daginn áður voru kind-
urnar 290.
Þetta er ekki síður athyglisvert
fyrir það að í byrjun september sl.
lenti hann í alvarlegu slysi þegar
vísifingur vinstri handar marg-
brotnaði, svo tvisýnt var í nokkra
daga hvort hann héldi honum. En
batinn kom og nú segir Daníel að
fingurinn sé bara striður í liða-
mótum. Annars sé allt í lagi með
hann.
Daníel hefur marga undanfama
vetur farið á milli fjárbúa og rúið
fyrir bændur. Fyrir nokkrum
árum klippti hann snoð af 400
kindum fyrir Jón Guðjónsson stór-
bónda á Laugarbóli á einum degi.
Hér með er auglýst eftir meiri
dagsafköstum rúningsmanns á ís-
landi. Til eru þeir bændur sem
treysta sér varla til að hafa við
Daníel. Rétta honum /kindur og
taka ullina frá og sekkja hana.
Slík eru afköstin. -Guðflnnur
Akureyri:
411 atvinnu-
lausir um áramót
DV, Akureyri:
Atvinnulausir á Akureyri um
áramótin voru 411 talsins sem er 22
færri en voru án atvinnu um áera-
mótin þar á undan, en 56 fleiri en
voru á atvinnuleysisskrá 1. des-
ember s.l.
Konur voru mun fleiri á atvinnu-
leysisskrá um áramótin en karlar
eða 251 talsins á móti 160 körlum.
Samkvæmt upplýsingum frá Vinnu-
miðlunarskrifstofunni á Akureyri
má rekja einhvern hluta fjölgunnar
í desember til þess að sjómenn af
einum togara Útgerðarfélags Akur-
eyringa komu inn á atvinnulsysis-
skrá fyrir áramótin þar sem skip
þeirra er að fara í langa viðgerð og
þeim var sagt upp á meðan. -gk
r
&rá lÁuwa t s /uUi
Kennd eru undirstöðuatriði í Ijósmynda-
og tískuförðun, tækni, tíska, litasam-
setningar, litaval ofl.
° 6VIKNANAM, HEFST13.JAN.
Kennd er fortíðarförðun, fantasíuförðun
og förðun fyrir litaðar konur, farið yfir
hvernig fylgjast á með tísku með tillliti
til förðunar ofl. 6 v,kna nám, hefst24. feb.
Kwww
Námið byggir á grunnförðun fyrir kvikmyndir
og sjónvarp m.a. Undirstöðuatriði í skegg-
vinnu, meðferð á hárkollum, lausir hlutir í
andlit unnið úr gifsi og latex, brelluförðun,
öldrun, ynging og ósýnileg förðun.
3. MÁNAÐA NÁM, HEFST 20. JAN.
Vel menntaö og reynslumikiö
starfsfólk er undirstaöa
vandaörar kennnslu.
Skólastjóri er Anna Toher.
iMHTUi HAfll
SÍL088 7575
c; r f n s Á s v f g \\ :i